Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 Athugasemd við ferðasögu eftir Ferenc Utassy í Morgunblaðinu 28. janúar sl. var birt ferðasaga Sigurðar Sveihssonar er bar yfirskriftina: „Fyrsta skoðun- arferðin á tveimur jafnfljótum." Sig- urður Sveinsson greinir frá ferð Sel- fyssinga til Ungverjalands, dagana 20.-23. janúar sl., er þeir kepptu í borginni Szeged við samnefnt lið, í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik. Undirrituðum finnst leitt að Sig- urður Sveinsson skuli hafa slæma reynslu af Ungveijalandi. Honum er að sjálfsögðu fijálst að hafa sínar persónulegu skoðanir á landi og þjóð. En sem greinarhöfundur í víðlesn- asta dagblaði landsins jiarf hann að gæta alls velsæmis. I umræddum texta koma fram órökstuddar full- yrðingar og yfirborðskenndar upp- lýsingar um ungversku þjóðina. Er það afar ósanngjarnt, og brýtur öll siðferðislög. Ummæli höfundar eru bæði móðg- andi og villandi og gætu haft nei- kvæð áhrif á tengsl jijóðanna beggja að mati félagsins Island-Ungveija- land. í ljósi þessa vill undirritaður koma með nokkrar athugasemdir. Gamli flugvöllurinn er ekki sá eini í Búdapest. Hann var tekinn í notkun í byijun 7. áratugarins og þótti vera einn fuilkomnasti sinnar tegundar í Evrópu. Fyrir rúmlega 10 árum var opnaður nýr flugvöllur, skammt frá þeim gamla, og fer nær allt milli- landaflug um hann. Umferð er orðin svo mikil, að nýta þarf gamla flug- völlinn einnig. Úm 12 erlend flugfé- lög, einkaþotur og fraktflug fá þar afgreiðslu. „ ... þama var aðeins ein önnu ' flugvél, gömul skrúfþota frá miðöld- um.“ Sannarlega ofmetur Sigurður sögu Ungveija. Þótt Ungveijaland hafí verið öflugt ríki á miðöldum, „Við, Ungverjar, sem búum á Islandi, vorum niðurbeygðir og leiðir þegar fréttir bárust okkur til eyrna um óhugnanlegan bardaga sem hefði átt sér stað á leikvellinum. Það var afskaplega dapurlegt að heyra um landa okk- ar sem börðu saklausa íslendinga á leikvellin- um.“ notuðu menn einungis hesta á þeim tímum. „Hermennirnir ... hafi eflaust ekki haft hugmynd um hvað eða hvar ísland væri (hvað þá Selfoss).“ Það hafa þúsundir íslendinga farið í gegnum vegabréfaskoðun á þessum stað; þannig að það kæmi alls ekki á óvart að eftirlitsmennirnir vissu hvar ísland væri. En að ætlast til þess að þeir þekki öll fjögur þúsund manna byggðariög í heiminum, er ef til vill einum of mikið. Undirritað- ur vil! benda á þá staðreynd, að Sig- urður talar um Szeged, sem 150.000 manna iðnaðarborg. Það er alrangt. Ibúar borgarinnar eru vel á þriðja hundrað þúsund og mjög lítið er um iðnað. Annars getur undirritaður sagt sjálfur frá vegabréfsskoðun í Keflavík, þar sem hann (Ungveiji með ungverskt vegabréf) var spurður hvort hann væri Rússi. „Fyrir utan flugstöðina stóðu íjór- ir Trabantar, einn Wartburg og Lada Sport, en engin rúta.“ Maðurinn sér það sem hann vill sjá. Sem betur fer eru menn ekki dæmdir eftir því hvaða bíl þeir aka. Til fróðleiks vill undirrit- aður geta þess, að um 60% bílaflota Ungveija var ura síðustu áramót vestrænnar ættar. í landinu eru tvær bílaverksmiðjur starfandi sem fram- leiða Opel og Suzuki. Auk þess tak- marka gildandi lög notkun bíla með tvígengisvélar í allra Búdapest. „Hótelið var eins og öll hótel í Austur-Evrópu ... “ Hótel eru bara hótel, hvar sem er í heiminum. Þau flokkast eftir gæðum en ekki vind- átt. Staðreynd er að viðhald eldri bygginga er kostnaðarsamt. í Szeged