Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 PFAFF ÞAR SEM HEIMILISTÆKIN FÁST CANDY ÞVOTTAVÉL 14 þvottakerfi, 5 kg, 800sn.vinda og sparnaöarrofi. CANDY ÞURRKARI. Snýst í báðar áttir. 5 kg. Tímarofi 0-120 minútur. CANDY KÆLI/FRYSTISKÁPUR. Kælir 225 Itr. frystir 92 Itr. MáM63x60x60 ► CANDY UPPPVOTTAVÉL Hljóölát og sparneytin 8-12 manna, 5 kerfi og uppþvottavél 6 manna, í einu tæki. Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu Ifnunni öll verð miðast við staðgreiðslu BORGARTUNI 20 sími 626788 \/!■ I • -VlWj:-1 /W Elliðavatn FÉLAGAR í SVFR mega nú veiða endurgjaldslaust í Elliðavatni í sumar. Veiði hefst í vatninu á morgun, 1. maí, en mynd þessi er frá opnunardegi við vatnið í fyrra. Félagar í SVFR veiða ókeypis í Elliðavatni ÞEIR félagar í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem greitt hafa árgjaldið geta í sumar veitt endurgjaldslaust í Elliðavatni, en veiði hófst þar 1. maí og stendur fram í septemberbyrjun. Frá þessum samningi var gengið sl. föstudag. Auk þess standa yfir samningaumleitanir um slíkt hið sama við umsjónarmenn Þing- vallavatns fyrir landi þjóðgarðsins. Bjarni Júlíusson stjórnarmaður ingar upp að 16 ára hafa nefni- hjá SVFR og samningamaður fé- lagsins sagði að mikils velvilja hefði gætt hjá veiðifélagi Elliða- vatns, en Haukur Pálmason hefði verið fulltrúi þeirra. „Það er við hæfí á ári fjölskyldunnar að SVFR gangi í mál af þessu tagi. Ungl- lega getað veitt þarna frítt fyrir tilstilli Reykjavíkurborgar. Nú ættu fjölmargar fjölskyldur að geta átt þarna góða daga við veiðiskap," sagði Bjami. Hann gat þess enn fremur að engin takmörk væru fyrir því hversu oft menn færu til veiða á fríkort þetta og mætti minna á að sumarkort í vatnið hafi kostað 5.800 krónur í fyrra. „Ef menn vilja nýta sér þetta strax geta þeir farið rfieð kvittanir sínar að Vatnsenda og Elliðavatnsbænum og fengið útgefin veiðileyfi út á það. Um miðjan maí munum við hins vegar gefa út sérstök félags- skírteini sem nota má, auk þess sem á þeim er að fínna fjölmörg sértilboð handa félögum i SVFR,“ sagði Bjarni Júlíusson. Lionsklúbbur Stykkishólms fundar um siávarútvegsmál Stykkishólmi. LIONSKLÚBBUR Stykkishólms hélt fimmtudaginn 28. apríl opinn fund um sjávarútvegsmál, útgerð, fiskvinnslu og fiskveiðar og lög- gjöf þá og breytingar og bætur sem nú eru fyrirhugaðar og eru í vinnslu á Alþingi. En fiskveiðalöggjöfin er hér mikið umræðumál enda veltur atvinnulíf hér mjög á að henni farnist vel. Gestur fundarins og framsögu- maður var Sturla Böðvarsson al- þingismaður, en nefnd sú sem átti að annast fundarefni hafði fengið hann heim til skrafs og ráðagerða. Þorbergur Bæringsson kynnti efni fundar og bauð alþingismanninn velkominn. Gunnar Svanlaugsson, 3. 5. 1994 Nr ^81 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0022 0316 4543 3700 0009 7116 4543 3718 0006 3233 4546 3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Algreiðslulólk vmsamlegast takiö otangreind kort úf umferð og sendið VISA íslandi sundurklipfk. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. Höföabakka 9 • 112 Reykjavik Simi 91-671700 ^ ' ....................... forseti klúbbsins, stýrði fundi. Sturla flutti siðan kjamgott og umfangsmikið erindi um hvernig sú löggjöf sem nú stjórnaði veiðum og vinnslu hefði reynst og kom inn á misnotkun hennar og galla. Hann lagði áherslu á hve vandfarið væri með minnkandi þorskstofn og hættu á að ganga of nærri honum, vegna mikils ágangs. Hann sýndi mörg línurit um þróun og stjórnun Kynnir ferð- ir til Nepals og Kenýa FILIPPUS Pétursson kynnir fyr- irhugaðar ferðir sínar til Nepals og Kenýa á Ferðaskrifstofunni Úrvali-Utsýn miðvikudaginn 4. maí kl. 20. Ferðirnar eru Ævintýraferðin mikla um Nepal, 16. október, og Jólasafarí í Kenýa, 21. desember. Filippus Pétursson er heimavan- ur bæði í Himalaya-fjöllunum og á safarislóðum í Kenýa. Hann hefur farið í fjölmargar ferðir til beggja áfangastaða bæði með íslendinga og ferðamenn annarra þjóða. Filippus mun halda fyrirlestra um ferðir sínar og sýna litskyggn- ur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. þessara mála og breytingar gegnum