Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 55
-4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
55
Sigríður Beinteinsdóttir um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Stigagjöfiii ekki heiðarleg
STIG í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva ganga
kaupum og sölum, að sögn Sig-
ríðar Beinteinsdóttur söng-
konu, sem söng Nætur, fram-
lag Sjónvarpsins í keppninni.
„Eg er ekkert ósátt við okkar
hlut,“ sagði Sigríður. „Það er
bara ekkert gaman að taka
þátt í keppni sem er ekki heið-
arleg.“
Sigríður sagði að endanlegt
sæti íslenska lagsins skipti ekki
neinu máli, hún hefði orðið jafn
ósátt við keppnina hvort sem það
hefði lent í 1. eða 25. sæti. Það
sem hún hefði út á hana að setja
væri hvernig höndlað væri með
stigin.
Skriflegur samningur um
stigin
Hún sagði að í hin tvö skiptin
sem hún hefði keppt fyrir íslands
hönd í keppninni hefði braskið með
stigin ekki verið eins áberandi.
Núna hefði athæfið hins vegar
ekki farið framhjá neinum. Sigríð-
ur sagði að fulltrúi Möltu hefði
t.d. gengið á fund Friðriks Karls-
sonar, höfundar Nætur, og boðið
honum stig Möltu fyrir stig Islands
á móti og hefði meira að segja
haft meðferðis skriflegan samning
sem átti að skrifa undir. Þá sagði
Sigríður að á lokaæfingu hefði
pólska söngkonan sungið hálft
lagið sitt á ensku sem væri bann-
að. Talað hefði verið um að vísa
henni úr keppni en af því varð
ekki. Hún hefði frétt af því að þá
hefðu Norðurlandaþjóðirnar,
Finnar, Norðmenn og Svíar, tekið
sig saman um að gefa Póllandi
ekkert stig.
Hefðum átt að fá fleiri stig
Sigríður sagði að margir hefðu
komið að máli við sig eftir að úr-
slitin lágu fyrir og talað um að
þau væru ekiri sanngjörn, íslenska
Raftækin
renna út
lagið hefði átt að fá fleiri stig. Þá
sagði hún að það hefði komið fram
í sjónvarpi, a.m.k. bæði í Bretlandi
og Noregi, að eitthvað hefði verið
skrítið við stigagjöfina. Hún sagð-
ist halda að Islendingar hefðu átt
betri útkomu skilda. Annars hefði
verið mjög gaman að taka þátt í
keppninni „en það hefði verið gam-
an ef við hefðum verið ofar a.m.k.
miðað við að það voru lönd fyrir
ofan okkur sem voru með hrylli-
lega léleg lög,“ sagði hún. „Ef
allir eru að gera sitt besta þá á
stigagjöfin að vera sanngjörn
líka.“
Hún sagði að áheyrendur í saln-
um hefðu einnig látið í ljós van-
þóknun sína á stigagjöfinni, til
dæmis hefðu þeir púað og baulað
þegar Kýpurbúar gáfu Grikkjum
12 stig og öfugt.
Er að skoða tilboð
Sigríður sagði að hún hefði ver-
ið búin að ákveða áður en hún fór
héðan að hún myndi ekki taka
þátt í þessari keppni oftar. „Ég
fer ekki aftur, það var ég búin að
ákveða áður en ég fór. En ég fékk
mikil skrif um mig í evrópskum
blöðum, var mikið í viðtölum og
hef fengið nokkur tilboð sem ég
ætla að skoða nánar.“ Sigríður
vildi ekki tjá sig frekar um þau
tilboð sem henni voru gerð en
sagði að ljóst væri að hún kæmi
til með að vinna meira með Frank
McNamara, Iranum sem útsetti
lagið Nætur.
