Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994
37
Valur Snorra-
son — Minning
Fæddur 15. nóvember 1936
Dáinn 7. mars 1994
Dans þótt seiði drós og svein,
dýrast þreyð er jafnan valin.
Verður leið mín ávallt ein
inn til heiða, fremst í dalinn.
Þar er dýrri sjón að sjá,
sveit í nýrri mynd og fegri.
Blærinn hlýrri heiðum frá,
hugsun skýrri og unaðslegri.
Þar í fjalla fógrum sal
finn ég varla sorg né lúann.
Heiðin kallar, hún því skal
hug minn allan finna trúan.
Lýkur þátt í þagnargeim,
þrýtur máttur, hugur lúinn.
Koldimm náttin komin heim
kallar hátt: Er sagan búin?
(Ólafur Sigfússon)
Saga Vals vinar okkar er liðin,
hann lést 7. mars eftir erfið veik-
indi. Þó var lífsviljinn mikill sem
ekki er að undra hjá ekki eldri manni,
og allt var reynt og stórum áfanga
náð þó ein aðgerð væri eftir enn.
Valur var nýkominn heim, hress eft-
ir rannsókn sem hann hafði farið í
til Gautaborgar eftir hjartaskipti sem
höfðu tekist vel þótt langt væri í
góða heilsu eins og allir vissu sem
best til þekktu.
Valur og Stína eru æskuvinir okk-
ar og var glaðst yfir hvetjum áfanga
sem náðist. Eftir að Valur veiktist
og gat ekki unnið, sótti hann í sveit-
ina sem hann hafði kannski alltaf
þráð. Henni kynntist hann sem
drengur og var í sveit á sumrin eins
og algengt var. Flaga í Vatnsdal
varð fyrir valinu, og kannski ekki
fyrir tilviljun eina, því þar hafði hann
einmitt dvalið sem drengur og líkaði
vel að eigin sögn. Og ekki voru þessi
síðustu ár síðri, og nýtti hann krafta
sína eins lengi og heilsa leyfði. Okk-
ur er minnisstæð seinasta heimsókn
til þeirra í Vatnsdalinn, en þar áttum
við indælan sumardag með þeim eins
og svo oft áður á heimili þeirra á
Blönduósi, elskulegt viðmót og gest-
risni.
Þegar ég hitti Val á sjúkrahúsi úti
í Gautaborg fyrir ári, rifjuðust upp
fýrir mér öll gömlu góðu árin, þau
liðu hjá eins og myndir. Ég sá dætur
okkar litlar leika sér saman og hefur
sá vinskapur haldist hjá þeim eins
og okkur Stínu síðan við vorum litlar
stelpur. Við glöddumst saman í góðra
vina hópi, ferðuðumst saman og svo
mætti lengi telja. Ég vék mér afsíðis
og bað til Guðs, ég bað um betri
heilsu fyrir Val og styrk fyrir Stínu
vinkonu mína til að standa við hlið
hans því ég vissi að miklir erfiðleikar
voru framundan. Hann náði að lifa
eitt ár í viðbót en nú er hans göngu
lokið hér á meðal okkar. Betri vini
en þau er ekki hægt að eiga, þau
glöddust með okkur þegar vel gekk
og hjálpuðu ef þess þurfti. Þau fylgd-
ust með börnum okkar og barnaböm-
um, og glöddu þau nú síðast er þau
komu frá Gautaborg.
Dóttur okkar sýndu þau hlýju og
vináttu alla tíð og ekki síst þegar
erfíðleikar voru hjá henni. Allt þetta
var gert á hljóðlátan hátt sem ein-
kenndi þau alla tíð.
Fyrir þetta allt þökkum við Val.
Stínu fáum við að hafa lengur hjá
okkur. Við biðjum góðan Guð að
blessa hana og alla ástvini þeirra.
Drottinn blessi minningu Vals vin-
ar okkar.
Brynhildur og Sigtryggur.
Valur er látinn. Fregnin kom okk-
ur samstarfsfólki hans til margra ára
á óvart. Við bárum þá von í bijósti
eins og allir, að læknavísindunum
tækist að vinna sigur á mjög alvar-
legum sjúkdómi hans. Valur háði
harða baráttu við lífshættulegan
hjartasjúkdóm undanfarin fímm ár.
Margsinnis á þessum tíma var hann
við dauðans dyr, en vann ávallt sig-
ur. En svo kom kallið skyndilega,
þegar heilsa hans virtist vera að
komast í jafnvægi. Þetta minnir okk-
ur á, að dauðinn er óaðskiljanlegur
hluti af lífínu.
Valur var ráðsmaður á Héraðshæl-
inu á Blönduósi í átján ár. En fýrir
fímm árum þurfti hann að láta af
störfum vegna heilsubrests. Við sam-
starfsfólk hans minnumst hans sem
góðs félaga, sem ávallt vann störf
sín af dugnaði og samviskusemi.
Þegar vinnustaðurinn er lítill, eins
og sveitarfélagið sem við búum í,
verða kynnin nánari. Við kynntumst
áhugamálum Vals og fjölskyldu
hans. Hann var mikill náttúruunn-
andi og fjölskyldumaður. Hestar,
sveitalífíð og fjölskyldan áttu hug
hans allan. Samheldni fjölskyldunnar
var aðdáunarverð, og sérstaklega
eftirtektarverð í erfíðum veikindum
hans, þegar hann þurfti að dvelja
langdvölum erlendis fjarri heima-
högunum. Stuðningur Kristínar,
eiginkonu Vals, var mikill og honum
ómetanlegur.
Við samstarfsfólk Vals á sjúkra-
húsinu og heilsugæslunni á Blöndu-
ósi viljum þakka honum samfylgdina.
Minningar okkar um góðan dreng
munu lifa. Við viljum votta eiginkonu
hans, Kristínu, aldraðri móður hans,
Þóru, systkinum, börnum og bama-
börnum, okkar dýpstu samúð.
Böðvar Orn.
Það var norðanhríð með skafrenn-
ingi þegar vinur minn Valur Snorra-
son lagði í sína hinstu ferð norður í
heimahagana til að hvíla þar lúin
bein eftir löng og erfíð veikindi. Þetta
veðurlag, kveðja landsins, er í góðu
samræmi við þær aðstæður sem við
búum við hér á landi, og er því í
eðli sínu hlý kveðja norðlægra slóða.
Mér er ljúft að skrifa þessum vini
okkar smá þakkarkveðju þó penna-
latur sé.
Ég kynntist þeim hjónunum Val
Snorrasyni og Kristínu Ágústsdóttur
þegar ég kom norður haustið 1962,
nýtrúlofaður stúlku af staðnum og
ráðinn til starfa sem rafvirki við
Vélsmiðju Húnvetninga.
Fljótlega kom í ljós að gott var
að eiga þau hjón að vinum. Á Blöndu-
ósi eins og víðar var lítið um hús-
næði til leigu í þá daga og upphaf
vináttu okkar má rekja til þess að
þau leystu þennan vanda okkar með
því að bjóða okkur pláss í nýju húsi
sínu.
Viðstaða okkar fyrir norðan
reyndist styttri en stóð til í fyrstu,
en vináttan við þau Val og Stínu
hélt og áttum við margar góðar
stundir saman. Þessar samveru-
stundir geymast í minningunni og
ylja upp tilveruna.
Sumar stundir eru ógleymanlegar.
Slík er helgin þegar Blönduóshreppur
tók á móti stórum hópi Vestur-
íslendinga sumarið 1978. Kona mín,
Þórey, var í stjórn Þjóðræknisfélags-
ins og vann hún fyrir hönd félagsins
að þessari móttöku á móti Val sem
skipulagði móttökurnar fyrir norðan.
Þessi helgi reyndist frændum okkar
að vestan dýrmæt minning um
„gamla landið“ og var Val og Blöndu-
óssbúum til mikils sóma.
Undanfarin ár hafa verið Val og
fjölskyldu hans erfíð. Hann átti við
mikil veikindi að stríða, veikindi sem
hann barðist við uns yfír lauk, styrkt-
ur af konu sinni og fjölskyldu.
Kæra Kristín. Við Þórey sendum
þér og ykkur alúðarkveðjur og biðj-
um guð að styrkja þig og fjölskyld-
una.
Ásgrímur Jónasson.
Mig setti hljóðan þegar mér barst
sú frétt að Valur bróðir minn væri
látinn. Hann sem var búinn að beij-
ast svo hetjulega við sín veikindi og
allt virtist bjart framundan. Þá kom
kallið.
Mig Iangar að kveðja Val bróður
með mínum fátæklegu orðum, sem
öll standa föst þegar á þarf að halda.
Ég þakka honum fyrir alla hjálpina
sem hann veitti mér eftir að ég missti
konu mína.
Ég þakka honum allar samveru-
stundirnar, allt frá því að við vorum
litlir drengir í foreldrahúsum til full-
orðinsára. Samstarfíð í rafvirkjun og
skemmtilegu ferðimar sem við fórum
saman og eru ógleymanlegar.
Einnig þakka ég öll boðin á heim-
ili hans og Kristínar konu hans. Þau
voru alltaf bæði skemmtileg og
glæsileg.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fýrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég vil biðja góðan Guð að styrkja
mömmu, Kristínu, börnin, tengda-
börnin og barnabörnin í þéirra sorg,
sem er mikil. Ég veit að góðar minn-
ingar um góðan mann hjálpa þeim.
Elsku Valur. Ég sakna þín, en
minningin lifir. Blessuð sé minning
þín.
Þinn bróðir,
Sævar Snorrason.
Minning
Kristinn Sveins-
son, Hólmavík
Fæddur 15. febrúar 1901
Dáinn 4. mars 1994
Sé ég vegg og vörður
rísa upp í móti.
Styrk þarf til að standa,
stikla á eggjagrjóti.
Upp í bláu bergi
blikar óskalindin.
Blessun bíður þeirra
sem brjótast upp á tindinn.
(Davíð Stefánsson)
Okkur langar til að minnast afa
okkar, Kristins Sveinssonar, sem lést
hinn 4. mars á sjúkrahúsinu á
Hólmavík. Hann var eitt af alda-
mótabörnunum sem kynntust vel
erfíði og þrældómi sem við unga fólk-
ið höfum aldrei þekkt. Afí lifði þær
miklu breytingar sem áttu sér stað
í samfélaginu, þar sem íslendingar
stigu út úr moldarkofunum og inn í
tækniöld.
Afí fæddist og ólst upp á Kirkju-
bóli í Staðardal í Steingrímsfirði. 15
ára fór hann til sjós og reri frá Bol-
ungarvík og þrítugur hóf hann bú-
skap á Kirkjubóli. Hann kvæntist
Gunnlaugu Helgu Sigurðardóttur, f.
3.9.1901, d. 6.5.1991, frá Geirmund-
arstöðum. Börn Kristins og Helgu
eru Lilja, húsmóðir á Akureyri, bóndi
í Brautarholti, Hrútafirði, Sigurður,
vélvikjameistari í Reykjavík, Guð-
mundur Trausti, látinn. Barnabörn
Kristins eru 21 talsins og barna-
bamaböm 31.
Jafnframt því að vinna almenn
bændastörf var afí póstur og vann
oft mikið þrekvirki að vetri til og
átti afi margar sögur frá þeim ferð-
um. Afí var í stjórn Búnaðarfélags
Hrófbergshrepps og í hreppsnefnd
þar. Afí flutti til Hólmavíkur 1954
og starfaði við frystihúsið þar uns
hann lét af störfum vegna aldurs.
Afí var ákveðinn maður en með
létta lund og ávallt stutt í brosið.
Far þú í friði, afi minn, friður guðs
þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Þegar æviþrautin dvín,
þegar lokast augun mín,
þegar ég við sælli sól
sé þinn dóms- og veldistól:
Bjargið alda, borgin mín,
byrg mig þá í skjóli þín.
(M. Joch.)
Helga, Ragnheiður,
Lilja og Ásdís.
Lára Gunnars-
dóttir — Minning
Fædd 17. júní 1934
Dáin 3. mars 1994
í dag verður jarðsungin frá Húsa-
víkurkirkju mágkona mín, Lára
Gunnarsdóttir. Hún var fædd á Flat-
ey á Skjálfanda 17. júní 1934, dóttir
hjónanna Kristínar Gísladóttur og
Gunnars Gunnarssonar. Lára var alin
upp í stórum systkinahópi sem þurfti
snemma að vinna fyrir sér því föður
sinn misstu þau á unga aldri.
Mín fyrstu kynni af Láru vom
árið 1952 þegar hún kom til Kópa-
skers í vinnu og kynntist þar bróður
mínum Þorsteini sem hún kvæntist
ári síðar. Á fyrstu búskaparárum
sínum bjuggu þau á heimili foreldra
okkar, á meðan þau reistu eigið hús
á Kópaskeri. Mér er afar minnis-
stætt af hve miklum dugnaði og elju
þau unnu saman að byggingu húss-
ins. Á þessum árum þeirra á Kópa-
’skeri eignuðust þau sín fyrstu börn,
Kristjönu 1954 og Ásgerði 1958.
Heimili þeirra varð sem mitt annað
heimili þar sem ég var þar daglegur
heimagangur.
Árið 1963 flytja þau til Húsavíkur
þar sem þau eiga Áðalheiði 1967 og
Jón Gunnar 1970. Sjálf flutti ég til
Reykjavíkur en héldust þó enn sterk
vina- og fjölskyldubönd. Margar
ánægjulegar stundir höfum við og
fjölskyldur okkar átt saman síðan.
Varla hefur liðið það sumar að við
höfum ekki farið norður og dvalið
þá nokkra daga hjá Láru og Steina
á Húsavík.
Láru féll aldrei verki úr hendi og
ber heimili þeirra hjóna þess glögg
merki. Auk þess að vinna úti, lengst
af á dagheimili, og sjá um heimilið
þá pijónaði hún mikið, saumaði og
heklaði að ógleymdu brauði, kleinum
og öðru sem allt var heimabakað. Á
sumrin átti garðræktin hug hennar
allan enda er liann með þeim fal-
legri sem maður sér, og áttu þau
hjónin mörg handtökin þar saman.
Eftir að Lára greindist með þann
sjúkdóm sem hún barðist við síðast-
liðin ár urðu ferðir hennar tíðar í
læknismeðferð til Reykjavíkur og
dvaldi hún þá á heimili mínu á með-
an. Hún hafði ætíð eitthvað á pijón-
unum þegar hún kom og var atorka
hennar það mikil að hún smitaði út
frá sér þannig að sjálf byijaði ég á
einhverri pijónaflíkinni. Þó var sú
flík ekki kláruð fyrr en Lára kom
næst í bæinn en þá tók hún gjarnan
við henni og kláraði hana jafnvel á
einu kvöldi. Á þessum stundum sát-
um við með pijónana og spjölluðum
saman langt fram eftir nóttu. Þess-
ara stunda okkar saman mun ég
minnast með söknuði.
Heilsu Láru hi'akaði mikið árið
1992 og lá hún á Landspítalanum í
fimm mánuði samfleytt. Með einstök-
um viljastyrk náði hún sér þannig
að hún komst heim til Húsavíkur þar
sem hún sinnti heimilisstörfum þó
sjúkdómurinn hefði dregið úr henni
mest allan þrótt. Hún sýndi mikið
þrek og þolinmæði í veikindum sínum
en síðustu tvær vikurnar lá hún á
sjúkrahúsinu á Húsavík þar til yfir
lauk.
Kæra vinkona og mágkona. Ég
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
liðsinnt mér með gegnum árin. Ég
og fjölskylda min vottum þér, Steini
minn, börnum þínum og fjölskyldum
þeirra, okkar innilegustu samúð.
Hólmfríður Jónsdóttir.
Það kemur að því að dauðinn knýr
á dyr hjá okkur öllum, eftir misjafn-
lega reynsluríka og mislanga ævi
sem er einskonar skóli þar sem við
á ýmsum ævistundumm þreytum
próf. Þá skipta einkunnir ekki máli,
heldur hvernig við bregðumst við og
tökumst á við það sem fyrir okkur
er lagt og miðlum til annarra reynslu
okkar beint eða óbeint. Lára Gunn-
arsdóttir hefir með harðri og kjark-
mikilli baráttu sinni við illvígan sjúk-
dóm sem bar hana ofurliði aðfara-
nótt 2. mars kennt okkur hvers virði
lífið er.
Það er á stundum sem þessum sem
minningar hrannast upp, minningar
um sjóferð með þeim hjónum á æsku-
slóðir Láru á Flatey á Skjálfanda,
minningar um heimsóknir á hlýlegt
og fallegt heimili þeirra Láru og
Þorsteins á Fossvöllum 12.
Ég kveð þig eftir stutt en ánægju-
leg og lærdómsrík kynni. Megi minn-
ingin um sterka, hugrakka konu
varðveitast. í hugum okkar sem eftir
lifum og verða okkur gott veganesti
í lífinu.
Ástvinum Láru vottum við okkar
dýpstu samúð.
Viðar, Guðrún, Linda
og Guðmundur Hafsteinn.