Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 42
42
MORGUNRLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
Kríslján Knútur
Jónasson - Minning
Þegar fréttin um snjóflóðið í
ifungudal barst mér til eyrna árla
morguns þriðjudaginn 5. apríi, þá
hvarflaði sú kvíðafulla hugsun að
mér að hjónin sem þar höfðu lent í
slysinu væru vinir mínir, þau hjónin
Kristján Knútur Jónasson og Hans-
ína Einarsdóttir. Svo oft ræddu þau
hjón um bústaðinn sinn fagra í
Skóginum í Tungudal og dvöldu tíð-
um að hugurinn tengdi þau þessum
náttúruhamförum ósjálfrátt. Nýjan
bústaðinn vönduðu þau á allan veg,
reyndar svo vel að hann var fyllilega
hæfur til ársnotkunar. En eins og
öll mannanna verk var hann ekki
megnugur þess að snúa af sér nátt-
úruöflin og hin napra staðreynd
varð ekki umflúin — Kristján Knút-
ur hafði verið kallaður til nýrra
heimkynna handan móðunnar
miklu, en kona hans sem veik var
fyrir slasaðist alvarlega.
Ætt og frændgarð Kristjáns
munu aðrir mér hæfari menn rekja,
en öllum sem hann þekktu var ljóst
að þar fór borinn og barnfæddur
ísfirðingur. Kristján leit þennan
heim í fyrsta sinn þann 19. nóvem-
ber 1934, sonur þeirra hjóna Jónu
Petólínu Sigurðardóttur og Jónasar
Guðjónssonar. Kristján stundaði
ýmis störf frá unga aldri, bæði til
sjós og lands, en hann var húsa-
smíðameistari að mennt frá Iðnskól-
anum á Isafirði.
Kristján átti um margt fjölbreytt
æviskeið. Sagnagleði og frábær frá-
sagnagáfa hans, blönduð innileik
og ómengaðri kímni bar vott um
það. Margháttuð reynsla hans nýtt-
ist honum líka á ýmsa lund í starfi.
Hann var mikill áhugamaður um
nánast alla mannlega hluti, en
íþróttir og æskulýðsmál hygg ég að
honum hafí staðið næst hjarta af
áhugamálunum. Um það vitna störf
'Sans í Vestra, Knattspyrnufélagi
ísafjarðar og víðar, að ógleymdum
störfum hans í stjóm Knattspymu-
sambands íslands. Pólitísk afskipti
hans vom líka mikil, enda var hann
alla tíð virkur og sannur jafnaðar-
maður. Meðal trúnaðarstarfa á því
sviði má nefna formennsku í Al-
þýðuflokki ísafjarðar, og óteljandi
önnur trúnaðarstörf á vegum
flokksins. Hann var kosinn í bæjar-
stjórn ísafjarðar 1978 og sat þar
samfellt í þijú kjörtímabil, þar af
tvö þau síðari sem forseti bæjar-
stjórnar.
Eldmóður Kristjáns lýsir sér ákaf-
lega vel í því starfí sem hann sem
hann sinnti um langt árabil, allt til
‘minstu stundar, þ.e. framkvæmda-
stjórastarf Djúpbátsins. Barátta
hans fyrir kaupum á bílaferjunni
Fagranesi frá Noregi og nú undan-
farin misseri fyrir byggingu feiju-
bryggja á ísafirði og í Djúpinu, þrátt
fyrir harða andstöðu manna í stjóm-
kerfinu, sýndi og sannaði að þar fór
baráttuglaður hugsjónamaður.
Hann átti einkar auðvelt að hrífa
menn með sér og sannfæringar-
kraftur hans var einlægur.