er flöldinn allur af merkilegum bygg- ingum sem þarf að halda við, en málið er einfalt. Það vantar peninga. „Við urðum hissa þegar okkur var sagt að skoðunarferðin væri á tveim- ur jafnfljótum." Undanfarin ár hafa yfirvöld í sífellt fleiri borgum bannað akstur um miðbæi sína. Miðbær Szeged hefur upp á margt að bjóða. Merkar byggingar standa í röðum á tiltölulega litlu svæði, svo að skoðunarferð í rútu kemur ekki til greina, slíkt hljómar sem brandari í eyrum þeirra sem þekkja staðhætti alla. Szeged var landamæraborg í Rómaveldi hinu forna. Atli Húna- kóngur dvaldi þar með hirð sinni o.s.frv. Efnt er til óperusýninga á Dómkirkjutorginu á sumrin. Þessar sýningar draga tugi þúsunda ferða- manna að á hveiju ári. Borgin getur verið grá og litlaus að vetri til, en þá vantar líka alla blómstrandi garð- ana og laufskrúð tijánna. En vetur- inn er stuttur þar um slóðir. Íbúarn- ir sjá enga þörf á að mála húsin í alls konar æpandi Iitum (eins og þekkist annarsstaðar). Þeir vilja njóta fegurðar náttúrunnar á hinum árstíðunum. Ef Sigurði finnst Szeged vera „óttalega skítug“, þá er undir- ritaður tilbúinn að bjóða honum í göngutúr í Reykjavík, einhvern laug- ardagsmorguninn, þegar logn er yfir borginni. „Ekki sjást neinar meiriháttar Ferenc Utassy breytingar hafi orðið þama austur frá þrátt fyrir aukið lýðræði." Hvernig getur maður dæmt um breytingar, sem stígur sín fyrstu spor í ókunnu landi? Hver eru við- mið slíks manns? Undirritaður getur því miður ekki sagt neitt um leikinn sjálfan. Við, Ungveijar, sem búum á Islandi, vor- um niðurbeygðir og leiðir þegar frétt- ir bámst okkur til eyrna um óhugn- anlegan bardaga sem hefði átt sér stað á leikvellinum. Það var afskap- lega dapurlegt að heyra um landa okkar sem börðu saklausa íslendinga á leikvellinum. Hvar var skynsemin? Við reyndum að fínna skýringar á því sem gerst hafði. Það er meira en lítið undarlegt ef sigursælt lið eins og Pick Szeged fari að lemja andstæðinga sína. Slíkt hefði verið skiljanlegt, ef „ ... óvenju margir og miklir skapmenn, sumir með við- urnefni, t.d. Einar ofsi 1, Einar ofsi 2 o.s.frv." hefðu sýnt gestgjöfunum í tvo heimana. Sakborningar fengu hins vegar aldrei tækifæri að koma með sína hlið málsins. Jafnt Ungveijar sem íslendingar þykjast vera gestrisnar þjóðir. Eftir leikinn var íslenska liðið samt sent heim á hótel, þar sem það fékk gúll- as í rólegheitum, síðan var flogið heim til Islands. Það er sagt að áfengi hafi slæm áhrif á minnið. Þeir heimamenn, sem muna eftir hegðun Selfyssinga eftir leikinn, vildu ekki tjá sig frekar um málið. Og hversu skrýtið sem það nú er, hefur engum dottið í hug að birta heilsíðu grein um það í ung- verskum blöðum. „Þessi ferð verður eftirminnileg meðal annars vegna þess dónaskapar sem okkur var sýndur. Við ætlum að svara fyrir okkur með því að taka vel á móti þeim hér, sjá hvort þeir kunna að skammast sín.“ Birting þessarar greinar fyrrnefndan dag, er leikmenn Szeged liðsins lentu á íslandi, er sannarlega sú móttaka af hálfu gestrisinnar þjóðar sem lengi verður í minnum höfð. Nú eru báðir leikirnir að baki. Úrslitin tala sínu máli. Tólf marka tap á útivelli, sigur með tólf marka mun á heimavelli. Bæði liðin geta verið ánægð með árangurinn. íþrótt- ir og listir eru besti tengiliður meðal manna af ólíkum uppruna. Á ferða- lögum sínum erlendis fá íþróttamenn tilvalin tækifæri að kynnast öðrum þjóðum. Frásagnir þeirra