Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 Nokkrar af brúðunum sem verða á sumarsýningunni. Sumar í Islenska brúðuleikhúsinu ÍSLENSKA brúðuleikhúsið er að ljúka sýningum á Mjallhvíti og dvergunum sjö um þessar mundir, en alls hafa verið um fimmtíu sýningar á þessu vinsæla ævintýri. Sýningarnar hafa farið fram í húsnæði íslenska brúðuleikhússins við Flyðrugranda í vetur og hef- ur fjöldi leikskóla- og skólabarna séð sýninguna, en húsnæðið getur rúmað um 30 manns í sæti. í sumar, nánar tiltekið í júní og sýningar, þar sem hann sýnir með- júlí, verður íslenska brúðuleikhúsið al annars brúður sem dansa, leika Stólar List og hönnun Bragi Ásgeirsson STÖÐLAKOT: opið 14-18, Þórdís Zoega, til 8. maí Sumar sýningar í Stöðlakoti falla þannig að rýminu, að það er eins og beðið hafi verið eftir þeim. Húsakynnin eru forn, en samt sem áður virðist samtíma- list njóta sín þar engu síður og jafnvel betur en eldri myndlist. þetta hefur komið mjög vel fram á undanförnum misserum og einkum eru mér minnisstæðar framkvæmdir er falla ekki beint undir skilgreininguna myndlist svo sem sýningar á ljósmyndum, listiðnaði og hönnun. Og nú er þar í gangi sýning sem er eins og sniðin að rýminu og er um að ræða stóla sem hönn- uðurinn Þórdís Zoega hefur teiknað. Þórdís útskrifaðist úr Skolen for Brugskunst í Kaupmanna- höfn 1980, auk þess var hún við framhaldsnám í húsgagnahönn- un í arkitektaskólanum í sömu borg 1980-81. Hún er meðlimur f FHÍ (félagi húsgagna- og innan- húsarkitekta) og í Félagi áhuga- manna um hönnun, „Form Is- land“. þetta er fyrsta einkasýning Þórdísar, en áður hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Þórdís hefur tilhneigingu til ýmissa átta í hönnun sinni og þannig eru form stólanna í senn nútímaleg sem sígild. Ekki er þó svo að hún vilji þræða bil beggja eða koma með málamiðlanir, heldur virðist henni þessi fjöl- breytni eðlislæg. Og ekki telst það fyrir þá sök að ég kunni síð- ur að meta nútímaleg form í stól- um að ég hreifst mest af hinum sígildari. Annars vegar þeim sem ber nafnið „Mímir“, sem er í mjög almennu formi en ákaflega aðlaðandi og þægilegur, og hins vegar „Sess“ sem hefur svip af gömlum fundarstólum. Ekki spill- ir að fyrri stóllinn er klæddur íslenzku selskinni, eða fléttaður með kínverzku sefgresi í setu og baki, og er fléttan unnin hjá Körfugerð Blindrafélagsins. Þá er Sess m.a. klæddur með stein- bítsroði, sem áréttar enn einu sinni, að nýta má fiskinn okkar á annan veg en til matar og er þetta liður í nýrri vakningu hér á landi, sem því miður er sprott- in af illri nauðsyn. A þetta hafa menn verið að benda í áratugi Þórdís Zoega. svo og gildi og arðsemi hönnun- ar. Nýlega las ég í erlendu blaði, að ull geti verið góð til að bæta hljómburð í tónleikasali! Var þá átt við að hún væri notuð sem fóður í sæti og bök, sem væri svo klætt með þunnu leðri (mætti kannski reyna steinbítsroð?) til að jafna hljóðið. Og þetta vissu arkitektar og hönnuðir í útland- inu fyrir hálfri öld og meir. Það er margt fleira áhugavert á þess- ari fyrstu sýninu Þórdísar Zoéga, en sem ég vék sérstaklega að hér, og henni er mjög vel fyrir komið í rýminu og er hönnuðinum til ómælds sóma. opið á laugardögum og sunnudög- um frá klukkan 14-17. Verða þar til sýnis brúður, sem brúðuleikstjór- inn, Jón E. Guðmundsson, hefur hannað á yfir fjörutíu ára ferli sín- um. Auk þess verður Jón með litiar á hljóðfæri, segja sögur og temja villt dýr. Nánari upplýsingar um sumar- starf brúðuleikhússins gefur Jón E. Guðmundsson, Kaplaskjóisvegi 61. Söngtónleikar Suðurnesjamanna í Garði SONGTONLEIKAR verða í Sæ- borg, húsi verkalýðsins í Garði, miðvikudaginn 4. maí nk. kl. 20.30. Einleikstónleikar Gerðubergs Tónlist Ragnar Björnsson Gunnar Kvaran, selló. Gísli Magnússon, píanó. 