Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 Haphasardess-hópurinn. KVENDÝRIÐ Myndlist Bragi Ásgeirsson Hlaðvarpinn, Haphasardess-hópurinn, opið alla daga 14-18, til 7. maí. Það eru reiðinnar ósköp sem kvendýrið gerir sér til dundurs í nafni kvenréttindabaráttunn- ar. Konan á að vera eitthvað svo „gasalega" spennandi fyrirbæri og gerðir hennar allar helgast af þeim mikilfenglegu sannind- um. Hingað til íslands hafa þrjár valkyrjur ratað frá Finn- landi, til að kynna okkur hér á hjara veraldar kvenímynd eina, sem hefur hlotið enska heitið „Haphazardess", og útleggja má á ýmsa vegu, t.d. „tilviljan- atáta“. Söguhetjan er alitaf í góðu skapi og sér jafnan björtu hlið- amar á hlutunum hvað sem á bjátar, á að sjálfsögðu margar hliðstæður í karlímyndinni, og er sem slík í meira lagi upplífg- andi í önn og grámyglu hvunn- dagsins. En er þetta ekki þegar allt kemur til alls ein tegund veruleikaflótta samtíðarmanns- ins, er allir eiga að líta vel út og vera í góðu skapi ásamt skeíjalausri, jafnvel skelfilegri dýrkun yfirborðsins, og grunn- færðra kennda um leið? Allt á að gerast svo hratt og áreynslulaust og vera baðað ljósi og birtu, eins og myrkrið sé ekki til og lífið vari að eilífu, - jafnvel brandararnir skulu vera svo einfaldir og grunn- færðir að ekki þurfi að beita neinni hugsun né dýpri kennd- um til að skilja þá. þeir eiga helst að vera galopnir, fram- kalla hrossahlátur og gleymast jafharðan. Hvar eru eiginlega brandar- ar gærdagsins, sem maður hló tvisvar að, fyrst er þeir voru fram bornir af mikilli list og svo þegar maður skildi þá? Við lifum á tímum er fólk hneigist til að sópa vandamálunum und- ir teppið eins og það heitir, og helst vill það t.d. nálgast uppv- askið og slík leiðindi seint og um síðir, vígklætt múnderingu stórhreingerninga í bak og fyr- ir, ef heila klabbinu hefur ekki einfaldlega verið stungið inn í uppþvottavél. En af hveiju gera einhver störf að ímynd leiðindanna í stað þess að sjá ljósu hliðarnar við þau líka og finna til djúprar gleði við að sjá óhreina hluti verða tandurhreina á ný? Satt að segja hefur mér allt- af fundist einhver minnimáttar- kennd á bak við konur og karla, sem álíta sig eitthvað alveg sérstakt og segja sex. Hins vegar má hafa fjarska gaman af slíkum á teiknimyndasögum svo Iengi sem aulafyndnin tek- ur ekki yfirhöndina og verður leiðigjörn. Mér gekk að vonum ekki of vel að skilja finnsku textana í teiknimyndunum, en þeir hljóta að vera mjög sniðugir eins og ímyndin sjálf. Hún er annars hópverk þeirra Maikki Haij- anne barnabókahöfundar og veflistakonu, Eppu Niotio leik- konu og rithöfundar og Jó- hönnu Bruun tízkuhönnuðar. Helst get ég dæmt um teiknif- ígpiruna sem er einföld og glað- hlakkaleg hönnun, ef svo má komast að orði, og ekki fortek ég eitt augnablik að hér geti verið um mjög merkilegt sam- starf að ræða. I þeirri mynd sem við blasir er gjörningurinn í sínu rétta umhverfi, enda höfðar hann aðallega til kvenna. Sýnishorn úr söluskrá: ★ Garðyrkjustöð í Rvík. Framtíðarstaður. ★ Vélar og tæki fyrir bakarí. ★ Vinsæl flytjanleg leiktæki. Góð sumarvinna. ★ Verktakafyrirtæki. Grafa og bíll fyrir garða. ★ Framleiðsla á sælgæti. Gott aukastarf. ★ Bifreiðaþjónusta. Öll tæki. Mjög snyrtilegt. ★ Bifreiðaverkst. Réttindi til fullnaðarskoðunar. ★ Auglýsingaskiltagerð. Öll tæki. ★ Framleiðsla á garðhúsum, gluggum o.