Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 49 íslandsmót grunnskóla Þriðji signr Æfinga- skóla kennaraháskólans Sigursveit Æfingaskólans. Frá vinstri: Bragi Þorfinnsson, Arnar E. Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Oddur Ingimarsson og Davið O. Ingimarsson. Skák Margeir Pétursson ÆFINGASKÓLI Kennaraháskóla íslands sigraði á Islandsmóti grunnskólasveita með miklum yfirburðum, hlaut 32VÍ v. af 36 mögulegum. Þetta er þriðja árið í röð sem Æfingaskólinn sigrar í keppninni. Sveitum utan Reykja- víkur vegnaði vel í keppninni. Sveitir Digranesskóla í Kópavogi og Garðaskóla í Garðabæ komu næstar með 25 vinninga, og hreppti Digranesskóli naumlega annað sætið á stigaútreikningi. Það sáust mikil tilþrif í keppn- inni, sem er fyrir grunnskólanem- endur á öllum aldri, alveg frá fyrsta upp í tíunda bekk. Stærðarmunur á teflendum var því oft mikill. Margir hinna yngri fara ekki nægilega vel með tímann, nota oft ekki nema 5-10 mínútur af þeim 30 sem þeir hafa á skákina. Aðrir eru orðnir þaulvanir, tveir úr sigursveitinni tóku t.d. þátt á alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu og stóðu sig vel. 1. Æflngaskóli KHI, A sv., 32'/2 v. 2. Digranesskóli, Kópavogi, 25 v. 3. Garðaskóli, Garðabæ, 25 v. 4. Hólabrekkuskóli, A sv., 24Vi v. 5. Gagnfræðaskóli Akureyrar 20 v. 6. Hlíðaskóli 18‘/2 v. 7. Grandaskóli I8V2 v. 8. Hólabrekkuskóli, B sv. I8V2 v. 9. Borgarhólsskóli, Húsavík, 18 v. 10. Breiðholtsskóli, A sv., 18 v. 11. Æfíngaskóli KHÍ, B sv., 18 v. 12. Breiðagerðisskóli 17 V2 v. 13. Ártúnsskóli 17 v. 14. Seljaskóli I6V2 v. 15. Fossvogsskóli I6V2 v. 16. Vesturbæjarskóli 15 v. 17. Hagaskóli 13 v. o.s.frv. Sérstök verðlaun fengu þeir Matt- hías Kjeld, Garðaskóla, sem hlaut 8V2 v. af 9 mögulegum á fyrsta borði og Amar E. Gunnarsson, Æflngaskólanum, sem vann allar níu skákir sínar á fyrsta borði. í sigursveitinni voru þeir Bragi Þorfínnsson, Amar E. Gunnarsson, Björn Þorflnnsson, Oddur Ingimars- son og Davíð Ó. Ingimarsson. Fyrir Digi-anesskóla í öðru sæti tefldu Einar Hjalti Jensson, Matthí- as Kormáksson, Hjalti Rúnar Óm- arsson, Tómas Árnarson og Steinar Albertsson. I liði Garðaskóla í þriðja sæti vom Matthías Kjeld, Sindri Guðjóns- son, Baldur Möller, Kjartan Wikfeldt og Gísli Bjöm Bergmann. Skákstjórar vom Ólafur H. Ólafs- son og Haraldur Baldursson. Undirritaður kom að í síðustu umferð þar sem þeir tefldu Bragi Þorflnnsson, 13 ára og margfaldur meistari í sínum aldursflokki, og Sigurður Páll Steindórsson, Granda- skóla, nýbakaður íslandsmeistari í flokki tíu ára og yngri. Svart: Sigurður Páll Sjá stöðumynd. Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svartur hefur fómað manni fyrir stórhætt.uleg sóknarfæri. Keppend- ur höfðu notað tímann vel og áttu aðeins rúmar fímm mínútur eftir hvor. Nú er eðlilegasta framhald hvíts 1. d6 - Bd8 2. Bf4 1. Bf4? - Bb4+ 2. Bd2 - Bxd2+ 3. Kxd2 - Hg3! Finnur vinningsleik í stöðunni. Lakara var 3. — Hxbl 4. Hxbl — De3+ 5. Kdl - Hd3+ 6. Dxd3 - Dxd3+ 7. Kcl með góðum jafnteflis- líkum eða 3. — Ha4 4. Dc2 — Ha2! (Ekki 4. — Dxc2+ 5. Kxc2 — Ha2+ 6. Kcl — Hxe2 7. d6 og svartur getur ekki unnið) 5. Kcl! og getur enn veitt harðvítugt viðnám. Eftir þennan lúmska hróksleik gætir hvít- ur ekki að sér, en staðan var töpuð: 4. dxe6? - Ha2+ 5. Kel - Hg.l+ 6. Kf2 - Dg3 mát. Rúnar Norðurlandsmeistari Skákþing Norðlendinga 1994 fór fram á Sauðárkróki. Mótið var það 60. í röðinni, en það var fyrst haldið árið 1935 og hefur aldrei fallið niður. Að venju fór mótið vel fram, en félagar í Skákfélagi Sauðárkróks sáu um framkvæmdina. Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri hreppti titilinn skákmeistari Norðlendinga 1994, en hann varð í efsta sæti ásamt Stefáni Andréssyni frá Bolungarvík. Teflt var um sæti í landsliðsflokki á Skákþingi íslands í haust og mun væntanlega þurfa einvígi um það á milli þeirra Rúnars og Stefáns. Rúnar varð einnig hraðskákmeistari Norðlendinga. Yfirskákstjóri var Albert Sigurðsson. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: Opinn flokkur: 1. Rúnar Sigurpálsson, Ak., 5‘/2 v. af 7 2. Stefán Andrésson, Bolungarvík, 5‘/2 v. 3. Matthías Kjeld, Garðabæ, 5 v. 4. Þór Valtýsson, Akureyri, 4'/2 v. 5. Jón Arnljótsson, Skagafirði, 4 v. 6. Guðmundur Daðason, Bolungarvík, 4 v. 7. Páll Þórsson, Akureyri, 4 v. Unglingaflokkur: 1. Halldór I. Kárason, Ak., 6 v. af 7 2. Björn Finnbogason, Akureyri, 5 v. 3. Bjöm Margeirsson, Skagafirði, 5 v. 4. Orri Freyr Oddsson, Húsavík, 5 v. Kvennaflokkur: 1. Harpa Siguijónsdóttir, Húsavík, 4'/2 v. 2. Þórhildur Kristjánsdóttir, Akureyri, 3 v. 3. Birna Rún Amarsdóttir, Akureyri, 2 v. Flokkur 12 ára og yngri 1. Sverrir Arnarsson, Akureyri, 6'/2 v. 2. Benedikt Siguijónsson, Húsavík, 6‘/2 v. 3. Friðrik Hjörleifsson, Dalvík, 5 v. Hraðskák, opinn flokkur: 1. Rúnar Sigurpálsson, Ak., 11 v. + V/i v. 2. Sigurjón Sigurbjörnsson, Ak., 11 v. + '/2 v. 3. Matthías Kjeld, Reykjavík, 10 v. 4. Þórleifur K. Karlsson, Ak., 9‘A v. Hraðskák unglinga 1. Halldór I. Kárason, Ak., 11'/2 v. af 13 2. Björn Margeirsson, Skagafírði, 10 v. 3. Davíð Stefánsson, Akureyri, 9 v. Ævintýraferb meb Kínaklúbbi Unnar Á morgun, miðvikudaginn 4. maí, kynnir Unnur Guðjónsdóttir, baliettmeistari, 6. hópferð Kínaklúbbsins til Kína, á veitingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28, kl. 19.30. Sýndar verða litskyggnur, dans og leikfimi. Kínverskur hljómlistarmaður leikur einleik og borinn verður á borð gómsætur matur skv. matlagningu Sichuan-héraðs, en kokkur þaðan sér um matseldina. Borðapantanir hjá Shanghæ í síma 16513, en verbiö er aöeins 1.100,- kr. á mann. Kínaferöin hefst 13. maí- 4. júní. Farið verður til Beijing, Xian, Guilin, Shanghæ, Suchou, Jiaxing og Hangzhou. Allt það merkilegasta á hverjum stað verður