Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 53 Sagði mig úr Blindrafélaginu Frá Arnþóri Helgasyni: HINN 11. þessa mánaðar sagði ég mig úr Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Islandi. Eg gekk í félagið árið 1969. Ég var varaformaður þess á árunum 1972- 1977, formaður æskulýðsnefndar 1979-1983 og fulltrúi þess í stjórn Öryrkjabandalags íslands frá 1982. Formaður Öryrkjabandalagsins var ég árin 1986-1993. Þar að auki sótti ég fjölda erlendra ráðstefna fyrir félagið og bandalagið og sinnti ýms- um störfum öðrum í þágu félagsins. Ástæður úrsagnarinnar voru þær að sumarið 1990 fór Halldór S. Rafn- ar, framkvæmdastjóri Blindrafélags- ins, þess á leit við mig að ég gæfi kost á mér til stöðu framkvæmda- stjóra Blindrafélagsins en hann hugðist láta af störfum fyrir aldurs sakir um áramótin 1992-1993. Ég var tregur til að játa þessu en lét þó til leiðast að lokum. Afsögn Hall- dórs dróst síðan á langinn og hann sagði starfi sínu ekki lausu fyrr en hann gerði um síðustu áramót samn- ing um starfslok sín við Blindrafélag- ið sem taka skyldu gildi 1. júlí næst- komandi. Það var gert að mínu frum- kvæði. í marsmánuði auglýsti stjóm Táknrænar blöðrur Frá Jórunni Friðjónsdóttur: Á SUMARDAGINN fyrsta ók ég ásamt fjölskyldu minni niður Lauga- veginn, sem varla telst í frásögur færandi. Þá blasti við mér mikil sýn og táknræn. Skrautlegar og upp- blásnar blöðrur höfðu verið hengdar upp, utan við skrifstofur hins svokall- aða Reykjavíkurlista. Þetta var vel viðeigandi sem vörumerki framboðs- ins; skraut, fyrirferð — en ekkert innihald. Sigrún svíkur kosningaloforð Þetta vörumerki er mjög í sam- ræmi við þann málatilbúnað sem for- ingi R-listans Sigrún Magnúsdóttir viðhefur í ræðum og riti um þessar mundir. Þó leitað sé með logandi Ijósi finnst tæplega nokkurs staðar staf- krókur frá hennar hálfu um þau stefnuatriði sem sambræðingur vinstri flokkanna vill leggja áherslu á. Hvernig vill hún taka á þeim verk- efnum sem við blasa í borginni? Hvernig á að fjármagna þau? Og hvernig hyggst hún lækka skuldir Reykjavíkurborgar sem hún talar um að séu of miklar, svo fráleitt sem það nú annars er? Um þetta fjallar leiðtogi R-listans varla nokkuð, fremur en annað það sem viðkemur málefnum. Hún hefur kérhæft sig í neikvæðum málflutn- ingi. Þar með hefur hún svikið kosn- ingaloforðið sem talsmenn R-listans gáfu Reykvíkingum í upphafi, um að heyja jákvæða og málefnalega kosningabaráttu. Skotgrafahernaður Maður hlýtur að spyrja hvort þetta sé boðleg frammistaða hjá þeim sem leiðir heilan framboðslista. Þær ein- földu og sjálfsögðu kröfur hljóta Reykvíkingar að gera til sjálfs for- ingja R-listans að spurningum af þessu tagi sé svarað með trúverðug- um og marktækum hætti. Skotgrafa- hernaður, eins og sá er Sigrún Magn- úsdóttir ástundar, er þess vegna afar aumt framlag af hennar hálfu til kosningabaráttunnar. Það er staðreynd að þessi borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins hefur einbeitt sér að neikvæðum niðurrifs- málflutningi sem ekkert á skylt við málefnalega umræðu. Slíkur mál- flutningur dæmir sig þó sjálfur og er um leið lýsandi fyrir þá skínandi málefnafátækt sem greinilega hijáir R-listann. Um leið er okkur veitt óvænt innsýn í þann hugarheim sem Sigrún Magnúsdóttir lifir bersýnilega og hrærist í. Sú sýn segir fleira en mörg orð og hvetur tæpast nokkurn mann til fylgis til samsuðu vinstri aflanna. JÓRUNN FRIÐJÓNSDÓTTIR, verslunarmaður. VELVAKANDI VANTAR BARA VILJANN MIKIÐ mætti spara ef vilji væri fyrir hendi hjá ráðamönnum þjóð- arinnar. Það mætti til dæmis fækka þingmönnum um 15 og ráðherrum um 3 því það er óþarfi að hafa svona marga þingmenn. Svo væri gaman að vita hvað mörgum milljónum hefði verið eytt í ajtanlandsferðir, því ég held þessi stjórn, sem situr nú, slái met í þeim ferðum. Einnig legg ég til að starfið á Bessastöðum verði lagt niður þegar frú Vigdís Finnbogadóttir hefur lokið sínu kjörtímabili. Hún hefur verið landi og þjóð til sóma hvar sem hún hefur komið og vona ég að hún geti setið áfram sem lengst. Hún hefur lýst landi og þjóð svo vel, hvar sem hún hefur komið, að ég held að það ætti að duga íslendingum og hægt sé að leggja embættið niður þegar hún hverfur frá störfum. Ingimundur Sæmundsson, Sörlaskjóli 56, Reykjavík. PYLSUPARTÍ MÉR FINNST hálfpartinn að það sé verið að koma aftan að neyt- endum með tilboði SS á pylsum sem boðið hefur verið upp á að undanförnu. Yfirleitt eru 10 pyls- ur í stórum pakkningum en ein- ungis níu í þessu tilboði. Einnig fylgja brauð með í tilboðinu og er sagt að þau séu skorin, en svo er ekki. Mér fannst rétt að vekja athygli á þessu. Elísabet Ley TAPAÐ/FUNDIÐ Ullarteppi tapaðist GULT og hvítt heklað ullarteppi af bamavagni tapaðist einhvers staðar á milli Tösku- og hanska- búðarinnar, niður Laugaveginn og að Tjörninni. Finnandi vinsam- lega hringi í sima 874717 eða 684941. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU í svörtu hulstri töpuðust fyrir rúmum hálfum mánuði í austurbænum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 30485. Týnt hjól SVART 18 gíra karlmannsreið- hjól af gerðinni Diamond hvarf frá Hamraborg 26 sl. fimmtuðag. Hafi einhver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beðinn að láta vita f síma 642632. Sonja. Leðurjakki tapaðist BRÚNN og svartur hálfsíður leð- utjakki nr. 48 tapaðist á Tveimur vinum fyrir rúmum hálfum mán- uði. Finnandi vinsamlega hringi í síma 814241. Villi. GÆLUDÝR Kettlingur SVARTUR og hvítur kassavan- ur fresskettlingur fæst gefíns á gott heimili. Mjög blíður og fall- egur. Upplýsingar í síma 25859. Blindrafélagsins stöðu framkvæmda- stjóra þess lausa til umsóknar. Ég skilaði inn umsókn ásamt þremur öðrum sjónskertum einstaklingum og tæplega 50 öðrum og var ég eftir því sem sagnir herma talinn hæfastur umsækjenda. Þegar ég kom til við- tals við stjóm Blindrafélagsins hinn 5. þessa mánaðar var mér tjáð að ráða ætti í stöðuna til þriggja ára. Föstudaginn 8. apríl voru mér afhent drög að ráðningarsamningi þar sem 6. liður hljóðaði upp á þriggja ára ráðningu. Ég gaf ekki kost á viðræð- um nema þessum lið yrði breytt í þá veru að einstök atriði ráðningarsamn- ings skyldu endurskoðuð að þremur árum liðnum. Stjóm Blindrafélagsins hafnaði þessari tillögu og endursendi mér atvinnuumsókn mína 11. þessa mánaðar. í framhaldi þess sagði ég mig úr félaginu. Ég hef tjáð formanni Öryrkja- bandalags íslands að ég sé reiðubú- inn að vinna að einstökum málum fyrir Öryrkjabandalagið sem ein- staklingur, en í stjórn bandalagsins sit ég ekki lengur þar sem ég hef gengið úr Blindrafélaginu og er því án umboðs á þeim vettvangi. ARNÞÓR HELGASON, Tjamarbóli 14, Seltjarnarnesi. LEIÐRÉTTIN G AR Yfir ekki fyrir í dálkunum Draumalandið í sunnu- dagsblaði urðu orðaskipti á fram- leiðslustiginu, yfir var breytt í fyr- ir. Sif Björnsdóttir er semsagt ekki fyrirsæta, hún situr yfir, þ.e. gætir listastúdíós frænku sinnar. Setningarhlutar féllu niður í grein Magnúsar H. Skarphéð- inssonar um samviskuna og páska- lambið, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag, féll niður lína úr hand- riti sem breytti merkingunni. Rétt er setningin svona: „Og fíni Hall- grímspresturinn kom og lauk lofs- orði á fínu sýninguna. Og fíni lista- maðurinn kom stoltur fram í fína sjónvarpinu og öðrum fínu fjölmiðl- unum og sagði frá fínu listinni sinni og tengslum hennar við stórfínu páskahátíðina sína.“ Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar. Rangt höfundarnafn Morgunblaðið birti síðast liðinn laugardag grein eftir Magnús Örn Friðjónsson ísafirði: „Sameining sveitarfélaga í Norður-ísafjarðar- sýslu“. Þar var greinarhöfundur nefndur Örn Friðjónsson í stað Magnús Örn Friðjónsson sem rétt er. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Vinntngstölur 30. apríl 1994. laogarUaginn ------------------------- VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aJ5 0 5.607.439 O Piu5i«2 Z. 4af5^ sn 612.538 3. 4al5 151 6.997 4. 3aJ5 4.959 497 HeikJarvinningsupphæð þessa viku: 9.741.147 kr. Kynning ÉR' flutninga!! seijet7< i A Ð E / N S \1.80a-kr ISÖUJPLÍSSB Vsk. leggst ofaná þessa upphæö til þeirra sem geta notfært sér þaö til frádráttar á vsk. skýrslum. Á fimm ára ferli Kolaportsins hafa u.þ.b. 20.000 manns prófaö aö selja í Kolaportinu og flestum líkað vel (skv. skoöanakónnun). Meö þessu sértilboöi vill Kolaportiö hvetja hina sem enn hafa ekki prófaö þessa aðferð til tekjuöflunar og skemmtunar aö láta verða af því þessa næst síðustu helgi Kolaportsins í gamla húsnæöinu, en Kolaportið flytur sem kunnugt er í Tollhúsið 21. maí. Bókanir í sima 625030 KOIAPORTIÐ MARKAÐSTORG ...undir Seölabunkanum! JPoulsen Suðurlandsbraut 10, sími 686499 MEÐ HALOGENLJÓSUM OG SPEGLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.