Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Alli er ekki lengur hrifínn af mér. Hann segir að ég sé að líkjast þér svo mikið, mamma. JRrogntilribifrife BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Alltaf versnar helstefnan - og misnotkun íslenskunnar til þess Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Um daginn komu hingað til lands með flugi frá Noregi sérstaklega „kynbættar“ (athugið orðið) gyltur til undaneldis ofan í gullaldarþjóðina sjálfa. Ef eitthvað í heimi hér er svo sannarlega úrkynjað eru það þessi ofvöxnu dýr hér af völdum okkar mannanna. •Þessar fimm ólánsömu gyltur voru allar grísafullar og alveg komnar á fremsta hlunn með að fæða af sér afkvæmi sín þegar þær voru rifnar upp úr fyrri tortúrheimkynnum sín- um í Noregi í ný slík hér á landi. Það var einmitt þess vegna sem þær voru seldar þrælasali til íslands. Það var til þess að geta af sér enn hrað- vaxnari afkvæmi og því að sjálfsögðu enn úrkynjaðri grísi en fyrri ófijálsar gyltur hafa þurft að þola í þessu ófijálsa landi. Það er ekki að spyija að hug- kvæmni „einkaframtaksins" þegar einkafrelsinu hafa ekki verið settar siðferðisskorður í hvað má og hvað má ekki með ómálga dýr sem ganga um algerlega réttindalaus hér í heimi okkar mannanna. Enda vafðist umsjónarmanni þess- ara flutninga og „kynbóta" tunga um tönn í viðtali við fréttamanninn á sjónvarpsskjánum þama fyrir norð- an um daginn þegar hann var spurð- ur hvað yrði um þessar gyltur þegar út í Hrísey væri komið og þær hefðu fætt af sér afkvæmi sín. „Nú, þá hverfa þær, — og grísimir verða ald- ir upp,“ sagði umsjónarmaðurinn hálfvandræðalega. Enda vissi sam- viska hans að hann fegraði sannleik- ann töluvert með orðalagi sínu og Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. misbeitingu tungunnar. Auðvitað átti maðurinn að hafa manndóm í sér og segja það sem á bak við svarið var; „Um leið og þær verða búnar að fæða af sér grísina og gefa þeim móðurmjólk í nokkurn tíma þá drepum við þær og seljum líkin af þeim á matborð hinnar góð- hjörtuðu íslensku þjóðar." Nei, auðvitað má ekki tala svona. Það verður alltaf að hafa rósamál á hlutunum svo þeir verði ekki of aug- ljósir. Þess vegna er talað um að farga „meindýrum", en ekki að drepa litlu saklausu mýsnar. Og þess vegna er talað um að „eyða fóstri" en ekki að myrða börn. Þar má ekki nota orðið myrða sem íslenskan annars notar um meðvitaða, yfirvegaða slátrun á mannfólki af hvaða tagi sem er. Trúlega er meirihluti þeirra les- enda Morgunblaðsins sem nennt hafa að lesa þessi „öfgaskrif" á annað borð búnir að dæsa í hljóði við lestur sinn á hugrenningum okkar líf- stefnusinna um þessar óhamingju- Frá Nils Gíslasyni: Hver er kenning þjóðkirkjunnar um líf eftir dauðann? í grein í Morgunblaðinu 4. mars, sem Brynja Tomer tekur saman eftir ráðstefnu sem haldin var um þetta efni, hefur hún eftir séra Þórhalli Heimissyni að „upprisulíf hæfist þeg- ar við tökum í hönd Jesú og fylgdum honum hér og nú. „Jesús brúar bilið milli lífs og dauða.“ Hvað táknar þetta? Hvenær tökum við í hönd Jesú? Hvað ef við fylgjum honum síðan ekki? Hvaða dauða tengir Jesús við lífíð með brú? „Hann sagði að dómur Guðs biði okkar og góðu verkin myndu lifa.“ Í endingu mun Guð afmá syndina og afmá dauða.““ Hvað táknar þetta? Stendur ekki, „af náð eruð þér hólpn- ir orðnir fyrir trú. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.“ Ennfremur, „Gjörið því iðrun og snúið ykkur, að syndir yðar verði afmáðar. Að lokum er haft eftir honum: sömu gyltur sem til Hríseyjar eru komnar, og eru rétt að ljúka stuttri og afar ónáttúrulegri þjáningarævi sinni. Og við því er ekkert að segja. En á 23. öldinni munu menn hneyksl- ast á þessu athæfí sem fleirum okk- ar siðleysingjanna gagnvart hinum dýrunum. í dag jaðrar það við landráð hér á landi að tala um tilfinningar dýr- anna sem við „lifum á“, s.s. að reyna að skapa umræður um hvernig þorskunum líði í netunum sem þeir eru „veiddir" í þegar þeir kremjast til bana í þvögunni þar í milljónatali hvem veiðidag ársins. Eða ræða hlut- skipti sauðkindarinnar. Sá maður er nú ekki lítið skrýtinn sem hættir sér út á þann hála ís. Enda er best að sleppa því hér. En alltaf versnar helstefnan hvað sem síðari kynslóðir kunna að gera í lífstefnunni og almennu altæku sið- ferði lífs síns í framtíðinni. Vonandi verður það eitthvað skárra en það sem menn sætta sig við í dag. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. „Guð mun reisa allt sköpunarverk upp burtséð frá því hvort fólkið þekki Guð eða hefur hafnað honum. Jesús stendur við hlið allra. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dauða eða eilífð, því Jesús fylgir okkur út yfír gröf og dauða.“ Hvaðan er þessi kenning komin? Segir ekki Jesús sjálfur: „Því vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn.“ Það segir einnig í skímar- skipuninni eins og Markús setur hana fram, að „Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki mun fyrirdæmdur verða“. Þar sem fyrir öllum liggur að deyja fínnst mér rétt að fram komi opinber afstaða þjóðkirkjunnar til þessa al- varlega máls. Ég vona sannarlega að þarna sé einhver misskilningur á ferðinni, og vona að þessi fyrirspum verði til að leiðrétta hann. NILS GÍSLASON, Lyngholti 2, 603 Akureyri. Hver er kenning þjóðkirkj- unnar um „Líf eftir dauðann“’ HÖGNI HREKKVlSI „PlZ-Z-A /MEE> SMOKKFISKI?" Víkveiji skrifar Ferðir útlendinga hingað til lands virðast ætla að verða meiri í ár en nokkm sinni áður og er greinilegt að hið hreina og tæra Norður á hljómgrunn meðal fólks sem hefur ráð á að ferðast. Fram- sækni nokkurra af minni ferðaskrif- stofunum er skemmtilegur vaxtar- broddur í atvinnulífinu og má í því sambandi nefna starfsemi Addís. Þetta litla fyrirtæki, sem Arngrímur Hermannsson hefur byggt upp og rekur, hefur einkum gert út á ferð- ir um hálendið. Stórir kraftmiklir jeppar era aðalsmerki þessa fyrir- tækis, en einnig öryggi í ferðum og virðing fyrir landinu, samkvæmt því sem þeir er til þekkja hafa sagt skrifara. Eins og stóra fyrirtækin hefur Addís kynnt starfsemi sína erlendis og er nú að uppskera á komandi mánuðum er um eitt þús- und manns koma til landsins á veg- um þess. xxx Afengisverð á Norðurlöndum hefur ávallt verið eitt það hæsta í heiminum og hefur ísland svo sannarlega ekki verið þar nein undantekning. Hingað til höfum við þó flest staðið í þeirri trú að það væri ekki mikið hærra hér á landi en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Það kom því veralega á óvart að sjá þann mikla mun á verði á rauðvíni og hvítvíni á íslandi og í Svíþjóð í verðkönnun í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag. Kom þar fram að sömu rauð- vínstegundirnar eru að meðaltali 78,4% hærri hér á landi en í Sví- þjóð og sömu hvítvínstegundirnar 83,4%! Hvernig fær þetta staðist? Er þetta verðmyndunarkerfí ekki kom- ið út í öfgar hér á íslandi fyrst að hátt í helmings munur er á verði á þessari vöru hér og í Svíþjóð? Og þá ekki síst í því ljósi að verðlag á áfengi í Svíþjóð er mun hærra en á meginlandi Evrópu. Þó vissulega geti verið rök fyrir því að halda verði á áfengi tiltölulega háu, og þá fyrst og fremst sterku áfengi, hljóta að vera einhver takmörk. Það dregur nefnilega ekki endilega úr áfengisneyslu í réttu hlutfalli við hækkað verð. í staðinn færist neysl- an yfír í ólöglegt smygl og heima- bragg, sem engar skatttekjur eru af. Því miður virðist það ekki síst vera unga fólkið sem sækir í brugg- ið, vegna hins lága verðs þess. Er ekki kominn tími til að endurskoða þetta kerfi? xxx Umferðarmenning íslendinga hefur aldrei verið hátt skrifuð en hún hefur þó aðeins skánað á síðustu áram, að mati Víkveija. Þó er ein stétt bílstjóra, sem ekki virð- ist telja sig þurfa að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi í hvívetna. Það eru ökumenn stærri ökutækja og þá gjarnan strætisvagna. Þrátt fyrir stærð ökutækja þeirra virðast þeir iitlu skeyta um æskilegan hraða miðað við aðstæður. Er þetta ekki síst áberandi í eldri borgarhlut- um, þar sem götur eru þröngar. Þar bruna þessi gulu flykki oft um á ofsahraða og stundum virðist lítið mega út af bera til að slys hljótist af. Þá er eins og það að halda sig innan tímaáætlunar skipti öllu máli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.