Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 9 Franskir, tvískiptir ullarkjólar í stærðum 36-48 TESS v NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. MOULINEX örbylgjuofnar með snúningsdiski létta heimilisstörfin í ys og erli dagsins. MOULINEX örbylgjuofnar hraðvirk heimilisaðstoð. Fæst í næstu raftækjaverslun I. GUÐMUNDSSON & Co. hf. - UMBOÐS OQ HEILOVERSLUN SlMI 91-24020 FAX 91-623145 L i s t r æ n hönnun! Dönsku ELFA háfarnir eru glæsilegir, stílhreinir og sönn eldhúsprýði. Við bjóðum nú nýjar gerðir af þessum vinsælu háfum í 16 mismunandi litum, stáli eða kopar. Einar Farestveit & Cohf Borgartún 28 ® 622901 og 622900 LOGSUÐUTÆKI MARGAR GERÐIR argon- og propangas- mælar súr- og gasmælar, tvöfaldar slöngur, kveikjur, logsuðugleraugu, einstreymislokar, logsuðutæki í settum, súr- og gaskútar. Varahlutaþjónusta. ÁRVÍK hf. ARMÚU 1 - PÖSTHÓLF 8000 -128 REYKJAVlK - SlMI 687222 • TELEX 3012 ■ TELEFAX 687295 Iupphafí skyldi endir- inn skoða Sighvatur Bjarnason, komst svo að orði i seiiini fréttum Sjónvarps (RÚV) á mánudag í fyrri viku: „Það sem í raun og veru kom mér mest á óvart er þessi litli skiln- ingur og litia þekking alþingismanna á sjávar- útvegi og sjávarútvegs- málum. I raun og veru er mjög einkennilegt að heyra að sjávarútvegs- nefnd Alþingis skuli ekki hafa meiri uppiýsingar en þeir hafa um sjávarút- vegsmál." Fréttamaður spyn „Áttu við það að menn í sjávarútvegsnefndinni viti ekki hvað þessir hlut- ir [merkja] eins og tonn á móti tonni og amiað í þeim dúr?“ Sighvatur svarar: „Eg held að svo sé, að hugsanlega sé verið að keyra málin alltof hratt i gegnum þingið; mönn- um gefst ekki tima til að kynna sér málin sem er í raun eðlilegt. Þetta mál er verið að keyra alltof hratt í gegn- um þingið; það liggur í raun ekkert á þvi. Það þarf að klára ákveðin mál varðandi smábátana og annað sem er hægt að gera núna, hitt er hægt að kára i haust, þegar menn eru búnir að átta sig á afleiðingunum. Það á ekki að samþykkja lög i gegnum Alþmgi, þai’ sem menn hafa ekki liug- mynd um hvaða afleið- ingar þau liafa.“ Sighvatur Bjarnason, Vest- mannaeyjum. Er þekking þingheims á sjávarútvegi í molum? Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í sjónvarpsviðtali í fyrri viku að lítill skilningur og lítil þekking þingheims á sjávar- útvegi og sjávarútvegsmálum hafi komið sér mjög á óvart. Varhugavert væri af þeim sökum að keyra þar í gegn afgreiðslu mikil- vægra sjávarútvegsmála sem þingmenn skorti frekari innsýn í til að afgreiða svo vel sé. * Ohagræðið verðlaunað? Síðan segir fréttamað- ur: „Sighvatur segir að með lögunum sé einfald- lega verið að leysa kj:ir- deilu við sjómenn. Frum- varpið hafi það hins veg- ar í för með sér að stór hluti fiskvinnslufólks missi vinnuna. Hann segir einnig að stefnubreyting sem felst i lögunum, geri mönnum erfitt fyrir." Sighvatur: „Menn hafa verið að reyna að skera niður fjái-festingai% losna við skuldir, skera niður fjármagnskostnað en svo dettur alþingismönnum í hug að vinna í þveröfuga átt og þá verðum við að breyta öllu þvi sem verið er að vinna eftir." Fréttamaður spyr: „Þú ert að meina með öðrum orðum að það sé verið að verðlauna þá sem ekki hagræddu"? Sighvatur: „Sumir hafa kannski ekki þurft að hagræða, en það er verið að verðlauna marga þá sem ekkert hafa aðlagað sig að kvótakerfinu. Kvótakerfið er búið að vera hérna þó nokkur ár. Sumir hafa aðlagað sig að því. Aðrir ekki. Og það er verið að verðlauna þá.“ Staðreyndir verður að virða Flestir eni sammála um að veiðisókn verði að ráðast af veiðiþoli tak- markaðra auðlinda sjáv- ar. Keppikeflið er að verðmætustu tegundim- ar nái eðiilegri stofn- stærð, miðað við aðstæð- ur í lífríki sjávar og gefi þamiig mestan viðvarandi arð í þjóðarbúið. Þami afla sem fiskifræðileg rök standa til að taka megi úr nytjastofnum á að sækja með sem minnstum tilkostnaði og vinna í eins verðmæta vöru og kostur er hverju sinni. Sjávarútvegurinn verð- ur að laga sig að þeim veruleika, sem við blasir bæði í lífríki sjávar og viðskiptalegu umhverf; hans og þjóðarbúsins. í því efni má enn betur gera. Löggjafinn verður á hinn bóginn að búa sjáv- arútveginum og atvinnu- rekstri almennt eins góð- ar starfsaðstæður og kostur er. Það er áhyggjuefni, ef ásakanir á borð við þær sem fram- kvæmdastjóri Vinnglu- stöðvarinnar ber fram eiga við rök að styðjast. Jafnvel þótt aðeins væri að hluta. Sinueldar á þremur stöðum í Fliótsdal Geitagerði. KVEIKT var í sinu á þremur bæjum í sveitini sl. laugardag þ.e. á Hrafnkelsstöðum, Langhúsum og Skriðukiaustri. Bæði mann- virki og skóglendi voru þar af leiðandi í verulegri hættu. Slökkvilið, sem var frá Egilsstöð- um, ásamt lögreglu var kvatt á vett- vang með tvo slökkvibíla. Nokkurn tíma tók að slökkva eldana jafnvel þó að veður væri fremur kyrrt. Eld- ar náðu að umkringja olíutank á einum bænum og hann var orðinn heitur þegar tókst að slökkva. Eftir fjárskiptin og tveggja ára hvíld á landinu er viða mikil sina og því mun erfiðara að ráða við sinu- elda. - GVÞ. Útbob ríkisvíxla til 3, 6 og 12 mánaba fer fram mibvikudaginn 4. maí. Nýtt útboö á ríkisvíxlum fer fram á morgun. Um er að ræða 9. fl. 1994 A, B og C í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3, 6 og 12 mánaða með gjalddaga 5. ágúst 1994, 4. nóvember 1994 og 5. maí 1995. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir veröa seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboö í ríkisvíxlana samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverö samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 4. maí. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. Athygli er vakin á því að 6. maí er gjalddagi á 21. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 5. nóvember 1993 og 3. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 4. febrúar 1994. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.