Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 Hver er framtíðarstefnan? Opið bréf til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra eftir Ellert Ólafsson Heill og sæll og kærar þakkir fyrir heilladrjúgt starf sem borgar- stjóri og ekki síður fyrir einstakt hugrekki við að losa Sjálfstæðis- flokkinn úr þeirri sjálfheldu sem hann var kominn í. Nú stendur þjóðin á tímamótum í atvinnumálum og samskiptum við útlönd og á þessum örlagatímum finnst mörgum að alþingi og ríkis- stjórn leggi fátt til mála og skorti nauðsynlega dirfsku og framtíðar- sýn. Þess vegna langar mig í allri vin- semd að benda á nokkur atriði sem ég tel að stjórnmálamenn þurfi að leggja meiri rækt við. Sögubrot Það er erlendum mönnum mikið undrunarefni hvernig fátækir ís- lenskir kotbændur, sem kúldi-uðust í ljóslausum moldarhreysum og klof- uðu daglangt snjóskafla með hríð- argrettu á vör gátu sett saman og varðveitt frumleg skáldverk sem telj- ast nú til heimsbókmennta. Enn í dag eru þessar merku skræður dýr- mætasta djásn og stolt þessarar þjóðar. Sagnahefðin, einangrunin og hinn flókni uppruni skipa okkur sérstöðu meðal þjóða, enda erum við uppá- haldsrannsóknarefni mannfræðinga um heim allan. Eftir rúmlega þúsund ára sult, kúgun og harðæri lenti þessi fátæka bókaþjóð skyndilega i þeirri miklu reynslu að verða á nokkrum árum fokrík með nokkuð óvenjulegum hætti. Danir sendu okkur Thor Jensen, Norðmenn kenndu okkur að veiða síld og hval, stríðið reyndist okkur hreinasta gullnáma og við fengum gjafmildan og örlátan bandarískan „Með því að breyta sjáv- arútveginum úr háþró- aðri rányrkju í vísinda- legan sjávarbúskap væri hægt að marg- falda aflann og gera útgerð og fiskvinnslu að arðbærum og vax- andi atvinnugreinum.“ her. Ofan á allar þessar dásemdir fengum við suðurameríska verð- bólgu og bankastjóra sem lánuðu án endurgreiðslu. Það ríkti kátína á þjóðarskútunni, þá jafngilti banka- lán happdrættisvinningi og var ávís- un á eilífa sælu. Bankastjórar hlutu guðlegt vald og ákváðu hveijir hlytu biessun Mammons og hveijir ekki. Á þessum dýrðardögum urðu margir fokríkir og enn fleiri misstu aleig- una. Eftirstöðvar þessa blómaskeiðs sjást í fjölbreyttum, ofvöxnum íbúð- arbyggingum um allt land, fiski- skipaflota, frystihúsum og iðnaðar- mannvirkjum sem sóma hvaða stór- veldi sem er ásamt glæsilegum fisk- eldisköstulum og lítt notuðum orku- verum til fjalla sem eru villugjörnum og göngumóðum ferðamönnum til mikillar hjálpar við að rata um land- ið. Dapurlegur hrunadans Það er dauft yfir landsmönnum þessa fallegu vordaga. Atvinnumál eru í lamasessi, heilu byggðarlögin í sárum, blekbóndinn mikli frá Lax- nesi er hættur búskap, nú eru ekki lengur skrifuð bréf til Láru, inn- heimtulögfræðingar standa blóðugir uppfyrir haus við að höggva ekkjur, einstæðar mæður, húsbyggjendur og athafnamenn, eiturlyfjabarónar dafna vel, frumkvöðlar og vísinda- menn yfirgefa landið í hópum. Klósettveggjabókmenntir piýða nú litskrúðug tímarit og mannorðs- morðingjar og klámhundar leika þar lausum hala, sjónvarpsstöðvarnar hafa á boðstólum mikið úrval af glæpaefni og Morgunblaðs-Sigmund gerir sitt besta við að ræna stjórn- málamenn ærunni. Fiskistofnarnir eru að verða uppveiddir og þúsundir ungmenna í framhaldsnámi sjá fram á algjört svartnætti í atvinnumálum. Jæja Davíð, nú er komið tækifæri fyrir þig að sýna að þú sért verðug- ur eftirmaður Ólafs og Bjarna og markir nýja stefnu fyrir land og lýð. Forystusauðir Tii er einkennileg manngerð sem velur sér það hlutskipti að kanna ókunn lönd, feta ótroðnar slóðir, framkvæma það sem aðrir töldu ófært, láta drauma verða að verú- leika. Náttúra og eðli þessara manna er með þeim ólíkindum að þeir láta oft jarðnesk gæði víkja fyrir köllun sinni. Þeir sem skipa þennan flokk eru m.a. uppfinningamenn, frum- kvöðlar í félags- og trúmálum, frum- heijar í atvinnulífi, skáld og lista- menn. Hjá erlendum menningarþjóðum er allt gert til að greiða götu slíkra