Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 Litlar vísbendingar um hverjir stálu Ópi Edvards Munchs Þjófamir þökkuðu fyr- ir lélega öryggisgæslu Listaverkið ótryg-gt og óttast að það skemmist í meðförum þjófanna Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. LITLAR vísbendingar hafa borist um hverjir voru að verki þegar einu þekktasta listaverki heims, Ópinu eftir Edvard Munch, var stolið úr Norskra ríkislistasafninu í Ósló á laugardagsmorgun. Ör- yggisverðir safnsins hafa staðfest þá frétt Dagbladet að þjófarnir hafi skilið eftir kort á safninu þar sem á stóð: „Þökkum jélega öryggisgæslu". Ópið er talið ómetanlegt og var ekki tryggt. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um þjófnaðinn, m.a. að um hrekk hafi verið að ræða eða krefjast eigi hárrar fjárupphæðar fyrir verkið. Rehn vill verða framkvæmda- stjóri UNICEF Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ELISABETH Rehn, varnarmálaráðherra Finna, gefur kost á sér sem framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Fyrir rúmri viku tapaði Rehn naumlega fyrir Martti Athisaari í finnsku forsetakosningunum. I kjölfar þess ákvað ríkissljórnin að styðja framboð hennar í embætti framkvæmdastjóra UNICEF. Við gluggann KNUT Berg, forstöðumaður Þjóðlistasafnsins í Ósló, við gluggann þar sem þjófarnir fóru inn. Það tók þá aðeins 50 sekúndur að fara inn, taka málverkið og forða sér burt. Vill sovéska kerfið aftur VJATSJESLAV Kebítsj, for- sætisráðherra Hvíta Rússlands, vill taka upp sovéska efnahags- stjórn á ný, til dæmis með því að ákveða fast verð á ýmsum nauðsynjum, og hætta öllu tali um róttækan uppskurð á kerf- inu. Kvað hann „spákaup- mennsku“ brátt verða bannaða og verð á matvöru ákveðið í ráðuneytunum. Bítlarnir leika ekki saman BÍTLARNIR þrír, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr, neituðu í gær fréttum um, að þeir ætluðu að halda saman tónleika í Banda- ríkjunum síðar á þessu ári. „Þetta er bull og vitleysa" hafði breska blaðið The Daily Ex- press eftir McCartney þegar hann var spurður hvort þeir félagarnir ætluðu að koma fram í Miðgarði eða Central Park í New York. Sofið ekki með augnlinsur ÞEIM, sem nota augnlinsur og taka þær ekki ofan áður en þeir ganga til náða, er að minnsta kosti átta sinnum hættara við augnskaða en þeim, sem hvíla sig á þeim yfir nóttina. Kemur þetta fram í rannsókn, sem birt var í Banda- ríkjunum í gær en hættan er sú, að linsurnar skemmi horn- himnuna og greiði þannig fyrir sýkingu. Upplausn í Líberíu ÞÚSUNDIR manna hafa flúið heimili sín í Líberíu vegna bar- daga milli tveggja skæruliða- hreyfinga og leitað hælis í hafn- arbænum Buchanan. Hafa þeir sest að í helsta hóteli bæjarins og húsum, sem fólk hafði áður flúið úr vegna bardaga í bæn- um. Eru margir illa á sig komn- ir vegna sjúkdóma, til dæmis malaríu og kóleru, og matars- kortur mikill. Gammel- gaard látinn LARS P. Gammelgaard fyrrum sjávarútvegsráðherra Dana lést sl. þriðjudag, 49 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein. Gammelgaard var kosinn á þing árið 1979 og gegndi embætti sjávarútvegsráðherra á árunum 1986-1989. Hluta þess tíma var hann einnig sam- starfsráðherra Norðurlanda. Eftir að hann lét af ráðherra- embætti var hann um skeið þingflokksformaður íhalds- flokksins. og er hann lést var hann varaformaður þingflokks- ins. Hann var giftur og átti tvö börn. Clinton íhugar refsiaðgerðir BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um við- skiptaþvinganir gegn Japan. Washington Post sagði á sunnudag að stjórn Clintons hefði ákveðið að banna inn- flutning á ýmsum japönskum vörutegundum frá og með deg- inum í dag en talsmaður forset- ans vísaði því á bug. Clinton og Morihiro Hosokawa forsæt- isráðherra Japans mistókst í Washington sl. föstudag að að leiða til lykta viðskiptadeilu sem samningamenn höfðu ár- angurslaust reynt að ljúka. Tveir menn reistu stiga við glugga á fyrstu hæð Ríkislista- safnsins í Ósló á laugardagsmorg- un kl. 6.30, brutust inn um glugga, klipptu vírþráðinn sem myndin hékk á, hröðuðu sér út með hana og óku á brott á gráum Mercedes Benz-hlaðbak. Ránið tók 50 sekúnaur. Mynd- bandstökuvélar náðu þjófnaðinum á band en illmögulegt er að bera kennsl á mennina af upptökunni þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið grímuklæddir. Annar var krafta- legur, um 180 sm á hæð og klædd- ur ljósum fötum við ránið. Hinn var dökkklæddur og meðalmaður á hæð og vöxt. Stigann og töngina skildu þeir eftir, svo og póstkort með mynd af þremur hlægjandi mönnum þar sem þeir þakka lélega öryggisgæslu. Ekki voru rimlar fyrir glugganum sem mennirnir brutust inn um. Þjófavarnarkerfið fór i gang er mennirnir brutust inn en lögreglu var ekki gert viðvart fyrr en stundarfjórðungi síðar. Lít- ur lögreglan þá staðreynd afar al- varlegum augum. Fyrirtækið, sem sér um öryggismál safnsins, segir ekkert athugavert við hvernig stað- ið var að þeim og að ekki sé við öryggisvörðinn að sakast. Auðvelt að vera vitur eftir á Vegna þess fjölda /erðamanna sem er í Ósló vegna Ólympíuleik- anna í Lillehammer, var Óp færð niður á fyrstu hæð safnsins, þar sem öryggisráðstafanir eru minni en á annarri hæð þar sem myndin var. Rúðan sem þjófarnir brutu er ekki þykkari en gler í búðarglugga. Segir yfirmaður öryggismála safnsins að auðvelt sé að vera vitur eftir á, þegar hann er spurður hvort skynsamlegt hafi verið að færa málverkið. Óryggismál safnsins séu erfið viðureignar, fyrst og fremst vegna þess hversu gömul þygging- in er. Gæsla á landamærum Gæsla er á landamærum og víð- tæk leit fer nú fram að bílnum sem þjófarnir voru á. Telur lögreglan að myndin sé enn í Ósló. Hún er 73x 91 sm að stærð, máluð á pappa og því viðkvæmari en hefðbundin málverk á striga. Skothelt gler var um myndina og telur safnstjórinn hætt við að það hafi brotnað í flutn- ingunum og mögulega skemmt verkið. Lögreglunni hafa borist vísbend- ingar sem nú eru kannaðar. Hún leitar tveggja manna sem hafa mögulega orðið vitni að ráninu; manni sem fór fram hjá safninu 3-4 mínútum áður en ránið var framið og leigubílstjóra sem ók hjá um hálfri mínútu eftir ránið. Ópið ótryggt Ópið er talið ómetanlegt til fjár og er ótryggt. Bjuggust talsmenn safnsins jafnvel við því að verðlaun- um yrði heitið fyrir upplýsingar sem leitt gætu til þess að verkið yrði endurheimt. Ástæða verknað- arins er óljós. útilokað er fyrir þjóf- ana að seíja Óp, sem er eitt merk- asta listaverk heims. „Guð minn góður, þetta er eitt þekktasta verk í heimi...