árin og hve nauðsyn bæri til að gera betur og bæta löggjöfina og breyta mörgu í sókn landsmanna í fiskistofnana. Hann sagði að nú væri að nást á Alþingi samkomulag um betri stjórnun, sem að hans dómi gengi í rétta átt. Hann sagði að vitaskuld þyrfti þetta aðal hags- munamál þjóðarinnar að sitja í fyr- irrúmi fyrir öðru, því lífsafkoman væri bundin við það. Stöðuga end- urskoðun þyrfti og girða fyrir mis- notkun veiðanna. Hún mætti ekki eiga sér stað og þar þyrftu allir að leggja lið. Urðu siðan mikiar um- ræður um málið og eins fyrirspurn- ir til þingmannsins sem hann leysti vel úr. Þarna komu menn að sínum sjónarmiðum, bæði þeir sem stjórna fyrirtækjum með stóra báta og eins minni báta en smábátaútgerð fer hér vaxandi. Þá urðu almennari umræður og gáfu fundarmenn þingmanninum margar ábendingar sem hann þakkaði fyrir og kvað myndu stuðja sig í baráttunni fyrir betri fiskveiðilöggjöf. Skipstjórar sem voru á fundinum komu með ábendingar og sögðu sína reynslu. Þeir voru á því að þær breytingar sem Alþingi væri nú með stefndu í góða átt. Hétu þeir þing- manninum stuðningi við fram- kvæmd þeirra. Sturla þakkaði ábendingar og hreinskilinn fund og kvað hann góðan stuðning við sig til-starfa á Alþingi og þetta myndi hann nýta vel. Fundurinn var allur hinn líflegasti og mörg viðhorf komu fram og af honum fóru menn bæði fróðari og ánægðari. Það var liðið nær miðnætti er fundi^ lauk. - Arni. Tvær ferðir með Jóni Böðvarssyni SAMVINNUFERÐIR - Landsýn efna dagana 26. júlí til 1. ágúst til vikuferðar með hinum kunna fræðaþul Jóni Böðvarssyni til Þrándheims. Boðið verður upp á margar áhugaverðar skoðunar- ferðir um slóðir Islendingasagna. Fyrirhuguð dagskrá ferðarinnar er svohljóðandi: 26. júlí: Flogið til Þrándheims, 27. júlí: Skoðunarferð um borgina með hliðsjón af frásögn- um í íslenskum fornritum og Niðar- óssdómkirkja heimsótt, 28. júlí: Frostaþing - Steinker - Slóðir Hrafns og Gunnlaugs, 29. júií: Sti- klarstaðahátíð: spelect om heilag Olav, 30. júlí: Söguslóðir sunnan Þrándheims - Dofrafjöll - Súran- dalur og 1. ágúst er heimferð. Dagsferð til Grænlands Þá efna Samvinnuferðir Landsýn til dagsferðar til Grænlands 3. júní nk. undir leiðsögn Jóns Böðvarsson- ar. Flogið verður til Narsassaruaq og þaðan haldið yfir Eiríksíjörð til Brattahlíðar. Litast verður um í byggingarústum frá tímum Eiríks rauða og Leifs heppna. ------»--♦ ■*-- Garðyrkju- fyrirlestur í Hólmaseli FYRIR u.þ.b. ári síðan stóð félags- miðstöðin Hólmasel í Seljahverfi fyrir fyrirlestri um umhirðu garða fyrir íbúa hverfisins. Fyrirlestur- inn var vel sóttur og gerður góður rómur að þessu framtaki. Vegna þessa þykir ástæða til að bjóða aftur upp á fyrirlestur af svipuðu tagi þriðjudaginn 3. maí kl. 20 og er hann öllum opinn. Garðyrkjameistarinn Jón Júlíus Eilíasson kemur og fjallar um um- hirðu grasflata og trjáa m.a. tijá- klippingar. Eftir fyrirlesturinn gefst fólki kostur á að koma með fyrir- spurnir og í samvinnu við Seljasafn Borgarbóksafnsins munu bækur og tímarit um garða liggja frammi. Aðgangseyrir er 200 kr. og eru létt- ar kaffiveitingar innifaldar í verði. ♦ ♦ ♦--- Námskeið um breytt kjötmat NÝTT kjötmat á nauta- og svínakjöti tekur gildi 1. júní næstkomandi og af því tilefni heldur Yfirkjötmat ríkisins námskeið fyrir kjötmatsmenn sína dagana 28.-29. apríl og 5.-6. maí. Yfirkjötmatið, Samtök iðn- aðarins og Rannsóknastofnun Iandbúnaðarins, standa fyrir ráðstefnu um sama efni fyrir starfsmenn kjötvinnsla og ann- að áhugafólk laugardaginn 30. apríl á Akureyri og laugardag- inn 7. maí á Selfossi. í fréttatilkynningu frá Samtök- um iðnaðarins kemur fram að mestar verða breytingarnar á nautakjötsmati, en þyngdarmörk inn í einstaka flokka eru felld nið- ur og teknir upp þyngdarflokkar í staðinn. Tekin er upp nákvæm- ari flokkun á fitu og matið sam- ræmt kjötmati hjá Evrópusam- bandinu. Þá verður kjötmat sam- ræmt milli kjöttegunda. Búist er við að breytingar á kjötmati leiði til endurskoðunar á verðlagningu kjöts og verða hugmyndir þar að lútandi kynntar á ráðstefnunni sem haldin verður á Akureyri og á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.