Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994
13
Bandalag íslenskra
sérskólanema 15 ára
eftir Sóleyju
Veturliðadóttur
Bandalag íslenskra sérskóla-
nema var stofnað 10. nóvember
1979 og á Jm' 15 ára afmæli á
þessu ári. BISN (eins og samtökin
er kölluð) eru ópólitísk hagsmuna-
samtök 3700 nemenda í 15 sérskól-
um. Þeir eru: Fiskvinnsluskólinn,
Fósturskólinn, Garðyrkjuskólinn,
íþróttakennaraskólinn, Kennarahá-
skólinn, Leiklistarskólinn, Mynd-
lista- og handíðaskólinn, Samvinnu-
háskólinn, Stýrimannaskólinn,
Söngskólinn, Tónlistarskólinn,
Tækniskólinn, Tölvuháskólinn, Vél-
skólinn og Þroskaþjálfaskólinn.
Skólarnir eru misstórir og starfsemi
þeirra mjög misjöfn.
Hlutverk BÍSN
Skólarnir innan BÍSN eiga allir
það sameiginlegt að námið sem í
þeim er stundað er lánshæft og því
á BÍSN fulltrúa í stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna (LÍN). Eitt
af lykilhlutverkum BÍSN er að
standa vörð um hagsmuni nemenda
gagnvart LÍN og miðla upplýsing-
um um lánamál til þeirra og með
beinlínutengingu við tölvur Lána-
sjóðsins, er hægt að veita náms-
mönnum alla þjónustu á einum stað.
BÍSN lætur einnig til sín taka í
fleiri málefnum. Samtökin reka at-
vinnu- og húsnæðismiðlun og er
BÍSN fulltrúi sérskólanema gagn-
vart stjórnvöldum í málum er snerta
menntun og hagsmuni félags-
manna. _
En BÍSN er ekki bara hagsmuna-
samtök. Það er líka félagssamtök
og starfar í samvinnu við nemenda-
félög skólanna. BÍSN stundar ýmsa
útgáfustarfsemi. Símaskrá BÍSN
er kominn út í fjórða sinn. Frétta-
bréf kemur út þrisvar til ijórum
sinnum á ári og Málpípan, málgagn
BÍSN kemur út einu sinni á ári á
svipuðum tíma og Menningarvika
BÍSN er haldin. Þetta er tilvalinn
vettvangur fyrir nemendur sérskól-
anna til að koma skoðunum sínum
á framfæri. Þessi blöð fá nemendur
send heim.
Dótturfyrirtæki BÍSN er Bygg-
ingarfélag námsinanna (BN). Lengi
vel var það bara til sem stórar hug-
myndir framtakssamra og bjart-
sýnna nemenda, á pappírum og á
bankabók en á síðasta ári var ráð-
ist í að kaupa Hótel Höfða við Skip-
holt 27, þar sem nú er rekinn nem-
endagarður með um 35 herbergjum.
í sumarleyfum skólanna er Höfði
rekinn sem hótel. Á sama stað hef-
ur BÍSN skrifstofu sína.
Menningarvika BÍSN
Ég minntist áðan á Menningar-
viku BÍSN. Þar ætla ég aðeins að
staldra við þar sem Menningarvikan
er á næsta leyti 12. - 20. mars.
Þetta er í fjórða sinn sem Menning-
arvika er haldin. Tilgangurinn með
því að halda Menningarviku er að
vekja athygli á skólunum innan
BÍSN og efla tengsl á milli nem-
■ í FRÉTT frá Dýrfiðingafélag-
inu í Reykjavík segir „að félagið
haldi árlegan kaffidag félagsins í
Bústaðakirlqu sunnudaginn 13.
mars. Hefst hann með messu í kirkj-
unni kl. 14 og kaffiveitingar í sam-
komusal kirkjunnar að lokinni
messu. Allir velunnarar félagsins
og Dýraíjarðar-eru velkomnir og
þeir sem eru 70 ára og eldri eru
sérstaklega boðnir. Þessi samkoma
hefur tvíþættan tilgangs, sem er,
að allur ágóði af kaffisölu rennur
til byggingar aldraðra heima í
Dýrafirði, sem félagið hefur safnað
til á síðstu árum og í öðru lagi að
styrkja samheldni þeirra Dýrfirð-
inga sem flutt hafa að vestan á liðn-
um árum“,-
„Tilgangurinn með því
að halda Menningar-
viku er að vekja athygli
á skólunum innan BISN
og efla tengsl á milli
nemenda í ólíku námi.
Hver skóli hefur sína
sérstöðu og sína sér-
stöku menningu."
enda í ólíku námi. Hver skóli hefur
sína sérstöðu og sína sérstöku
menningu. En með starfinu í BÍSN
og með því að halda Menningarviku
sem þessa, fínna nemendur skól-
anna hugmyndum sínum sameigin-
legan farveg. Þar sem þetta er af-
mælisár BISN verður dagskrá
Menningarviku mjög fjölbreytt. All-
ir skólar BÍSN leggja sitt af mörk-
um til að gera Menningarviku sem
best úr garði. Öll vinna við skipu-
lagningu og framkvæmd Menning-
arvikunnar er unnin af nemendum.
Það verður gefíð út ljóða- og smá-
sagnakver með ljóðum og smásög-
um eftir nemendur skólanna.
Hinir árlegu BÍSN leikar eru, þar
sem keppni er á milli skóla í körfu,
handbolta, fótbolta og blaki.
