Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Islenzkir mögnleik- ar í Suðaustur-Asíu Sáttasemjari í stöðugu sambandi við meinatækna c Enginn flötur virðist viðræðum eins og sta „ÉG HEF verið í stöðugu sambandi við báða aðila í dag. En enginn flötur virðist vera fyrir viðræðum eins og er,“ sagði Guðlaugur Þor- valdsson, ríkissáttasemjari, um kjaraviðræður meinatækna og viðsemj- enda þeirra. Edda Sóley Óskarsdóttir, formaður Meinatæknafélags Islands, fagnar stuðningyfirlýsingu frá hjúkrunarfræðingum. Hún gagnrýnir hins vegar orð landlæknis í fréttum um helgina. Hvergi í heiminum hefur verið meiri efnahagsupp- sveifla en í Suðaustur-Asíu. Japanska efnahags-, viðskipta- og tækniundrið er Vestur- landaþjóðum gamalkunnugt. Hitt hefur komið meira á óvart að hagvöxtur hefur um tveggja ára skeið mælst um 13% á mesta uppgangssvæði Kína, sem er umtalsvert meira en annars staðar í veröldinni. Ástæðan er tvíþætt. í fyrsta. lagi breytt stefna kínverskra stjórnvalda, „opnun Kína“, sem kennd er við Deng Xiao Ping. í annan stað utanaðkomandi fjármagn, tækni- og viðskipta- þekking, einkum frá Taiwan, Hong Kong, Singapore, Japan, Suður-Kóreu og Bandaríkjun- um. „Opnun Kína“ hefur „leyst úr læðingi þvílíka krafta að það er nánast einsdæmi," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra í viðtali við Morgun- blaðið síðastliðinn sunnudag. Það er til marks um aukinn áhuga íslendinga á viðskiptum við Suðaustur-Asíu að tveir is- lenzkir ráðherrar, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra, hafa gjört ferðir sínar þangað, til þess að búa í haginn fyrir hugsanlegt íslenzkt framkvæmda- og við- skiptalandnám í þessum fjar- læga heimshluta. Utanríkis- ráðherra hefur hug á að stað- setja íslenzkan stjórnarerind- reka í Peking. „Við teljum að Peking sé rétti staðurinn," seg- ir hann í viðtali við Morgun- blaðið, „og að þar sé brýnust þörf á þjónustu til að efna til og greiða götu viðskipta í Kína. Við gerum ráð fyrir að íslenzk- ur sendimaður með höfuð- áherzlu á viðskiptaþjónustu hefji þar starfsemi í byijun árs 1995.“ Það segir og sína sögu um áhuga á auknum samskipt- um milli landanna að einn helzti forráðamaður í ferða- málum Kína kom fyrir skemmstu í opinbera heimsókn hingað til lands í boði sam- gönguráðherra. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir frjálsræði í alþjóðavið- skiptum og íslendingar. Við fljdjum út hátt hlutfall þjóðar- framleiðslu og inn tiltölulega stóran hluta af lífsnauðsynjum. Viðskiptakjör við umheiminn ráða af þeim sökum miklu um afkcmu okkar í bráð og lengd. Hyggilegt er að fylgja eftir þeim mikilvæga áfanga í al- þjóðasamskiptum, sem nýtt GATT-samkomulag verður að teljast, með því að undirbyggja þá framtíðarmöguleika sem tengjast risamörkuðum Aust- ur-Asíuríkja. Það er fyllilega tímabært að kanna þá möguleika sem ís- lenzku hugviti, íslenzkri fag- og tækniþekkingu, bjóðast í Suðaustur-Asíu, ekki sízt ef „opnun Kína“ þróast á farsæl- an veg. Að mati þeirra tveggja ráðherra, sem hafa verið á ferð undanfarna mánuði austur þar, koma þrenns konar viðskipti einkum til sögunnar: tengd sjávarútvegi, tengd orkunýt- ingu og tengd framkvæmdum af ýmsum toga. Kínveijar eru í senn mesta fiskveiði- og fisk- neyzluþjóð í heimi. Ekki er því ólíklegt að á þeim vettvangi megi hnýta hagkvæm við- skiptatengsl milli þjóðanna. íslenzk sérþekking á sviði varmanýtingar getur og gagn- ast