Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 1
64 SIÐUR /B 98. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mandela fagnar sigri í suður-afrísku kosningunum „Loksins er Suður- Afríka orðin fnáls“ Jóhannesarborg, Pretoríu. Reuter. „ÞIÐ hafið sýnt slíka stillingu, þolinmæði og staðfestu í barátt- unni fyrir því að endurheimta landið, og gleðin er slík að þið getið hrópað af þökum húsanna - loksins er Suður-Afríka frjáls," sagði Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), í gær þegar hann fagnaði sigri í fyrstu þingkosningunum með þátttöku allra kynþátta. Þegar tæpur helmingur atkvæð- anna hafði verið talinn í gærkvöldi Af sálar- stríðinu í Kreml Lundúnum. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur skrifað nýja end- urminningabók, þar sem hann lýsir sjálfum sér sem einmana manni, höldnum þunglyndi og efasemdum um eigið ágæti, hörðum í garð undirmanna sinna en jafn gagnrýnum á sjálfan sig. Endurminningabók Jeltsíns heitir „Sjónarhornið frá Kreml“ og er jafn opinská og fyrri bók hans, sem gefin var út fyrir fjór- um árum, skömmu eftir að hann varð forseti rússneska þings- ins. Bókin þykir afar ólík hefðbundnum • æviminningum stjórnmálamanna, sem leggja sig yfirleitt fram við að sanna að þeir hafi tekið réttar ákvarð- anir. Jeltsín er óhræddur við að greina lesandanum frá sálar- stríði sínu, viðkvæmninni og breyskleika sínum. Hann skýrir meðal annars frá „lamandi þunglyndisköstum, alvarlegum eftirþönkum, svefnleysi og höf- uðverkjum um miðja nótt, tár- um og örvæntingu .. Ut á við virðist Jeltsín einarð- ur stjórnmálamaður en hann kveðst sjálfur oft ráðalaus og hikandi og gerast stundum sek- ur um fljótfærnisieg mistök, sem hann sjái síðan eftir. Til að mynda hafi sér orðið á í messunni með því að velja Alex- ander Rútskoj sem varaforseta- efni sitt í kosningunum árið 1991. Hann seg'st ekki hafa vitað hvern hann ætti að velja og asnast til að tilnefna Rútskoj sökum glæsileika hans og vegna þess að hann væri „fædd- ur til að standa í kosningabar- áttu“. Jeltsín segir að sú ákvörðun að leysa upp þingið í september í fyrra hafi valdið sér mikilli sálarangist. Hann hafi of lengi verið tregur til að beita valdi og láta vopnaða verði veija þinghúsið, og þau hörmulegu mistök hafi leitt til enn meiri blóðsúthellinga. var Afríska þjóðarráðið með 62,8% fylgi á landsvísu en Þjóðarflokkur de Kierks með 23,6%. Líklegt var þó að Þjóðarflokkurinn héldi völd- unum í Vestur-Höfðafylki, en þar var hann með meirihlutafylgi í fylk- iskosningunum. Pallo Jordan, yfirmaður upplýs- ingaskrifstofu ANC, kvaðst telja að flokkurinn myndi fá 58-62% atkvæðanna í kosningunum. Inkatha-frelsisflokkur Zúlu- manna var með 6,1% fylgi og hægrimenn í Frelsisfylkingunni, sem vilja sjálfstjórn Búa, 2,9%. „Á þriðjudag læt ég af embætti forseta í þeirri trú að við höfum tryggt það sem við settum okkur fyrir fjórum árum og þremur mán- uðum,“ sagði F.W. de Klerk í ræðu við höfuðstöðvar Þjóðarflokksins og vísaði til sögulegrar ræðu sinnar á þinginu í febrúar 1990, þar sem hann tilkynnti þá ákvörðun sína að afnema aðskilnaðarstefnuna. „Ég fel völdin ekki í hendur núverandi meirihluta, heldur suður- afrísku þjóðarinnar. Ég geri -það í þeirri vissu að hér eftir verði æðsta valdið í hennar höndum," sagði de Klerk og óskaði Mandela til ham- ingju með sigurinn. „Mandela tekur bráðlega við æðsta embætti þessa lands með þeirri miklu ábyrgð sem því fylgir. Hann þarf að beita þessu valdi á sanngjarnan hátt til að full- vissa alla kynþættina um, að hann beri hag þeirra allra fyrir bijósti. Og ég er viss um að það er ein- mitt ætlun hans.