skoðað. Við munum kynnast háttum, siðum og daglegu lífi Kínverja, fyrir utan að njóta unaðslegs landslags og veðurblíðu. Heildarverð er kr. 250 þús. á mann. Nánari upplýsingar um ferðina gefur Unnur í síma 12596. Síðasti dagur til aö tilkynna þátttöku í feröina er núna á fimmtudag, þann 5. maí. Samgönguráöuneytiö er búiö ab veita Unni leyfi til i a reksturs feröaskrifstofu... Kf Skil á vörugjaldi mm wmm s mk mmm mm wp® ms® hh Vegna breytinga á lögum um vörugjald, sem tóku gildi 1. janúar 1994, og þar sem ný reglugerð tók gildi 1. maí sl., vill ríkisskattstjóri minna á skil vörugjalds. Reglur um gjaldstofn vörugjalds eru óbreyttar, en minnt er á að gjaldstofn af innlendri framleiðslu er heildsöluverð vara sem eru framleiddar, unnið að eða pakkað hér á landi. Gjalddagi vörugjalds er nú fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstimabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Gjalddagi vörugjalds fyrir timabilið janúar—febrúar 1994 er því 5. maí. Vörugjald telst greitt á tilskildum tíma hafi greiðsla sannanlega verið póstlögð á gjalddaga. Álag skal nú vera 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%. Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga reiknast dráttarvextir af því sem gjaldfallið er. GjaldfloMuim vörugjalds er fjölgað i sjö. Jafnframt flytjast vörur á milli gjaldflokka auk þess sem nýjar vörur bætast við og aðrar falla út. I gjaldflokki A (6% vörugjald) er m.a. kaffi, te, nasl og ísblöndur. í gjald- flokki B (11 % vörugjald) eru m.a. ýmsar byggingavörur og snyrtivörur. í gjaldflokki C (16% vörugjald) eru m.a. ýmsar plastvörur, rafmagnsvörur og vörur til vélknúinna ökutækja. i gjaldflokki D (18% vörugjald) er m.a. sælgæti og hráefni til sælgætisiðnaðar, sætakex og ávaxtasafi ásamt öðrum drykkjarvörum. I gjaldflokki E (20% vörugjald) eru m.a. ýmis heimilistæki og smávarningur. i gjaldflokki F (25% vörugjald) eru vopn o.þ.u.l i gjaldflokki G (30% vörugjald) er m.a. sykur, sjónvarpstæki og hljómflutningstæki. Útgáfa sölureikninga og uppgjör vörugjalds. Meginreglan er sú að aöilar í vörugjaldskyldum rekstri skulu færa á sölureikninga og aðgreina á þeim gjaldskylda sölu eftir gjaldflokkum, þannig að heildarverð vöru ásamt fjárhæð vörugjalds komi sérstaklega fram vegna hvers gjaldflokks. Tilteknum aðilum er þó heimilt að tilgreina á sölureikningi að vara sé með vörugjaldi. Við skil á vörugjaldi í rikissjóð er gjaldanda heimilt að draga frá innheimtu gjaldi af sölu það vörugjald, sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu á viðkomandi uppgjörstímabili. Sé vörugjald af aðföngum hærra á uppgjörstíma- bili en innheimt vörugjald af sölu skal mismunurinn greiddur úr ríkissjóöi. Nánari upplýsingar um vörugjald veita skattstjórar og virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI :

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.