Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 4

Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Island er mitt annað föðurland „ÉG LÍT á ísland sem annað föð- urland mitt,“ segir Kazuko Eno- moto, prófessor í félagslegri þjón- ustu við Otemon Gakuin háskól- ann í Japan. Hún sérhæfir sig í félagslegri þjónustu fyrir aldraða og er hér á landi til þess að afla upplýsing um öldrunarþjónustu hérlendis. Þegar heim er komið hyggst hún nota upplýsingarnar til þess að gefa út bók þar sem hún ber saman öldrunarþjónustu hér á landi við slíka þjónustu í Japan. Sérstakan áhuga hefur hún á húsnæðismálum aldraðra. Bókin byggir á ritgerð sem hún skrifaði fyrir ári síðan þar sem hún bar saraan löndin tvö. Þetta er í annað skiptið sem Enomoto kemur hingað til lands og á þess- um tveimur árum hefur hún gefið Öldrunarþjónustu Reykjavíkur- borgar um 260 þúsund krónur til að kaupa bækur og önnur rit um öldrunarmál. Hún segist hafa haft áhuga á íslandi alveg frá því hún var Htil. Tilviljun hafí hins vegar Morgunblaðið/Júlíus KAZUKO Enomoto, prófessor, er að vinna að bók þar sem hún ber saman öldrunarþjónustu á íslandi og í Japan. ráðið því að leið hennar lá hingað þegar hún kaus að beina rann- sóknum sínum til íslands. Hún segir að hér lifi fólk mjög lengi, hér sé góð félagsleg þjónusta við gamalt fólk sem sé svipuð því sem gerist og gengur á hinum Norður- löndunum. í Japan hafi hins vegar mikið verið skrifað um öldrunar- mál í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð og því hafi hún ákveðið að bera saman þessi mál á íslandi og í Japan. í þetta skipti dvelur hún hér á landi í þrjá daga og notar tímann til að heimsækja elliheimili og þjónustuíbúðir aldr- aðra. Henni finnast Islendingar vera vingjarnlegir, loftið sé tært hér, hér sé nóg af hreinu vatni auk þess sem hér sé mjög fallegt. „Mér líkar alltaf betur og betur hér,“ segir hún „Hér er vel hugs- að um mig og ég er mjög ham- ingjusöm þegar ég er á Islandi." Sala tóbakseftiiiíking- ar kærð til lögreglu FYRIRTÆKIÐ íslensk dreifing hf. hefur verið kært til lögreglu vegna dreifíngar og sölu á sælgæti í sígarettueftirlíkingu sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur hafa rannsakað málið og þegar hefur verið farið fram á við fyrirtækið að það stöðvi dreifingu á umræddu sælgæti og hefji inn- köílun á því sem þegar er komið í verslanir. Að sögn Ágústs Thorstensen, heil- brigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, er sala á umræddu sælgæti skýlaust brot á 7. grein tóbaksvamalaga sem fjallar um bann við auglýsingum á tóbaki og reykfærum. I 3. tölulið greinarinnar segir: „Með auglýsingum er f lögum þessum m.a. átt við hvers konar til- kynningar til almennings, eftirlík- ingar af tóbaksvarningi, skiiti og svipaðan búnað, útstillingar og notk- un tóbaksvöruheita og auðkenna." Ágúst sagði að í framhaldi af kærunni myndi heilbrigðiseftirlitið reyna að fylgjast með því að fyrir- mælum eftirlitsins um innköllun og stöðvun á dreifingu yrði hlítt. Varan stöðvuð í tolli Gunnar Kristinsson, hjá innflutn- ingseftirliti Hollustuverndar ríkisins, sagði að fyrir hefði komið að hann hefði orðið var við tóbakseftirlíking- ar í tolli og þá færi varan ekki í dreifingu. í þessu tilviki hefði hann ekki verið látinn vita um vöruna og hún hefði farið fram hjá honum, enda kæmist hann ekki yfír að skoða allt sælgæti sem færi inn í landið. Þar að auki hefði í þessu tilviki ver- ið mjög erfitt að koma auga á hina óleyfilegu vöru vegna þess hvernig henni var pakkað. Hiklaust kært Að sögn Halldóru Bjarnadóttur, formanns tóbaksvamanefndar, lét innflytjandi nefndina ekki vita um vöruna, enda hefði hún þá aldrei farið í dreifingu. Halldóra sagði að nefndin kærði hiklaust fyrir brot á tóbaksvarnalögum og nefndi sem dæmi sælgætisframleiðanda sém seldi „Havana-vindla". Rúmlega 17 þúsund manns kjósa til sveitarsljórnar í fyrsta sinn Um 186 þúsund kjósendur 28. maí í SVEITARSTJÓRNAKOSNINGUNUM í vor eiga 186.377 kjósend- ur rétt á að kjósa, 93.409 konur og 92.968 karlar. Kjósendur eru tæplega 9.000 fleiri en í kosningunum fyrir íjórum árum, en það er tæplega 5% fjölgun. Þeir kjósendur sem fá að kjósa í fyrsta sinn eru um 17.200. Nýir kjósendur eru um 9% kjósendahópsins. Kosningarnar fara fram 28. maí næstkomandi. í 14 sveitarfélögum verður þó ekki kosið fyrr en 11. júní. Þetta eru sveitahreppar og er ástæða