manna enda fer velmegun þjóða að miklu leyti eftir því hversu vel þeim tekst til. Áður fyrr þegar gróður var blómlegri en nú er þótti hæfa að brenna þetta fólk, nú er reynt að þaga það í hel. Islendingar eru í eðli sínu róttæk menningar- og hugvitsþjóð sbr. dá- læti okkar á skáldskap, skák, bridds, tölvutækni og jarðfræði. Upplýsingaöldin er gengin í garð og þekkingar- og skemmtimiðlun á Ellert Ólafsson. eftir að verða stærsti atvinnuvegur heimsins. Kenna þarf landsmönnum að líta á heiminn sem eitt markaðs- svæði og láta af hinni innhverfu heimsmynd kotbóndans. Tónlistar- menn, auglýsingateiknarar, hönn- uðir, uppfinningamenn og aðrir skapandi menn eiga að leggja aðalá- hersluna á erlendan markað og stjórnvöld verða að taka virkan þátt í þeirri baráttu. Því má samt aldrei gleyma að það sem gleður og styrkir mannsálina á stuttum lífsferli er einlæg trú og gagnkvæm ást og virðing á sam- ferðafólki. Til þess að ná þessu markmiði þarf að bæta menntun og kjör presta og barnaskólakennara og stuðla að ýmiskonar mannbæt- andi félagsstarfsemi. Prestarnir verða að láta af þessu eilífa sífri og leiðigjarna halelújakvaki og fara að tala mannamál, ganga á meðal fólks og hafa skoðun á siðfræðilega um- deildum málum svo sem klámi, launa- og félagslegu misrétti, vímu- efnum og íjölskyldumálum. Alþjóðlegt samstarf þarf að stór- auka og leggja meiri áherslu á tungumálakennslu. Því miður fara tengsl okkar við hinar norrænu frændþjóðir minnkandi en það stafar af óhóflegri dönskukennslu, en það mál geta Islendingar ekki lært þrátt fyrir 6-8 ára nám. Með því að kenna norsku í stað dönsku væri hægt að leysa þann Gordíonshnút. Sjávarbúskapur við ísland er framtíðardraumur Fyrir nokkrum áratugum tókst vísindamönnum að búa til með erfða- fræðilegum aðferðum nýjar tegundir af hveiti og hrísgtjónum. Þessi græna bylting færði akursvæði jarð- ar verulega til norðurs og uppskeran í Mexíkó og Indlandi margfaldaðist. Nú er svo'komið að akurlendi jarð- ar sem er aðeins ‘/10 af þurrlendinu og 3% af yfirborði jarðar getur ekki gefið meira af sér en mannkyninu ijölgar með ógnvekjandi hraða. Á árabilinu 1995-2025 er gert ráð fyrir að jarðarbúum fjölgi um 2,6 milljarða sem er sama tala og íbúar jarðar voru árið 1950. Aukin matvælaframleiðsla úr haf- inu sem þekur 71% af yfirborði jarð- ar er nú álitin vænlegasta leiðin til að bjarga mannkyninu frá hungurv- ofunni. Sjórinn í kringum ísland er eitt fijósamasta hafsvæði heimsins og fiskistofnarnir við landið lifa flestir allt sitt líf á íslenska landgrunninu. Hafsvæðið sem afmarkast af land- grunninu er því í raun risavaxið fiskabúr, þar sem okkar nytjafiskur dvelur allt sitt líf. Með því að breyta sjávarútveginum úr háþróaðri rán- yrkju í vísindalegan sjávarbúskap væri hægt að margfalda aflann og gera útgerð og fiskvinnslu að arð- bærum og vaxandi atvinnugreinum. Meðalstór árgangur af 3ja ára þorski er aðeins um 150 milljón fisk- ar en það er svipuð tala og hrogna- ijöldinn í 15-20 fiskum. Með því að klekja út t.d. 1 milljarð þorsk- hrogna á ári og ala lirfurnar og seið- in í nokkra mánuði og sleppa þeim síðan í hafið væri hægt að auka Styðjum við bakið á þeim, Þau eru á okkar vegum. + Rauöi kross íslands Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 91-626722 Sendifulltrúar Rauða krossins á neyðarsvæðum eru oft síðasta von hinna varnarlausu. Þeir hafa bjargað milljónum mannslífa um víða veröld.Við íslendingar höfum lagt okkar að mörkum í því mannúðarstarfi. En betur má ef duga skal. Á sjötta tug íslenskra sendifulltrúa úr mörgum starfsgreinum hafa starfað á vegum Rauða krossins í 30 löndum á undan- förnum árum. Þeir njóta virðingar og eru eftirsóttir vegna víðtækrar reynslu, útsjónarsemi og dugnaðar - mannkosta sem nýtast vel þar sem allt er í hers höndum. Taktu þátt í mannúðarstarfínu með okkur og greiddu gíróseðillnn í næsta banka eða pósthúsi. Framlag þitt hjálpar þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.