“ Hópur blökku- manna hlýddi á ræðu de Klerk og söng: „Við elskum þig F.W. de Klerk..“ Senna syrgður BRASILÍUMAÐURINN Ayrton Senna, þrefaldur heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, lést á sunnudag eftir að hafa ekið út af á 300 km liraða í keppni í San Marínó á Ítalíu. Áður hafði Austurríkismaðurinn Roland Ratzenberger beðið bana eftir útafakstur í tímatöku fyrir keppnina. Myndin er af aðdáend- um Senna, sem söfnuðust saman við líkhús í Bologna. Þar er lík hans geymt þar til það verður flutt til Brasilíu. Sjá nánar á bls. B8. Reuter Hátíðahöld í Suður-Afríku MILLJONIR blökkumanna í Suður-Afríku fögnuðu í gær kosningun- um og nýfengnu frelsi. Á myndinni eru svört og hvít börn með fána Afríska þjóðarráðsins og nýjan fána landsins. Liðsflutningar Serba til N-Bosníu Ottast að átökin færist til Brcko New York, Kaupmannahöfn, Madrid. Reuter. SERBAR hafa hafið mikla liðs- og vopnaflutninga til borgarinn- ar Brcko í Norður-Bosníu og Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ætla að senda þangað eftirlitsmenn á næstu dögum. Madeleine Al- bright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur í tvígang á einni viku gagnrýnt störf friðargæslusveita og stjórn hennar, sem er í höndum Frakka og Breta. Fréttir bárust í gær af því að spenna hefði aukist mjög í Norður- Bosníu, Serbar og múslimar hefðu aukið mjög viðbúnað sinn við borg- ina Brcko, sem er mjög mikilvæg hernaðarlega. Sagði útvarpið í Sarajevo að herir Serba hefðu flutt menn og vopn frá Gorazde til Brcko og þetta væru umfangs- mestu flutningar til þessa í stríð- inu. Albright gagnrýnir Boutros-Ghali Madeleine Aibright hefur sent bréf til Boutros Boutros-Ghalis, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og mótmælt harðlega yfírlýsingum sem háttsettir menn innan gæslusveitanna létu falla á fundi með blaðamönnum á föstu- dag. Þeir létu þá í ljós efasemdir um loftárásir á Serba umhverfis Gorazde í Bosníu, þar sem her múslima liefði ýkt það hversu siæmt ástandið væri í borginni, í von um að fá hjálp erlendra heija. Hlutar úr bréfi Albright voru biitir í New Yovk Times i gær. Þar minnti Albright Boutros-Ghali á að hann hefði fyrstur óskað eft- ir því að Atl- antshafsbanda- lagið (NATO) gerði loftárásir á Bosníu-Serba til að koma í veg fyrir að þeir næðu Gorazde á sitt vald. Boutros- Ghali svaraði bréfi Albrights ,í gær og sagði gagmýni embættismanna Sameinuðu þjóðanna „algjörlega óviðunandi" og óskaði eftir því að málið yrði rannsakað. Osættið á milli Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna hófst fyr- ir tíu dögum þegar Manfred Wörn- er, framkvæmdastjóri NATO, gagnrýndi ákvörðun Yasushis Ak- ashis, sérlegs sendimanns SÞ í Bosníu, að samþykkja ekki loft- árásir á Serba, sem NATO hafði áður samþykkt. Studdu Banda- ríkjamenn Wörner í þessu máli en Sir Michael Rose, yfirmaður her- afla SÞ í Bosníu, og Beitmnd de Lapresle, yfirmaður heija SÞ á Balkanskaga, fylgja Akaslú að málum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.