Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 1

Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 1
80 SIÐUR B/C/LESBOK 59. tbl. 82. árg. LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Banja Luka í Bosníu Líkt við gyðinga- hverfið í Varsjá Sar^jevo, Vín. Reuter. BOSNÍU-Serbar hafa breytt borginni Banja Luka, höfuðvígi sínu í norðurhluta Bosníu, í „hryllingssvæði“ fyrir múslima og Króata, sem flykkjast í höfuðstöðvar hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna í borginni til að biðja um aðstoð við flýja þaðan. Peter Kessler, talsmað- ur Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna, líkti ástandinu við gyðingahverfið í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni. „Ástandið á meðal múslima og Króata í Banja Luka er hryllilegra en á nokkru öðru svæði í Bosníu,“ sagði Kessler. Fregnir herma að 11 manns hið minnsta hafi beðið bana og átta byggingar hrunið í flugskeyta- árásum Serba á múslimaborgina Maglaj í fyrrakvöld. Óttast er að enn fleiri lík finnist í rústum bygg- inganna. Kessler sagði að hartnær 19.000 íbúar Maglaj væru „ekkert nema skinnið og beinin“ og liðu miklar þjáningar. Kessler sagði að ástandið væri þó enn verra í Banja Luka. „Borg- in er hryllingssvæði, eins og risa- stórt gyðingahverfi í Varsjá.“ S---------------— Morgunblaðið/Júlíus Svartur föstudagur í umferðinni SJÖ bílar áttu hlut að máli í árekstri sem varð í Ártúnsbrekku í Reykjavík um miðjan dag í gær. Menn úr tveimur bílanna voru fluttir á slysadeild með bak- og hálsmeiðsli. Skömmu síðar ók 78 ára gamall maður, sem grunaður er um ölvun, á fimm bíla og stórskemmdi tvo þeiíra á leið sinni úr Faxa- feni og um Skeiðarvog að Miklubraut. Þrennt hlaut minniháttar meiðsli, að sögn lögreglu. „Þetta hefur verið svartur föstudagur í umferðinni," sagði Guð- mundur Einarsson, aðalvarðstjóri lögreglu, i sam- tali við Morgunblaðið. Að auki áttu fimm bílar aðild að tveimur árekstrum, sem urðu með fimm mínútna millibili á Reykjanesbraut i Breiðholti síð- degis og ekið var á þijá gangandi vegfarendur, þeirra á meðal 2 ára dreng. Sjá frétt á bls. 2 Rcuter Mannvíg í Suður-Afríku LUCAS Mangope, forseti Bophuthatswana, heimalands blökkumanna í Suður-Afríku, féllst í gær á að falla frá þeirri ákvörðun sinni að snið- ganga fyrirhugaðar þingkosningar í Suður-Afríku og banna kosninga- baráttu og kjörfundi í heimalandinu. Þúsundir vopnaðra hvítra hægri- öfgamanna gengu um götur Mmabatho, höfuðstaðar Bophuthatswana, til að veija stjórn heimalandsins vegna mannskæðra óeirða á meðal íbúa sem kröfðust þess að kosningarnar yrðu heimilaðar. Suður-afrísk- ir stjórnarhermenn voru einnig sendir til borgarinnar og óttast var að til átaka kæmi milli þeirra og hægriöfgamannanna. Hermaður frá Bophuthatswana drap þtjá nýnasista í Mmabatho í gær og myndin var tekin þegar einn þeirra bað sér vægðar. Andartaki síðar lá hann í valnum. Andrej Kozyrev varar við vanmati á Rússum Orlög Rússlands að vera stórveldi Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, segir að „hættuleg ímyndun11 sé þröskuldur á vegi bættra samskipta Rússa og Vesturveld- anna, sú að Bandaríkin séu eina risaveldið í heiminum. „Sumir Vestur- landamenn létu sig dreyma um að hægt yrði að koma á sainstarfi við Rússa sem byggðist á forsendunni: Ef Rússar eru orðnir góðir ættu þeir að fylgja okkur í einu og öllu,“ sagði Kozyrev í viðtali við dag- blaðið Izvestíu í gær. Ráðherrann mun eiga fund með bandarískum starfsbróður sínum, Warren Christopher, í Vladívostok á mánudag og reyna að bæta sam- skipti ríkjanna. Kozyrev sagði að samstarf við Vesturveldin myndi aldrei merkja að Rússar hættu að gæta hagsmuna sinna af hörku; Rússland myndi aldr- ei sætta sig við annað en að komið yrði fram við ríkið sem stórveldi, hvað sem liði erfiðum tímum. „Það eru örlög Rússlands að vera stór- veldi,“ sagði Kozyrev. „Hættulegt og árásargjarnt stórveldi undir stjórn kommúnista eða þjóðernissinna, frið- samlegt og blómstrandi undir lýð- ræðisstjórn - en ávallt stórveldi." Ráðherrann hélt í gær í skyndi- heimsókn til ísraels og Alsírs og sögðu talsmenn ráðuneytisins í Moskvu að förin yrði „mjög mikilvæg og örlagarík", ráðherrann myndi færa fulltrúum ísraela og Palestínu- manna sérstök skilaboð Borísar Jeltsíns forseta. Varað við minni framlögum til hersins Andrej Kokoshín, aðstoðarvarn- armálaráðherra Rússlands, ræður í viðtali við dagblaðið Sevodníja ein- dregið frá því að fylgt verði eftir áætlunum fjárlaga ársins 1994 um niðurskurð á framlögum til varnar- mála. Hann segir að í reynd verði framlög lækkuð um 50%. Þetta merki að fækka verði í hernum úr 2,5 millj- ónum í 2,1 milljón og skjóta endur- bótum á frest. „Það liggur í augum uppi að með þessari stefnu munum við missa stjórn á hermönnunum", sagði ráðherrann. Einnig hefur verið bent á að samdráttur í hergagna- framleiðslu geti kostað milljónir manna vinnuna. Blaðið segir að Jeltsín hafi nýlega tekið undir þessi sjónarmið og hvatt til þess að allra ráða verði leitað við fjárlagagerð til að halda uppi öflug- um vörnum. Það hefur árum saman verið martröð vestrænna ráðamanna að rússneskir herflokkar, sumir með kjarnorkuvopn undir höndum, gætu hafið uppreisn vegna lélegra kjara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.