Kristjáni Knúti Jónassyni kynnt-
ist ég í fyrstu fyrir réttum 12 ámm,
þegar ég var að stíga mín fyrstu
spor í sveitarstjómarmálum hér
vestra. Kynnin hafa vaxið æ síðan
og voru mér einkar ánægjuleg alla
tíð. Ég átti þess kost að starfa tals-
vert með honum á sviði sveitar-
stjórnarmálanna, þar sem hann var
ósinkur á að miðla af reynslu sinni
til okkar, sem yngri vomm óháð
pólitískum merkimiðum. Kynni okk-
ar Kristjáns vora þó fyrst og fremst
vegna starfa í stjóm Orkubús Vest-
fjarða, en hann sat í stjórn fyrirtæk-
isins frá árinu 1983 allt til dauða-
dags, þar af lengst af sem aðalmað-
ur í stjóm. I stjóm fyrirtækisins
hafa menn haft gæfu tii þess að
leysa lang flest mál með sameigin-
legri niðurstöðu og þar er einlægur
vilji fyrir því að gera öllum orku-
kaupendum á veitusvæðinu jafn
hátt undir höfði. Jafnaðarmanninum
Kristjáni var þetta ljúf og eðlislæg
málsmeðferð. Á ferðalögum okkar
var hann skemmtilegur ferðafélagi
og þá ekki síður kona hans, í þau
skipti sem hún átti þess kost að
ferðast með.
Minning okkar allra um góðan
dreng lifir. Störf hans á meðal okk-
ar, sem við þekktum af einlægni,
munu án efa auðvelda honum þá
göngu sem hann hefur nú hafíð.
Fyrir hönd Orkubús Vestíjarða færi
ég konu hans, Hansínu Einarsdótt-
ur, börnum, bamabömum og skyld-
fólki innilegustu samúðarkveðjur.
Eiríkur Finnur Greipsson,
formaður sljórnar Orkubús
Vestfjarða.
Ég kveð nú minn góða stjórnar-
formann Fjóröungssjúkrahússir.s á
ísafírði, Kristján Jónasson, með ör-
fáum orðum. Það er með miklum
trega sem ég sest niður ti! þessa
verks, því svo mjög fínnst mér ótrú-
legt að hinn hógværi og glaði bar-
áttumaður, með fangið fullt af hug-
myndum og verkefnum sé genginn
og komi ekki aftur.
Það var fyrir tæpu ári að Krístján
var skipaður stjórnarformaður
FSÍ/HSÍ. Sú ákvörðun ráðherra að
skipa einmitt þennan mann tii verk-
efnisins var yfirveguð og gaf sann-
arlega fyrirheit um að friðsamlegir
tímar væm framundan í starfsemi
stofnunarinnar. Á skömmum tíma
mynduðust enda traust og góð
tengsl á milli starfsmanna og Krist-
jáns. Það var þvi ekki að undra að
ég teldi mig talsverðan gæfumann
Petrína Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 22. september 1906
Dáin 5. apríl 1994
Petrína Guðmundsdóttir fæddist
á Meiribakka í Skálavík 22. septem-
ber 1906, dóttir þeirra mætu hjóna,
Kristínar Sigurðardóttur og manns
hennar, Guðmundar Sigmundsson-
ar, er þá voru búsett í Skálavík í
Hólshreppi. Hún flytur með foreldr-
um sínum til Bolungarvíkur, þá um
ársgömul, og þar ólst hún upp á
heimili foreldra sinna. Ég minnist
frænku minnar best frá þeim ámm
er hún var búsett í Bolungarvík,
-bfeirra stunda er ég heimsótti hana
og mann hennar, Arna Elíasson, á
heimili þeirra þar. Síðan eru marg-
ar ár fallnar til sjávar.
Petrína var mikil dugnaðarkona
alla sína tíð meðan heilsa hennar
leyfði. Húri stundaði alla algenga
vinnu er til féll í litlu sjávarplássi
eins og Bolungarvík var á þeim
- tíma.
Þau Petrína og maður hennar,
Árni Elíasson, gengu í hjónaband
9. nóvember 1933 og bjuggu sín
hjúskaparár í Bolungarvík. Árni
maður hennar var lengi starfandi
bakari í Bolungarvík, en hin síðari
ár vann hann við öll almenn störf.
Þau hjón bæði, Petrína og Árni,
voru mikið dugnaðarfólk og ég
minnist þeirra beggja með mikilli
virðingu. Árni lést hinn 22. mars
1977.
Ég minnist marga ánægjustunda
er ég átti þess kost að heimsækja
þetta vinafólk mitt ti! Bolungarvík-
ur. Á heimili þeirra var maður ávallt
velkominn og naut þar hlýleika og
vináttu.
