Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 Verkalýðshreyf- ing á byijunarreit eftir Hrafn Sæmundsson Flestir trúa því að það geigvæn- lega atvinnuleysi sem nú ríkir eigi eftir að minnka við breytt skilyrði í þjóðfélaginu. Fæstir trúa því hins vegar að það hverfi alveg. Að aftur komi þeir þenslutímar þegar at- vinnurekendur stóðu í biðröðum eftir vinnuafli. Þessi skoðun byggist ,á því að breytingar í þjóðfélaginu og breytingar í alþjóðaviðskiptum muni kalla á annað vinnuumhverfi, á annarskonar rekstur fyrirtækja, á meiri samkeppni við erlendan markað o.s.frv. Sé þessi skoðun rétt þarf að stokka upp marga hluti og ekki síst verkalýðsbaráttuna. Þeir tímar eru senpilega liðnir að hægt sé að nota sömu a.ðferðir í verkalýðsbaráttu og fyrir um hundrað árum þegar baráttan hófst í þessu formi. Sé litið yfir baráttu verkafóiks þá má skipta henni í tvennt á þess- ari öld. Um og uppúr aldamótunum síðustu hófst baráttan fyrir frum- þörfum. Og strax í upphafi hófst líka baráttan fyrir réttindum og tryggingum um ýmiskonar mann- réttindi. Á fyrri hluta aldarinnar var lagður grunnur að mörgum þeim lýðréttindum sem byggðu upp velferðarþjóðfélagið. Þannig má nefna almannatryggingar, heil- brigðiskerfíð, atvinnuleysistrygg- ingarnar, iífeyrissjóðina og flöl- margt annað sem nú telst sjálfsagt. Þegar þessi barátta hafði skilað árangri uppúr miðri öldinni var gerð sú reginvilla að halda ekki áfram á þessari braut og eitt af því sem aldrei var klárað voru hús- næðismálin, sem ekki voru leyst þannig að fólki væri gert kleift að búa í húsum án þess að forna öllu fyrir þessa frumþörf. Og margt annað var látið sitja á hakanum. Þess í stað hófst nú einhliða neyslukapphlaup sem beinlínis öllu var fórnað fyrir. Nánast öll baráttan beindist að því að auka neysluna, að vinna fyrir sem mestum fjármun- um á einhvern hátt. Hvað sem það kostaði. Heilsunni var fórnað, fjöl- „Það er skelfilegl til þess að vita að verka- lýðshreyfingin skuli nú standa í svipum sporum og um síðustu aldamót. Að hún skuli þurfa að fara aftur á byijunar- reit til að beijast fyrir einföldustu lýðréttind- um launþeganna.“ skyldunni var fórnað, uppeldi barn- anna var fórnað og mörgu öðru. Og þegar ekki var lengur hægt að kreista meira útúr stritandi fjöl- skyldunni til að auka neysluna var farið út í það að taka fyrirfram. Að taka í notkun afborganir, kortin og yfirdráttinn á öllum póstum. Þetta gerðist á mestu góðæristím- um í sögunni. í dag er nánast hver einasta fjölskylda skuldsett þannig að hún á aldrei fyrir næstu máltíð nema í skuld. í stað þess að verkalýðshreyfing- in staldraði við og festi í sessi raun- hæfar kjarabætur og gæfi fólki kost á því að njóta afrakstursins fór velferðarþjóðfélagið að ganga sjálfala. Það hlaut að enda með stórslysi. Það hlaut líka að enda með stórslysi að í samningum var aðeins samið um „lágmarkslaun" eins og alltaf var sagt eftir hveija samninga. Af þessu er launafólk núna að súpa seyðið. Það heldur ekkert á vinnumarkaði nema „lág- markslaunin". Atvinnuöryggið er farið. Aukagreiðslur og umsamin réttindi utan samninga eru að hverfa. Er virkilega enginn í verka- lýðshreyfingunni sem staldrar við. Smám saman missa menn þau lýð- réttindi sem kostuðu áratuga bar- áttu. Og til að framlengja víxilinn enn eru menn í verkalýðshreyfing- unni meira að segja