Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 Haphasardess-hópurinn. KVENDÝRIÐ Myndlist Bragi Ásgeirsson Hlaðvarpinn, Haphasardess-hópurinn, opið alla daga 14-18, til 7. maí. Það eru reiðinnar ósköp sem kvendýrið gerir sér til dundurs í nafni kvenréttindabaráttunn- ar. Konan á að vera eitthvað svo „gasalega" spennandi fyrirbæri og gerðir hennar allar helgast af þeim mikilfenglegu sannind- um. Hingað til íslands hafa þrjár valkyrjur ratað frá Finn- landi, til að kynna okkur hér á hjara veraldar kvenímynd eina, sem hefur hlotið enska heitið „Haphazardess", og útleggja má á ýmsa vegu, t.d. „tilviljan- atáta“. Söguhetjan er alitaf í góðu skapi og sér jafnan björtu hlið- amar á hlutunum hvað sem á bjátar, á að sjálfsögðu margar hliðstæður í karlímyndinni, og er sem slík í meira lagi upplífg- andi í önn og grámyglu hvunn- dagsins. En er þetta ekki þegar allt kemur til alls ein tegund veruleikaflótta samtíðarmanns- ins, er allir eiga að líta vel út og vera í góðu skapi ásamt skeíjalausri, jafnvel skelfilegri dýrkun yfirborðsins, og grunn- færðra kennda um leið? Allt á að gerast svo hratt og áreynslulaust og vera baðað ljósi og birtu, eins og myrkrið sé ekki til og lífið vari að eilífu, - jafnvel brandararnir skulu vera svo einfaldir og grunn- færðir að ekki þurfi að beita neinni hugsun né dýpri kennd- um til að skilja þá. þeir eiga helst að vera galopnir, fram- kalla hrossahlátur og gleymast jafharðan. Hvar eru eiginlega brandar- ar gærdagsins, sem maður hló tvisvar að, fyrst er þeir voru fram bornir af mikilli list og svo þegar maður skildi þá? Við lifum á tímum er fólk hneigist til að sópa vandamálunum und- ir teppið eins og það heitir, og helst vill það t.d. nálgast uppv- askið og slík leiðindi seint og um síðir, vígklætt múnderingu stórhreingerninga í bak og fyr- ir, ef heila klabbinu hefur ekki einfaldlega verið stungið inn í uppþvottavél. En af hveiju gera einhver störf að ímynd leiðindanna í stað þess að sjá ljósu hliðarnar við þau líka og finna til djúprar gleði við að sjá óhreina hluti verða tandurhreina á ný? Satt að segja hefur mér allt- af fundist einhver minnimáttar- kennd á bak við konur og karla, sem álíta sig eitthvað alveg sérstakt og segja sex. Hins vegar má hafa fjarska gaman af slíkum á teiknimyndasögum svo Iengi sem aulafyndnin tek- ur ekki yfirhöndina og verður leiðigjörn. Mér gekk að vonum ekki of vel að skilja finnsku textana í teiknimyndunum, en þeir hljóta að vera mjög sniðugir eins og ímyndin sjálf. Hún er annars hópverk þeirra Maikki Haij- anne barnabókahöfundar og veflistakonu, Eppu Niotio leik- konu og rithöfundar og Jó- hönnu Bruun tízkuhönnuðar. Helst get ég dæmt um teiknif- ígpiruna sem er einföld og glað- hlakkaleg hönnun, ef svo má komast að orði, og ekki fortek ég eitt augnablik að hér geti verið um mjög merkilegt sam- starf að ræða. I þeirri mynd sem við blasir er gjörningurinn í sínu rétta umhverfi, enda höfðar hann aðallega til kvenna. Sýnishorn úr söluskrá: ★ Garðyrkjustöð í Rvík. Framtíðarstaður. ★ Vélar og tæki fyrir bakarí. ★ Vinsæl flytjanleg leiktæki. Góð sumarvinna. ★ Verktakafyrirtæki. Grafa og bíll fyrir garða. ★ Framleiðsla á sælgæti. Gott aukastarf. ★ Bifreiðaþjónusta. Öll tæki. Mjög snyrtilegt. ★ Bifreiðaverkst. Réttindi til fullnaðarskoðunar. ★ Auglýsingaskiltagerð. Öll tæki. ★ Framleiðsla á garðhúsum, gluggum o.