Morgunblaðið - 03.05.1994, Side 38

Morgunblaðið - 03.05.1994, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 RAÐAUGi YSINGAR Skólastjóri - kennari Skólastjóra og kennara vantar við Grunnskól- ann í Holti í Önundarfirði. í skólanum eru rúmlega 20 nemendur í 1.-8. bekk. Holtsskóli er sveitaskóli á fallegum og friðsælum stað í Öndunarfirði. íbúð er á staðnum og gætu því þessi störf hentað fyrir sambýlisfólk. Upplýsingar gefur Sigríður í síma 94-7655 og Erna í síma 94-7843. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Staða skólastjóra við Melaskóla er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst nk. Umsóknir berist til fræðslustjóra fyrir 30. maí nk. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í fast starf nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða er í nýlegu húsnæði. Á sjúkradeild, ásamt fæðingardeild, eru 32 rúm, auk þess er rekin 11 rúma þjónustu- deild í tengslum við sjúkrahúsið. Ódýrt húsnæði er í boði og aðstoð veitt við flutning á búslóð. í Neskaupstað er leikskóli og dagheimili, tónskóli, grunnskóli og framhalds- og verk- menntaskóli. Veðursæld er rómuð og fjöl- breyttir möguleikar til tómstundaiðkana eru fyrir hendi. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 97-71403 eða framkvæmdastjóra í síma 97-71402, sem gefa allar nánari upplýsingar. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumar- afleysinga. Framkvæmdas tjóri. Borgarnes Rannsóknastofa mjólkuriðnaðarins mun flytj- ast til Borgarness (íhúsnæði Mjólkursamlags Borgfirðinga) íjúlí-ágúst. Nokkrir starfsmenn óskast til starfa við stofuna í Borgarnesi: A. Starfsmaður með þekkingu/menntun á örverusviðinu og/eða rannsóknastofumennt- un. Starfsreynsla nauðsynleg. Starfið felst í móttöku og meðferð mjólkursýna, gerlarækt- un, prófunum, framleiðslu gerlaætis o.a. efna, vörutiltekt, afgreiðslu pantana o.fl. B. Starfsmaður til hliðstæðra starfa. Reynsla af störfum á rannsóknastofu æskileg. C. Aðstoðarmaður við gæslu sjálfvirkra mælingartækja, tölvuskráningu gagna, pökk- un og frágang sendinga o.fl. Sérmenntunar ekki krafist. Hlutastarf kemur til greina í öllum tilfellum. Ath.: Starfsmaður skv. lið A þarf að geta hafið störf sem fyrst í Reykjavík, þar sem starfsemin er nú. Skriflegar umsóknir með sem fyllstum upp- lýsingum þurfa að berast framkvæmdastjóra fyrir 15. maí nk. Athugið að tilgreina hvaða starf er sótt um. Rannsóknastofa mjólkuriðnaðarins, pósthólf5166, 125 Reykjavík. Baader-maður Vanan Baader-mann vantar á Hópsnes GK 77. Upplýsingar í símum 91 -37336 og 92-68475. Hvolsskóli Hvolsvelli auglýsir Okkur vantar kennara í myndmennt, íþróttir, tónmennt og almenna kennslu yngri og eldri barna. Upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðar- skólastjóra í símum 98-78408 og 98-78139, eða í heimasímum 98-78301 og 98-78384. Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Engihjalli 6 - opið svæði Á Bæjarskipulagi eru til kynningar uppdrætt- ir af skipulagi opins svæðis á lóðinni nr. 6 við Engihjalla. Uppdrættirnir eru einnig til sýnis í verslunarmiðstöðinni Engihjalla 8. Uppdrættirnir verða til kynningar á Bæjar- skipulagi, Fannborg 2, 4. hæð, milli kl. 9.00- 15.00 alla virka daga frá 3.-13. maí 1994. Skipulagsstjóri Kópavogs. Nám íTannsmiðaskóla íslands Umsóknir skal senda til Tannsmiðaskóla ís- lands, c/o skrifstofu tannlæknadeildar Há- skóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. júní nk. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið grunnskólaprófi og hafa jafngildi stúdentsprófs í ensku og einu Norðurlandamáli, auk þess er undir- stöðuþekking í efnafræði æskileg. Umsóknum skal fylgja: 1. Staðfest afrit eða Ijósrit af prófskírteinum. 