Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 7 Veríu á heimaveUi en fjárfestu í erlenduni verðbréfasjóðum Islenskur læknir fær háan styrk í Bretlandi NÝLEGA veitti Welcome-stofnunin í Bretlandi Reyni Arngrímssyni lækni nítján milljóna króna styrk til genakortlagninga og erfðafræði- rannsókna á hækkuðum blóðþrýstingi í meðgöngu og fæðingarkrömp- um. í samtali við Morgunblaðið sagði Reynir að markmið rannsóknar- innar, sem væri hluti af samstarfsverkefni rannsóknastofnanna í Bret- landi og Kvennadeildar Landspítalans, væri að kortleggja erfðaþætti sem geta stuðlað að fjölskyldtilhneigingu í þessum sjúkdómi. Auk fyrrgreindra aðila taka þátt í verkefninu rannsóknarstofur í Par- ís, Sidney og Melborne í Ástralíu og Seoul í Kóreu. „Á sl. ári birtust í hinu virta tímariti Nature genetics niðurstöður rannsóknahópanna í Glasgow, París og Reykjavík sem benda til þess að gen sem er í litn- ingi 1 geti átt hlut að máli,“ sagði Reynir. Til þess að rannsaka þetta frekar ákvað Wellcome-stofnunin, sem er einn stærsti styrkveitandi læknisfræðilegra rannsókna á Bret- landseyjum, að veita Reyni Arn- grímssyni þennan 19 milljóna króna styrk. I kjölfar þess hefur verið efnt til alþjóðlegs samstarfs um þessar rannsóknir sem Reynir mun stjórna. Að sögn Reynis eru hækkaður blóðþrýstingur í meðgöngu og fæð- ingarkrampar sem geta fylgt því sjúkdómsástandi meðal alvarlegustu fylgikvilla þungunar. Um 2% af þunguðum konum fá alvarlegt form þessa sjúkdóms sem kallast með- göngueitrun, en þá fylgir eggjahvíta í þvagi blóðþrýstingshækkuninni. Orsök sjúkdómsins er óþekkt en rannsóknir sýna að ef þunguð kona hefur fjölskyldusögu um meðgöngu- eitrun aukast líkur a.m.k. fimmfalt á því að hún veikist. Reynir Arngrímsson lauk lækna- prófi frá HÍ 1986 og starfaði að loknu kandídatsári við Kvennadeild Land- spítalans. Hann býr nú í Glasgow ásamt konu sinni Þorbjörgu Hólm- geirsdóttur jarðverkfræðingi og son- um þeirra tveimur. Reynir hefur frá árinu 1990 starfað við Duncan Gut- hrie-stofnunina í læknisfræðilegri erfðafræði í Glasgow, en hún er meðal stærstu stofnana á Bretlands- eyjum sem sinnir sjúkdómsgreining- um á arfgengum sjúkdómum og erfð- aráðgjöf. Ásamt samstarfsmönnum sínum hefur Reynir birt greinar um erfðafræði meðgöngueitrunar og fleiri sjúkdóma í læknisfræðitímarit- um. Hjartavernd mun safna sýnum Fyrir tilhlutan styrks frá Vísinda- sjóði, sem Reyni Árngrímssyni var veittur í samvinnu við Reyni Tómas Geirsson prófessor á Kvennadeild Landspítalans, er að hefjast í Hjarta- vernd söfnun á sýnum til frekari erfðafræðirannsókna. Vönast er til að konur sem fengið hafa fæðing- arkrampa og konur með fjölskyldu- sögu um hækkaðan blóðþrýsting í meðgöngu, sérstaklega systrapör, muni hafa samband við Hjartavernd sem veitir frekari upplýsingar um rannsóknina. „íbúð á efri hæðimíi“ Reykjavík leg’grir til 9,9 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veija 9,9 milljónum til tilrauna- verkefnisins „íbúð á efri hæð“. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið um áramótin og skal verkefnisráð leggja fyrir skýrslu um framkvæmdir og tillögur að framtíðarfyrirkomulagi. í erindi til borgarráðs segir að eitt merkasta nýmæli sem fram hafi komið í framkvæmdum við endurlífgun miðborga sé „íbúð á efri hæð“. Þar sé lögð áhersla á að breyta hæðum fyrir ofan versl- unar- og þjónustuhúsnæði í íbúðir. Síðasta sumar hafi farið fram könnun á nýtingu húsnæðis í mið- borginni sem leitt hafi í ljós að víða á starfssvæði Þróunarfélags Reykjavíkur sé að finna húsnæði sem nýta mætti mun betur en nú er gert. Á sama tíma hafi komið fram veruiegur skortur á litlum íbúðum á svæðinu. Verkefnisráðið verður skipað fulltrúa frá Borgarskipulagi, bygg- ingafulltrúa og Þróunarfélagi Reykjavíkur. Ráðgert er að auglýsa eftir aðilum sem áhuga hafa á sam- starfi við framkvæmd verkefnisiiís.1 New York Stock Excfumge á okkar hcimavelii NÝSÝNFYMR ÍSLENSKA FJÁRFESTA Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. ...greiðir götu þína á alþjóðlegum verðbréfamarkaði Löggilt verðbréfafyrirtæki • Laugavegi 170, sími 61 97 00 • Útibú: Kringlumi, sími 68 97 00 • Akureyri, sími 1 22 22 • Fjárfestingarfélagið Skandia hf. er alfarið í eigu Skandia-samsteypunnar Leitað er tilboða í eignina Bergstaðastræti 66 í Reykjavík Tilboðum skal skila til Skúla H. Norðdahl, sem gefur frekari upplýsingar. Skúli H. Norðdahl ark. F.A.I., Víðimel 55, 107 Reykjavík, stmi 12160. ■ HUI Fjárfestingarfélagið Skandia hefur bent á nýja möguleika fyrir íslenska fjárfesta °g tryggt þeim aðgang að alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Viðskiptavinir Skandia eiga þess nú kost að kaupa hlut í erlendum verð- bréfasjóðum sem fjárfesta um allan heim. Skandia er fjölþjóðlegt fyrirtæki með umtalsverða reynslu á alþjóðlegum peningamarkaði. Nýttu þér þekkingu og faglega ráðgjöf starfsfólks Skandia við val á erlendum verðbréfasjóðum. Nú gefst einnig tækifæri tíl að kaupa ein- stök hlutabréf í arðbærum, erlendum fyrirtækjum með litlum tilkostnaði. Erlendar fjárfestingar em eðbleg viðbót við umsýslu íslenskra fjárfesta. Kynntu þér möguleikana sembjóðast! iauuii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.