Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 49

Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 49 Örniim, rauðbrystingurinn og fuglaverndunarfélagið Frá Sveini Guðmundssyni: Á fimmtudagskvöldið 3. mars var Stöð 2 með frétt um veg yfir Gils- fjörð og þá hættu sem af slíkum vegi gæti stafað. Fuglaverndunarfélagið skrifar upp á þá frétt og ræður tvo líffræð- inga til þess að hafa þar forustu. Þeir halda því fram að hér séu um 270.000 rauðbrystingar, en það eru fuglar af snípuætt (Callidris canutus). Með fullri virðingu fyrir líffræðingum þá held ég að rauð- biystingar hafí aldrei verið taldir. Rauðbrystingur er hánorrænn fugl sem Þjóðverja og Danir reyndar kalla íslandstítu sem stafar af þeim misskilningi að á síðustu öld fengu náttúrufræðingar þórshanaegg sem þeir greindu og köllu íslandstítu. Rauðbrystingar koma hér við þús- undum saman á leið sinni á varp- stöðvar og safna sér æti í fjörum. Stóri rauðbrystingur, sem sumir telja aðeins afbrigði af rauðbryst- ingi, fer alla leið suður til Ástralíu. Rauðbrystingurinn hefur hér við- komu og fær æti. Ég þykist vita að hann keppi við æðarungana um þangdoppurnar, en vitað er að stofnstærð hverrar tegundar fer eftir því æti sem hún hefur. Hvenær stofnstærðinni er náð fer eftir veðr- áttu, sjúkdómum og ýmsum ytri aðstæðum. Nú fer æðarungadauði eftir ýmsu, en ég hafði það fyrir reglu að skoða inn í dauða unga og sjá hvert æti þeirra væri. Hins vegar hef ég ekki náð í neinn rauðbryst- ing og skjóta kann ég ekki svo að ég hef ekki getað aflað mér sýna. Ég hef það fyrir satt að Rauði- sandurinn sé óska paradís rauð- brystinga og séu þeir þar með við- komu í tugþúsunda tali. Einn náttúrufræðingur sagði við mig eitthvað á þá leið að ég væri vart hæfur í náttúruvemdamefnd hér fyrst ég væri ekki á sama máli og þeir fyrir sunnan. Þá mundi ég eftir því að svipuð setning var einu sinni sögð við mig áður. I eðli mínu er ég friðunarsinni og vil ekki ganga of langt í þeim efnum að ganga á hlut náttúrunnar um of. Ég var fylgjandi rannsóknum og byggingu þörungaverksmiðjunnar á Reykhól- um. Hins vegar var ég ekki nógu viss um að handsláttur myndi gefa góða raun, vegna þess að þá væri skorið eins neðarlega og hægt væri sem gerði það að verkum að þangdoppurnar gætu ekki vaxið að neinu marki. Þá komu prammarnir til sögunnar og kom þá í ljós að vöxtur jókst hjá þanginu og þar af leiðandi íjölgaði doppunum. Ég var þá talinn óvinur framfara hér á svæðinu. Reyndar man ég að mér var sagt að best væri fyrir mig að segja af mér. Eg er sannfærður um það að brúin yfir Gilsfjörð, þar sem hún á að koma, gerir enga skaðlega rösk- un fyrir rauðbrystinginn. Sú rök- semdafærsla að það sé hægt að koma fram við íbúa Reykhólahrepps eins og meindýr í Jífríkinu höfðar ekki til mín. Því færri sem við verð- um því gætnari þurfa ráðamenn að vera. Amarvarp er ekki í hættu í Gils- firði. Örn þolir nálægð umferðar ef hann er látinn í friði. Fyrir mörgum árum þegar öm var að hefja varp hér á Miðhúsum, var sendur fuglafræðingur er Agn- ar Ingólfsson heitir og hann skoð- aðPVarpið. Þegar ég bað hann um skýrsluna sem hann hafði gert svar- aði hann mér ekki og þegar ég hitti hann næst sagði hann mér að sér væri sagt að