Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 25

Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 25 Örtröð við „Hryllingshúsið“ Reuter HUNDRUÐ manna fylgdust með Bernard Knight, réttarlækni, sem heldur á tösku, er hann hélt inn í „Hryllingshúsið" svonefnda. Það stendur við Cromwell- stræti í Cloucester og var heimili Fredericks West, sem hefur nú hefur verið ákærður fyrir fimm morð. Níu lík hafa fundist í og við húsið. Hefur málið vakið gríðarlega athygli og orðið til þess að almenningur og blaðamenn flykkjast til bæjarins. Fyrirlestur Laue Trabergs Smidt í Norræna húsinu Vangaveltur um siðferðileg- ar kröfur til atvinnulífsins TENGSL atvinnulífs, efnahagsmála og siðfræði þegar horft er til framtíðar, er aðalefni fyrirlesturs, sem danski lögfræðing- urinn Laue Traberg Smidt heldur í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag. Fyrirlesturinn nefnir hann „Eru ný siðferðisleg viðmið að ryðja sér til rúms í atvinnulífinu?" og hefst hann kl. 16. Mun Smidt velta því fyrir sér hvort að sá siðfræðilegi boðskapur, sem sjá má merki í atvinnulífinu, boði annan skiln- ing á því en við eigum að ver\jast. Laue Traberg Smidt er lög- fræðingur að mennt og hefur komið víða við í dönsku þjóðlífi. Hann hefur verið forstöðumaður Vinnuveitendasambands bygg- ingaiðnaðarins, var um árabil framkvæmdastjóri danska hand- iðnaðarsambandsins og var þing- maður Vinstri-flokksins 1988- 1990. Hann hefur átt sæti í fjöl- mörgum nefndum og ráðum, m.a stjórn Handíðaskóla Danmerkur, dagblaðsins Information og Al- næmi-sjóðsins. Nú er hann for- stjóri og meðeigandi fyrirtækis- ins_ Kontrapunkt í Danmörku. I fyrirlestri sínum bendir Smidt á að efnahagskreppan, sem ein- kénnt hefur danskan efnahag síð- ustu tíu ár, hafi orðið til þess að beina athygli fjölmiðla og stjórn- málamálamanna að atvinnulífinu. Spurningin um hvernig takast eigi á við atvinnuleysið einkenni umræðuna en á sama tíma sé slakað á kröfum til atvinnulífisins í tengslum við umhverfi, vinnu- vernd o.fl. Segir Smidt vandamál- ið vera það að litið sé á tengsl atvinnulífs og samfélags sem nokkurs konar stríðsástand aðila með ólíka hagsmuni að leiðar- ljósi. Með því ýtum við í raun undir þá skoðun að sérstaða at- vinnulífsins sé slík að það hlíti öðrum lögmálum og gildum en það samfélag sem atvinnulífið þrífst í. Með öðrum orðum; að viðmið starfsmanna fyrirtækja fari alfarið eftir því hvort þeir eru í vinnunni eða heima. Smidt segist hafa brugðið illa þegar hann ræddi þetta við unga atvinnurekendur og komst að því að þessi gagnstæðu sjónarmið í vinnu og á heimili, hefur lengi verið staðreynd í huga þeirra sem yngri eru. Þeir telji markmið sitt í vinnu eingöngu það að vinna sér inn peninga, félagsleg mál séu í höndum annarra. Astæðu þessa telur Smidt vera þá breyt- ingu sem varð á þjóðfélaginu er iðnvæðingin hóf innreið sína. Þau nánu tengsl sem voru á milli vinnu og heimilis í bændasamfé- laginu hafi rofnað og enn hafi ekki tekist að endurnýja þau. Breytingarnar verða til þess að stjórnendur fyrirtækja verða að taka tillit til þeirra. Þeir verða að velta fyrir sér siðferðilegum spurningum á borð við þá hvort þeir eigi að segja upp starfs- manni sem staðinn er að lygum? Á að veita veikum samstarfs- manni aðstoð eða er það hlutverk samfélagsins? Á fyrirtækið að láta undan kröfum viðskiptavina og nota umhverfisvænar