þ.h. ★ Trésmíðaverkstæði. Stórt og fullkomið. ★ Sólbaðsstofa á góðum stað. ★ Innflutningur og sala á innréttingum. ★ Gjafavöruverslun við Laugaveginn. ★ Fríkuð tískuvöruverslun. ★ Byggingavöruverslun. Mikill annatími. ★ Söluturn með yfir 3 millj. mánaðarveltu. ★ Ljósaskilti fyrir fjáröflun íþróttafélaga. ★ Mikið úrval að ýmsum fyrirtækjum. r^7TTÍTí?i?!?7?pyiTViT71 SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Karlakorinn Þrestir heldur söngskemmtanir í Viðistaðakirkju næstu daga. Söngskemmtim Þrasta í Hafnarfirði KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnarfirði heldur sínar árlegu söng- skemmtanir fyrir styrktarfélaga og aðra velunnara í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 4. mai og fimmtudaginn, 5. maí klukk- an 20.30 og laugardaginn 7. maí klukkan 17. Stjórnandi Karlakórsins Þrasta er Eiríkur Árni Sigtryggsson. Ein- söngvarar með kórnum að þessu sinni eru Sigríður Gröndal sópran og Óskar Pétursson tenór. Við flygilinn verður Bjarni Jónatansson. Á efnisskrá eru fjölbreytt tónlist úr ýmsum áttum. Miðar verða seld- ir við innganginn. Starfsstyrkir Hagþenkis LOKIÐ er veitingu helstu styrkja og þóknana sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutar i ár. Starfsstyrkir voru veittir 22 höfundum, samtals 1.550.000 krónur en umsóknir bárust um rúmlega fimm og hálfa milljón. Hæstu styrki til ritstarfa, 150 þús. krónur, hlutu tvö verkefni. Ann- ars vegar Bjarni Þorsteinsson og Michael Dal vegna hlustunarefnis við dönskukennslubækurnar „Dam- markmosaik 1 og 2“, hins vegar Þórunn Valdimarsdóttir vegna ritsins „Landsmálablöðin um síðustu alda- mót“. Hildigunnur Halldórsdóttir hlaut 100 þús. krónur vegna ritunar- forrits handa börnum og Sigurður Konráðsson sömu upphæð vegna handbókar um máltöku barna og máluppeldi. Aðrir styrkir til ritstarfa námu ýmist 75 eða 50 þús. krónum. Félagið veitti í fyrsta sinn í ár styrki til að vinna að gerð fræðslu- og heim- ildarmynda. 200 þúsund krónur hlutu Ari Trausti Guðmundsson og Jón Gauti Jónsson en Tryggvi Jak- obsson hlaut 100 þús. krónur. Þeir vinna að myndum um náttúru lands- ins og sögulegum heimildarmyndum. Hagþenkir, félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, greiddi í apríl 26 höfundum þóknun vegna ljósrit- unar úr verkum þeirra í opinberum skólum. Fimmtán höfundar fengu greidda þóknun vegna þess að þeir höfðu annast gerð og samið handrit að fræðslu- og heimildarmyndum sem sýndar voru í sjónvarpi 1988- 1993. Hagþenkir veitir árlega um það bil 20 höfundum ferða- og menntun- arstyrki. Fyrri úthlutun ársins fór fram í apríl og hlutu þá 13 höfundar slíkan styrk. Félagar í Hagþenki eru nú 280. Formaður er Hjalti Hugason. Nýjar bækur Ljóð tengd hafinu Út er komin ljóðabókin Kuð- ungahöllin eftir Þórunni Björnsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar. í Kuðungahöllinni eru 23 ljóð sem „tengjast mörg hver töfrum og leyndardómum hafsins“ eins og segir í kynningu: í undirdjúpunum skín í kuðunga og marglita steina sem læðast upp á yfirborðið á nóttunni inn í draumalandið Útgefandi er höfundur. Kuð- ungahöllin er 52 blaðsíður. Kápa er eftir Þorfinn Skúlason. Bókin kostar 