Með aldrinum hrakaði heilsu
frænku minnar og hún fluttist til
Reykjavíkur og var hin síðari ár á
Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykja-
vík. Þar andaðist hún og kvaddi
sitt lífsskeið hinn 5. apríl síðastlið-
inn. Jarðiífi hennar er lokið. Hún
er ég var ráðinn að stofnuninni sl.
sumar og fá bæði tækifæri til þess
að starfa með mjög hæfu fagfólki
á staðnum og einnig og ekki síður
að fá að njóta samstarfs við jafn
ágætan mann og Kristján, kynnast
honum nánar og læra af reynslu
hans og þekkingu á svo fjölmörgum
sviðum. Kristján var maður heilinda.
Hann tókst á við öll verkefni heils-
hugar, vann þau af stökum dreng-
skap og vakti jafnan yfír þeim mál-
efnum sem honum voru falin þar
til þau vom í höfn. Þetta geta þeir
vitnað um sem starfað hafa með
Kristjáni t.d. á vettvangi bæjar- og
íþróttamála. Ósjaldan fékk ég upp-
hringingu frá Kristjáni í miðjum
erli dagsins. Hann var stöðugt að
velta fyrir sér ýmsum atriðum sem
snertu yfírstandandi framkvæmdir
við stofnunina eða jafnvel að gefa
gaum hagsmunum einstakra starfs-
manna, þrátt fyrir eigin annir á
ótal sviðum. Þann skamma tíma sem
ég naut samstarfs við Kristján vom
mörg og vandasöm mál í rekstri
FSÍ/HSI til lykta leidd, vandamál
sem erfitt hafði reynst að taka á
og höfðu jafnvel legið óleyst í mörg
ár.
Framiag Kristjáns til allra verka
einkenndist af virðingu og tillitssemi
gagnvart samferðamönnum hans og
niðurstaða Kristjáns í hveiju máli
hafði alla jafna mildilegt en mál-
efnalegt yfírbragð - hann var
mannasættir. Því var ekkert undar-
legt að hann naut virðingar og ein-
lægrar aðdáunar þeirra sem mest
unnu með honum og þekktu hann
best. Aldrei heyrði ég Kristján hrósa
sér af góðum lausnum, en hann var
glaður þegar hverju máli var lokið.
Það verkefni sem tók drýgstan
hluta af starfskröftum Kristjáns sið-
ustu misserin vom feijumálin við
Djúp og uppbygging ferðamanna-
þjónustu á svæðinu með Fagranesið
sem virkan hlekk á því sviði. í bar-
áttunni fyrir tilvist Djúpfeijunnar
sem staðið hefur í nokkur ár hafa
stuðningsmenn Kristjáns á stundum
haft sig lítið í frammi. Hann gerði
sjálfur ráð fyrir, að r.ú á næstu vik-
um drægi til úrslita um það hvort
af þeim byltingarkenndu áformum
í samgöngum gæti orðið, að Isfírð-
ingum og íbúum á norðanverðum
Vestfjörðum opnaðist óhindmð leið
allan ársins hring á bílum sínum
út úr fjórðungnum. Kristján ætlaði
að helga sig gjörsamlega því mikla
verkefni að vinna þessu fylgi meðal
ráðamanna á komandi mánuðum.
Atvikin gerast hinsvegar svo að
enginn sér fyrir. Það hvílir nú á
okkur sem horfum á eftir manninum
með hugsjónina að fylgja eftir
áformum hans og ijúka þessu verki
sem hann trúði svo mjög á og var
sannfærður um að fólu í sér ótal
möguleika, að treysta rekstur
Fagranessins, byggja feijubryggjur
og hlusta ekki á úrtöluraddir.
Við kveðjum í dag mikinn dánu-
mann, Kristján Knút Jónasson. Hér
í þessu byggðarlagi lifði hann og
hrærðist, lét sér fátt óviðkomandi,
skilur eftir ljúfar minningar handa
syni sínum, Kristni G. Ámasyni, en
hann var einkabarn foreldra sinna.
Það er ósk mín að framhaidslífíð
veiti henni fyliingu eilífs lífs og þar
megi hún næðis njóta með ástvinum
sínum og vinum.
Ágúst H. Pétursson.
hafði skoðanir á flestu og víðtæka
þekkingu á ótal málaflokkum. Krist-
ján var að mínu viti skarpgreindur
maður, minnugur og ótrúlega
glöggur á tölur, svo oft stóð ég
agndofa.