30. apríl 1994. Sérlega áhugaverð efnisskrá fylgdi tónleikunum á laugardaginn ekki í fyrsta skipti þar á bæ, Reyn- ir Axelsson ritar fróðlega grein um tilbrigðaformið, eða formin, rekur þróun þess forms, stílbreytingar og tegundir. Þetta gerir Reynir af mik- illi þekkingu og yfirvegun og er ölium áhugasömum fróðleg og holl lesning. Anna Margrét Magnús- dóttir skrifar einnig ianga og skemmtilega grein um framvindu og merkingu í tónlist. Eðlilega er þar líka um vangaveltur að ræða og nauðsynlegt að hafa rökhyggj- una sem minnst btjálaða og það tekst Önnu Margréti. Gaman væri að fara út í frekari vangaveltur, en hér er víst hvorki staður né stund til þess, þó verður manni á, í fram- haldi af þessu, að velta fyrir sér hvort rétt sé að tala um einleikstón- leika þar sem tveir sólistar leiða fram hesta sína, en svo var yfir- skrift efnisskrárinnar þeirra Gunn- ars og Gísla. Báðir eru þeir einleikarar og al- gjört jafnræði var með hljóðfærun- um í sumum verkefnunum a.m.k. Að vísu er talað um einsöngstón- leika, spurning hvort það stenst rökræna hugsun?, og þegar svo kemur að klassískum „Lied“-tón- leikum, er taiað um ijóðatónleika, aldrei einsöngstónleika. Þeir Gísli og Gunnar eru mjög góðir tónlistar- menn, eins og alþjóð veit, og for- vitnilegt var að heyra fyrsta verkið á efnisskránni, Sónötu í g-moll eft- ir lítt þekktan enskan höfund frá 17. og 18. öld, og sé hljómagangur frá hendi þessa höfundar, er um töluverða framsýni höfundar er að ræða, en í efnisskrá segir að verkið sé í útsetningu E. Cahnbley frá 1918. Solitaire er gamalt og endur- unnið einleiksverk fyrir selló eftir Hafiiða Hallgrímsson, einskonar svíta í fimm þáttum þar sem 3. og 4. þátturinn eru áberandi best skrif- aðir. Fjórði þátturinn, Dirge, minnti aðeins á ísl. kvæðalag og fimmund- arsöng, og stundum líkist tónninn í sellóinu, sem spilað væri á sög. Sem vænta mátti reyndi á ýmsa þætti sellótækninnar í köflunum fimm: Í Hándel-Beethoven tilbrigð- unum 12 sýndu þeir Gísli og Gunn- ar oft mjög fínan leik, en einhvern veginn fannst mér þeir ekki alltaf vera samferða í hugsun, en svo ólík- ur er túlkunarmáti þeirra. Af þeim ástæðum tók Gunnar nokkuð mik- inn á sellóinu á stundum og um of í „saklausu" verki og litlum sai, festingar himnanna hefðu ekki gef- ið sig þótt átökin hefðu verið aðeins minni. Élégie op. 24 léku þeir félag- ar með miklum dynamiskum and- stæðum og eftir Tarantellu eftir W.H. Squire kom í lokin „Söngur fuglanna" eftir P. Casals, sem byij- ar eins og sænska þjóðlagið Ach Vármaland du sköna. Þessa fallegu melódíu lék Gunnar geysifallega. Hom og orgel í Hallgrímskirlgu Tónlist Jón Ásgeirsson Joseph Ognibene, homleikari, og Hörður Áskelsson, orgelleikari, héldu sérstæða tónleika í Hall- grímskirkju sl. sunnudag. Um var að ræða samleik á horn og orgel en líklega eru fá verk til með slíkri hljóðfæraskipan, enda voru sam- leiksverkin öll umritanir á samleik fyrir píanó eða hljómsveit. Tónleik- arnir hófust á fiðlusónötu eftir Corelli og trúlega er ekki fjarri að leika „continuo" röddina á orgel. Samleikur þeirra félaga var mjög fallegur en þar sem tónn hornsins og orgelsins er af sama toga, þ.e. blásinn, var samruni hljómsins stundum einum of mikili, þannig oft var erfitt að aðgreina hvað var orgelsins eða hornsins, í mikilli enduróman kirkjunnar. Hörður lék tvö orgelverk, Magn- ificat, eftir Dandrieu og Gotnesku svftuna eftir Boéllmann. Franski orgelleikarinn Jean-Frangois Dandrieu eða D’Andrieu) samdi fallega orgeltónleik og honum lét mjög vel að semja leikandi tvírödd- uð verk, sem hann gjarnan nefndi dialogue og var þesi samtalsleikur raddanna oft fallega útfærður og sömuleiðis