tilbúnir til að taka lífeyrissjóðina sem áhættufjár- magn í atvinnulífið. Fjármagn sem verkafólk í landinu á en ekki verka- lýðsforingjarnir og ætlað er til að tryggja fólki einhver kjör í ellinni og fólk hefur borgað 10% af launum sínum í þessa tryggingu áratugum saman. Það er skelfilegt til þess að vita að verkalýðshreyfingin skuli nú standa í svipuðum sporum og um síðustu aldamót. Að hún skuli þurfa að fara aftur 'á byijunarreit til að beijast fyrir einföldustu lýðréttind- um launþeganna. Og enn skelfilegra verður það ef verkalýðshreyfingin skilur ekki breyttar aðstæður. Ef hún skilur ekki að tími ofneyslu er lokið á Vesturlöndum. Að annað gildismat verður að koma til. Að það verður að draga úr skynlausri neyslu. Að það verður að hætta yfirdrættinum. Að það verður að skapa fjölskyld- unni grundvöll til að lifa eðlilegu lífi. í upphafi var talað um atvinnu- eftir Gunnar Örn Þorsteinsson Stúdentaráð Háskóla Islands (SHÍ) hefur undanfarin misseri sýnt atvinnumálum stúdenta mik- inn áhuga og orðið vel ágengt í þeim efnum. Hér á eftir verða kynntar þær leiðir sem náms- mönnum standa til boða í atvfnnu- málum og nokkrar hugmyndir um nýjar leiðir í þessum efnum. Hvað er til staðar? * Nýsköpunarsjóður náms- manna. Sjóðurinn hefur nú starfað í tvö sumur með góðum árangri. Hann er nú kominn inn á fjárlög og því búinn að festa sig vel í sessi. Fjöldi stúdenta sem hefur nýtt sér þessa þjónustu er nú orðinn 187 og unn- ið hefur verið að ýmsum áhuga- verðum verkefnum eins og ný- smíði líffræðilegra virkra efna og gerð íslenskrar bókmenntaorða- bókar. * Hástoð. Nemendafyrirtækið Hástoð var sett á laggirnar nú í vetur að frum- kvæði Röskvu. Hástoð gefur at- vinnulífinu tækifæri á að nýta krafta námsmanna til sérhæfðra Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Ðömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir Ohe Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 Hrafn Sæmundsson. leysið. Það kemur til með að minnka á næstunni. En það hverfur ekki. í mörgum þjónustugreinum verður áfram atvinnuleysi. Og inn á vinnu- markað koma stórir nýir árgangar. Það þýðir ekki að beija höfðinu við steininn um þessar staðreyndir. Það verður að dreifa vinnunni og færa til fjármagn í þjóðfélaginu. Það er verkefna yfir veturinn, en hag- ur námsmanna er sá að þeir fái möguleika til að afla sér starfs- reynslu og auka- tekna. * Hlutastarfa- miðlun og Kennslumiðlun. Fyrir utan Hástoð býður SHÍ upp á tvær leiðir til að verða sér úti um hlutastarf. Þær eru Kennslumiðlun annars vegar og almenn hlutastörf hins vegar. Kennslumiðlunin er nýjung þar sem stúdentar sem treysta, sér til að leiðBeina mennta- og háskóla- nemum geta skráð sig og fengið þannig starf við aukakennslu jafn- hliða námi. Hjá almennu hluta- starfsmiðluninni eru á skrá fyrir- tæki, sem vantar starfskrafta í hlustastarf og geta stúdentar nálgast skrána á skrifstofu SHÍ. *Sumarstarfamiðiun. Á undanförnum árum hefur atvinnuástand hér á landi farið hríðversnandi og hefur það bitnað illa á stúdentum þegar þeir leita sér að starfi yfir sumartímann. Á skrifstofu SHÍ hefur síðastliðin ár verið rekin sumarstarfamiðlun fyr- ir námsmenn en síðasta sumar tókst að útvega um 400 stúdentum starf yfir sumarmánuðina. Nýjar leiðir Þó að vel hafi tekist til í atvinnu- ★ nCROPRINT TIME RECORDER CO. Stimpilklukkur