í blöðum og tímaritum hafa áhrif, enda lesa margir slíkar greinar. Glöggt er gests augað. Öll neikvæð reynsla á er- lendri grund getur styrkt föðurlands- ástina. í umræddri ferðasögu ber á fordómum og undarlegum yfírlýsing- um, sem sýna vanþekkingu Sigurðar Sveinssonar á ungverskum málefn- um. Hér er á ferðinni einlit hlutdræg frásögn sem dregur upp ranga og villandi mynd af ungversku þjóðinni. Reiðin er hættulegur ráðgjafi við blaðaskrif. Höfundur er forseti félagsins ísland- Ungverjaland. Vetrarleikar Gusts í fyrsta sætið með mótorhj ólahj álm _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Útlitið var ekki gott hjá Jóni Styrmissyni þegar hann var mættur með hest sinn Skrúð frá Lækjamóti inn á völlinn í Glaðheimum og hugðist taka þátt í vetrarleikum Gusts. Hann hafði nefilega gleymt reiðhjálminum og þulurinn til- kynnti honum að ef hann gæti ekki útvegað hjálm í hvelli væri hann úr leik áður en keppnin byrjaði. Vildi þá svo vel til að einn áhorfenda var með mótorhjólahjálm á sér. Þusti hann inn á völlinn og lánaði Jóni hjálminn sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í full- orðinsflokki ásamt hesti sín- um. Keppt var í fímm aldursflokk- um í tölti með firmakeppniformi. Mótið var haldið á laugardag á félagssvæði Gusts Glaðheimum í blíðskaparveðri. Þátttaka var góð, vel á þriðja tuginn í fullorð- insflokki en þó aðeins einn kepp- andi í öldungaflokki þar sem Leifur Eiríksson mætti einn til leiks á hesti sínum Degi. Úrslit urðu annars sem hér segir: í fullorðinsflokki sigruðu eins og áður segir Jón Styrmis- Þórir Kristmundsson sigraði í unglingaflokki og næst urðu Sigurður Halldórsson, Berglind Guðmundsdóttir, Ásta Dögg Bjarnadóttir og Sandra Karlsdóttir. ardóttir og Gassi í þriðja sæti, Þorvarður Guðmundsson og Atl- as í fjórða sæti og Karl Sigfús- son og Drafnar fimmtu. í ungl- ingaflokki sigraði Þórir Krist- mundsson á Greiz, Sigurður Halldórsson og Frúar-Jarpur aðrir, Berglind Guðmundsdóttir og Kletta þriðju, Ásta Dögg Bjarnadóttir og Pjakkur fjórðu og Sandra Karlsdóttir og Júníor frá_ Glæsibæ fimmtu. I barnaflokki sigruðu Rakel Róbertsdóttir og Assa, Ásta Kristín Victorsdóttir og Nökkvi önnur, Þórdís Guðmundsdóttir og Vaka þriðju, Sigurður Bjarna- son og Hæringur í fjórða sæti og Sigríður Þorsteinsdóttir og Hryðja í fimmta sæti. Mótið fór vel fram í alla staði en þó má finna að því að fæðing- arstaðir hrossanna voru ekki skráðir frekar en svo oft áður á mótum sem þessu og full ástæða til að hvetja hestamenn til þess að svo verði gert svo hægt sé að geta um það i hestaþætti Morgunblaðsins en það er ein- mitt það sem lesendur vilja að fylgi með nöfnum knapa og hests. í barnaflokki hlutu verðlaun Rakel Róbertsdóttir, Ásta Kristín Victorsdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarnason og Sigríður Þorsteinsdóttir. son Og Skrúður frá Lækjamóti, Páll Bragi Hólmarsson og Svaði urðu í öðru sæti, Bjami Sigurðs- son og Dollar þriðju, Agústa Ágústsdóttir og Skrúður fjórðu. Halldór Victorsson og Reginn urðu svo í fimmta sæti. í ungmennaflokki sigruðu Erna Guðný Gylfadóttir og Ran- dólfur, Sigþór Sigurðsson og Blesi í öðru sæti, Oddný Sigurð- Verðlaunahafar í flokki fullorðinna frá vinstri vel varinn sigurvegarinn með lijálminn góða, Jón Styrmisson á Skrúði, þá Páll Bragi á Svaða, Bjarni á Dollar, Ágústa á Skrúði og Halldór á Reginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.