vel í þessu víðfeðma landi. Eitt verkefni, tvöföldun á hita- veitu Tangu-borgar, er þegar á samræðustigi. Þá hafa farið fram frumviðræður um fram- kvæmdir í vegagerð í þessu fjarlæga landi í tengslum við heimsókn Halldórs Blöndals. „Við megum heldur ekki gleyma því,“ segir utanríkis- ráðherra, „að á strandsvæði Kína, ásamt Hong Kong og Taiwan, er talið að um 50 millj- ónir manna séu þegar með kaupgetu sem er tvöföld á við kaupgetu Breta. Þetta er risa- markaður." Við getum og sitt hvað lært af Suðaustur-Asíuþjóðum, sem gagnast íslenzku atvinnulífi, meðal annars um nýtingu van- nýttra sjávardýra, vannýttra efna í fiskúrgangi og hagnýt- ingu þörungagróðurs. í skýrslu um möguleika á nýtingu æti- þörunga við Island, sem tveir nemendur við Sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri hafa unnið, kemur fram, að árleg þörunganeyzla Japana og Kínveija nemur samtals meira en einni milljón tonna. Sjálfgefið er að sinna vel mörkuðum og viðskiptum í Evrópu og Norður-Ameríku, sem dugað hafa okkur hvað bezt. í þeim efnum verðum við að halda vöku okkar. Við þurf- um engu að síður að færa út kvíarnar með nýtingu við- skiptamöguleika, sem eru að opnast annars staðar í veröld- inni, ekki sízt í Suðaustur-Asíu. Meinatæknar á aðalfundi Meina- tæknafélags Islands á iaugardag sendu frá sér yfirlýsingu vegna í ályktuninni segir undir liðnum „Nýsköpun atvinnulífs, áhættufjár- magn“ að veija beri að lágmarki þremur milljörðum króna árlega tii nýsköpunar. Fjármagnið komi að hluta frá ríkissjóði jafnframt því sem, Iðnþróunarsjóði verði breytt og hann leggi fram fé til nýiðnaðar í staða lána til hefðbundins iðnaðar. Síðan segir: „Einnig mætti leita samninga við verkalýðshreyfinguna um að veija hluta þess fjár sem fyrirtækin greiða nú í orlofs- og sjúkrasjóði til fjárfestinga í nýsköpun næstu þijú ár.“ eftirÁrna Sigfússon Með þessari grein vil ég vekja athygli á nokkrum tölulegum stað- reyndum um þróun skólamála í Reykjavík frá valdatíð vinstri manna í borginni til dagsins í dag. Þær tölur sýna, að allan valdatíma vinstri manna í borginni hélst nem- endatala í grunnskólum Reykjavíkur sem næst óbreytt og var þá um 600 nemendur. Við lok valdatíma þeirra var meðalfjöldi í bekkjum í grunn- skólum borgarinnar rúmlega 24. Á síðasta kjörtímabili hefur það fjár- magn aukist verulega, sem varið hefur verið til skólabygginga eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Árang- urinn er sá, að nú eru rúmlega 480 nemendur að meðaltali í hveijum grunnskóla borgarinnar. Af 27 grunnskólum, sem Reykjavíkurborg rekur, eru 14 skólar með færri en 450 nemendur. Níu skólar telja milli 450 og 620 nemendur og skólar með verkfallsins. Þeir lýsa yfir fullu trausti og stuðningi við samninga- nefnd og verkfallsstjórn MTÍ. formanninum ef þetta er línan hjá honum," sagði Benedikt í samtali við Morgunblaðið. „Þessu höfum við ver- ið að mótmæla mjög harkalega. Þeir gætu alveg eins reynt að taka af okkur einhvern hluta af öðrum kjör- um okkar, laununum, til þess að leggja í þetta, því þetta er auðvitað bara hluti af umsömdum kjörum. Þeir gætu alveg eins farið fram á að lækka launin um þetta eina pró- sent,“ sagði Benedikt ennfremur. Hann sagði að þessar hugmyndir væru alveg út í bláinn og ekkert meira um þær að segja hvorki við Framsóknarmenn eða aðra. „Nemendatala í hverri bekkjardeild hefur einn- ig lækkað og er nú að meðaltali rúmlega 21 nemandi í hverri bekkj- ardeild í grunnskólum Reykjavíkur.