Þetta harðbýla samfélag hér
vestra ber svipmót afskipta Krist-
jáns af sveitarstjómarmálum síð-
ustu áratugi. Á þeim vettvangi vann
hann af trúmennsku að lausn
margra og stefnumarkandi verk-
efna. Kristján var ambassador ísa-
fjarðar og vestfírskra byggða nr. 1.
Ég sendi þessum einlæga og
elskulega samstarfsmanni mínum
síðustu kveðjur með sámm söknuði
og með ósk um friðsæld að ioknu
góðu dagsverki sem lauk svo skyndi-
lega og alltof fljótt.
Fyrir hönd stjórnar Fjórðungs-
sjúkrahússins og Heilsugæslustöðv-
arinnar á ísafirði vil ég þakka hon-
um öll hans góðu störf og við hjón-
in sendum ekkjunni, Hansínu Ein-
arsdóttur, og samheldinni fjölskyldu
þeirra hugheilar samúðarkveðjur.
Guðjón S. Bijánsson.
Þriðjudaginn 5. apríl sl. barst sú
harmafregn, að mikið snjóflóð hefði
faliið á ísafirði. Snjóflóðið féii á peri-
ur þeirra Isfirðinga, skíðasvæðið á
Seljalandsdal og sumarbústaða-
byggðina í Tunguskógi. Hér er um
að ræða eyðileggingu á unaðsreitum
ísfírðinga, sem byggðir hafa verið
upp á sl. áratugum og sett hafa
mark sitt á bæinn og bæjarlífíð.
Víst er, að tilfinningatjónið er mikið
vegna þessa. Harmafregnin var ekki
öll, því að í kjölfar fregnarinnar um
snjóflóðið fylgdi, að manntjón hefði
orðið og af völdum þess hefði látist
Kristján Knútur Jónasson, fyrrver-
andi forseti bæjarstjórnar.
Vegna starfs míns, sem bæjar-
stóri á ísafirði, kynntist ég Kristjáni
náið, þar sem hann var bæjarfulltrúi
og forseti bæjarstjórnar Isafjarðar.
Kristján setti stóran svip á bæjar-
stjórn ísafjarðar þann tíma, sem
hann sat í bæjarstjórn. Hann var
leiðandi afl í málefnum bæjarins og
mikill málafylgjumaður. Mörg voru
málin Isafirði til heilla, sem aðrir
trúðu, að ekki væri hægt að koma
í framkvæmd, en hann kom málum
í gegn, bæði í bæjarstjórn og í samn-
ingaviðræðum við stjórnarráðið. Ég
tel þetta iýsa eiginleikum Kristjáns
vel. Með heiðarleika sínum, sannfær-
ingarkrafti og þá hvernig hann flutti
mál sitt, gat hann unnið fylgi við
málstað sinn. Kristján var vinur alira
og segja má, að hann hafí ekki deilt
við menn um mismunandi skoðanir,
heldur sannfært þá um, að skoðanir
þeirra væru réttmætar en hans skoð-
anir gengju lengra. Þannig stóðu
aðilar yfirleitt sáttir upp frá borðum.
Kristján hafði ákveðnar pólitískar
skoðanir og var mikill alþýðuflokks-
maður en aldrei mátti hann heyra
illa talað um sína pólitísku andstæð-
inga. Hann var boðinn og búinn að
leysa vandamál annarra og gaf sér
mikinn tíma í þau mál og félagsmál
almennt. Af mörgum málum er að
taka, sem eigna má Kristjáni í mál-
efnum kaupstaðarins.
Eitt af þeim málum stendur okkur
nálægt í tíma er nýtt íþróttahús á
Torfnesi. Mér er minnisstætt þegar
ég kom til ísafjarðar sl. sumar og
hitti þá Kristján, sem sýndi mér
íþróttahúsið, sem þá var á lokastigi.
Þar fór stoltur maður um og vissi
með sjálfum sér, að búið væri að
reisa hús, sem efla myndi íþróttamál
kaupstaðarins, æsku hans og ekki
hvað síst ísafjörð, sem menntabæ.
Iþrótta- og æskulýðsmál voru Krist-
jáni hugleikin.