vörur? Á fyrirtækið að notast við bíla sem valda mengun, þegar til eru farartæki sem menga ekki? Við þessum spurningum telur Smidt engin einhlít svör, þau séu háð aðstæðum hveiju sinni. Ekki verði lengur undan því vikist að svara þeim. Smidt er þeirrar skoðunar að ef til vill séu yfirmenn fyrirtækja ekki réttu mennirnir til að gefa ráð við spurningum á borð við ofangreindar. Atvinnulífið þjálfi starfsmenn sína í að taka ákvarð- anir sem miði að því að græða. Þær ákvarðanir sem teknar séu t.d. í skólum og á heimilum, snú- ist hins vegar um allt annað en fjárhagslegan gróða. Því sé fólk betur í stakk búið til að taka erfiðar siðferðilegar ákvarðanir, ef það gangi út frá eigin sam- visku. Þetta þýðir þó ekki að ákvarð- anir sem teknar eru í fyrirtækjum séu almennt rangar og siðlausar, þær eru flestar skynsamlegar. Ástæða þess er sú að maðurinn getur ekki lifað eingöngu eftir settum reglum. Fæstar ákvarðanir sem að við tökum, eru tilkomnar vegna þess reglugerðir neyði okkur til þess. Mannlegt samfélag myndi hrynja til grunna ef við hlýddum einungis reglum en ekki samvisku okkar. Smidt bendir á að við verðum dæmd af gerðum okkar, ekki því sem var hugsað eða sagt. Þegar barnabörnin spyiji hvað við höf- um gert þegar Vesturlandabúar gengu taumlaust á auðlindir jarð- ar, getum við sagt að við höfum gert allt sem í okkar valdi hafi staðið. Ekki þýði að bera fyrir sig að rætt hafi verið um málið. Segir Smidt að mannkynssag- an færi okkur sanninn um að maðurinn sé það sem hann takist sér á hendur. Það sama eigi við um fyrirtæki og stofnanir. Hvað Vestur-Evrópu áhræri, getum við ekki einu sinni stöðvað stríð sem háð er innan álfunnar. Okkur sé einnig fyrirmunað að takast á við flóttamannamannavandann, sem þó sé ekki mikill, með tilliti til afkomu okkar. Segir Smidt að af Norðurlöndunum standi Svíar og Danir sig sæmilega en fram- lag íslands, Noregs og Finnlands sé skammarlega lágt. Smidt telur að láti menn hjá líða að takast á við þau vanda- mál sem upp kunna að koma, af því að það sé ekki í þágu þeirra sjálfra eða fjölskyldunnar, muni þeir bíða tjón á sálu sinni. Mann- kynið geti ekki lifað kynslóð fram af kynslóð nema að huga að fleir- um en sínum nánustu. Smidt er þeirrar skoðunar að við munum verða dæmd af gjörðum okkar í garð annarra, sem þessi árin séu fyrst og fremst flóttamenn, at- vinnulausir og umhverfið. Að við eigum, hvert og eitt, að leiða hugann að því hvað við getum gert til að bæta heiminn örlítið. Atvinnurekendur séu nú í sviðs- ljósinu og því sé mikilvægt að þeir séu góðar fyrirmyndir, sem séu öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Önnur sprengjuárás IRA á Heathrow Breytir ekki frið- aráætlun fyrir Norður-írland BRESKA stjórnin fordæmdi í gær írska lýðveldisherinn (IRA) fynr sprengjuárás á Heathrow-flugvelli í fyrrakvöld, annan daginn í röð, samkvæmt fréttum Rei/fersfréttastofunnar. I yfirlýsingu stjórnarinn- ar sagði að atburðirnir yrðu ekki látnir raska tilraunum írsku og bresku stjórnanna til þess að koma á friði á Norður-Irlandi. Breska lögreglan sagðist hafa átt von á aðgerðum af hálfu IRA síðustu daga vegna viðræðna um framtíðarskipan Norður-írlands og um- ræðna í þingi um lög um hryðjuverkastarfsemi Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Morgunblaðið að tilræðin hefðu ekki raskað flugi félagsins til og frá London. Fjórum