Meðal dagskrárliða verða tón-
leikar hjá Tónlistarskólanum,
óperukvöld hjá Söngskólanum og
allir listaskólamir (Tónlistar-,
Söng-, Leiklistar- og Myndlista- og
Sóley Veturliðadóttir
handíðaskólinn) verða með SALI-
kvöld þar sem ýmsar uppákomur
af listrænum toga verða.
Uppeldisskólarnir (Fóstur-,
Þroskaþjálfa- og Kennaraháskól-
inn) verða með málþing. Kynning-
ardagur Stýrimannaskólans er ár-
legur liður í Menningarviku, þar
sem m.a. verður boðið upp á flot-
gallasund og Sæbjörg, skip slysa-
varnaskóla sjómanna, verður kynnt.
Myndlistarsýning á vegum Mynd-
lista- og handíðaskólans verður alla
dagana á Höfða, nemendagarði.
Einnig verður kynning á starfsemi
listgreinanna í Kennaraháskólanum.
Lokapunkturinn verður Fjöl-
skyldudagur, þar sem fram koma
kórar BÍSN skólanna, brúðuleikhús,
mini-golf, og andlitsmálning fyrir
þá hugrökku, ljóðaupplestur og
margt fleira.
Dagskráin verður aðallega á
kvöldin til að gera sem flestum
fært að mæta og er aðgangur
ókeypis á alla dagskrárliði nema
dansleikinn.
Menningarvikan er öllum opin,
ekki bara nemendum skólanna og
er þar komið kjörið tækifæri til að
gera sér glaðan dag, meðan beðið
er eftir vorinu.
Höfundur er nemandi í
Þroskaþjálfaskóla Islands ogí
miðstjóm BÍSN.
LVUR
, STORSYNING
IKOLAPORTINU
UM HELGINA
..auk skemmtilegs markaðstorgs 200 seljendal
Á sérstöku sýningarsvæði í hluta Kolaportsins efnum við til spennandi stórsýningar meira en
30 aðila sem kynna fjölbreyttar nýjungar í tölvum hugbúnaði, og margvíslegum tæknibúnaði...
Boöeind, Bókaútgáfan Aldamót, Bóksaia stúdenta, ET-blaðiö, Fjölnemar, ITI, Orion, Gagnabanki íslands,
Goösögn, HKH, Heimilistæki, Kerfisþróun, Korn, Litaljós, Nýherji - Ambra, IBM, Lotus, Oz,
Ráðhugbúnaður, Teikniþjónustan, Davis, Rapesco, A+K, TOK, Rögg, Símamarkaðurinn, Tæknibær,
Gagnabankinn Villa, Tölvu- og viðskiptaþjónustan, Tölvuskóli Reykjavíkur
og fleiri kynna meöal annars:
TÖLVUR, FAX MÓTÖLD, DISKLINGA, SKANNA, SKJÁARMA, RYKHLÍFAR, SKJÁSÍUR, ORÐABÆKUR, TÖLVUBÆKUR,
TÖLVUBLÖÐ, STÝRIKERFI, SKRÁNINGA- OG MÆLITÆKI, AÐVÖRUNARKERFI, GERVIHNATTA "FRIÐÞJÓF" (SÍMBOÐA),
FORRITAPAKKA, GEISLADRIF OG DISKA, TÖLVU KARAOKE, HUÓMTÆKI, BÓKHALDSHUGBÚNAÐ,
GREIÐSLUÁÆTLANAKERFI, FJÖLSKYLDUFORRIT, HUGBÚNAÐ FYRIR BÖRN, LAGER- OG SÖLUKERFI, LAUNAKERFI
OG HÓTELKERFI, TÖLVUSKJÁVARPA, ALLT AÐ 50 METRA LÖNG KENNARAPRIK, SKRIFTÖFLU, MODEM,
STÝRISPJÖLD OG ÖRGJÖRVA, GAGNABANKA, TÖLVUNÁMSKEIÐ, TÖLVUGRAFÍK og ótal margt fleira.
MEÐAL SÉRSTAKRA SÝNINGARTILBOÐA:
BOÐEIND verður með sérstök
sýningartilboö á tölvum,
fax/mótöldum, disklingum, skönnum,
skjáörmum, lyklaboröaskúffum,
verkfærasettum, rykhlífum, skjásíum,
hreinsisettum o.fl.
GAGNABANKIISLANDS býður
forritapakka (40-90 forrit í pakka) á
aöeins 1995 kr., formaöa disklinga
3.5" HD 1.44MB á 70 kr. og Compro
geisladrif m. 3 diskum á 24.900 kr.
STOLPA HUGBUNAÐUR meö
30% afslætti og heimilisbókhald
Kerfisþróunar á aöeins 3.500 kr.
Getraunaleikur meö vinningum aö
heildarupphæö 224.100 kr.
TOLVUSKOLI REYKJAVIKUR
býöur 15% afslátt á námskeiöum og
allar kennslubækur á frábæru
kynningarverði.
BOKSALA STUDENTA býöur
tölvubækur frá 95 kr. og tölvublöö
meö 20% afslætti.
TÆKNIBÆR. Sérstök tilboðsverð á
faxmótöldum, nýjum móöurboröum o.fl.
Gagnabankinn Villa bíöur fritt félagsgjald
fyrir viðskiptavini
Ensk-íslensk ORÐABÓK
ALDAMÓTA á aðeins 2900 kr.
Frá KORN hf.iHeimilisbókhald og
nýtt Greiösluáætlanakerfi.
Tilboösverö: 11.690 kr. 30% afsláttur.
RAÐHUGBUNAÐUR býöur alla
hugbúnaöarpakka meö 40% afslætti.
OPŒ) LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.10-16
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG