Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 7 Veríu á heimaveUi en fjárfestu í erlenduni verðbréfasjóðum Islenskur læknir fær háan styrk í Bretlandi NÝLEGA veitti Welcome-stofnunin í Bretlandi Reyni Arngrímssyni lækni nítján milljóna króna styrk til genakortlagninga og erfðafræði- rannsókna á hækkuðum blóðþrýstingi í meðgöngu og fæðingarkrömp- um. í samtali við Morgunblaðið sagði Reynir að markmið rannsóknar- innar, sem væri hluti af samstarfsverkefni rannsóknastofnanna í Bret- landi og Kvennadeildar Landspítalans, væri að kortleggja erfðaþætti sem geta stuðlað að fjölskyldtilhneigingu í þessum sjúkdómi. Auk fyrrgreindra aðila taka þátt í verkefninu rannsóknarstofur í Par- ís, Sidney og Melborne í Ástralíu og Seoul í Kóreu. „Á sl. ári birtust í hinu virta tímariti Nature genetics niðurstöður rannsóknahópanna í Glasgow, París og Reykjavík sem benda til þess að gen sem er í litn- ingi 1 geti átt hlut að máli,“ sagði Reynir. Til þess að rannsaka þetta frekar ákvað Wellcome-stofnunin, sem er einn stærsti styrkveitandi læknisfræðilegra rannsókna á Bret- landseyjum, að veita Reyni Arn- grímssyni þennan 19 milljóna króna styrk. I kjölfar þess hefur verið efnt til alþjóðlegs samstarfs um þessar rannsóknir sem Reynir mun stjórna. Að sögn Reynis eru hækkaður blóðþrýstingur í meðgöngu og fæð- ingarkrampar sem geta fylgt því sjúkdómsástandi meðal alvarlegustu fylgikvilla þungunar. Um 2% af þunguðum konum fá alvarlegt form þessa sjúkdóms sem kallast með- göngueitrun, en þá fylgir eggjahvíta í þvagi blóðþrýstingshækkuninni. Orsök sjúkdómsins er óþekkt en rannsóknir sýna að ef þunguð kona hefur fjölskyldusögu um meðgöngu- eitrun aukast líkur a.m.k. fimmfalt á því að hún veikist. Reynir Arngrímsson lauk lækna- prófi frá HÍ 1986 og starfaði að loknu kandídatsári við Kvennadeild Land- spítalans. Hann býr nú í Glasgow ásamt konu sinni Þorbjörgu Hólm- geirsdóttur jarðverkfræðingi og son- um þeirra tveimur. Reynir hefur frá árinu 1990 starfað við Duncan Gut- hrie-stofnunina í læknisfræðilegri erfðafræði í Glasgow, en hún er meðal stærstu stofnana á Bretlands- eyjum sem sinnir sjúkdómsgreining- um á arfgengum sjúkdómum og erfð- aráðgjöf. Ásamt samstarfsmönnum sínum hefur Reynir birt greinar um erfðafræði meðgöngueitrunar og fleiri sjúkdóma í læknisfræðitímarit- um. Hjartavernd mun safna sýnum Fyrir tilhlutan styrks frá Vísinda- sjóði, sem Reyni Árngrímssyni var veittur í samvinnu við Reyni Tómas Geirsson prófessor á Kvennadeild Landspítalans, er að hefjast í Hjarta- vernd söfnun á sýnum til frekari erfðafræðirannsókna. Vönast er til að konur sem fengið hafa fæðing- arkrampa og konur með fjölskyldu- sögu um hækkaðan blóðþrýsting í meðgöngu, sérstaklega systrapör, muni hafa samband við Hjartavernd sem veitir frekari upplýsingar um rannsóknina. „íbúð á efri hæðimíi“ Reykjavík leg’grir til 9,9 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veija 9,9 milljónum til tilrauna- verkefnisins „íbúð á efri hæð“. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið um áramótin og skal verkefnisráð leggja fyrir skýrslu um framkvæmdir og tillögur að framtíðarfyrirkomulagi. í erindi til borgarráðs segir að eitt merkasta nýmæli sem fram hafi komið í framkvæmdum við endurlífgun miðborga sé „íbúð á efri hæð“. Þar sé lögð áhersla á að breyta hæðum fyrir ofan versl- unar- og þjónustuhúsnæði í íbúðir. Síðasta sumar hafi farið fram könnun á nýtingu húsnæðis í mið- borginni sem leitt hafi í ljós að víða á starfssvæði Þróunarfélags Reykjavíkur sé að finna húsnæði sem nýta mætti mun betur en nú er gert. Á sama tíma hafi komið fram veruiegur skortur á litlum íbúðum á svæðinu. Verkefnisráðið verður skipað fulltrúa frá Borgarskipulagi, bygg- ingafulltrúa og Þróunarfélagi Reykjavíkur. Ráðgert er að auglýsa eftir aðilum sem áhuga hafa á sam- starfi við framkvæmd verkefnisiiís.1 New York Stock Excfumge á okkar hcimavelii NÝSÝNFYMR ÍSLENSKA FJÁRFESTA Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. ...greiðir götu þína á alþjóðlegum verðbréfamarkaði Löggilt verðbréfafyrirtæki • Laugavegi 170, sími 61 97 00 • Útibú: Kringlumi, sími 68 97 00 • Akureyri, sími 1 22 22 • Fjárfestingarfélagið Skandia hf. er alfarið í eigu Skandia-samsteypunnar Leitað er tilboða í eignina Bergstaðastræti 66 í Reykjavík Tilboðum skal skila til Skúla H. Norðdahl, sem gefur frekari upplýsingar. Skúli H. Norðdahl ark. F.A.I., Víðimel 55, 107 Reykjavík, stmi 12160. ■ HUI Fjárfestingarfélagið Skandia hefur bent á nýja möguleika fyrir íslenska fjárfesta °g tryggt þeim aðgang að alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Viðskiptavinir Skandia eiga þess nú kost að kaupa hlut í erlendum verð- bréfasjóðum sem fjárfesta um allan heim. Skandia er fjölþjóðlegt fyrirtæki með umtalsverða reynslu á alþjóðlegum peningamarkaði. Nýttu þér þekkingu og faglega ráðgjöf starfsfólks Skandia við val á erlendum verðbréfasjóðum. Nú gefst einnig tækifæri tíl að kaupa ein- stök hlutabréf í arðbærum, erlendum fyrirtækjum með litlum tilkostnaði. Erlendar fjárfestingar em eðbleg viðbót við umsýslu íslenskra fjárfesta. Kynntu þér möguleikana sembjóðast! iauuii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.