Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 22

Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Starfsfólki fjölgað hjá Skinnaiðnaði STARFSFÓLKI Skinnaiðnaðar hf. verður fjölgað um 10 til 12 manns á næstu dögum vegna mikillar vinnu sem framundan er. Um tíma- bundna aukningu starfsfólks er að ræða fram á sumar. Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar sagði að reikn- að hefði verið með að tímabundið yrði að bæta við fleira starfsfólki, en talið að svo yrði ekki alveg strax. „Jákvæð viðbrögð frá helstu kaup- endum okkar og það að pantanir frá þeim eru fyrr á ferðinni en búist var við gerir það að verkum að við þurfum að bæta við okkur starfs- fólki á meðan við erum að taka kúfínn af eftirspurninni," sagði Bjarni. Leitað verður til starfsfólks sem áður vann hjá íslenskum skinnaiðn- aði og ekki hefur farið í önnur störf um þá vinnu sem í boði er nú og því boðin vinna hjá Skinnaiðnaði fram á sumar þegar aftur hægist um. Vantar hráefni „Við höfum ekki nægt hráefni til að halda uppi vinnslu allt árið fyrir allt þetta fólk. Það er alveg ljóst að ef við hefðum úr meira hráefni að spila gætum við haft fleira starfsfólk," sagði Bjarni. Samdráttur í landbúnaði og eins útflutningur á gærum síðastliðið haust valda því að ekki er nægt hráefni til að halda uppi fullri vinnslu. Nú vinna tæplega 120 manns hjá Skinnaiðnaði en verða um 130 á næstu mánuðum. Hrafn drap mink - Sami Hrafn drap ísbjörn fyrir nokkrum árum Ólafsflrði. HRAFN Ragnarsson skipstjóri á Arnari ÓF 3, frambyggðum dekk- báti frá Ólafsfirði, fékk óskemmtilegan gest um borð í bátihn á dögunum. Það var minkur sem faldi sig und- ir fiskikari og ekki varð vart við hann fyrr en báturinn var kominn út á sjó. Ekki reyndist unnt að handsama kvikindið og því hlóð Hrafn hagla- byssu sína, minkurinn stökk í sjóinn en Hrafn skaut hann á sundi við bátshlið. Hrafn er ekki óvanur óvæntum uppákomum í sjóferðum. Fyrir all- mörgum árum rakst hann á hvíta- bjöm á sundi í minni Ólafsfjarðar, skaut hann umsvifalaust og er björn- inn nú ein helsta gersemin í Náttúru- gripasafni Ólafsfjarðar. - SB Morgunblaðið/Rúnar Þór Fullfermi af snjó ÞAÐ hefur lítið fiskast að undanförnu, þýðir ekkert að reyna að fara á trillunni út, segir Snorri Guðjónsson, sem var í óða önn að moka snjónum úr bátnum sínum, ívari í Sandgerðisbót, í gærdag. Snorri var á því að tilgangslaust væri að fara á sjó fyrr en um næstu mánaðamót, þá færi hann að gefa sig. Ólafsfjörð- ur styður við aldraða Ólafsfirði. UNDANFARIN misseri hefur farið fram á vegum Ólafsfjarðar- bæjar og Félags eldri borgara í Ólafsfirði athugun á möguleikum þess að félagið eignaðist þak yfir höfuðið. Ýmsir möguleikar hafa verið athugaðir. Nýbygging hef- ur verið talin koma frekast til greina en einnig hafa verið kann- aðar hugsanlegar lausnir á hús- næðisvanda félagsins, byggingu í félagi við aðra aðila og mögu- Ieikar á að nýta eldra húsnæði. Niðurstaða er nú fengin í málinu og Félagi eldri borgara hefur verið úthlutað lóð á horni Hrannarbyggð- ar og Bylgjubyggðar. Jafnframt hefur verið undirritaður samningur við Ólafsfjarðarbæ þar sem bærinn skuldbindur sig til að leggja félag- inu til fé á næstu fímmtán árum til að standa undir kostnaði við bygginguna. Alútboð Hugmyndin er að byggingar- framkvæmdir hefjist á sumri kom- anda og líklega verður um alútboð á byggingunni að ræða; það er að hönnun og bygging hússins og allur frágangur verði boðið út í einu lagi. Húsinu er ætlað að hýsa alla félagsstarfsemi Félags eldri borg- ara í Ólafsfírði, þar verður fundar- salur og ýmis aðstaða til tóm- stundastarfs og föndurs. Félagið hefur starfað af miklum krafti und- anfarin ár. SB Bæjarráð Akureyrar um atvinnumál málmiðnaðarmanna Askorun um að hraða end- urbótum dráttarbrautar Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í fyrradag var lagt fram bréf frá Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að hraða ákvörðun um uppsetningu flotkvíar við Slippstöðina-Odda. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kisi fer með í gönguferðir KÖTTURINN Hróbjartur er sérlega hændur að eiganda sínum, Sædísi Hrönn, sem er þriggja ára hnáta. Bregði hún sér af bæ má telja víst að kisi fylgi á eftir og þannig varð það í gærdag þegar Sædís fór í gönguferð með mömmu sinni, henni Sigríði. Hróbjartur lét snjóinn ekki aftra sér frá því að fylgja mæðgunum. Mikil vinna hefur verið í Grímsey Grímsey. Jafnframt er skorað á bæjaryfír- völd að hraða endurbótum á drátt- arbraut Slippstöðvarinnar-Odda og skapa þar með nú þegar störf fyrir atvinnulausa málmiðnaðarmenn í bænum. Lögreglan á Dalvík Bruggari handtekinn LÖGREGLAN á Dalvík handtók í vikunni mann á Árskógsströnd sem stóð að framleiðslu og sölu á landa. Sævar Ingason lögreglumaður á Dalvík sagði að síðustu daga hefðu lögreglunni borist til eyrna sögur af landasölu í bænum sem síðan leiddi til þess að maður þar var handtekinn, en hann hafði séð um söluna. Hjá honum fundust 5 lítrar af landa. Handtaka mannsins leiddi síðan til J)ess að annar maður, búsettur á Árskógsströnd, var handtekin og vísaði hann á framleiðslustaðinn. Þar fundust á milli 90 og 100 lítr- ar af gambra sem hellt var niður og hald var lagt á tæki sem notuð voni til framleiðslunnar. Máljð telst að fullu upplýst, að sögn Sævars. Á fundi bæjarráðs kom fram að skýrsla starfshóps um byggingu flotkvíar á Akureyri muni liggja fyrir innan fárra daga. Á fundinum var einnig samþykkt að ganga til samninga við Möl og sand hf. um kaup á steinefni til gatnagerðar á árinu 1994. Fram kom á fundinum að ákveð- ið hefur verið að bæjarráð tilnefni fímm menn í samstarfsnefnd vegna leikja sem fram fara á Akureyri í Heimsmeistarakeppni í handknatt- leik á næsta ári, HM-95. Bæjarráð óskað eftir því að íþróttafélögin KA og Þór tilnefndu sinn mann hvort í nefndina og hafa þau þegar orðið við því. Friðjón Jónsson verður full- trúi KA og Benedikt Guðmundsson frá Þór. Kosning þriggja fulltrúa Akureyrarbæjar í nefndina var vís- að til bæjarstjómar Akureyrar. Á fundinum kom fram að bæjar- ráð getur ekki orðið við erindi Val- geirs Guðjónssonar um þátttöku bæjarins í kostnaði við gerð sjón- varpsþáttanna „Skandinavi" sem sýna á í Bandaríkjunum. MIKIL vinna hefur verið í Gríms- ey að undanförnu. Vel hefur fiskast og gæftir hafa verið góð- ar. í fiskverkun Sigurbjarnar, sem sér um fískverkun fyrir Jón Ás- bjömsson, hefur verið mikil vinna að undanförnu en þar starfa nú um sjö manns allan daginn og nokkrir hluta úr degL Allur fískur er verk- aður í salt. Nú eru til í eynni á milli 12 og 13 tonn af saltfíski og sagði Garðar Ólason hjá Sigurbirni að beðið væri eftir útskipun og var jafnvel von á að eitthvert skipa Eimskipafélags- ins kæmi að og tæki fískinn. „Það er nógur fískur og mikið að gera, það em allir að vinna sem hægt er á fá í vinnu,“ sagði Garðar. HSH Messur ■ AKUREYRARPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður á Fjórð- ungssjúkrahúsinu kl. 10 f.h. á morgun. Séra Gunnlaugur Garð- arsson messar. Sunnudagaskóli kl. 11. Hátíðarmessa í Akur- eyrarkirkju kl. 14. Dr. Björn Björnsson forstöðumaður fræðsludeildar þjóðkirkjunnar prédikar. Kórinn syngur allur í athöfninni. Marta Halldórsdótt- ir, sópran, syngur einsöng. Helgistund verður á Hjúkrunar- deildinni Seli kl. 17. Æskulýðsfé- lagið er með fund í kapellunni kl. 17. Biblíulestur í Safnaðar- heimilinu á mánudagskvöld kl. 20.30. Haldið verður áfram með lestur Postulasögunnar. ■GLERÁRPRESTAKALL: Bibl- íulestur og bænastund í kirkj- unni kl. 13 [ dag, laugardag. Barnasamkoma kl. 11 á morgun. Léttir söngvar, fræðsla og bæn- ir. Messa kl. 14. Molasopi að messu lokinni. Foreldrar ferm- ingarbarna hvattir til að koma með börnunum. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17.30. ■ HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjölskyldudagur barnakirkjunn- ar, hist í íþróttahúsi Þelamerkur- skóla kl. 13 í dag, laugardag. Samkoma í umsjá unga fólksins kl. 20.30 í kvöld. Barnakirkjan kl. 11 á morgun. Vakningarsam- koma, ræðumaður Vörður Traustason, kl. 15.30 á morgun. Æskulýðsfundur fyrir 9-12 ára á miðvikudögum kl. 17.30 og grunnfræðsla fyrir nýja kl. 20.30. Biblíulestur og lofgjörðarstund kl. 20 á föstudögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.