Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Héraðsdómur um skatt á dagpeninga starfsmanns P&S á Austurlandi Dagpeningar skattfijálsir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær niður úrskurð yfir- skattanefndar sem hafði meinað verkamanni hjá Pósti og síma á Egilsstöðum að draga dagpeninga sem hann hafði fengið greidda vegna vinnu fjarri heimili frá tekjum á skattframtali. Maðurinn býr á Egilsstöðum en vinnur á vegum Póst- og símamála- stofnunar í báðum Múlasýslum og A-Skaftafellssýslu. Á árinu 1991 hafði maðurinn fengið greiddar 314 þúsund krónur í dagpeninga vegna vinnu utanbæj- ar og fjarvista frá heimili á mat- málstímum og á kvöldin. Skatt- stjóri Austurlands hafnaði því að maðurinn drægi dagpeningana frá að fullu og hækkaði opinber gjöld hans um sem nam 136 þúsund krón- um. Yfirskattanefnd staðfesti úr- skurð skattstjóra en heimilaði þó frádrátt að litlu leyti og stefndi maðurinn þá ijármálaráðherra fýrir dóm til að fá úrskurðinum hnekkt þar sem hann taldi að sú skoðun skattyfirvalda að allt umdæmis- svæði Póst- og símamálastofn- unarinnar á Austurlandi teldist vinnustaður sinn fengi ekki staðist en sú niðurstaða lá til grundvallar því að honum var gert að greiða skatt af greiðslum sem ætlaðar hafi verið til að mæta kostnaði vegna starfa fjarri heimili og vinnustað. í niðurstöðum Jóns L. Amalds héraðsdómara er vísað til þess að samkvæmt 40. grein stjómarskrár- innar megi engan skatt leggja á né breyta né af taka nema með lögum. Skattalög séu íþyngjandi fýrir borgarana og með hliðsjón af því hafí almennt verið talið nauð- synlegt, að skattalög væru ótvíræð og beri löggjafa skylda til að bæta úr óskýrleika í skattalögum en bera hallann af því elia og að öllu jöfnu verði að skýra vafa skattþegni til ívilnunar. Lýst er heimildum til að draga frá tekjum útgjöld sem að hámarki jafngildi móttekinni fjárhæð öku- tækjastyrkja, dagpeninga eða hlið- stæðra endurgreiðslna og segir að þótt ljóst sé að slíkt skattafrádrátt- arkerfí bjóði alltaf heim hættu á misnotkun, verði ekki litið fram hjá þeirri staðreynd, að kerfíð sé fyrir hendi og hafí veitt borgurunum þá ótvíræðu heimild til frádrattar sem lög og reglugerð kveði á um. Niður- staða málsins ráðist þó ekki af því hvort vinnustaður mannsins verði talinn vera höfuðstöðvar Pósts og síma á Egilsstöðum eða Austur- landsumdæmi allt enda mundi slíkt leiða til þeirrar ósanngjömu niður- stöðu að maðurinn yrði að greiða skatta af greiðslum sem ætlaðar séu til að mæta kostnaði vegna starfa fjarri heimili og aðalstarfs- stöð. Af því mundi einnig leiða að væri allt landið umdæmi starfs- manna, ætti hann ekki rétt á frá- drætti á útgjöldum vegna ferða um landið í þágu vinnuveitanda. Ekki sé eðlilegt að neita manninum um frádrátt sem aðrir launamenn njóti vegna hliðstæðra tilefna, slíkt bijóti í bága við jafnréttisreglur. Ekki þyki rétt að láta skilgreiningu á starfsumdæmi eða vinnustað alfarið ráða umræddum frádrætti heldur hljóti fjarlægð frá heimili einnig að skipta máli í þessu sambandi. Því voru kröfur mannsins teknar til greina og ríkissjóður dæmdur til að endurgreiða honum þá skatta sem teknir höfðu verið af dagpen- ingum hans. 30 millj- ónirnar skiptust áfimm AFMÆLISVINNINGUR Happdrættis Háskóla Is- lands, sem dreginn var út í fyrrakvöld og kom á trompmiða nr. 23594B, sem var í eigu 5 einstaklinga, sem eru vinnufélagar og hlutu þeir því 30 milljónir króna. Vinnufélagamir vilja ekki láta nafna sinna getið, en að auki áttu þeir númerin sitt- hvoru megin og fengu þar af leiðandi aukavinningana og því samtals 30,5 milljónir. Hver þeirra hlýtur því 6,1 milljón króna, skipti þeir vinningsupp- hæðinni jafnt á milli sín. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 12. MARZ YFIRLÍT: Milli Islands og IMoregs er víðáttumikil 970 mb laegð sem hreyfist norð- austur en 1.012 mb hæð yfir Grænlandi. Milli Labrador og Suður-Grænlands er 990 mb lægð á leið austnorðaustur og verður á Grænlandshafl á morgun. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Slydda með suöur- ströndinni, él á vfð og dreif með norður- og austurströndinni en þurrt á Vestur- landi. Frostlaust við suðurströndlna yfir daginn, annars 0 til 6 stiga frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFURÁSUNNUDAG: Austan- og norðaustanátt og él norðanlands og austan en snjókoma með köflum suðvestantil. Frost á bilinu 2 til 8 stig. HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Norðvestanstrekkingur með óljum aust- ast á landinu. Norðaustanátt norðvestanlands en hæg suðaustanátt eða breytileg átt sunnanlands. Él víða um land, slst þó suðaustantil. Áfram talsvert frost. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svar- sfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. O tík Heiöskírt Léttskýjaö / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda & A Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrír Slydduél Él * * * * * * *' * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig^ 10° Hitastig V Súld = Þoka dig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í g®f) Fært er um Hellisheiði og Þrengsli, einnig er færð góð um uppsveitir Árnessýslu. Fært er um Snasfellsnes og Dali og til Reykhóla um Heydal, en Brattabrekka er ófær. Á sunnanverðum Vestfjörðum er fært um Kleifaheiði og Hálfdán, en þar er skafrénningur. Að norðanverðu er fært um Steingrfmsfjaröarheiöi og Djúp til Isa- fjarðar, og fært er um Breiöadalshelði en Botnsheiði er ófær. Norðurleiðin er fær til Siglufjarðar og Akureyrar, en skafrenningur er nyrðra. Norðan Akureyrar er fært með ströndinni ailt til Vopnafjarðar, en þar er nokkur snjókoma og skafrenn- ingur. Á Austfjörðum eru heiðar ófærar, en fært á láglendi, þarna er nokkur skaf- renningur. Upplýsingar um færð eru velttar hjá Vegaeftlrliti f síma 91-631500 og á grænni linu, 98-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri +1 snjókoma Revkiavlk 0 skýjaS Bergen 5 alskýjað Helsinki 2 skýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Narasarasuaq +12 skýjað Nuuk +13 snjókoma Ósló 4 léttskýjað Stokkhólmur 6 alskýjað Þórshöfn 5 haglél Algarve 17 akýjað Amsterdam 10 skýjað Barcelona 15 þokumóða Berlfn 10 skýjað Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt 13 skýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 9 skýjað London 9 skýjað LosAngetes 13 skýjað Lúxemborg 10 skýjað Madríd 14 hálfskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal +8 léttskýjað NewYork 2 alskýjað Orlando 6 létlskýjað París 12 skýjað Madeira 15 skýjað Róm 15 þokumóða Vín 12 léttskýjað Waahlngton vantar Winnipeg +8 alskýjað IDAGkl. 12.00* Heimlld: Veðurstofa ístands * (Byggt á veðurepá k}. 18.30 í gær) Hvað kostar smurþjónustan? ESSO olis Bíll yfirfarinn 930 930 950 800 Olíusfa 840 768 550 400 Smurolía, 3,5 lítrar 668 952 790 1.001 ísvari, 1 lítri 145 120 145 - Frostlögur, 1 lítri 142 190 160 - SAMTALS 2.725 2.960 2.595 2.201 Munur á verði á milli smurstöðva nemur allt að 59% MUNUR á hæsta og lægsta verði, sem er tilboðsverð, fyrir smurþjón- ustu hjá fjórum smurstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, sem Morgun- blaðið leitaði til, er rúm 59%. Einnig kemur fram að verðmunur innbyrðis milli smurstöðva sem selja vörur frá olíufélögunum þrem- ur sé rúm 14%. í samanburðinum er miðað við ákveðið grunngjald fyrir að yfirfara fólksbíl, skipta um oliusíu, setja 3‘/2 Iítra af olíu á vélina, bæta einum lítra af ísvara á rúðusprautu og einum lítra af frostlegi á kælikerfið. Leitað var til þriggja smurstöðva sem selja vörur frá Esso, Olís og Skeljungi og verð á smurþjónustu borið saman við verð sambærilegrar þjónustu hjá smurstöð Pennzoil- umboðsins. Fram kemur að munur á hæsta og lægsta verði milli smur- stöðvanna þriggja innbyrðis er rúm 14%. Munurinn milli hæsta verðs, sem er hjá Olís-smurstöðinni við Vegmúla, og tilboðsverðs hjá Pennzoil-umboði er rúm 59%. Til- boðsverðið er 1.860 krónur fyrir til- teknar bíltegundir, þrjár í hveijum mánuði. Loks má geta að munur milli hæsta verðs, sem er hjá Olís, og fasta verðsins hjá Pennzoil er rúm 34%. Gert er ráð fyrir í könnuninni að um sé að ræða fólksbíl sem tekur 3‘/2 lítra af olíu og miðað er við meðaldýra olíu. Einnig er miðað við meðaldýrar olíusíur. Hjá Pennzoil- umboðinu var miðað við tiltekna gerð af olíu, svokallaða semi-synthetic. Að sögn Ingvars Amar Karlssonar hentar þessi olía fyrir flestar gerðir bifreiða en hún sé hins vegar tals- vert dýrari en við megi búast. Einnig eru ísvari og frostlögur innifaldir í verði smurstöðvar Pennzoil ef verið er að bæta á, en Ingvar Örn segir að ef skipt sé um annað hvort kosti lítrinn af ísvara 40 krónur og lítrinn af frostlegi 120 krónur. Þórður Sveinsson, Gunnar Þór Sveinsson og Jón Stefánsson hjá smurstöð Esso í Hafnarstræti, smurstöð , OIís við Vegmúla og smurstöð Skeljungs í Skógarhlíð gáfu upp kostnað fyrir áðurgreinda þjónustu. ------» ♦ ♦------ Sameigin- legt fram- boð reynt á ísafirði Isafirði. ■SAMTÖK um kvennalista buðu Alþýðubandalagi, Alþýðufiokki og Framsóknarflokki til viðræðna um sameiginlegt framboð til bæj- arsljórnarkosninganna í vor. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafa tekið jákvætt undir viðræður, en Framsóknarflokkur hafnaði eftir að skoðanakönnun hafði farið fram eftir því sem kemur fram í bréfi þeirra til kvennanna. Tveir fulltrúar frá hveijum hinna flokkanna þriggja hafa ákveðið að hittast í kvöld, föstudag, til að fara yfir stöðuna. Flokkarnir eru komnir mislangt á veg með uppstillingu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir nokkru birt sinn framboðslista. Úlfar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.