Það er ómögulegt að segja hver er nógu galinn til að gera þvílíkt og annað eins,“ voru fyrstu viðbrögð Alf Boe, forstjóra Munch- safnsins. Trygve Nergaard, pró- fessor í listasögu, telur að þjófarn- ir hafi fyrst og fremst.viljað vekja athygli. Telur hann að málverkið komist aftur í réttar hendur en óttast að það skemmist í meðförum þjófanna. Þá telur forvörður Ríkis- Íistasafnsins í Ósló, Leif Plather, að tengsl séu á milli þjófnaðarins og Ólympíuleikanna í Lillehammer. Telur hann það ekki tilviljun að verkinu sé stolið sama dag og augu heimsins beinist að Lillehammer. Esko Aho, forsætisráðherra Finna, segist ætla að ræða við starfsbræður sína á hinum Norður- löndunum til að fá stuðning þeirra. Þá telja Finnar líklegt að mörg þró- unarríki vilji fremur forstjóra frá Norðurlöndunum en frá Bretlandi eða Bandaríkjunum. Núverandi framkvæmdastjóri UNICEF er Bandaríkjamaðurinn James P. Grant en hann lætúr af störfum um næstu áramót. Er búist við að gengið verði frá ráðningu eftirmanns hans í vor. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros-Ghali hefur hvatt Norðurlöndin til að bjóða fram konu í embættið. Rehn hefur verið formaður UNICEF í Finnlandi um margra ára skeið og þekkir því vel til starfa stofnunarinnar. Það sem helst gæti orðið til að draga úr líkum Finna á að hreppa hnossið er að framlag þeirra til UNICEF hefur lækkað úr 155 millj- ónum finnskra marka árið 1991 niður í 39 milljónir á þessu ári. Meshkov, sem var kjörinn fyrsti forseti Krímar í kosningum í janúar, rak fyrst áróður fyrir sameiningu við Rússland en hefur síðan dregið nokkuð í land og vill nú þjóðarat- kvæðagreiðslu um stöðu Krímar. Rússar lögðu Krímskaga undir sig á 18. öld en 1954 færði Níkíta Khrústjev hann Úkraínu að gjöf í tilefni af 300 ára sambandi ríkj- anna. Um 70% íbúanna eru Rússar Eftirmað- ur Banda Blantyre. Reuter. GWANDA Chakuamba, einn af þekktustu pólitísku föngum Kamuzu Banda, forseta Malavi, var á sunnudag Iqörinn varafor- setaefni stjórnarflokksins og arf- taki Banda. Chakuamba var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir samsæri um að myrða Banda, sem hefur verið einráður í Malaví frá því landið öðlaðist sjálf- stæði frá Bretlandi árið 1964. Hann var leystur úr haldi eftir 13 ára fang- elsisvist í fyrra þegar barátta stjórn- arandstæðinga fyrir lýðræði náði hámarki. Nokkru síðar lýsti hann því yfir að hann myndi ganga aftur í stjórnarflokkinn, mörgum til mikill- ar furðu. „Ég ber ekki kala til neins manns,“ sagði hann. og nú þegar úkraínskt efnahagslíf er að hruni komið vilja þeir tengjast Rússlandi, sem kalla má velmegun- arríki í samamburði. Meshkov sagði, að Úkraínustjórn hefði leyft Krímveijum að nota rúbl- una áfram þótt sjálf hafi hún tekið upp nýjan gjaldmiðil, karbovanets. Verðgildi hans er nú aðeins einn tuttugasti af rúblunni. Díana alltaf vinsæl DÍANA prinsessa nýtur ætíð mikiila vinsælda og engin breyting hefur orð- ið þar á því þrátt fyrir hörkugadd safnaðist stór hóp- ur fólks saman og beið í nokkrar klukkustundir fyrir utan barnasjúkra- húsið í Stóra Orm- ondsstræti í Lond- on til þess að fylgj- ast með henni vinna eina opinbera skylduverkefnið sem sett hefur ver- ið á dagskrá henn- ar á árinu. Lýsti hún nýja álmu formlega tekna í notkun. Að því loknu gaf hún sig á tal við fólk utan sjúkrahússins. Reuter Stefnt að sjálf- stæði Krímar Moskvu. Reuter. JÚRI Meshkov, nýkjörinn forseti Krímar, sagði á sunnudag, að hann hygðist efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Iandsins, sem nú tilheyrir ÚkraínuTÞá tilkynnti hann einnig, að Rússinn og hagfræð- ingurinn Jevgeníj Saburov hefði verið skipaður forsætisráðherra og er litið á það sem ögrun við stjórnina í Kíev.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.