2. Læknisvottorð um almennt heilsufar ásamt vottorði um óbrenglað litskyggni. 3. Meðmæli sem kynnu að skipta máli. 4. Umsóknir skulu vera vel merktar með nafni, heimilisfangi og símanúmeri viðkomandi. Skólanefnd. Tæknifræðingafélag íslands Ráðstefna um arðsemi vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræð- ingafélag íslands standa fyrir opinni ráð- stefnu um arðsemi vegaframkvæmda á höf- uðborgarsvæðinu. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, ríkisins, sam- taka iðnaðarins og verkalýðsfélaganna fjalla um málið frá ýmsum sjónarhornum. Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 5. maí nk. í Borgartúni 6 og hefst kl. 12.30. Upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu TFI og VFÍ, símar 688511 og 688505, mynd- riti 689703. Undirbúningsnefnd VFÍog TFÍ. iiBnri1 >() Gaggó Vest Skólafélagar ’60-’64, f. '47: Endurnýjun gam- alla kynna föstudaginn 13. maí nk. Mætum öll. Hafið samband sem fyrst við Möggu, s. 78457, Eddu, s. 79784, Sigga, s. 71369 eða 72400, Gulla, s. 35286, Snorra, s. 72526, Boggu, s. 73738 eða Siggu s. 73361. Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hjallasafnaðar verður haldinn sunnudaginn 8. maí nk. í safnaðar- heimilinu. Fundurinn fer fram að aflokinni messu, sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. SJÁLFSBJÖRG FÉLAG FATLAÐRA I REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Hátúni 12, pósthólf 5183, sími 17868 Félagsfundur Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni, heldur félagsfund í matsal, Hátúni 12, í dag, þriðjudaginn 3. maí, kl. 20.00. Dagskrá: Kosningar á 27. þing Sjálfsbjargar, haldið 10.-12. júní 1994. Forstjóri Tryggingastofnunar, Karl Steinar Guðnason, flytur erindi í kaffihléi. Stjórnin. § H | FÉLAGSIVIÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR lBf Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500 Sýningar og vorhátíð ífélagsmiðstöðvum aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar Félags- og tómstundastarf 25 ára í auglýsingum í síðustu viku misrituðust sýn- ingardagar í Bólstaðarhlíð 43 og Lönguhlíð 3. Sýningin í Bólstaðarhlíð verður í lok maí, dagana 28., 29. og 30. maí, frá kl. 14.00- 17.00. Sýningin í Lönguhlíð 3 verður dagana 7., 8. og 9. maí, frá kl. 14.00-17.00. Allir velkomnir. Geymið auglýsinguna. Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Smá auglýsingar FERÐAFELAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682S33 Miðvikudagur 4. maí kl. 20 Lýðveldisganga Ferða- félagsins - 3. éfangi Elliðavatn - Silungapollur. Skemmtileg og þægileg kvöld- ganga frá bænum Elliðavatni um Kirkjuhólma og Hólma niður að Silungapolli (Ath. að þetta er styttri leið en upphaflega var áætluð). Nauðsynlegt er að vera í vatnsvörðum skóm eða stígvél- um. Um 2 klst. ganga. Komið með - gengið í átta áföngum að Lögbergi á Þingvöllum! Gang- an endar þar 26. júní. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Fritt fyrir börn með fullorðn- um. Verð kr. 500. Ferðafélag (slands. □ EDDA 5994050319 I Lf. I.O.O.F. Rb. 4= 143538 - 8'h I. UTIVIST ÍHallveigarstig 1 • simi 614330 Myndakvöld 5. mai Sýndar verða myndir frá Surtsey og hellunum þar, myndir frá Kalmanshelli og frá sigi í hella o.fl. Eftir hlé verða sýndar mynd- ir frá ferð Útivistar um Lónsör- æfi sl. sumar. Sýningin hefst kl. 20.30 í húsnæði Skagfiröinga- félagsins í Stakkahlíð 17. Hlað- borð kaffinefndar er innifalið í aögangseyri. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.