þ.h. ★ Trésmíðaverkstæði. Stórt og fullkomið. ★ Sólbaðsstofa á góðum stað. ★ Innflutningur og sala á innréttingum. ★ Gjafavöruverslun við Laugaveginn. ★ Fríkuð tískuvöruverslun. ★ Byggingavöruverslun. Mikill annatími. ★ Söluturn með yfir 3 millj. mánaðarveltu. ★ Ljósaskilti fyrir fjáröflun íþróttafélaga. ★ Mikið úrval að ýmsum fyrirtækjum. r^7TTÍTí?i?!?7?pyiTViT71 SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Karlakorinn Þrestir heldur söngskemmtanir í Viðistaðakirkju næstu daga. Söngskemmtim Þrasta í Hafnarfirði KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnarfirði heldur sínar árlegu söng- skemmtanir fyrir styrktarfélaga og aðra velunnara í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 4. mai og fimmtudaginn, 5. maí klukk- an 20.30 og laugardaginn 7. maí klukkan 17. Stjórnandi Karlakórsins Þrasta er Eiríkur Árni Sigtryggsson. Ein- söngvarar með kórnum að þessu sinni eru Sigríður Gröndal sópran og Óskar Pétursson tenór. Við flygilinn verður Bjarni Jónatansson. Á efnisskrá eru fjölbreytt tónlist úr ýmsum áttum. Miðar verða seld- ir við innganginn. Starfsstyrkir Hagþenkis LOKIÐ er veitingu helstu styrkja og þóknana sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutar i ár. Starfsstyrkir voru veittir 22 höfundum, samtals 1.550.000 krónur en umsóknir bárust um rúmlega fimm og hálfa milljón. Hæstu styrki til ritstarfa, 150 þús. krónur, hlutu tvö verkefni. Ann- ars vegar Bjarni Þorsteinsson og Michael Dal vegna hlustunarefnis við dönskukennslubækurnar „Dam- markmosaik 1 og 2“, hins vegar Þórunn Valdimarsdóttir vegna ritsins „Landsmálablöðin um síðustu alda- mót“. Hildigunnur Halldórsdóttir hlaut 100 þús. krónur vegna ritunar- forrits handa börnum og Sigurður Konráðsson sömu upphæð vegna handbókar um máltöku barna og máluppeldi. Aðrir styrkir til ritstarfa námu ýmist 75 eða 50 þús. krónum. Félagið veitti í fyrsta sinn í ár styrki til að vinna að gerð fræðslu- og heim- ildarmynda. 200 þúsund krónur hlutu Ari Trausti Guðmundsson og Jón Gauti Jónsson en Tryggvi Jak- obsson hlaut 100 þús. krónur. Þeir vinna að myndum um náttúru lands- ins og sögulegum heimildarmyndum. Hagþenkir, félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, greiddi í apríl 26 höfundum þóknun vegna ljósrit- unar úr verkum þeirra í opinberum skólum. Fimmtán höfundar fengu greidda þóknun vegna þess að þeir höfðu annast gerð og samið handrit að fræðslu- og heimildarmyndum sem sýndar voru í sjónvarpi 1988- 1993. Hagþenkir veitir árlega um það bil 20 höfundum ferða- og menntun- arstyrki. Fyrri úthlutun ársins fór fram í apríl og hlutu þá 13 höfundar slíkan styrk. Félagar í Hagþenki eru nú 280. Formaður er Hjalti Hugason. Nýjar bækur Ljóð tengd hafinu Út er komin ljóðabókin Kuð- ungahöllin eftir Þórunni Björnsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar. í Kuðungahöllinni eru 23 ljóð sem „tengjast mörg hver töfrum og leyndardómum hafsins“ eins og segir í kynningu: í undirdjúpunum skín í kuðunga og marglita steina sem læðast upp á yfirborðið á nóttunni inn í draumalandið Útgefandi er höfundur. Kuð- ungahöllin er 52 blaðsíður. Kápa er eftir Þorfinn Skúlason. Bókin kostar 