Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞIIIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 51 Ráðstefna um landgræðslu Landgræðsluáætlanir lagðar fyrir Alþingi Selfossi. „ÞAÐ fer saman að sýna landi okkar rækt og að rækta með okkur menningxi," sagði dr. Björn Sigurbjörnsson í erindi sínu á ráð- stefnu um landgræðslu sem Landgræðsla ríkisins, Fagráð í land- græðslu og Landmælingar Islands héldu á Selfossi 12. febrúar síð- astliðinn. Samkvæmt nýjustu tölvu- og gervitunglamyndum er land- ið grónara, en áður var talið.Dr. Björn lagði á það áherslu að jarð- vegseyðingin væri geysilega alvarlegt mál og hún væri enn alvar- legra mál fyrir íslendinga' en ofveiði úr þorskstofninum. „Án jarð- vegs þrífst ekkert mannlíf hér á jörð og engin menning. Án ræktun- ar engin menning," sagði dr. Björn í erindi sínu, Ræktun, menning og jarðvegseyðing. Á hveiju ári verður gífurleg jarðvegseyðing í heiminum. Talið er að um 9 milljarðar tonna af jarðvegi og leir berist til sjávar með ám og vötnum og af manna völdum tapist 13 milljarðar tonna af jarðvegi til viðbótar. Það þyrfti 3.600 sjö þúsund tonna skip á hveijum klukkutíma til að flytja þennan jarðveg. „Það er mikil eftir- sjá í allri þessari gróðurmold sem svona tapast því það getur tekið aldir að mynda nýja mold í stað þeirrar sem tapast,“ sagði dr. Björn Sigurbjömsson meðal ann- ars í erindi sínu. Hann benti á að reiknað væri með að jarðvegs- birgðir hnattarins væru 3,8 billjón- ir tonna og að talið væri að 7% af jarðveginum eyddist á hveijum áratug. Jarðvegseyðingin í heimin- um væri mikið áhyggjuefni því jarðvegurinn væri undirstaða mat- vælaframleiðslunnar. Hann benti einnig á að fólks- fjölgunin væri gífurleg í heiminum og gert væri ráð fyrir því að tvö- falda þyrfti. matvælaframleiðslu í heiminum fyrir árið 2030 með sömu fólksfjölgun. Dr. Björn sagði að hefja þyrfti markvissar og árangursríkar að- gerðir til að stöðva landeyðingu. Þær krefðust þátttöku allra og sérstaklega þeirra sem nota landið. Hann benti á að í Bandan'kjunum hefðu mál þróast þannig að land- notendur yrðu gerðir ábyrgir fyrir meðferð landsins. Þeir sem ofbjóða jörð og gróðri verða gerðir ábyrgir og bótaskyldir fyrir tjóni sem þeir valda með misnotkun landgæða. „Ef við ætlum að ísland verði at- hvarf niðja okkar í framtíðinni má ekki líðast að jarðvegseyðing verði vegna misnotkunar landsins," sagði Björn. Hann lagði áherslu á að bændur og aðrir notendur lands yrðu virkj- aðir til starfa til verndunar gróð- urs og jarðvegs. Not af landinu mættu ekki verða til þess að lands- gæðum hnignaði. Viðhald byggðar á viðkvæmum svæðitm mætti ekki byggja á ofnotkun beitilands til búvöruframleiðslu nema ráð- stafanir væru gerðar til að næra gróðurinn. Dr. Bjöm sagði að til þess að ná því takmarki að stöðva jarðvegseyðingu þyrfti að einbeita sér að því. Tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu, spurningin væri hvort við hefðum raunverulegan vilja og bolmagn til þess. Áhersla á fræðslu og rahnsóknir Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra lagði áherslu á að bændur væru grasrótarhreyfing land- græðslunnar sem skynjaði breyt- ingar á gróðri fyrst allra. Nauðsyn- legt væri að virkja bændur til land- græðslu og að beingreiðslur til þeirra nýttust til uppgræðslu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að sérstakt náttúruverndarráð ætti Landgræðsluráðstefnan var mjög vel sótt. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Tölvuunnin gervitunglakort Landmælinga íslands vöktu mikla at- hygli á sýningunni. Börn úr Sandvikurskóla á Selfossi unnu myndir í tilefni ráðstefnunn- ar og undirstrikuðu með þeim nauðsyn landverndar og uppgræðslu. Skrafað um lífræna ræktun. Herdís Þorvaldsdóttir og Baldvin Jóns- son stinga saman nefjum á ráðstefnunni. að vera í hveijum fjórðungi. Hall- dór kvaðst hafa ákveðið að beita sér fyrir aukinni fræðslu um gróð- urfar og vistkerfið í heild. Ráðnir yrðu tveir kennarar til tveggja ára. Verkefni þeirra væri að kynna sér tilhögun erlendis á fræðslu og þeim yrði falið að skrifa kennslu- og verkefnabækur fyrir hin ýmsu ald- ursstig. Þetta væri liður í því að skapa aukinn skilning fyrir þörf- inni á uppgræðslu. Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra sagði, að leggja þyrfti áherslu á rannsóknir og stýra at- höfnum mannsins við notkun landsins. Sauðfé hefði fækkað um 40% en á móti kæmi að hrossum hefði fjölgað um 60% í staðinn. Nauðsynlegt væri að taka upp víð- tæka landnýtingaráætlun. Efla þyrfti landgræðslustarfið með meira fé ef takast ætti að stöðva jarðvegseyðinguna fyrir næstu aldamót. Egill Jónsson formaður fagráðs Landgræðslunnar sagði nýjar leiðir hafa opnast við skipulag land- græðslustarfa og ná mætti meiri árangri en hingað tií. Hann sagði í undirbúningi breytingar á lögum þannig að Landgræðslan fengi nauðsynlega lagastoð. Fram- kvæmdaáætlun um landgræðslu yrði lögð fyrir Alþingi líkt og vega- og hafnaáætlanir. Egill var bjart- sýnn á að takast mætti að stöðva jarðvegseyðinguna fyrir aldamót með þeim aðgerðum og aðferðum sem tiltækar væru. Ólafur Arnalds jarðvegsfræð- ingur fjallaði um kortlagningu jarðvegseyðingar og sagði að nú þegar hefðu 24% landsins verið kortlögð og landið allt eftir 2-3 ár. Hann benti á að eyðingin væri svo víðtæk að hún yrði ekki stöðvuð með einu átaki. Bætt landnýting þyrfti að koma til og efla þyrfti frumkvæði heimamanna á hveijum stað. Hann fagnaði því að stórauka ætti fræðslu í þessum efnum en stórsókn þyfti einnig á rannsóknar- sviðinu til þess að auka þekkingu á jarðvegseyðingunni sjálfri. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði frá væntanlegri land- græðsluáætlun sem liggja mun fyrir í vor. Næsta vetur yrði lögð fram áætlun um forgangsverkefni. Áhersla væri lögð á markviss vinnubrögð í samvinnu við skipu- lagsyfirvöld. Áætlunin nær til alls landsins og hún byggist á kortum og rannsóknum. Lögð yrði áhersla á að aðstoða aðila við endurheimt landgæða. Fyrirbyggjandi starf og fræðsla væri einn af hornsteinum 6. lcikvika , 12. feb. 