faliega leikinn af Herði. GotneSka svítan er rismikið verk og eftir að hafa heyrt það oft leik- ið, færist áhuginn gjarnan á milli kafla verksins og nú fannst undir- rituðum mest til um annan þáttinn, „gotneska menúettinn” og þann þriðja, sem er órnþýð og lítilát bæn, en báða þessa kafla lék Hörð- ur afburðavel, með sérlega skýrri raddskipan. Tokkatan var einnig mjög vel leikin en það var bænin, með sinni sérkennilegu leit upp í leiðsögutóninn, sem þó fær ekki að finna lausnina nema undir það síðasta og þá upp í yfirsvífandi- þríundina, sem nú átti sér sterk- asta endurómanina. Tvö stutt samleiksverk komu næst, Rómansa eftir Saint-Saéns og Andante þáttur eftir Richard Strauss, sem hann samdi 24 ara, í tilefni silfurbrúðkaups foreldra sinna árið 1888, sama árið og hann samdi tónaljóðið Don Juan. Þetta verk var svo ekki gefið út fyrr en 1973. Verkið er fallegur „Lieder“ og var mjög vel leikið. Lokaverk tónleikanna var Konsert í D-dúr eftir Telemann og var það einnig mjög vel leikið. Líklega hefur Tele- mann samið konsertinn fyrir strengjasveit og því var raddskipan orgelsins ef til vill einum um of í stíl við nútíma sinfóníuhljómsveit og tók þess vegna upp nokkuð af hljómrými hornsins. Samleikur Ognibene og Harðar var skemmtileg tilraun og ef það er rétt, að vegna miðlegu homsins, þurfi að raddstilla orgelið sam- kvæmt því, er um að ræða einfalt atriði varðandi samhljóman þessara hljóðfæra. Hvað sem þessu líður, voru þetta fallegir tónleikar og frá- bærlega vel framfærðir af þeim félögum. Þar koma fram nokkrir af helstu einsöngvurum Suðurnesja. Á efn- isskránni verða m.a. íslensk ein- söngslög, ljóðasöngur, aríur og dú- ettar úr óperum eftir m.a. Verdi, Bizet og Wagner. Þeir söngvarar sem koma fram eru; Hlíf Káradóttir, Einar Örn Ein- arsson, María Guðmundsdóttir, Sig- urður Sævarsson, Sigríður Að- alsteinsdóttir, Steinn Erlingsson, Bjarni Thor Kristinsson og Guð- mundur Sigurðsson. Píanóleikarar verða Ragnheiður Skúladóttir og Esther Ólafsdóttir. Tónleikarnir eru á vegum Tónlist- arfélags Gerðahrepps. Stykkishólmskirkjukórinn. Stykkishólmur Vortónleikar í kirkjunni Stykkishólmi ÞAÐ er ekki ofmælt að einhverjir vönduðustu og fjölbreyttustu tónleikar sem fréttaritari man eftir að haldnir hafi verið í Hólmin- um voru í Stykkishólmskirkju 24. apríl sl. sem Stykkishólmskirkju- kór flutti tónverkið Requiem eftir Gabriel Fauré, ásamt Kristni Hallssyni barítón sem var gestur hljómleikanna og átti skemmtileg- an þátt í þcim. Hólmurum fannst góð upprifjun að fá hann hingað og röddina hans. Þá söng ung sópransöngkona, Elisa Vilbergsdótt- ir, Stykkishólmsbúi, einsöng. Og að kæmi ekki, á óvart að hennar ferill í söng eigi eftir að verða eftirtektarverður. Lana Betts, sem hér hefir verið tónlistarkennari, stjórnaði kirkju- kórnum, sem var í þetta sinn skip- aður 22 og þar var ekki kastað til höndunum. Einnig hefir hún æft og kennt Elsu Vilbergsdóttur. Þá léku þau Lars Bets á þver- flautu nog David Enns á píanó, en hann hefir einnig verið hér söngkennari og organleikari við kirkjuna. Var það athyglisvert en þau léku saman Kassong eftir Makoto Shionohara, sónotu eftir Francois Poulenc og loks Sonatinu fyrir flautu og píanó frá 1960, eftir Henry Dutilleux og stóð þessi leikur þeirra yfir í rúmar 40 mínút- ur og vakti mikla, ánægju, enda varð að taka aukalög og einsöngv- ararnir voru leystir út með falleg- um blómvöndum og formaður sóknarnefndar Robert Jörgensen ávarpaði gesti og flytjendur. Þarna voru einnig mættir gestir frá ná- lægum stöðum. Það kemur frétta- ritara ekkert á óvart þótt Elisa ætti eftir að taka mikinn þátt í sönglífi ísiendinga og gleðja marga með söng sínum. Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.