Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 23 Sjávarútvegur Tæplega 89 milljóna tap af Faxamjöli hf. Allt lagðist á eitt um að gera afkomuna afleita, sagði Árni Vilhjálms- son, stjórnarformaður Granda hf. TAP FAXAMJÖLS hf., dótturfélags Granda hf., nam um 88,9 milljón- um króna á sl. ári og var bókfært eigið fé félagsins í árslok orðið neikvætt um 8,6 milljónir. Hlutdeild Granda í tapi dótturfélagsins var 68,4 milljónir. Arni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda sagði á aðalfundi félagsins á föstudag að allt hefði lagst á eitt um að gera afkomuna afleita, bæði óviðráðanleg ytri atvik og mannleg mistök. „Af ytri atvikum eru þessi helst,“ sagði Arni Vilhjálmsson. „í fyrsta lagi lágt afurðaverð, sérstaklega á mjöli, sem var hið lægsta í dollurum talið síðan árið 1987. í öðru lagi urðum við fyrir skelli af völdum gengisbreytingarinnar í lok júní. Og síðast en ekki síst er um að kenna afhendingardrætti erlends viðsemjanda á deiligír í skip félags- ins, Faxa. Þær vanefndir urðu til þess, að Faxi var úr leik við loðnu- veiðarnar í júlí og ágúst. Ætla má að skipið hafi af þessum sökum orðið af allt að 8.000 tonna afla sem hefði gert um 35 m.kr. í tekjur og þá um 14-17 m.kr. upp í fastan kostnað. Af misráðnum ákvörðunum stjórnenda Faxamjöls er sú helst að hafa tekið verksmiðjuna að Kletti á leigu á loðnuvertíðinni seinni hluta vetrar 1993. Eins og flestum fund- armanna mun kunnugt seldi Faxa- mjöl Reykjavíkurborg verksmiðjuna vorið 1991. Við tókum verksmiðj- una svo á leigu yfir vorvertíðina 1992 og rákum hana með lítilshátt- ar, en óvæntum halla. Tapið á rekstri verksmiðjunnar varð svo miklu hærra í fyrra. Er þar sérstak- lega tvennu um að kenna. Verk- smiðjan var orðin í miklu verra ástandi en við höfðum talið okkur trú um. Það kom fram í afar lé- Philips Hagnaður vegna betrí fjármála- stjórnar legri nýtingu hráefnis. Hitt var það, að við höfðum gerst þátttak- endur í stofnun ísmjöls hf., fyrir- tækis sem ætlað var að ryðja nýja braut við sölu á mjöli með því að fara framhjá hefðbundnum millilið- um framleiðenda og endanlegra notenda. Við vorum þarna í góðum félagsskap með 3 af stærstu mjöl- framleiðendum landsins. Það er skemmst af að segja, að þessi til- raun mistókst hrapallega. Mjölið seldist bæði seint og illa. Enn önnur ástæða ófara fyrirtækisins, sem við, fulltrúar Granda hf. í stjórn Faxa- mjöls, getum kennt okkur um, er sú að hafa dregið úr hömlu að hafa knúið meðstjórnendur okkar, full- trúa Lýsis hf. og Frosts hf. til að taka með okkur þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Dráttur á sllkri aðgerð varð til þess að fyrirtækið sá af allt of mörgum krónum í dráttarvexti vegna van- skila.“ Árni rakti í ræðu sinni samskipti fulltrúa Granda við meðeigendur SUMARTÍMI: 1. maí til 31. ágúst kl. 800 - 1600 Amsterdam. Reuter. BÚIST er við að Philips-fyrir- tækið tilkynni um hagnað upp á 63-200% á miðvikudag, er rekstr- artölur fyrir fyrsta ársfjórðung- inn verða gefnar upp. Er það fremur þakkað góðri fjármála- stjórn en aukinni sölu. Sérfræðingar á hlutabréfamark- aði segja að átak til að draga úr skuldum muni ekki hafa áhrif allt þetta ár, en á síðari hluta ársins muni bætt efnahagsástand í Evrópu ýta undir hagnað hjá fyrirtækinu. Giska þeir á að hagnaður á fyrsta ársfjórðungi verði allt frá 165 millj- ónum gyllina til 300 milljóna en hann var 103 milljónir gyllina á fyrsta ársfjórðungi 1993. Lýsing hf. SUÐURIANDSBRAUT 22 SÍMI 689050 • FAX 812929 félagsins í Faxamjöli í tengslum við þá ákvörðun sl. sumar að lækka nafnverð hlutabréfa um 90% og hækka hlutaféð að því búnu um 80 m.kr. með sölu á nafnverði. Á hlut- hafafundi hinn 28. desember sem samþykkti þessar aðgerðir brugðust meðeigendur Granda við með því að kynna stefnu þar sem Grandi var krafinn um 105 m.kr. í skaða- bætur vegna fjárhagslegs ofríkis sem þeir hefðu verið beittir. Hinn 14. apríl lagði lögfræðingur Granda fram greinargerð sína fyrir héraðs- dóm ásamt með skýrslu fulltrúa Granda um allt málið. Hlutafjáraukningin fór fram ílok janúar og stóð Grandi þar einn að verki en af 80 m.kr. hlutafjárfram- lagi voru rúmlega 50 m.kr. greiddar með skuldajöfnuði. Grandi á nú 96% hlutafjárins. Hefur reksturinn gengið ágætlega það sem af er ár- inu og er aflaverðmæti Faxa nú orðið 73 milljónir sem er svipað aflaverðmæti alls ársins í fyrra. 0RACLE kynningar Hótel Loftleiðum, bíósal 4. og 5. maí. Oracle - Cooperative Senver Technology 4. maí kl. 13:30 - 16:30 Dreifð upplýsingakerfi Oracle7 högun Oracle7 eiginleikar Oracle7 valmöguleikar Nýir eiginleikar í Oracle7, útgáfu 7.1 Almennar umræður og fyrirspurnir 5. maí kl. 10:00 - 11:45 • Nýir eiginleikar í Oracle7, útgáfu 7.1 • SQL*NetV2 • Open Gateway Technology • Almennar umræður og fyrirspurnir Dagskráin er sjálfstæð hvorn dag Kynningin fer fram á ensku undir leiðsögn Henrik Andersen frá Oracle DanmarkA/S. Þátttaka er ókeypis og óskast tilkynnt í síma 623088 sem allra fyrst. ORACL6 ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 Frábært! Verð kr. Litir: Hvítur og blár. Stærdir: 23-30 Litur: Marglitir Stærdir: 22-30 I* 0 S T S i: \ I) l M S A M D i: V l U S • % S T A D<; R E I I) S L l A F S 1. Á T T I K STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN j? To p p s k ó i VEUUSUNDI ni n VIUUSUNDI V/ING01FST0RG SINII 2121? STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ^ simi os°r i.’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.