Kristján var mikill Vestfírðingur
og barðist hart fyrir málefnum fjórð-
ungsins. Hann hafði mikinn skilning
og næmt auga fyrir málefnum Vest-
fjarða. Það er kaldhæðni örlaganna,
að sá maður, sem veitti um tíma
fomstu bæjarstjórn ísafjarðar og tók
þar með forustu í uppbyggingu ör-
yggismála kaupstaðarins, en Krist-
ján lét þau mál mikið til sín taka,
skuli farast af völdum snjóflóðs. En
eins og fram hefur komið í fjölmiðl-
um stendur ísafjörður framarlega,
hvað varðar öryggismál í snjóflóða-
vörnum. Náttúran er óútreiknanleg,
en skv. fyrirliggjandi upplýsingum
var ekki talin hætta á snjóflóðum á
því svæði, sem sumarbústaðabyggð-
in stóð á. Annað mál, sem Kristján
lét taka til sín, voru samgöngumál.
Hann var mikill baráttumaður fyrir
bættum samgöngum í ísafjarðar-
djúpi og sem framkvæmdastjóri
Djúpbátsins stóð hann að kaupum á
nýja Fagranesinu, en á dánardegi
Kristjáns kom berlega í ljós þörfin
fyrir þá samgöngubót í Isaíjarðar-
djúpi.
Kristján var hrókur alls fagnaðar
á gleðistundum. Við slík tækifæri
átti hann það til að gera grín að
sjálfum sér frekar en öðrum. Til
marks um vináttu Kristjáns og
Hansínu var eftirtektarvert hversu
marga vini þau hjón höfðu eignast
í vinabæjum ísafjarðar og hvernig
þau ræktuðu þann vinskap. Heimili
þeirra hjóna stóð alltaf opið fyrir
öllum og var mjög ánægjulegt að
sækja þau heim. Börnin í næsta
nágrenni kölluðu þau jafnvel afa og
ömmu.
ísfirðingar standa nú frammi fyr-
ir miklu uppbyggingarstarfi. í anda
Kristjáns og í minningu hans veit
ég að ísfirðingar, sem þekkja orðið
vel móður náttúru, munu nú með
sameiginlegu átaki, eins og skíða-
svæðið og sumarbústaðabyggðin
voru reist á sínum tíma, hefja af
krafti og óhikað uppbyggingu skíða-
svæðis og sumarbústaðabyggðar í
Tungudal.
Kæra Hansína, við Olöf biðjum
góðan guð að styrkja þig og fjöl-
skyldu þína við fráfall góðs eigin-
manns, föður og vinar. Við höfum
ekki kynnst mörgum hjónum, sem
hafa verið jafn samrýnd og vina-
mörg og þið voruð. Minningar okkar
um góðan dreng og fyrrverandi sam-
starfsmann munu verða okkur hug-
ijúfar.
Haraldur L. Haraldsson,
fyrrverandi bæjarstjóri
á Isafirði.
Lok páskaviku á ísafirði voru
hörmuleg. Náttúmhamfara þeirra
sem yfir Isafjörð gengu verður
minnst af komandi kynslóðum. sem
þeirra verstu í manna minnum fyrr
og síðar.
Á yndislegum stað í Tunguskógi
höfðu þau hjón Kristján og Hansína
nýverið reist draumabústaðinn Sinn
og lagt í hann alla sína alúð og
smekkvísi. Þar undu þau sér allar
stundir sem gáfust í faðmi fjölskyld-
unnar, þangað komu börn og barna-
börn, ættingjar og vinir og nutu
góðra stunda með þeim hjónum.
Þetta var einn af þeim bústöðum
sem snjóflóðið mikla tók með sér
ásamt öllum hinum og ísfirðingar
allir sem einn standa eftir agndofa.
Okkur langar með nokkrum orð-
um að minnast okkar góða vinar,
Kitta. Það er erfítt að hugsa sér og
sætta sig við að hann skyldi hrifínn
á brott með þessum hætti, hann sem
var alltaf svo fullur af orku og
áhuga á öllu því sem var að gerast
í kringum hann og í bæjarlífinu.
Kitti var mikill félagsmálamaður
og var bæjarfulltrúi og forseti bæj-
arstjórnar til margra ára og er nú
skarð fyrir skildi hjá sámheijum
hans. Hann var líka mikil! áhuga-
maður um íþróttir og stundaði
knattspyrnu af kappi á árum áður.
Hann var líka liðtækur skákmaður