“ fleiri en 620 nemendur eru nú aðeins orðnir íjórir. Nemendatala í hverri bekkjardeild hefur einnig lækkað og er nú að meðaltali rúmlega 21 nem- andi í hverri bekkjardeild í grunn- skólum Reykjavíkur. (Heimildir úr skólaskýrslum.) Tvísetning hefur einnig minnkað verulega. í raun hefði sú þróun ver- ið komin enn lengra, ef samstiga auknu húsrými hefðu ekki komið til aðrar, mikilvægar breytingar á starfsaðstöðu og innri skipan skól- Samninganefnd og verkfallsstjórn hafi fullt og óskorað umboð aðal- fundar til þess að halda ótrauð áfram vinnu sinni að því markmiði að ná fram réttmætum kröfum meinatækna um bætt kjör. „Aðalfundur Meinatæknafélags Islands skorar á ríki, Reykjavíkur- borg og Landakot að veita samn- inganefndum sínum umboð til þess að gera kjarasamninga við MTI um leiðréttingu launa út frá raunveru- legum launakjörum starfsmanna sjúkrastofnanna," segir í yfirlýsingu meinatæknanna. Stuðningur hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga styður í ályktun sinni baráttu meinatækna fyrir bættum kjörum. „Ljóst er að núverandi launakerfi opinberra starfsmanna hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Aðstaða opinberra starfsmanna til að ná fram bættum kjörum er rnjög mis- munandi sem endurspeglast í þeirri staðreynd að fjölmennum faghópum hefur ekki tekist að fá nauðsynlega leiðréttingu á launakjörum síðastlið- in ár. Samningsrétt einstakra stétt- arfélaga verður að virða. Sífellt eru gerðar meiri kröfur til aukinnar sérhæfingar, færni og menntunar starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni og eðlilegt er að tekið sé tillti til þess þegar samið er um kaup og kjör,“ segir í ályktuninni. Að lokum er bent á að harðnandi kjarabarátta ýmissa hópa innan heilbrigðiskerfisins endurspegli þann kalda raunveruleika að vinnu- aðstaða og kjör þessara hópa séu með öllu óviðunandi. I framhaldi af anna. Þar má nefna að skólarnir hafa aukið sérgreinaaðstöðu sína, rými hefur verið tekið undir bóka- söfn, nemendarými hefur víða verið tekið í notkun, aðstaða til sérkennslu og ýmissar þjónustu við nemendur hefur stóraukist. í kjölfar tölvuvæð- ingar grunnskólanna hefur víðast verið tekið sérstakt húsnæði undir þá kennslu. Þá má ekki gleyma að aðstaða til íþróttaiðkana og félags- starfa hefur víða verið byggð upp á þessu tímabili. Það er ekki síst vegna þessarar miklu uppbyggingar i' grunnskólun- um, að Reykjavíkurborg er nú betur í stakk búin til að takast á við næsta stórverkefni í grunnskólanum, ein- setninguna, sem þegar er hafinn undirbúningur að. Höfundur er borgarsljóri og formaður Skólamálaráðs Reykjavíkur. Framkvæmdir ! 1.000.000.000 T-------.----------- 800.000.000 600.000.000 1979 til 1980 1982 tí! 1983 1986 911987 1990 911991 1993 911994 M Meðalfjöldi i skóla | Forseti ASÍ um hugmyndir framsóknarmanna Sjúkra- og orlofssjóð- ir ekki til nýsköpunar BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að aldrei komi til álita af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að samþykkja að hluti þess fjár sem rennur í sjúkra- og orlofssjóði verkalýðsfélaga verði varið til fjárfestinga í nýsköpun, en það er meðal annars lagt til í ályktun miðsljórnar Framsóknarflokksins um atvinnumál um helg- ina. Lofar ekki góðu „Ekki er byijunin góð hjá nýja Þróun skólamála í Re1 «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.