Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 h Morgunblaðið/Ami Sæberg Bókmenntaverðlaun afhent JÓN G. Friðjónsson hlaut verðlaun í flokki fræðirita fyrir Merg málsins, safn orðatiltækja, og Hannes Péturssonar hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Eldhyl. Haukur son- ur Hannesar tók við verðlaununum fyrir hans hönd, sem forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, afhenti. íslensku bókmenntaverðlaunin veitt í fimmta sinn Hannes Pétursson o g Jón G. Fríðjónsson verðlaunaðir HANNES Pétursson og Jón G. Friðjónsson hlutu íslensku bók- menntaverðlaunin 1993. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands í gær. Hannes hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabók sína Eldhyl, sem bókaforlagið Ið- unn gefur út. Verðlaun í flokki fræðirita hlaut Jón G. Friðjónsson fyrir Merg málsins, safn íslenskra orðatiltækja, sem Om og Örlygur, Bókaklúbbur hf., gefur út. Við verðlaunaafhendinguna í Listasafninu komu fram þeir Þor- steinn Gauti Sigurðsson og Guðni Franzson og fluttu kafla úr Só- nötu op. 167 fyrir píanó og klarí- nett eftir C. Saint-Saens og verk eftir Ravel og Miihaud. Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda, ávarpaði gesti og Vilborg Dag- bjartsdóttir skáld flutti hátíðar- ræðuna. Að lokinni verðlaunaafhendingu ávarpaði Jón G. Friðjónsson gesti fyrir hönd verðlaunahafanna og þakkaði sérstaklega þann sóma sem honum hefur verið sýndur með þessari viðurkenningu sem verðlaunin eru. Þau séu hvatning til að halda áfram og gera betur. Lokadómnefnd bókmenntaverð- launanna.skipuð Guðrúnu Nordal, Ólafi Oddssyni og Helga Þorláks- syni, sem var formaður hennar, valdi verðlaunaverkin úr tíu bók- um sem tilnefnd voru til verðlaun- anna í desember síðastliðnum. Fimm bækur voru í flokki fagur- bókmennta og fimm í flokki fræði- rita og bóka almenns efnis. Til- nefndar fagurbókmenntir voru auk Eldhyls Hannesar Pétursson- ar skáldsögurnar Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur, Falsarinn eftir Björn Th. Björnsson, Hvatt að rúnum eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur og Sú kvalda ást sem hug- arfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson. Af fræðiritum hlutu til- nefningu bækurnar íslenskur söguatlas I—III, ritstjórar Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur ís- berg og Helgi 'Skúli Kjartansson, Saga daganna eftir Árna Björns- son, Saga Jónasar frá Hriflu I—III eftir Guðjón Friðriksson og Sið- fræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Ámason auk orðatiltækjasafns Jóns G. Friðjónssonar, Mergs málsins. Þetta er í fímmta sinn sem Fé- lag íslenskra bókaútgefenda veitir verðlaun fyrir athyglisverðustu bækur ársins. Verðlaunin nema 500 þúsund krónum hvor auk þess sem afhent eru skrautrituð verð- launaskjöl og verðlaunagripir smíðaðir af Jens Guðjónssyni gull- smið, opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahafa og ritverks. Skákfrömuði frá Bosníu boðin siúkrahúsvist Hafði verið flutt- ur á sjúkrahús í Bologna á Italíu UTANRÍKISRÁÐHERRA tilkynnti í gær að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin til að kosta för Nusrets Causevic, forseta skáksambands Bosníu, hingað til lands og bjóða honum nauðsynlega Iæknisþjónustu á íslensku sjúkrahúsi, en hjálparbeiðni frá Causevic barst Skáksam- bandi íslands á laugardag. Er beiðnin barst var tafarlaust reynt að hafa uppi á Causevic og í gærkvöldi bárust Margeiri Péturssyni stór- meistara og varaforseta Skáksambands Islánds upplýsingar um að Causevic hefði í lok síðustu viku verið fluttur á sjúkrahús á Bologna á Italíu og þar getur hann verið í þrjá mánuði með fjölskyldu sinni. Því er óvíst hvort hann þarf á boði íslenskra stjórnvalda að halda. Morgunblaðið/Þorkell Fundað um aðstoð JON Baldvin Ilannibalsson utanríkisráðherra ásamt Ivan Sokolov, stórmeistara frá Bosníu, og Margeiri Péturssyni, stórmeistara og vara- forseta Skáksamband Islands, en þeir funduðu í gær um mögulega aðstoð til handa forseta Skáksambands Bosníu. „Gausevic var á gangi í götu í Sarajévo í byijun janúar þegar sprengja lenti sex metrum frá hon- um,“ sagði Margeir í samtali við blaðið eftir að hann hafði fengið fréttir af því sem gerðist. „Hann fékk sprengjubrot í handlegg og mjöðm og hefur ekki getað gengið síðan. Um tíma var óttast að taka yrði af honum annan fótinn, en því reyndist hægt að afstýra. Það var bosníski stórmeist- arinn Predrac Ni- kolic sem hafði upp á Causevic fyrir Skáksamband ís- lands og eru þeir mjög þakklátir íslenskum stjórnvöld- um og skákhreyfingunni fyrir stuðn- inginn. Nikolic sagði að Gausevic hefði örugglega komið hingað til lands ef ekki væri fyrir fjöldamorðin á markaðstorginu í síðustu viku. Eftir það virðast allir særðir hafa verið fluttir á brott frá Sarajevo. Vinir Gausevic höfðu snúið sér til ýmissa skáksambanda, en enn sem komið væri hafa einungis borist við- brögð frá íslandi,“ sagði Margeir. Hann kvaðst fagna skjótum við- brögðum utanríkisráðherra í málinu. „Kjörorð Alþjóða skáksambandsins er „Gens una surnus" eða Við erum öll ein fjölskylda og ríkisstjórnin gerði okkur kleift að sýna að það er ekki innantómt hjal,“ sagði Mar- geir. Causevic er hálffertugur, kvæntur og eiga þau hjónin eitt barn. Hann hefur starfað að málefn- um skáklistarinnar í heimalandi sínu seinustu fimmtán ár ásamt því að starfa að ferðamálum. Fjórir hafa beðið um dvalarleyfi Á síðasta ári samþykktu íslensk stjórnvöld að vetja fjármagni til að taka á móti sex einstaklingum frá fyrrverándi Júgóslavíu og veita þeim læknishjálp hérlendis. Þrjár mann- eskjur bafa þegar komið til landsins og fengið aðhlynningu. Hefur þeim verið veitt tímabundið dvalarleyfí, en fyrir liggur ósk þeirra um að dveljast hér áfram og er sú ósk til athugunar hjá stjórnvöldum. Einnig kom hingað til lands seinasta haust Króati sem dvalist hafði í Svíþjóð um hríð og óskar nú eftir dvalar- leyfi hérlendis. Er mál hans í skoðun hjá dómsmálaráðuneytinu. I \ [ í t 1 Forval Alþýðubandalags og- skoðanakönnun Framsóknarflokks Guðrún og Sig- rún urðu efstar SIGRÚN Magnúsdóttir varð efst í skoðanakönnun Framsóknarflokks- ins í Reykjavík vegna sameiginlegs framboðslista minnihlutaflokk- anna til borgarstjórnarkosninganna í vor og Guðrún Ágústsdóttir varð efst í forvali Alþýðubandalagsins vegna sama lista. Sigrún verð- ur í fyrsta sæti listans og Guðrún í 2. sæti hans. Útvarpsklúbburinn STÚ tekur til starfa hjá HÍ Sveif um loftin blá I forvali Framsóknarflokksins neyttu 323 atkvæðisréttar síns og fékk Sigrún Magnúsdóttir um 83% atkvæða í 1. sætið. í öðru sæti varð Alfreð Þorsteinsson, sem fékk 284 atkvæði í fyrstu tvö sætin eða um 57% og mun hann skipa 6. sætið á sameiginlega framboðslistanum. I 3. sæti í skoðanakönnuninni varð Helgi Pétursson og fékk 270 atkvæði og um 53% atkvæða og mun hann skipa 11. sætið. Í fjórða sæti í skoðana- könnuninni varð Sigfús Ægir Árna- son sem fékk um 50% atkvæða og verður í 16. sæti á sameiginlega framboðslistanum. Ami Þór í 2. sæti í forvali Alþýðubandalagsins voru 880 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 609 og voru 23 atkvæði ógild. Guðrún Ágústsdóttir fékk 415 atkvæði í 1. sætið eða 70,8%. í 2. sæti varð Árni Þór Sigurðsson, sem fékk 293 at- kvæði í fyrstu tvö sætin og 50% at- kvæða. Hann mun því skipa 5. sætið á sameinlegum framboðslista minni- hlutaflokkanna. Arthúr Mortens varð í 3. sæti. Hann fékk 289 atkvæði í fyrstu þrjú sætin og þar af 254 at- kvæði í fyrstu tvö sætin. í 4. sæti varð Guðrún Kr. Óladóttir, í 5. sæti Helgi Hjörvar og í 6. sæti Sigþrúður Gunnarsdóttir. Alþýðuflokkurinn hefur þegar í prófkjöri ákveðið hveijir skipa sæti hins sameiginlega lista af þeirra hálfu. Pétur Jónsson verður í 4. sæti og í 9. sætiniteverður Gunnar Gissur- arson. Kvennalistinn hefur ekki enn gengið frá því hveijir skipa hinn sameiginlega lista af þeirra hálfu. ÚTSENDINGAR voru hafnar í gærdag hjá útvarpsklúbbnum STÚ sem Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, á frumkvæði að. Hófst dagskráin klukkan 16 á því að útvarpsstjórinn, Baldur Stef- ánsson, var sendur um háloftin með flugvél og stökk síðan út í fallhlíf í beinni útsendingu með Þóijóni Péturssyni, fall- hlífarstökkvara, sem á 1.100 stökk að baki. Að sögn Baldurs var það ólýs- anleg upplifun að stökkva út úr vélinni. „Við vorum í 10.000 feta hæð þegar við stukkum og fórum 5.000 fet í fijálsu falli. Hraðinn var rosalegur, útsýnið meiriháttar og veðrið frábært. Það má segja að þetta hafi verið alveg geð- veikt,“ segir Baldur sem er stjórn- málafræðinemi á 2. ári. Hann segist ekki hafa verið mjög hræddur en ekki hafí verið laust við að fiðringur færi um hann. Útvarpsklúbburinn, sem er til húsa á Suðurgötu 7, er opinn öll- um nemendum háskólans. Sent er út á FM, 102.9, og segir Bald- ur að í fyrstu muni dagskráin helgast af umfjöllum um fyrirhug- aðar kosningar í skólanum til dæmis með þáttum og viðtölum við fulltrúa frambjóðenda. Baldur segir að hugmyndin sé sú að deild- ir innan skólans setji mark sitt á dagskrána í framtíðinni. Morgunblaðið/Sverrir Mjúk lending BALDUR Stefánsson sljórnmálafræðinemi og Þórjón Pétursson fallhlífarstökkvari stukku úr flugvél í beinni útsendingu í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.