sprengjum var skotið með sprengjuvörpu i átt að flugvell- inúm um miðnæturbil. Lentu þær skammt frá fjórðu flughöfninni og sprungu ekki fremur en fjórar sprengjur sem skotið var inn yfir flugvallarsvæðið á miðvikudag. Veruleg röskun varð á umferð um Heathrow-flugvöllinn í gær- morgun þar sem syðri brautin var lokuð meðan leitað var að sprengj- unum. Slys urðu ekki á fólki og skemmdir engar á mannvirkjum í árásunum. Seinni sprengjuárásin var framin nokkrum klukkustundum eftir að Gerrý Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sagði að grip- Efasemdir um þynn- • / ið yrði til hryðjuverka öðru hveiju til þess að knýja á um að Bretar hyrfu með hersveitir sínar frá Norð- ur-írlandi. Sinn Fein hefur ekki viljað lýsa stuðningi við friðaráætlun írsku og bresku stjórnanna frá í desember og borið því við að hún þarfnist frekari útskýringa. Á það hefur verið litið sem tilraun til þess að tefja framgang áætlunarinnar og hafa írsku og bresku forsætisráð- herrarnir, Albert Reynolds og John Major, hvatt IRA til að taka áætl- unni eins og hún liggur fyrir. Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta sagði að tilræðin tvö á Heat- hrow hefðu afhjúpað hræsni IRA. „Þetta fólk kveðst þurfa frekari útskýringa á skjali sem kveður á um lýðræði [í Norður-írlandi]. Stað- reyndin er sú að um leið og það kveðst vilja friðsamlega lausn skap- ar það ótta meðal almennings eða stendur í manndrápum," sagði Hurd. mgu oson- lagsins Lundúnum. The Daily Telegraph. VAXANDI efasemdir eru meðal vísindamanna um að þynning ósonlagsins reynist mönnum á norðurhveli jarðar eins hættuleg og talið hefur verið, þar sem hún valdi aukningu útfjólublárra geisla, svonefndra b-geisla, frá sólu, sem aftur valdi húðkrabba- meini og öðrum meinsemdum. Vísindatímaritið, New Scientist birti í síðustu viku langsótta kenn- ingu, þess efnis að þynning óson- lagsins yfir Suðurheimskautinu hefði orðið froskum og salamöndr- um í Oregon í Bandaríkjunum að fjörtjóni. Hefur þessari kenningu verið mótmælt harðlega af vísinda- mönnum, m.a. S. Fred Singer pró- fessor við Virginíuháskóla í Charl- ottesville, sem segir að útilokað sé að þynning ósonlagsins hafi áhrif á lífverur í 16.000 km fjarlægð. Þá hafa Singer og fleiri krafist þess að grein, sem birtist í tímaritinu Science verði dregin til baka, en þar er því haldið fram að 35% aukn- ingar útfjólublárra b-geisla hafi orðið vart í Kanada á síðustu fjórum árum, vegna þynningar ósonlagsins yfir Norður-Ámeríku. Segir Singer að greinin hafi verið byggð á fjórum mælingum af 300, sem hafi þar að auki verið í mars þegar ósonlagið bar merki einhverra verstu vetrar- veðra sem gengið hefðu yfir N- Ameríku á öldinni. Science hefur ekki fallist á að draga greinina til baka en mun birta grein Singers þar sem hann and- mælir niðurstöðunum. Singer er langt í frá eini vísinda- maðurinn sem hefur mótmælt full- yrðingum um mikla þynningu óson- lagsins og eru deilurnar um málið hatrammar. Þær hafa m.a. kostað menn starfið en A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, rak William Happer, yfirmann orkurannsókna í orkumálaráðuneytinu, í maí sl. eftir að Happer sagði við yfirheyrslur þingnefndar að þess væru engin merki að útfjólubláir b-geislar hefðu borist' til’ jarðar í N-Ameríku. Skíðabogar frá SKEIFAN 2, SÍMI 812944

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.