Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 49 íslandsmót grunnskóla Þriðji signr Æfinga- skóla kennaraháskólans Sigursveit Æfingaskólans. Frá vinstri: Bragi Þorfinnsson, Arnar E. Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Oddur Ingimarsson og Davið O. Ingimarsson. Skák Margeir Pétursson ÆFINGASKÓLI Kennaraháskóla íslands sigraði á Islandsmóti grunnskólasveita með miklum yfirburðum, hlaut 32VÍ v. af 36 mögulegum. Þetta er þriðja árið í röð sem Æfingaskólinn sigrar í keppninni. Sveitum utan Reykja- víkur vegnaði vel í keppninni. Sveitir Digranesskóla í Kópavogi og Garðaskóla í Garðabæ komu næstar með 25 vinninga, og hreppti Digranesskóli naumlega annað sætið á stigaútreikningi. Það sáust mikil tilþrif í keppn- inni, sem er fyrir grunnskólanem- endur á öllum aldri, alveg frá fyrsta upp í tíunda bekk. Stærðarmunur á teflendum var því oft mikill. Margir hinna yngri fara ekki nægilega vel með tímann, nota oft ekki nema 5-10 mínútur af þeim 30 sem þeir hafa á skákina. Aðrir eru orðnir þaulvanir, tveir úr sigursveitinni tóku t.d. þátt á alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu og stóðu sig vel. 1. Æflngaskóli KHI, A sv., 32'/2 v. 2. Digranesskóli, Kópavogi, 25 v. 3. Garðaskóli, Garðabæ, 25 v. 4. Hólabrekkuskóli, A sv., 24Vi v. 5. Gagnfræðaskóli Akureyrar 20 v. 6. Hlíðaskóli 18‘/2 v. 7. Grandaskóli I8V2 v. 8. Hólabrekkuskóli, B sv. I8V2 v. 9. Borgarhólsskóli, Húsavík, 18 v. 10. Breiðholtsskóli, A sv., 18 v. 11. Æfíngaskóli KHÍ, B sv., 18 v. 12. Breiðagerðisskóli 17 V2 v. 13. Ártúnsskóli 17 v. 14. Seljaskóli I6V2 v. 15. Fossvogsskóli I6V2 v. 16. Vesturbæjarskóli 15 v. 17. Hagaskóli 13 v. o.s.frv. Sérstök verðlaun fengu þeir Matt- hías Kjeld, Garðaskóla, sem hlaut 8V2 v. af 9 mögulegum á fyrsta borði og Amar E. Gunnarsson, Æflngaskólanum, sem vann allar níu skákir sínar á fyrsta borði. í sigursveitinni voru þeir Bragi Þorfínnsson, Amar E. Gunnarsson, Björn Þorflnnsson, Oddur Ingimars- son og Davíð Ó. Ingimarsson. Fyrir Digi-anesskóla í öðru sæti tefldu Einar Hjalti Jensson, Matthí- as Kormáksson, Hjalti Rúnar Óm- arsson, Tómas Árnarson og Steinar Albertsson. I liði Garðaskóla í þriðja sæti vom Matthías Kjeld, Sindri Guðjóns- son, Baldur Möller, Kjartan Wikfeldt og Gísli Bjöm Bergmann. Skákstjórar vom Ólafur H. Ólafs- son og Haraldur Baldursson. Undirritaður kom að í síðustu umferð þar sem þeir tefldu Bragi Þorflnnsson, 13 ára og margfaldur meistari í sínum aldursflokki, og Sigurður Páll Steindórsson, Granda- skóla, nýbakaður íslandsmeistari í flokki tíu ára og yngri. Svart: Sigurður Páll Sjá stöðumynd. Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svartur hefur fómað manni fyrir stórhætt.uleg sóknarfæri. Keppend- ur höfðu notað tímann vel og áttu aðeins rúmar fímm mínútur eftir hvor. Nú er eðlilegasta framhald hvíts 1. d6 - Bd8 2. Bf4 1. Bf4? - Bb4+ 2. Bd2 - Bxd2+ 3. Kxd2 - Hg3! Finnur vinningsleik í stöðunni. Lakara var 3. — Hxbl 4. Hxbl — De3+ 5. Kdl - Hd3+ 6. Dxd3 - Dxd3+ 7. Kcl með góðum jafnteflis- líkum eða 3. — Ha4 4. Dc2 — Ha2! (Ekki 4. — Dxc2+ 5. Kxc2 — Ha2+ 6. Kcl — Hxe2 7. d6 og svartur getur ekki unnið) 5. Kcl! og getur enn veitt harðvítugt viðnám. Eftir þennan lúmska hróksleik gætir hvít- ur ekki að sér, en staðan var töpuð: 4. dxe6? - Ha2+ 5. Kel - Hg.l+ 6. Kf2 - Dg3 mát. Rúnar Norðurlandsmeistari Skákþing Norðlendinga 1994 fór fram á Sauðárkróki. Mótið var það 60. í röðinni, en það var fyrst haldið árið 1935 og hefur aldrei fallið niður. Að venju fór mótið vel fram, en félagar í Skákfélagi Sauðárkróks sáu um framkvæmdina. Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri hreppti titilinn skákmeistari Norðlendinga 1994, en hann varð í efsta sæti ásamt Stefáni Andréssyni frá Bolungarvík. Teflt var um sæti í landsliðsflokki á Skákþingi íslands í haust og mun væntanlega þurfa einvígi um það á milli þeirra Rúnars og Stefáns. Rúnar varð einnig hraðskákmeistari Norðlendinga. Yfirskákstjóri var Albert Sigurðsson. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: Opinn flokkur: 1. Rúnar Sigurpálsson, Ak., 5‘/2 v. af 7 2. Stefán Andrésson, Bolungarvík, 5‘/2 v. 3. Matthías Kjeld, Garðabæ, 5 v. 4. Þór Valtýsson, Akureyri, 4'/2 v. 5. Jón Arnljótsson, Skagafirði, 4 v. 6. Guðmundur Daðason, Bolungarvík, 4 v. 7. Páll Þórsson, Akureyri, 4 v. Unglingaflokkur: 1. Halldór I. Kárason, Ak., 6 v. af 7 2. Björn Finnbogason, Akureyri, 5 v. 3. Bjöm Margeirsson, Skagafirði, 5 v. 4. Orri Freyr Oddsson, Húsavík, 5 v. Kvennaflokkur: 1. Harpa Siguijónsdóttir, Húsavík, 4'/2 v. 2. Þórhildur Kristjánsdóttir, Akureyri, 3 v. 3. Birna Rún Amarsdóttir, Akureyri, 2 v. Flokkur 12 ára og yngri 1. Sverrir Arnarsson, Akureyri, 6'/2 v. 2. Benedikt Siguijónsson, Húsavík, 6‘/2 v. 3. Friðrik Hjörleifsson, Dalvík, 5 v. Hraðskák, opinn flokkur: 1. Rúnar Sigurpálsson, Ak., 11 v. + V/i v. 2. Sigurjón Sigurbjörnsson, Ak., 11 v. + '/2 v. 3. Matthías Kjeld, Reykjavík, 10 v. 4. Þórleifur K. Karlsson, Ak., 9‘A v. Hraðskák unglinga 1. Halldór I. Kárason, Ak., 11'/2 v. af 13 2. Björn Margeirsson, Skagafírði, 10 v. 3. Davíð Stefánsson, Akureyri, 9 v. Ævintýraferb meb Kínaklúbbi Unnar Á morgun, miðvikudaginn 4. maí, kynnir Unnur Guðjónsdóttir, baliettmeistari, 6. hópferð Kínaklúbbsins til Kína, á veitingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28, kl. 19.30. Sýndar verða litskyggnur, dans og leikfimi. Kínverskur hljómlistarmaður leikur einleik og borinn verður á borð gómsætur matur skv. matlagningu Sichuan-héraðs, en kokkur þaðan sér um matseldina. Borðapantanir hjá Shanghæ í síma 16513, en verbiö er aöeins 1.100,- kr. á mann. Kínaferöin hefst 13. maí- 4. júní. Farið verður til Beijing, Xian, Guilin, Shanghæ, Suchou, Jiaxing og Hangzhou. Allt það merkilegasta á hverjum stað verður skoðað. Við munum kynnast háttum, siðum og daglegu lífi Kínverja, fyrir utan að njóta unaðslegs landslags og veðurblíðu. Heildarverð er kr. 250 þús. á mann. Nánari upplýsingar um ferðina gefur Unnur í síma 12596. Síðasti dagur til aö tilkynna þátttöku í feröina er núna á fimmtudag, þann 5. maí. Samgönguráöuneytiö er búiö ab veita Unni leyfi til i a reksturs feröaskrifstofu... Kf Skil á vörugjaldi mm wmm s mk mmm mm wp® ms® hh Vegna breytinga á lögum um vörugjald, sem tóku gildi 1. janúar 1994, og þar sem ný reglugerð tók gildi 1. maí sl., vill ríkisskattstjóri minna á skil vörugjalds. Reglur um gjaldstofn vörugjalds eru óbreyttar, en minnt er á að gjaldstofn af innlendri framleiðslu er heildsöluverð vara sem eru framleiddar, unnið að eða pakkað hér á landi. Gjalddagi vörugjalds er nú fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstimabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Gjalddagi vörugjalds fyrir timabilið janúar—febrúar 1994 er því 5. maí. Vörugjald telst greitt á tilskildum tíma hafi greiðsla sannanlega verið póstlögð á gjalddaga. Álag skal nú vera 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%. Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga reiknast dráttarvextir af því sem gjaldfallið er. GjaldfloMuim vörugjalds er fjölgað i sjö. Jafnframt flytjast vörur á milli gjaldflokka auk þess sem nýjar vörur bætast við og aðrar falla út. I gjaldflokki A (6% vörugjald) er m.a. kaffi, te, nasl og ísblöndur. í gjald- flokki B (11 % vörugjald) eru m.a. ýmsar byggingavörur og snyrtivörur. í gjaldflokki C (16% vörugjald) eru m.a. ýmsar plastvörur, rafmagnsvörur og vörur til vélknúinna ökutækja. i gjaldflokki D (18% vörugjald) er m.a. sælgæti og hráefni til sælgætisiðnaðar, sætakex og ávaxtasafi ásamt öðrum drykkjarvörum. I gjaldflokki E (20% vörugjald) eru m.a. ýmis heimilistæki og smávarningur. i gjaldflokki F (25% vörugjald) eru vopn o.þ.u.l i gjaldflokki G (30% vörugjald) er m.a. sykur, sjónvarpstæki og hljómflutningstæki. Útgáfa sölureikninga og uppgjör vörugjalds. Meginreglan er sú að aöilar í vörugjaldskyldum rekstri skulu færa á sölureikninga og aðgreina á þeim gjaldskylda sölu eftir gjaldflokkum, þannig að heildarverð vöru ásamt fjárhæð vörugjalds komi sérstaklega fram vegna hvers gjaldflokks. Tilteknum aðilum er þó heimilt að tilgreina á sölureikningi að vara sé með vörugjaldi. Við skil á vörugjaldi í rikissjóð er gjaldanda heimilt að draga frá innheimtu gjaldi af sölu það vörugjald, sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu á viðkomandi uppgjörstímabili. Sé vörugjald af aðföngum hærra á uppgjörstíma- bili en innheimt vörugjald af sölu skal mismunurinn greiddur úr ríkissjóöi. Nánari upplýsingar um vörugjald veita skattstjórar og virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.