Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Hugmyndir um að endurúthluta rækjukvóta loðnuskipa frá 1988 Rækjukvótí loðnuskipa nú tæplega 13 þús. lestir Morgunblaðið/ívar Þórarinsson MIKILL meirihluti þeirra 44 loðnuskipa sem fengu úthlutað úthafsrækjukvóta árið 1988 er enn með heimild til rækjuveiða eða alls 34 skip af þeim sem fengu upphaflega úthlutað og hafa rúmlega 20 loðnuskip auk- ið við aflahlutdeild sína í rækju á þessu tímabili og ný skip bæst við sem hafa aflað sér kvóta frá öðrum. 1988 fengu loðnuskipin samtals 12.000 lesta rækjukvóta og þar af var 7 þús. tonnum skipt jafnt milli skipanna. í ár er rækjukvóti loðnuskipa 12.938 lestir. Skv. yfirliti sem fékkst á Fiskistofu yfir aflamark loðnuskipa í rækju eftir úthlutunina 1988 og á yfirstandandi fiskveiðiári koma í ljós dæmi þess að loðnu- skip hafi tvöfaldað aflahlut- deild sína í rækju en tíu skip eru með minni kvóta en þau fengu úthlutað árið 1988. Sum þessara skipa hafa bætt við sig miklum veiðiheimildum og stundað rækjuveiðar en margar útgerðir hafa aftur á móti skipt á rækju fyrir aðrar tegundir og leigt eða selt kvótann og vitað er að sum þessara skipa sem fengu úthlutað hafa að undanförnu lítið sem ekkert verið gerð út á rækju. Þau ummæli Magnúsar Reynis Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Togaraútgerðar ísafjarðar, að eðlilegt sé að rækjukvóta sem útgerðir loðnuskipa hafa haft yfir að ráða síðan 1988 verði deilt á milli togara og stærri togskipa á Vestfjörðum sem veiða rækju til að bæta upp þorskmissi, mælast mjög misjafnlega fyrir. Eins og fram kom hér í blaðinu á þriðjudag vísar sjávarútvegsráð- herra hugmyndinni frá sér og seg- ir engar tillögur um hvernig megi framkvæma hana komnar fram. Benti hann á að enginn hafí til- greint skip sem eigi að flytja kvót- ann frá. Formaður LÍÚ segir hug- myndina fráleita, mörg skipanna hafi skipt á rækju fyrir aðrar teg- undir og kvótinn sé því kominn út og suður. Úthlutunin 1988 Ákveðið var í janúar árið 1988 að úthluta um 40 loðnuveiðiskip- um samtals þriðjungi leyfilegs heildarafla úthafsrækju eða alls 12. þúsund tonnum af 36 þús. tonna heildarrækjuafla. Var til- gangurinn sá, að veita skipunum uppbót vegna þess sem þau höfðu misst í botnfiskheimildum, vegna þeirra reglna sem þau bjuggu við og hvernig verðlagning hafði verið á loðnu. Giltu ákveðnar reglur um loðnuskip eftir að kvótakerfíð var tekið upp 1984 sem meinuðu þeim að fara inn í sóknarmarkið sem var við lýði til 1990 og höfðu skip- in því ekki möguleika á að auka < afla sinn. Mörg þessara skipa sem fengu úthlutað rækjukvóta höfðu ekki stundað rækjuveiðar áður. Hefur þessi kvóti loðnuskipanna ekki verið skertur síðan, en vegna mikils samdráttar í loðnuveiðum á vetrarvertíð 1991 fengu skipin m.a. úthlutað um 5 þús. tonna viðbótarafla af út.hafsrækju úr Hagræðingarsjóði. I janúar 1988 var ákveðið með reglugerð sjávarútvegsráðuneytis að loðnuskipum gæfist kostur á rækjuveiðileyfi með aflamarki gegn því skilyrði að þau afsöluðu sér botnfiskveiðiheimildum sínum. Úthlutað var 12 þúsund lestum af úthafsrækju til skipanna á árinu og var heildarrækjuaflamarkinu skipt þannig að 7.300 lestum var skipt jafnt á milli skipanna. 