vinna sín væri trúnað- armál við Menntamálaráðuneytið og því hefði hann ekki getað sent mér afrit af skýrslum. Éftir króka- leiðum fékk ég skýrsluna og var ekkert í henni sem ég ekki vissi. Ég fór svo næsta vor og sumar í arnarhreiðrið stundum daglega og alltaf tvisvar til þrisvar í viku. Það sumar kom arnarparið upp tveimur ungum. Öminn þolir vel návist mannsins ef maðurinn vinnur traust hans. Díiaskarfur verpir hér og var til nytja, en svo fór honum að fækka og er hann látin alveg í friði á þess- um bæ. Kríunni fækkar, sennilega vegna ætisskorts, henni gengur afar illa að koma upp ungum, en hvort það er vegna hins harða keppinautar hennar hettumáfsins eða minnkandi ætis veit ég ekki. Þegar ég kom hér þá var það hending að sjá álft, en nú em synd- andi hér fyrir framan bæinn um 100 álftir á haustin. Þær láta sjáv- arstraumana bera sig á milli staða. Þegar ég kom hér þá var ekki marhálmur en hann hefur aukist ár frá ári. Hann á sinn þátt í fjölg- un álftanna. SVEINN GUÐMUNDSSON, formaður Náttúruvemdamefndar Reykhólahrepps. Erfiðir tímar Frá Eggert E. Laxdal: Það eru erfíðir tímar, gjaldþrot og atvinnuleysi, eitt hið versta böl, sem hijáð getur mannssálina. Fólk berst í bökkum við að greiða skuld- ir sínar sem það hefur stofnað til vegna húsnæðiskaupa. Matur er óheyrilega dýr. Margir velta fyrir sér hverri krónu sem þeir láta af hendi. Ráðamenn þjóðarinnar lofa lausnum frá þessum plágum, en þó heldur kaupmátturinn áfram að rýrna. Gamla og sjúka fólkið er fyrst lagt á höggstokkinn, það má helst ekki eiga neitt og engar tekj- ur hafa. Erlendar skuldir hlaðast upp, þannig að efnahagslegt frelsi þjóðarinnar er í voða. Hvar endar þetta, nema með allsheijar hmni eins og gerðist í Færeyjum. Færeyingar nutu þess að eiga bakhjarl þar sem Danir vom, en við Islendingar getum ekki vænst neinnar utanaðkomandi hjálpar. Umræðan heldur áfram Þetta er svört skýrsla, segja sumir, en þó ekki svartari en efni standa til, því miður. Það er kominn tími til þess að þjóðin taki sér í munn orð séra Sigvalda í „Manni og konu“ er hann sagði: „Það er víst kominn tími til þess að biðja Guð um að hjálpa sér.“ EGGERT E. LAXDAL, Fmmskógum 14, Hveragerði. LEIÐRETTINGAR Nafnafölsun Vegna greinar sem birtist í Bréfí til blaðsins í gær, „Áskorun til Stöðvar 2“, undirrituð af Önnu B. Jónsdóttur, skal það tekið fram, að hún kom hvergi nálægt skrifum þessarar greinar. Anna er beðin velvirðingar á þessu. Morgunþlaðið harmar þetta og skilur ekki hvað fyrir fólki vakir sem falsar nöfn annarra undir skrif Frá Haildóri Kristjánssyni: Umræðuþáttur í Ríkissjónvarp- inu 1. mars sl. var með þeim hætti að ekki sæmir að taka honum þegj- andi. Hann átti að vera um reynsl- una af áfenga bjórnum eftir fijálsa sölu í 5 ár. Einhvern veginn hefur fólki skil- ist að stjórnandi slíkra þátta ætti að vera sem hlutlausastur en gæta þess að sjónarmið viðmælenda kæmu fram svo að nokkurs jafn- vægis ríkti um meðmælendur og mótmælendur. Hér var stjómandinn ekki hlut- laus. Hann lauk þættinum með því að lesa pistil sem hann gat ekki um höfund að og hefur sennilega átt hann sjálfur. Sá pistill var allur um ágæti nýrrar vínmenningar og bættra drykkjusiða og vai* mynd- band frá bjórhátíð eða októberfest