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Aston Villa - Swindon 1 - - 2. Evcrton - Ipswich - X - 3. Man. City - West Ilant - X - 4. Oldham - Chclsca 1 - - 5. ShcfT. Utd - Covcntry - X - 6. Tottcnham - Blackbum - - 2 7. Wimblcdon - Newcastle 1 — 8. Barasley - Stokc 1 - - 9. Grimsby - C. Palacc - X - 10. Notts Cnty - Notth For. 1 - - 11. Oxford - Charlton - - 2 12. Sundcrland - Bristol C. - X - 13. Wolves - Southcnd - - 2 Ilcildarvinningsupphæöin: 122 milljón krónur 13 réttir: T 3.260.280 J kr. 12 réttir: 79.560 I kr. 11 réttir: 5.710 J kr. 10 réttir: 1.340 j kr. starfsins og áætlunin yrði unnin í samráði við heimamenn á hveijum stað. Mikil áhersla yrði lögð á bætta landnýtingu á einstökum jörðum en forsenda þess að ná mætti hámarksárangri væri að þjóðarsátt yrði um aðgerðir í þess-- um efnum. Undir yfírskriftinni „Þjóðin að verki í landgræðslustörfum" fjöll- uðu nokkrir aðilar um land- græðslustarf á ýmsum sviðum. Auður Sveinsdóttir landslagsarki- tekt fjallaði um skipulag og nátt- úruvernd, Einar Njálsson bæjar- stjóri á Húsavík um landgræðslu í þéttbýli. Hann lagði áherslu á að atvinnuleysistryggingasjóður þyrfti að auka hlutfall sitt í fjár- mögnun ýmissa verkefna í land- græðslu hjá sveitarfélögunum ef slík verkefni ættu að halda áfram. Böðvar Jónsson bóndi á Gaut- löndum ræddi um landgræðslu- störf bænda og lýsti árangri sínum að því að friða land og takmarka beitartíma á því. 300 hektara land- spilda skilaði verulega auknum kjötafurðum sauðfjárins. Baldvin Jónsson fjallaði um ásýnd landsins og arðsemi. Hann lagði eindregið til að ísland yrði gert að módeli um lífræna ræktun. Það myndi skila sér á mörgum sviðum. Starfsemi tveggja landgræðslu- félaga var kynnt. Örn Bergsson formaður Landgræðslufélags- Öræfinga kynnti starfsemi félags- ins. Hann lýsti góðu samstarfi við Landgræðsluna og velvild frá Nátt- úruverndarráði. Hann sagði að slík félög ættu að vera eins konar land- verðir, framkvæmdaaðilar fyrir opinbert fé og leiðandi aðilar í hópi bænda um bætta nýtingu lands. Sveinn Runólfsson og Erlendur Björnsson lýstu áherslun í starfi Landgræðslufélags Skaftárhrepps sem miðar helst að því að stöðv; jarðvegseyðingu. Mikið væri um rof í hreppnum og fok úr Skaftá væri orðið stórt vandamál sem bændur hefðu séð lengi fyrir um. Frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands, sem sat ráðstefnuna, lýsti ánægju sinni með hana. Hún sagði mikilvægt að geta sagt frá því erlendis hvemig unnið væri að málum á íslandi og kvaðst hafa sett fram þá kenningu að íslend- ingar gætu breytt eyðimörk í gróið land. Hún sagði að fyrr eða sj'ðar kæmi að því að fólki skildist að hér á landi væri þekking í þessum efnum og að fólk myndi sækja hingað til að öðlast slíka þekkingu. Hún sagðist oft líkja landinu við tæran kristal og leggja þannig áherslu á hreinleika landsins, framleiðslunnar og hugarfarsins. - Sig. Jóns. 6. lcikvika , 13. feb. 1994 Nr. Leikur: Röð'ui: 1. Atalanta - Roma - X - 2. Gcnoa-Torino - X - 3. Lazio - Cagliari 1 - - 4. Milan- Crcmoncsc 1 - 5. Parma - Sampdoria 1 - 6. Piaccnza - Intcr 1 - 7. Udincse - Napoli 8. Ancona - Bari 9. Ccsena - Acireale 10. Palcrmo - Pisa 1 - - 11. Pescara - Padova - - 2 12. Vcnczia - Modena 1 - - 13. Vcrona - Ascoli 1 - - Hcildarvinningsupphacöin: 18,1 milljón krónur 12 réttir: 11 réttlr: 10 réttir: 1.890 j kr. 200 | kr. 0 Jkr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.