Fékk 1.600 kg há-
hyrningskú í netin
mmimtBOLTINN
17. Icílo ika , 1. mai 1994
,Yr. Leikur:
1. Atalanta - Intcr
2. Cremoncsc - Gcnoa
3. Foggia - Napoli
Röðin:
1 - -
- X -
- - 2
4. Juvcntus - Udincsc 1 - -
5. Lcccc - CagUari - - 2
6. Roma - Torino 1 - -
7. Sampdoria - Lazio - - 2
8. Acircalc - Palcrmo 1 - -
9. Bari - Venczia - X -
10. Brescia - Pisa 1 - -
11. Lucchcsc - Fid. Andria - X -
12. Modcna - Viccnza - - 2
13. Padova - Ascoli 1 - -
Ilcildarvinningsupphæðin:
9,7 milljón krónur
13 réttir: | 865.920 | kr.
12 réttir: | 32.710 j kr.
11 réttir: | 2.020 kr.
10 réttir: | 440 1 kr.
R afm a g n s h n ífa r
Þorlákshöfn.
„VIÐ vorum að draga netin hér
í fjörunni við Þorlákshöfn upp
af Háaleitinu þegar við fengum
þennan háhyrning,“ sagði Ei-
ríkur Ólafsson, skipsljóri á
Sæmundi HF 85 sem er 50
tonna netabátur gerður út frá
Þorlákshöfn. Eiríkur sagði að
háhyrningurinn hefði verið
dauður þegar hann kom upp
þannig að þetta hefðu ekki ver-
ið nein átök eða læti.
„Við reyndum ekki að koma
honum um borð heldur drógum
hann á eftir okkur í land,“ sagði
Eiríkur sem sagði einnig að það
væri fullur sjór af alls konar hvala-
tegundum þó ekki væri algengt
að fá háhyrninga í netin. Eiríkur
sagði að oft væri fullt af hnísum
í netunum og þegar þeir voru í
Faxaflóanum í haust fengu þeir
og 10 til 20 hnísur á dag.
Bjarni Áskelsson á Fiskmarkað-
inum í Þorlákshöfn sagði að þeir
væru oft með hnísu á markaðnum
en þetta væri fyrsti háhyrningur-
inn og fiskbúð Hafliða í Reykjavík
hefði tekið gripinn til vinnslu og
sölu.
Ragnar Hauksson hjá fiskbúð
Hafliða sagði að heldur hefði verið
rýrt kjötið sem kom af þessari
annars 1.600 kg þungu og 5 métra
17. lcikvika , 30/4 - 1/5 1994
A'r. Leikur:
Röóin:
1. Norrkuping - Malmö - X -
2. Trcllcborg - Halmstad - X -
3. Örebro - Goteborg - X -
4. Östcr - Landskrona 1 - -
5. Arsenal - Wcst Ilam - - 2
6. Lmls - Evcrton 1 - -
Háhyrningurinn sem kom
af Háaleiti.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
netin hjá Sæmundi HF 85 í fjörunni upp
löngu skepnu en það seldist vel.
„Það eru alltaf margir sem vilja
kaupa hvalkjöt og við erum oftast
með hnísukjöt til sölu,“ sagði
Ragnar.
. Hafránnsóknastofnun notar
jjým tækifæri sem gefst til að
rannsaka þá hvali sem koma á
land. Ragnar sagði að þeir hefðu
mælt þennan grip og tekið sýni.
Þessi kýr var horuð og virtist sem
kálfurinn hefði gengið nokkuð
nærri henni.
- j.:
7. Liverpool - Norwich - - 2
8. Man. City - Chdsca - X -
9. Oldham - SlictT. Wcd - X -
10. Ql’R - Swindon - - 2
11. SliclT. Utd - Newcastle 1 - -
. /
12. Southampton - Aston V. 1 - -
13. Wimbledon - Tottcnhnin 1 - -
Hcildnrvinnlngsupplucðin:
162 milljón krónur
13 réttir:
12 rcttir:
11 rcttir:
0 jcttic: ,
7.244.720
,, .2.810,
I
F á s t u m land allt
Öll verð m^fo stgr.afsl.
EINAR
FARESTVEIT
& C0 hf
Borgartúni 28, sími 622900
m