500 krónur. Þórunn Björnsdóttir DAGBÓK TALSÍMAKONUR halda hádeg- isfund á Loftleiðum nk. laugardag 6. maí. KVENFÉLAGIÐ Heimaey held- ur sitt árlega lokakaffi kl. 14 sunnudaginn 8. maí nk. á Hótel Sögu. Tekið verður á móti kökum eftir kl. 10 f.h. þann sama dag. GJÁBAKKI, félagsheimili eldri borgara, Kópavogi. Munum sem vera eiga á basar og sýningu í Gjábakka 10. og 11. maí þarf að skila í þessari viku. Gangan með Guðmundi kl. 14 í dag. Uppl. í síma 43400. FÉLAGSSTARF aldraðra, Mos- fellsbæ. Ásthildur Pétursdóttir verður með ferðakynningu í dag kl. 15 í dvalarheimili aldraðra, Skráning í ferð til Snæfellsness stendur yfir. SAMTÖK sykursjúkra halda aðalfund í kvöld, 3. maí, kl. 20 á Eiríksgötu 34, áður Hjúkrunar- skóli Islands. GÓÐTEMPLARASTÚKURN- AR í Hafnarfirði eru með spila- kvöld í Gúttó nk. fimmtudag kl. 20.30. BRIDSKLÚBBUR félags eldri borgara, Kópavogi. í kvöld kl. 19 verður spilaður tvímenningur í Fannborg 8, Gjábakka. MENNINGAR- og friðarsam- tök íslenskra kvenna halda fund í kvöld kl. 20.30 á Vatnsstíg 10. Gestur fundarins verður Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. Kaffi. BÚSTAÐASÓKN. Fótsnyrting fimmtudag. Uppl. í s. 38189. DÓMKIRKJUSÓKN. Fótsnyrt- ing í safnaðarheimili kl. 13.30. Uppl. í s. 13667. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Starf 10-12 ára barna (TTT) í dag kl. 16.30. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Fyrirbæn- um má koma til sóknarprests í viðtalstíma. BÚSTAÐAKIRKJA: Starf 11-12 ára krakka í dag. Húsið opnar kl. 16.30. DÓMKIRKJAN: Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu Lækjar- götu 14a, kl. 10-12. GRENSÁSKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12. Við upphaf stund- arinnar er orgelleikur í 10 mínút- ur. Altarisganga, fyrirbænir, sam- vera. Opið hús kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal verður með biblíulest- ur. Síðdegiskaffi. HALLGRÍMSKIRKJA: Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANGHOLTSKIRKJA: Vina- fundur kl. 14-15.30 í safnaðar- heimilinu. Leiðsögn í lestri ritning- anna. Leiðbeinandi sr. Flóki Krist- insson. Aftansöngur í dag kl. 18. NESKIRKJA: Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. SELTJARNARNESKIRKJA: Foreldramorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17. FELLA- og Hólakirkja: For- eldramorgunn í fyrramálið kl. 10-12. HJALLAKIRKJA: Mömmu- morgnar á miðvikudögum frá kl. 10-12. KEFLAVÍKURKIRKJA: For- eldramorgnar á miðvikudögum kl. 10-12 í Kirkjulundi og fundir um safnaðareflingu kl. 18-19.30 á miðvikudögum í Kirkjulundi. LANDAKIRKJA, Vestmanna- eyjum: Mömmumorgunn kl. 10. SKÓGRÆKTARFÉLAG Mos- fellsbæjar heldur aðalfund í Harðarbóli, félagsheimili hesta- manna, á morgun kl. 20.30. Óli Valur Hansson fyrrverandi garð- yrkjuráðunautur sýnir myndir og heldur erindi um plöntusöfnun á Kamtsjaka haustið 1993. Allir velkomnir. SKIPIN_________________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrra- dag komu Siglfirðingur, Brúar- foss, Stapafell og þýska eftir- litsskipið Walther Herwig III sem fór samdægurs. Þá fór Drangey á veiðar._ í gær komu til löndunar Ásbjörn og Hólmadrangur. Stapafell fór. Þá var búist við að Hvassafell færi út og Engey á veiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.