2.600 lestum var skipt í hlutfalli við botnfiskaflareynslu skipanna á viðmiðunarárunum 1981-1983 og 2.100 lestum í hlutfalli við rækju- afla skipanna á því ári, sem betra var af árunum 1986 og 1987. Tekið var fram í reglugerð ráðu- neytisins að loðnuskipum, sem kjósi rækjuveiðileyfi, væri heimilt að koma með að landi 100 lestir af botnfiski sem meðalafla í þorsk- ígildum reiknað. Vegna lítillar loðnuveiði á vetr- arvertíðinni 1991 lagði þáverandi sjávarútvegsráðherra fram frum- varp um að loðnuskipunum yrði bætt tjónið með úthlutun úr Hag- ræðingarsjóði. Þar á meðal yrði heimilt að auka úthafsrækjukvót- ann um 5 þús. tonn á árinu og skipta aukningunni á milli loðnu- skipanna. Var ástand úthafs- rækjukvótans gott um þessar mundir og var ráðherra veitt heim- ild til að auka heildarafla úthafs- rækju og skipta aukningunni milli loðnuskipanna. Stærstu kvótarnir Á yfirstandandi fiskveiðiári eru samtáls 42 loðnuskip með afla- hlutdeild á úthafsrækju, samtals 12.938 lestir af 45 þúsund tonna heildarafla. Eru eftirtalin loðnu- skip með stærstu aflaheimildirnar í úthafsrækju: Sunna SI, sem er í eigu Þormóðs ramma hf., er með 1.164 tonn, en skipið stundar að mestu rækjuveiðar allt árið. Sunna hét áður Vaka SU og var ekki í hópi þeirra skipa sem fengu út- hlutað árið 1988. Rækjukvóti Sunnu var færður yfir á siglfírsku ísfísktogarana Stálvík og Sigluvík í fyrra þegar skipið var sent á rækjuveiðar við Nýfundnaland. Pétur Jónsson RE hefur 1.076 tonn nú og hefur stóraukið við rækjuveiðiheimildir sínar en skipið fékk úthlutað 689 tonnum árið 1988. Hákon ÞH er með 759 tonn í dag, en fékk 525 tonna kvóta 1988, Hilmir NK er með 607 tonn á yfirstandandi fískveiðiári. Skipið var í eigu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað en fór í úreldingu á seinasta ári og var selt úr landi þegar Síldarvinnslan keypti Blæng NK 117, nýtt rækjufrystiskip. Sunnuberg GK hefur 470 tonna rækjukvóta í ár en fékk 266 tonn við upphaflega úthlutun árið 1988. Meðal skipa sem fengu stærstu úthlutanirnar árið 1988 eru Jón Finnsson RE sem fékk 558 tonna kvóta 1988 en er í dag með 308 tonn, Hákon ÞH sem hefur aukið aflahlutdeild sína úr 525 tonnum í 759 og Guðrún Þorkelsdóttir SU sem fékk 402 tonn 1988 en er með 336 tonn í dag. Sem dæmi um rækjukvóta útgerða má nefna að skip ísfélagsins hf. í Vest- mannaeyjum fengu um 500 tonna rækjukvóta árið 1988 en í dag eru fjögur loðnuveiðiskip í eigu félags- ins með samtals 695 tonna rækjukvóta og hefur Sigurður VE bæst við, en hann er með um 180 tonna kvóta. Verslunarvara Úthlutunin til loðnuskipa og skiptingin milli þeirra hefur sætt gagnrýni frá því að henni var komið á, sérstaklega fyrir að öllum loðnubátum skuli hafa verið út- hlutað kvóta, burtséð frá því hvort þeir hefðu nokkurn tíma stundað rækjuveiðar, auk þess sem kvótinn hafi svo í síauknum mæli verið notaður sem verslunarvara. Rækjuverkendur standi á sama tíma í ströngu við'að útvega sér rækju þar sem kvótinn er dreifður á fjölmörg skip. Er því haldið fram að ef Vestfirðingar fengju „eðli- legan skerf“ af rækjukvótanum myndi atvinnulífið vestra taka stakkaskiptum. Einnig hafa komið fram áhyggjur yfir fjölda skipa sem stunda rækjuveiðar og að sóknin sé orðin of þung. Hafa Vestfirðingar gagnrýnt harðlega að loðnuskipin hafi feng- ið úthlutað aflahlutdeild í rækju á silfurfati á sínum tíma þar sem ísfirskar rækjuverksmiðjur hafi fjármagnað rannsóknarveiðar á úthafsrækju. Skipin hefðu svo komið vestur til rækjuveiða yfir sumarið og útgerðir þeirra þá oft verið búnar að selja frá sér rækjukvótann svo rækjuverk- smiðjurnar hafi þurft að kaupa kvóta fyrir skipin. Á móti benti einn viðmælenda minna á að út- hlutunin til loðnubáta 1988 sé ekki eina orsök vanda verksmiðju- eigenda, sem nú vilji endurúthluta kvótanum, því á sínum tíma hefðu síldarbátar, vertíðarbátar og hum- arbátar- einnig fengið úthlutað rækju. Vandamál Vestfirðinga hafi stafað af því að þeir voru með sárafáa báta á rækju á þess- um tíma og þurftu því að fá loðnu- bátana og aðra til að afla fyrir sig. Gildandi fiskveiðistjórnkerfi bindur jú kvótana við skip en ekki vinnsluhúsin. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra svaraði á Alþingi í gær fyrirspum frá Jónu Valgerði Krist- jánsdóttur Kvennalista um hvort hann hygðist endurúthluta rækjuk- vótanum til útgerða á stöðum sem hafa farið hvað verst út úr skerð- ingu á þorskkvóta. Ráðherra sagði þingmanninn vera að fara fram á að gildandi lög verði brotin og sagði að það stæði ekki til. Benti hann á að loðnuskipin hefðu fengið mesta skerðingu í botnfískveiði- heimildum á árunum 1984 og 1985 og aldrei átt kost á að velja sóknar- mark eins og önnur skip. Ef ætti að taka þessar veiðiheimildir af þeim nú, vaknaði spurning hvort ekki væri nauðsynlegt að bæta þeim upp þær veiðiheimildir sem áður voru af þeim teknar. Rækjukvóti loðnuskipa árið 1988 Skip...............Kvóti, tn. JúpiterRE 161 ...........297 Jón Kjartansson SU 111...330 Víkingur AK 100.........259 BeitirNK 123............284 Úreldurex Eskifirði SU 9 ... 210 Þóður Jónasson EA 350 . 295 HelgalII. RE 67.........247 Keflvíkingur KE 100.....181 Bergur VE 44............258 BjörgJónsdóttirÞH 321- .... 323 SunnUbergGK 199 ....... 266 Háberg GK 299 ......... 182 Gígja VE 340 .....,.......2 GuðmundurÓlafurÓF91 ..275 Svanur RE 45.............250 Rauðsey AK 14 ..........264 VaðlabergGK 399 ....... 191 HarpaRE 342 ........... 223 Heimaey VE 1 ...........263 Dagfari ÞH 70....>......304 HilmirII.SU 177 ....... 282 Albert GK31.............360 Fífill GK 54 .......... 242 Súlan EA 300 .......... 358 Sighvatur Bjamason VE 81 ....................... 312 Kap II. VE 4.............128 HúnaröstÁR 150 ......... 287 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ........................... 402 Guðmundur VE 29 ........ 302 ErlingKE 45..............416 Gullberg VE 292 ......... 11 Höfrungur AK 91..........163 Skarðsvík SH 205 ........ 8 ÞórshamarGK75 ...........311 Bjarni Ólafsson AK 70 .. 233 Grindvíkingur GK 606.....261 Hólmaborg SU 11 .........113 Hilmir SU 171.............83 Sjávarborg GK 60 ....... 365 ísleifur VE 63 ......... 283 Jón Finnsson RE 506 .... 558 Hákon ÞH 250 ........... 525 Pétur Jónsson RE 69 .... 689 Helgall. RE 373 ........ 279 Rækjukvótar loðnuskipa árið 1994 JúpiterÞH 61.............144 Jón Kjartansson SU 111...430 Sigurður VE 15...........180 Víkingur AK 100..........210 Beitir NK 123............398 Þórður Jónasson EA 350 .... 367 Keflvíkingur KE 100 .... 349 Björg Jónsdóttir II. ÞH 320 266 Vikurberg. GK1...........234 SunnubergGK 199 .........470 Háberg GK 299 ...........115 Gígja VE 340 ..............0 Örn KE 13................232 GuðmundurÓlafurÓF91 ...327 Svanur RE 45 ...........297 BjörgJónsdóttirÞH 321 ..137 Bergur VE 44.............76 Heimaey VE 1 ...........261 Dagfari ÞH 70...........390 Albert GK31.............360 Faxi RE 241 ........... 252 Súlan EA 300 .......... 124 Sighvatur Bjarnason VE 81 ....................... 173 Kap II. VE 4 ...........308 Húnaröst RE 550 ..........0 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ....................... 336 Guðmundur VE 29 ....... 253 BörkurNK 122 ...........180 GullbergVE292 ............2 Huginn VE 55 ...........172 Höfrungur AK 91.........313 Arney KE 50 ........... 237 Þórshamar GK 75 ........0,5 Bjarni Ólafsson AK 70 . 277 Grindvíkingur GK 606....311 HólmaborgSU 11 .........275 HilmirNK 171 ...........607 SjávarborgGK60 .........126 ísleifur VE 63 ..........43 Jón Finnsson RE 506 ... 308 Hákon ÞH 250 .......... 759 Pétur Jónsson RE 69 . 1.076 Helga II. RE 373 ...... 381 Sunna SI 67 ..........1.164 Blængur NK 117............0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.