tyrir nútíð og framtlð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að hafa frumkvæði að þessu. Að þora til dæmis að taka þátt í breyttu tryggingakerfi fyrir þá sem ekki fara aftur inn á vinnumarkað nema að litlu leyti. Að þora að semja um sveigjanleg starfslok. Að þora af köldu raunsæi að endurmeta gildi vinnunnar. Að þora að viðurkenna að skapa verður ungu, menntuðu fólki skilyrði til að skapa verðmæti í þjóðarbúinu. Að þora að viður- kenna að menntun er undirstaða og forsenda fyrir því að standast samkeppnina sem framundan er. Að þora að viðurkenna að við erum að ganga inn í 21. öldina og þar gilda önnur lögmál og aðrar áhersl- ur en um síðustu aldamót. Að þora að viðurkenna mistökin og fara aft- ur á byijunarreit til að tryggja laun- þegum á ný almenn lýðréttindi í nýjum og breyttum heimi. Raunverulega á hin skipulega verkalýðshreyfing ekki nema tvo kosti að velja um. Annarsvegar að heyja sitt dauðastríð undir kjörorð- um sem eru úrelt. Eða að ganga fram og taka fullan og ábyrgan þátt í uppbyggingu nýs þjóðfélags sem er í burðarliðnum hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Höfundur er atvinnumálafulltrúi. málum stúdenta undanfarin ár þá má alltaf finna nýjar leiðir í þeim efnum. Röskva mun því á næsta ári beijat fyrir því að eftirfarandi málefni komist í gegn: * Tölvuvæddur ráðningabanki. Hann hefur bæði á skrá starfs- krafta og atvinnutilboð. Þetta er í raun ný útfærsla á þeim leiðum sem þegar eru til staðar, en hægt er að nýta hana til fleiri hluta, eins og fyrir brautskráða stúd- enta. Einnig gerir tölvuvæðingin kerfið skilvirkara. * Atvinnuauglýsingar einstakl- inga. Leitast þarf við að gerðir verði samningar við fjölmiðla um ódýrar atvinnuauglýsingar fyrir braut- skráða stúdenta. Þar mun stúdent- um bjóðast að birta atvinnuauglýs- ingar með mynd, námslýsingu, ótlistun lokaverkefnis, reynslu og áhugasviðum. Þannig fengju kandídatar og Háskólinn eftirtekt- arverða og góða kynningu. Lokaorð En hvers vegna á SHÍ yfirleitt •að sinna atvinnumálum stúdenta? Öflug atvinnuöflun tryggir stúdentum möguleika á að verða sér úti um aukatekjur meðan á námi stendur. Einnig geta þeir aflað sér aukinnar starfsreynslu á sínu sviði. Tengsl atvinnulífsins og Iláskólans eflast þar af leið- andi, sem kemur stúdentum til góða í framtíðinni. Það er ekki nóg að leggja alla áherslu á menntastefnu og skilja atvinnumálin frá því allt leggst þetta saman í því að greiða stúd- entum leið út í atvinnulífið að námi loknu. Höfundur er verkfræðinemi og formaður IAESTE. Hann skipar 13. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. -------» ♦ »------- ■ KVENFÉLAG Karlakórs Reykjavíkur beldur aðalfund sinn í kvöld, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 20.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, en ekki á Freyjugöt- unni eins og áður var tilkynnt. ■ BLÚSMENN Andreu koma fram órafmögnuð eða yunplug- ged“ á neðri hæð Sólons Islandus í kvöld, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 22. Hljómsveitina skipa: Andrea Gylfadóttir, Guðmund- ur Pétursson, Riciiard Corn og Jóhann Hjörleifsson. 1 94026 Wc ird námskeið | Tölvu- og verkfræöipjónustan Tölvuskóli Halldórs Krisljanssonar I Grensásveqi 16 • © 68 80 90 Atvinnumál námsmanna Gunnar Örn Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.