500 krónur. Þórunn Björnsdóttir DAGBÓK TALSÍMAKONUR halda hádeg- isfund á Loftleiðum nk. laugardag 6. maí. KVENFÉLAGIÐ Heimaey held- ur sitt árlega lokakaffi kl. 14 sunnudaginn 8. maí nk. á Hótel Sögu. Tekið verður á móti kökum eftir kl. 10 f.h. þann sama dag. GJÁBAKKI, félagsheimili eldri borgara, Kópavogi. Munum sem vera eiga á basar og sýningu í Gjábakka 10. og 11. maí þarf að skila í þessari viku. Gangan með Guðmundi kl. 14 í dag. Uppl. í síma 43400. FÉLAGSSTARF aldraðra, Mos- fellsbæ. Ásthildur Pétursdóttir verður með ferðakynningu í dag kl. 15 í dvalarheimili aldraðra, Skráning í ferð til Snæfellsness stendur yfir. SAMTÖK sykursjúkra halda aðalfund í kvöld, 3. maí, kl. 20 á Eiríksgötu 34, áður Hjúkrunar- skóli Islands. GÓÐTEMPLARASTÚKURN- AR í Hafnarfirði eru með spila- kvöld í Gúttó nk. fimmtudag kl. 20.30. BRIDSKLÚBBUR félags eldri borgara, Kópavogi. í kvöld kl. 19 verður spilaður tvímenningur í Fannborg 8, Gjábakka. MENNINGAR- og friðarsam- tök íslenskra kvenna halda fund í kvöld kl. 20.30 á Vatnsstíg 10. Gestur fundarins verður Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. Kaffi. BÚSTAÐASÓKN. Fótsnyrting fimmtudag. Uppl. í s. 38189. DÓMKIRKJUSÓKN. Fótsnyrt- ing í safnaðarheimili kl. 13.30. Uppl. í s. 13667. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Starf 10-12 ára barna (TTT) í dag kl. 16.30. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Fyrirbæn- um má koma til sóknarprests í viðtalstíma. BÚSTAÐAKIRKJA: Starf 11-12 ára krakka í dag. Húsið opnar kl. 16.30. DÓMKIRKJAN: Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu Lækjar- götu 14a, kl. 10-12. GRENSÁSKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12. Við upphaf stund- arinnar er orgelleikur í 10 mínút- ur. Altarisganga, fyrirbænir, sam- vera. Opið hús kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal verður með biblíulest- ur. Síðdegiskaffi. HALLGRÍMSKIRKJA: Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANGHOLTSKIRKJA: Vina- fundur kl. 14-15.30 í safnaðar- heimilinu. Leiðsögn í lestri ritning- anna. Leiðbeinandi sr. Flóki Krist- insson. Aftansöngur í dag kl. 18. NESKIRKJA: Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. SELTJARNARNESKIRKJA: Foreldramorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17. FELLA- og Hólakirkja: For- eldramorgunn í fyrramálið kl. 10-12. HJALLAKIRKJA: Mömmu- morgnar á miðvikudögum frá kl. 10-12. KEFLAVÍKURKIRKJA: For- eldramorgnar á miðvikudögum kl. 10-12 í Kirkjulundi og fundir um safnaðareflingu kl. 18-19.30 á miðvikudögum í Kirkjulundi. LANDAKIRKJA, Vestmanna- eyjum: Mömmumorgunn kl. 10. SKÓGRÆKTARFÉLAG Mos- fellsbæjar heldur aðalfund í Harðarbóli, félagsheimili hesta- manna, á morgun kl. 20.30. Óli Valur Hansson fyrrverandi garð- yrkjuráðunautur sýnir myndir og heldur erindi um plöntusöfnun á Kamtsjaka haustið 1993. Allir velkomnir. SKIPIN_________________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrra- dag komu Siglfirðingur, Brúar- foss, Stapafell og þýska eftir- litsskipið Walther Herwig III sem fór samdægurs. Þá fór Drangey á veiðar._ í gær komu til löndunar Ásbjörn og Hólmadrangur. Stapafell fór. Þá var búist við að Hvassafell færi út og Engey á veiðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.