Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 BQ býst l'idod þú hjCi-fir' h.c!ci(jr fkk'< dýu/go- ó- garfetn-t-ti/• tfh.t >.(. / Með morgunkaffíriu ætla að sækja þá svo við get.um verið í stíl * Ast er... ... að trufla hana EKKI meðan hún horfir á uppá~ halds sjónvarpsþáttinn. TM R«g. U.S Pat Otl.—all rights reservod ® 1993 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Sjónvarpið - Plága nútímamannsins Frá Ólafi Ormssyni: FJÖLMIÐLAR eru fyrirferðarmikl- ir í nútímaþjóðfélagi. Sérstaklega á það við um sjónvarpið og er nú svo komið að Islendingar hafa ekki einungis um að velja tvær sjón- varpsstöðvar, Ríkissjónvarpið og Stöð 2, heldur einnig ótal stöðvar í gegnum getvihnattasjónvarp. Með auknu framboði vex lág- kúran, siðleysið, innihaldsleysið og sá gerviheimur sem sjónvarpsrás- irnar eru flestar fulltrúar fyrir þrengir sér inn í líf nútímafólks í auknum mæli. Við þessari þróun hafa margir varað í ræðu og riti og nú síðast Jóhannes Páll páfi sem fór hörðum orðum um sjónvarpið fyrr á þessu ári og sagði það vera beina ógnun við heilbrigt íjölskyldulíf. Þar væri ofbeldi og kyniíf í hávegum haft og áróður rekinn fyrir röngum lífs- gildum. Jóhannes Páll páfi skoraði á foreldra að „slökkva einfaldlega á tækinu“. Hann var harðorður í ræðu er hann hélt um sjónvarpið og fordæmdi foreldra sem notuðu sjónvarpið sem eins konar barn- fóstru. Ofbeldi er ótrúlega fyrirferðar- mikið í dagskrá sjónvarpsstöðv- anna og Stöð 2 hefur t.d. gert of- beldismyndir að sérstakri dægra- styttingu áskrifenda stöðvarinnar um helgar. Þar á bæ er engin helgi án þes að byssu eða hníf sé brugð- ið á loft og hópur manna liggi í valnum. Frá föstudagskvöldi til aðfaranætur mánudags birtast á Stöð 2 á annan tug ofbeldismynda, flestar úr smiðju þeirra í Holly- wood. Auðvitað er ofbeldi einnig að finna í kvikmyndum í Ríkissjón- varpinu og reyndar óþarflega fyrir- ferðarmikið í bíómyndum um helg- ar. Stöð 2 gengur þó að mínu áliti feti framar í dekri sínu við framleið- endur ofbeldismynda og leitar þá jafnvel uppi til að seðja hungur áskrifenda sinna í slíkt efni. Það er sannarlega full ástæða til að vara við ofbeldi í sjónvarpi þar spm það er sannað að það hef- ur beinlínis haft skaðleg áhrif á ungt fólk í hinum vestræna heimi. Og eins og við höfum ekki nóg af hryllingnum, ofbeldinu og skepnuskapnum í fréttum sjón- varpsstöðvanna daglega. Er ekki rétt að hvíla sjónvarpsáhorfendur yfir helgar? Leyfa þeim að njóta klassískra meistaraverka kvik- myndasögunnar eða að reyna að koma með frambærilega skemmti- þætti. Þeir Spaugstofumenn eru önnum kafnir við leikhúsin. Hemmi Gunn stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en auðvitað má auka fjöl- breytnina. Mikil er ábyrgð þeirra manna sem velja ofbeldismyndir á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, gagnvart uppvaxandi kynslóð. Þá ekki síður framleiðenda. Afþrey- ingariðnaðurinn er undirlagður fá- tækt þegar kemur að vönduðu uppbyggjandi efni fyrir sjónvarp. Af])reyingariðnaðurinn vill greini- lega ekki kannast við fagurt mann- líf og virðist aldrei hafa heyrt get- ið um kærleikann og boðskap Krists og það ætlunarverk hans að frelsa manninn frá hinu illa. Afþreyingariðnaðurinn með lág- kúruna að leiðarljósi hefur hertek- ið sjónvarpið og sleppir ekki svo gjarnan takinu. Valið er auðvelt. Það er svo ótal margt fremra sjónvarpinu eins og það birtist hér á íslandi og víðast hvar um heiminn. T.d. bók, góð leiksýning, mannleg samskipti, þátttaka í uppbyggilegu starfi sem þroskar manninn, útivist, náttúru- skoðun, heilsurækt. Sú stöðuga mötun og innræting sem fram fer í sjónvarpi nútímans í þeim til- gangi að sundra heilbrigðu fjöl- skyldulífi og koma í veg fyrir mannleg samskipti kemur fyrst og fremst niður á uppvaxandi kyn- slóð. Hinir eldri og lífsreyndari verða ef til vill ekki svo auðveld- lega blekktir með lágkúru nútíma- sjónvarpsefnis, plágu nútíma- mannsins. ÓLAFUR ORMSSON, rithöfundur, Eskihlíð 16a, Reykjavík. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem af- henda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Opið bréf til Magnúsar Skarphéðinssonar Frá Predrag Dokic: Magnús, vinur. „ímyndið ykkur, lesendur góðir, að ykkur væri kippt þriggja til sex ára gömlum úr faðmi fjölskyldu ykk- ar af einhverri annarri dýrategund en okkar og rneð ykkur farið út í Morgunblaðinu fimmtudaginn 17. febrúar sá ég þetta haft eftir þér. Þar grætur þú örlög hvala. Mér finnst rétt að minna þig á að ná- kvæmlega svona gerðu Tyrkir við Serba með hjálp bosnískra múslima á sínum tíma. Þeir ruddust um sveit- ir Serba, „kipptu" serbneskum svein- börnum, sex ára gömlum, úr faðmi fjölskyldunnar, fluttu burt til Tyrk- lands og gerðu úr þeim tyrkneska hermenn (fallbyssufóður). Eftir það fengu þau ekki að hitta neina aðra mennska manneskju. Þú ert sagnfræðinemi, er það ekki? Semi slíkur ættir þú að vita um örlög Serba meðal Tyrkja og bosnískra múslima — sem voru verri en Tyrkir. Þú og margir landar þín- ir vitið einfaldlega ekki neitt um sögu Serba eða Balkanskaga, og bakgrunn átakanna á þeim slóðum, en samt viljið þið dæma og fordæma. PREDRAG DOKIC, bílstjóri. „þETTA. ER. STF-lMI FF.Á F‘(SKf5ÚF> FJÓt.'WJMPAR.'' Víkveiji skrifar Isunnudagsblaði Morgunblaðsins er frá því skýrt, að lækkun á verði bjórs frá ÁTVR hafi ekki skil- að sér nema að takmörkuðu leyti til neytenda. Bjórtegundir, sem hafi lækkað um rúmlega 5% hjá ÁTVR hafi ekki lækkað nema um 1% að meðaltali' hjá veitingahúsum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að íslenzkir neytendur eru svo tortryggnir í garð viðskiptaaðila, sem raun ber vitni. Dæmin eru of mörg um það, að lækkun á vöru- verði skilar sér ekki til neytenda. Viðskiptaaðilar skáka Þm of í því skjóli, að við búum hér í einangrun langt norður í Atlantshafi og sam- keppni er lítil og samráð stundum meira en það virðist vera á yfirborð- inu. Ferðamannaþjónusta er ein fárra atvinnugreina, sem hafa verið í vexti hér á undanförnum árum. Hins vegar er alkunna að ferða- menn kvarta undan háu verði m.a. á veitingahúsum. Hvers vegna- f ósköpunum nota veitingahúsin ekki tækifærið til að lækka verð á vöru eins og bjór í þessu tilviki, þegar innkaupsverð lækkar? xxx Mörgum þykir Framsóknar- flokkurinn hafa breytt snögglega um svip nú fyrir helgina, þegar formannsskipti fóru fram. I viðtali, sem Morgunblaðið birti sl. laugardag við Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins og í ræðu, sem hann hélt á miðstjórnar- fundi flokksins sl. föstudag komu fram athyglisverð ný sjónarmið í atvinnumálum, sem lofa góðu. Hins vegar er það ótrúleg bjart- sýni hjá hinum nýja formanni Fram- sóknarflokksins að halda, að Islend- ingar hafi möguleika á að hafa áheyrnarfulltrúa hjá Evrópusam- bandinu meira að segja með mál- frelsi! Hvernig dettur formanni í stjórnmálaflokki, með tveggja ára- tuga reynslu í stjórnmálum í hug að láta svona hugmyndir frá sér? xxx Fréttir um slys á vélsleðum eru að verða of tíðar. Á undanförn- um árum hefur hálendi Íslands opn- ast til ferðalaga að vetri til með stórkostlegum hætti. Yfirleitt fara menn á vélsleðum eða sérstaklega útbúnum jeppum. Vetrarferðir um hálendið eru að verða eftirsóttar hjá erlendum ferðamönnum. En hætturnar eru augljósar. Menn þeytast um á vélsleðum en gæta ekki að sér. Það er tímabært að hefja umræður um það, hvernig hægt er að koma í veg fyrir tíð slys á vélsleðum, í sumum tilvikum dauðaslys. Hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna í þessum ferðum? Hvaða aðvaranir fær óvant fólk áður en það Ieggur af stað á vélsleð- um o.s.frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.