Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Einhver sem þú átt viðskipti við í dag kemur þér á óvart. Þú átt gott samstarf við vinnufélaga og nærð góðum árangri. Naut (20. apríl - 20. maí) Taktu enga áhættu í við- skiptum í dag og ekki leggja öll spilin á borðið strax. Bíddu betra tækifæris til að kynna áform þín. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú gætir vanmetið örðug- leikana við lausn verkefnis í vinnunni og verður að íhuga málið gaumgæfílega. Góðar fréttir berast. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSB Þig langar til að skemmta þér, en gættu þess að eyða ekki of miklu í óþarfa. Reyndu að láta vinnuna hafa forgang. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft á sjálfsaga að halda til að koma einhveiju í verk vegna sífelldra truflana. Þér tekst að ná góðum samning- um. Meyja (23. ágúst - 22. sentcmbcrt C&T Eitthvað óvænt gerist í ásta- málunum hjá sumum í dag, en það kemur ekki í veg fyrir góðan árangur í vinn- unni. Vog (23. sept. - 22. október) Farðu ekki of geyst í dag og varastu alla áhættu í peningamálum. Kapp er bezt með forsjá. Sumir eiga stefnumót í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Það gengur á ýmsu í vinn- unni árdegis, en svo færð þú næði til að einbeita þér og fínna rétta lausn á áríð- andi verkefni. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Varastu að segja eitthvað óvart sem þú munt sjá eftir síðar. Ef þú ætlar að kaupa eitthvað hugsaðu fyrst hvort þú þarfnast þess. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú lætur skynsemina ráða við innkaupin í dag en þér hættir til að sóa peningum þegar þú ferð út að skemmta þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú átt auðvelt með að tjá þig í dag en það sama verð- ur ekki sagt um suma sem þú átt samskipti við og mis- skilningur getur komið upp. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ?nS< Ef þú íhugar ferðalag gættu þess þá að halda kostnaðin- um innan hóflegra marka. Sparnaður er alitaf góður kostur. Stjórnuspána á að lesa sem dœgradvöí. Sþár af þessu tagi byggjast ehki á traustum grunni m'sindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI þ/l£> IÓ4/2 E&FITT ' AF> ktO/rtA&T FfSáAj ' OH R.OMIMU .— TÆjjA, þARHA K.B/VIOR. \ o QOÐj ML'ýJ/ SfcÓLABUl -Jo FERDINAND SMAFOLK /-27 VOURE RI6HT.JT 15 A LITTLE MORE U)INDV TODAV THAN USUAL.. Þú hefur rétt fyrir þér. Það er aðeins hvassara í dag en venjulega. BRIDS Sagt er að heilinn á Bob Ham- man, stigahæsta spilara heims, starfi eins og tölva; hann reiknar út mögu- leikana og velur bestu leiðina sam- kvæmt líkindafræðinni. Á hinum. kantinum er Zia Mahmood, sem treystir mun meira á innsæi sitt og borðtilfinningu. Zia hikar ekki við að hafna tölfræðilega „bestu“ leið- inni ef mannleg rök mæla gegn henni. Hér er dæmi úr heimsmeist- arakeppninrii í Stokkhólmi 1983, sem Zia notar sjálfur í bók sinni „Bridge My Way“. Suður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ D85 ♦ 964 ♦ K10852 Norður ♦ G1043 ♦ G32 ♦ DG7542 ♦ - Austur Suður ♦ 976 ♦ 75 ♦ ÁK1096 ♦ G63 ♦ ÁK2 ♦ ÁKD108 ♦ - ♦ ÁD974 Vestur Norður Austur Suður — ; — 2 lauf Pass 2 tíglar* Dobl 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 lapf Dobl 5 lauf Pass 5 spaðar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Zia hélt á spilum suðurs og fékk út tíguláttu. Tæknilega er besta leið- in að taka á laufás og reyna síðan að fría litinn með trompun. Sem heppnast ef liturinn fellur 4-4 eða ef kóngurinn er þriðji. Trompið þarf alltaf að liggja 3-2, en ef laufkóngur- inn birtist ekki þegar þriðja laufið er stungið má svína fyrir spaða- drottningu. Eins og sést, tapast spil- ið ef þessari áætlun er fylgt. Zia fór aðra leið. Hann tók ekki á laufásinn, heldur trompaði lauf þrisvar og fór tvisvar heim á ÁK f spaða og einu sinni með því að stinga tígul. Tók síðan trompin. í þríggja spila endastöðu átti hann eftir einn spaða og ÁD í laufí, en austur spaða- drottningu og KIO f laufi. Zia spilaði spaðanum og fékk tvo síðustu slagina á lauf! Þessi áætlun er bersýnilega verri frá tæknilegu sjónarmiði, en sú sem fyrst var nefnd. Zia hafði þó dobl vesturs á fjórum laufum sér til leið- sagnar, sem benti til að liturinn lægi illa. En hvað með spaðadrottning- una? Gat hún ekki legið í austur? Ekki að mati Zia. Vestur hafði sýnt sögnum mikinn áhuga og spurði í þaula áður en hann loks ákvað að koma út í lit makkers. Þetta þættu þunn rök i rásum tölvuheila, en inn- sæi og rökhugsun eru heldur ekki alveg sami hluturinn. SKÁK Þessi staða kom upp á Reykja,- víkurskákmótinu í sögulegri við- ureign þeirra Alexanders Shab- alovs (2.590), Bandaríkjameist- ara, sem hafði hvítt og átti leik, og Hannesar Hlífars Stefáns- sonar (2.525). Hvítur er hrók undir fyrir þijú peð en er með stórhættulega sókn- arstöðu. Shabalov fann þó engan vinning yfir borðinu. Eins og fram kom hér í Morgunblaðinu á fímmtudaginn lék hann 27. Khl, sóknin rann úr í sandinn og svart- ur vann. En nokkrum dögum seinna var staðan prófuð á heims- meistara einkatölvuforrita, Me- phisto Genius 2, sem fann stórglæsilegan vinningsleik sem engum hafði dottið í hug: 27. Bg6+I! - Hxg6, 28. Hfl + — Bf6, 29. e6+!! (Þetta var það sem engum hafði dottið í hug) 29. — Kxe6, 30. Dxg6 og nú á svart- ur enga vöm við hótuninni 31. g5. Hvítur hefur þá fengið allt sitt lið til baka og meira til, auk þess sem svarti kóngurinn er í vonlausri stöðu á miðborðinu. Skáklistin býr vissulega yfir furðulegustu möguleikum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.