látið fylgja með. Með þessum flutn- ingi var þættinum lokið. Viðmæl- endur áttu þess engan kost að tjá sig um þann boðskap. Stjórnandi þáttarins er ungur maður, Gísli Marteinn Baldursson. Hann hafði þarna til að mæla með bjórnum Jón Magnússon lögfræð- ing, Valborg Snævarr lögfræðing og Björn Leifsson veitingamann. Um frúna er það að segja að hún virtist fátt vita um áfengismál en sagðist hafa tilfínningu í þeim efn- um og sú tilfínning væri mótuð úti •fy; Heími. j Henni hnykkti við þegar hún var minnt á að Alþingi hefði samþykkt lög sem skipuðu fyrir um það hvoru megin á götunni hún væri frjáls að því að aka bíl sínum. Véitingamaðurinn var ógætinn í orði. Hann sagði að í sínum heimabæ hefði verið bruggað í þriðja hvetju húsi og skólabræður sínir hefði legið brennivínsdauðir um fermingu. Hann gat ekki um hvað var bruggað en sennilega hef- ur var verið um að ræða efni frá versluninni Ámundi sem auglýsti á sinni tíð 'efni í bjór og ýmsar vínteg- undir. Jón Magnússon var hinsvegar viðmælandi og bar langt af frúnni og vínsalanum. En stjórnandinn var helsti áróðursmaður bjórsins í þætt- inum. Honum tókst að taka hinum fram. Það kom ekkfert fram í þessum efnum hvemig hin nýja vínmenning og drykkjusiðir lýsa sér nú. Því er nú spurt: Em runnir upp nýir og betri dag- ar þannig að færri aka ölvaðir? Fækkar voðaverkum og ýmiss konar óhæfu ölvaðra manna? Fækkar þeim sem leita á náðir meðferðarstofnana? Minnkar nýliðum drykkjusjúkra? Þetta á að ræða þegar meta skal áhrifin af bjórnum og ástand áfeng- ismála yfirleitt. Þeirri umræðu er ekki lokið. HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kjrkjubóli. Röng myndbirting í frétt Morgunblaðsins 9. mars sl. um athuganir á eflingu atvinnu- lífs í Stykkishólmi birtist röng mynd með fréttinni. Morgunblaðið biður hlutaðeigendur velvirðingar á þess- um mistökum. V eröbréfasj óöir í frétt á viðskiptasíðu á miðviku- dag um stærð verðbréfasjóða var ranglega sagt að 1,6 milljarðar hefði bæst við sjóðina frá áramótum til ioka febrúarmánaðar. Þessi tala átti einurígis við febrúarmánuð. Hið rétta er að alls bættust við tæplega 2,6 milljarðar í verðbréfasjóði í jan- úar og febrúar. Laugavegur 33 ekki 22 í fréttatilkynningu í Morgunblað- inu í gær á bts. 43 frá Efnalaug- inni Glitru var rangt farið með heimilisfang efnalaugarinnar en það er Laugavegur 33. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. SfcweJ'Scancánaaia; Ferðamannaíbúðir í Kaupmannahöfn Þægilegar ný uppgerðar íbúðir í hjarta Kaupmannahafnar. Verð á mann frá dkr. 143* á dag. Allar íbúðirnar eru búnar nýjum og þægilegum húsgögnum. Hafið samband við ferðaskrif- stofuna ykkar eða In Travel Scandinavia, Sími 90 45 3312 3330. Fax. 90 45 3312 3103. *Verð á mann miðað viö 4 í íbúð í viku. • Duplo • Pappírsraðarar og hliðartæki • Margar stærðir og gerðir • Vönduð vara - gott verð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 HEIUSðLIMUKUn Á STURTBKLEFIIM FAXAFEN 9 • SÍMI 91-677332 VEITINGAROG 112.-13. MARS jgardag kl. 13:00 -18:00 unnudag kl. 13:00 -17:00 / / -r DRAUGAHUS, LUKKUHJÓL, SPÁKONUR, TRÚÐAR, FURÐUVERUR, LSLEGT FLEIRA. .W' V* ÓUrVDTC * OKEYPIS AÐGANGUR • *»v • *"í*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.