Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 27 Reuter Vilja aftur Stalín! KOMMÚNISTAR í Moskvu héldu upp á 1. maí og mættu um 15 þúsund þeirra á Októbertorginu. Héldu sumir á myndum af einræðis- herranum Jósef Stalín og hrópuðu slagorð um ágæti hans. Fómarlömbum flugslyssins 1 Japan fjölgar Vélin kom of hátt inn til lendingar Tókýó. Reuter. TALIÐ er að þota tævanska flugfélagsins, sem brotlenti á Nago- ya-flugvelli í Japan í síðustu viku, hafi komið of hátt inn til lendingar á vellinum. Af flugritanum er ljóst að 26 ára gamall aðstoðarflugmaður vélarinnar, Airbus A300-600R, flaug henni þar til nokkrum sekúndum fyrir slysið en þá tók flugstjórinn við. Rannsóknarmenn frá japanska samgöngumálaráðuneytinu sögðu um helgina að upptökur úr stjórn- klefa þotunnar hefðu leitt í ljós að er flugstjóranum varð ljóst að aðstoðarflugmaðurinn hefði komið of hátt inn í aðfluginu hefði hann skipað honum að stilla stjórntækin til fráhvarfsflugs. Á upptökunni heyrist aðstoðarflugmaðurinn segja að hann geti ekki ýtt á takk- ann og tók þá flugstjórinn við. Hann náði ekki tökum á þotunni, virðist hafa reist hana of bratt upp með þeim afleiðingum að loft streymdi ekki eðlilega inn í hreyf- lana svo að drapst á þeim. Féll þotan niður á hægri vænginn og rákust hann og stélið samtímis í flugbrautina. Við það urðu þrjár sprengingar í vélinni. 21 árs maður frá Filippseyjum, sem var farþegi í vélinni, lést á spítala um helgina og er tala lát- inna nú komin upp í 264. Aðeins sjö manns lifðu slysið af. Danir leita að lækna- stúdentum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. Danskir háskólar hyggjast í haust bjóða litlum hópi stúdenta upp á læknanám á ensku. Kennslan fer fram á ensku til að laða að erlenda stúdenta, einkum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Í báðum þessum löndum fara fram miklar rannsóknir í læknisfræði, sem danskir stúdentar eiga ógreið- an aðgang að, þar sem þeim reyn- ist erfitt að fá skólapláss þar. Breskir háskólar hafa nánast tekið fyrir læknanám danskra stúdenta því næstum engir enskir stúdentar stunda læknanám í Danmörku. Hátíðarhöldum 1. maí á Kúbu aflýst vegna neyðarástands í efnahagsmálum Boða minni niðurgreiðslur og afnám ókeypis þjónustu Havanna. Reuter. STJÓRNVÖLD á Kúbu aflýstu hátíðarhöldum á 1. maí, baráttu- degi verkalýðsins, vegna neyðarástands í efnahagsmálum lands- ins. Þess í stað var boðað til skyndifundar í þinginu til að ræða óhjákvæmilegar aðgerðir, aðhald í peningamálum, verðhækkanir og lækkun niðurgreiðslna. Fidel Kastró, forseti Kúbu, sagði í gær, að ekki dygði að taka neinum vettlingatökum á því „krabba- meini“, sem væri allt of mikið af peningum í umferð. I fyrsta sinn frá því kommúnist- ar tóku völdin á Kúbu 1959 leið 1. maí án þess hundruð þúsunda manna tækju þátt í hátíðarhöldum í Havanna en embættismenn Kastrós sögðu, að þau væru mun- aður, sem landsmenn hefðu ekki efni á. Með hruni Sovétríkjanna hvarf einnig milljarða dollara stuðningur Moskvustjórnarinnar og nú glíma Kúbveijar, 11 milljón- ir talsins, við skort á öllum sviðum. Granma, málgagn kommún- istaflokksins, skýrði frá því í fyrradag, að meðal hugsanlegra aðgerða væru verðhækkanir; af- nám eða gjaldtaka fyrir ýmsa þjónustu, sem hefur verið ókeypis; upptaka skattkerfis og minni nið- urgreiðslur eða styrkir til ríkisfyr- irtækja. Fyrir tæpum hálfum mánuði var tilkynnt, að opinberum starfsmönnum á Kúbu yrði fækk- að skipulega og fjöldinn allur af efnahagsnefndum lagður niður. „Holl lexía“ Á skyndifundi þingsins í gær sagði Jose Luis Rodriquez, fjár- málaráðherra Kúbu, að líklega yrði verð á tóbaki, áfengi og bens- íni hækkað og sú nýbreytni tekin upp á Kúbu að krefjast gjalds fyrir rafmagnið samkvæmt notk- un. Þá mætti búast við, að sím- reikningar hækkuðu og matar- kostnaður í mötuneytum og Rodriquez sagði það geta orðið „holla lexíu“ öðrum en fátækasta fólkinu að afnema ókeypis skóla- máltíðir. ERLENT „Hér dugir engin hálfvelgja. Við verðum að stíga skrefið til fulls og tryggja, að peningarnir séu einhvers virði,“ sagði Kastró Kúbuforseti á þinginu í gær. Sagði hann, að það þyrfti „pólitískt hug- rekki“ til að ráðast gegn efna- hagsvandanum, sem fælist meðal annars í því „krabbameini", sem væri allt of mikið peningamagn í umferð. Opinbert gengi á pesón- um á móti dollara er einn á móti einum en á svarta markaðnum er gengið hins vegar einn á móti 100. Mikið er af dollurum í um- ferð á Kúbu en þeir fara hins vegar alveg framhjá bankakerf- inu. Til að ná til þeirra og annars erlends gjaldeyris eru hugmyndir uppi um að gefa út sérstakan pesó, sem yrði skiptanlegur eða bundinn gengi dollara. S-Kóreu- her við öllu búinn KIM Young-sam, forseti S- Kóreu, skipaði í gær her landsins að vera við öllu búinn vegna óvenjulegra heræfmga N-Kóreu- manna undanfarna daga. Lögðu S-Kóreumenn þó áherslu á að þeir teldu heræfmgarnar ekki merki um að Norðanmenn hygg- ist ráðast á Suður-Kóreu. Hvirfilbylur í Bangladesh DJÚPUR hvirfílbylur með miklu hvassviðri og rigningu gekk inn yfir strönd Bangladesh í gær- kvöldi. Óttast var að flóðbylgja kynni að valda miklu tjóni. Polisario sam- þykkir þjóð- aratkvæði SKÆRULIÐAR í Vestur- Sahara, Polisario-hreyfingin, hafa samþykkt áætlun Samein- uðu þjóðanna (SÞ) um þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíð svæð- isins, að sögn talsmanns SÞ. Polisario átti í 15 ára stríði við Marokkó um yfírráð yfír Vestur- Sahara, en fyrir þremur árum var samið um vopnahlé, sem hefur verið haldið síðan. ísraelar efast um Christopher AÐSTOÐAR- RÁÐHERRA Yitzhak Rab- ins, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að Warren Chri- stopher, ut- anríkisráð- herra Banda- ríkjanna hefði ekki tekist að koma neinu áleiðis í friðarsamn- ingum Israela og Sýrlendinga. Christopher hafí áður lýst því yfír við komuna til Israel frá Sýrlandi, að samningaviðræð urnar væru komnar á nýtt stig og farnar að snúast um efnisat- riði. 28 farast í rútuslysi AÐ MINNSTA kosti 28 manns fórust þegar rútu var ekið á tré í grennd við Gdansk í Póllandi í gær. Farþegarnir voru á leið til borgarinnar úr helgarleyfi í þorpinu Zawory. Þetta er mannskæðasta slysið í Póllandi í áratugi, að sögn pólsku lögregl- unnar. Christopher Kynningartilboð til Benidorm 1. júní - Aðeins kr. 39.900 í 3 vikur - Glæsilegt kynningartilboð á nýjan gististað Heimsferða á Benidorm í sumar. í tilefni þess að við bjóðum nú í fyrsta sinn þennan gististað, bjóða hóteleigendur okkur sértilboð fyrir farþega okkar í fyrstu ferðina, þann 1. júní í 3 vikur. Aðeins 8 íbúðir eru í boði. Bókaðu því strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verð kr. 39.900 Verð pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Verð kr. 49.900 Verð pr. mann m.v. 2 í ibúð. Flugvallaskattar: Kr. 3.660 fyrir fullorðna, kr. 2.405 fyrir böm HEIMSFERÐIR Austurstræti 17 Sími 624600 TISKUVERSLUN Kringlunni 25% afsláttur af kápum og úlpum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.