frestunar í flestum tilvikum áð sauðburði er ekki lokið þegar kosningarnar fara fram. Árið 1990 fengu 50 sveitarfélög að fresta kosningum fram í júní. Sú kjörskrá sem nú liggur fyrir, en á henni eru 186.377 kjósendur, kann að taka einhverjum breyting- um fram að kosningum. Hægt er að kæra fólk inn á og út af kjör- skrá og tekur kjörstjórn þær kærur til meðferðar. Hver kjósandi á kosningarétt í því sveitarfélagi þar sem hann á skráð lögheimili sam- kvæmt íbúaskrá 5 vikum fyrir kjör- dag, þ.e. 23. apríl. Kosningarétt eiga allir sem eru orðnir 18 ára þegar kosning fer fram, eru ís- lenskir ríkisborgarar og eiga lög- heimili á íslandi. Þeir sem hafa flutt lögheimili sitt frá íslandi sam- kvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu en hefðu sam- kvæmt lögheimilislögum átt rétt til þess að halda lögheimili á íslandi (námsmenn og fleiri) og fullnægja kosningaréttarskilyrðum að öðru leyti eiga einnig kosningarétt. Enn fremur eiga kosningarétt danskir, fínnskir, norskir og sænskir ríkis- borgarar, sem eru orðnir 18 ára og eiga lögheimili á íslandi. Kjósendum í Reykjavík fjölgað um 4.000 í fjölmennasta sveitarfélaginu Reykjavík eru 74.438 á kjörskrá sem er um 4.000 fleiri kjósendur en árið 1990. Kjósendur í Kópavogi eru 12.059, 11.444 í Hafnarfírði og 10.511 á Akureyri. Tvö fámenn- ustu sveitarfélög landsins eru á Vestfjörðum. í Ogurhreppi eru 25 á kjörskrá og í Snæfjallahreppi eru kjósendur aðeins 8. Kópavogsbær kaupir lóð Hagkaups, IKEA og BYKO á 80 milljónir króna R Eh;K J A VT ÍC Hætt við versl- unarmiðstöð í Smárahvammi HAGKAUP, IKEA og BYKO eru hætt við fyrirhugaðar byggingar- framkvæmdir í Smárahvammi í Kópavogi og hafa selt Kópavogsbæ lóðina aftur á um 80 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Gísla Pálma- sonar, stjómarformanns Hofs hf., eignarhaldsfyrirtækis Hagkaups og IKEA, er það tvennt sem veldur þessari ákvörðun. í fyrsta lagi hafi tekist að finna hentugt framtíðarhúsnæði fyrir IKEA, auk þess sem efnahagsástandið í landinu geri það að verkum, að ekki sé grundvöllur fyrir slíkum stórframkvæmdum nú. í verslunarmiðstöðinni í Smára- hvammi vestan Reykjanesbrautar ætluðu BYKO, Hagkaup og IKÉA að vera með stórar verslanir og einnig áttu að vera þar þjónustufyr- irtæki og smærri verslanir. Fyrir- hugað var að verslunarmiðstöðin yrði allt að 30 þúsund fermetrar að stærð. Svæði BYKO átti að vera 8.000 fermetrar, IKEA átti að fá 7.000 fermetra og markaður Hag- kaups átti að vera 5.000 fermetrar. Fyrirtækin þrjú festu kaup á lóð- inni í Smárahvammi árið 1988 og var áætlað að verslunarmiðstöðin yrði tekin í gagnið árið 1995. Fengu hentugt framtíðarhúsnæði fyrir IKEA „Upphaflega var hugsunin bak við þetta að koma IKEA fyrir í framtíðarhúsnæði,“ segir Sigurður Gísli. Fyrirtækið hafi síðan fengið hentugt húsnæði fyrir verslunina í Holtagörðum upp í hendumar. „Af því að við vorum búnir að fínna framtíðarhúsnæði fyrir IKEA var ekki lengur sami áhugi á þessu," segir hann. „Allar efnahagsaðstæður í þjóð- félaginu hafa breyst það mikið að við höfum ekki talið ráðlegt að fara út í þessar framkvæmdir," segir Sigurður Gísli. „Við erum þannig gerðir að við Iögum okkur að kring- umstæðum." Hann bendir á að of- framboð sé á verslunarhúsnæði í Reykjavík og ekki grundvöllur fyrir að bæta við það. Lóð sú í Smárahvammslandi sem IKEA/Hagkaup/BYKO hafa selt Kópavogsbæ Kópavogsbær ýtti á framkvæmdir Einnig spilaði það inn í ákvörðun- ina um að selja lóðina að Kópavogs- bær hafí viljað að framkvæmdir hæfust á lóðinni. Því hafi það orðið úr að Kópavogsbær keypti lóðina. Söluverð hennar var um 80 millj- ónir króna og segir Sigurður að það sé í raun og veru framreiknað kaup- verð frá því að lóðin var keypt upp- haflega. T ry ggingayfirlæknir Mælt með þremur læknum TRYGGINGARÁÐ kaus á fundi á mánudag milli átján umsækjanda um stöðu trygg- ingayfirlæknis og sjö um stöðu tryggingalæknis, og hefur skilað tillögum sínum til heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Atkvæði féllu þannig að Júlíus Valsson, settur tryg- ingaýfírlæknir, fékk eitt at- kvæði, Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkis- ins, fékk tvö atkvæði, og um- sækjandi sem óskar nafn- leyndar, fékk tvö atkvæði. í stöðu tryggingalæknis féllu atkvæði þannig, að Júlíus Valsson fékk fjögur atkvæði, og læknir sem óskar nafn- leyndar, fékk eitt atkvæði. Allir hæfir Stöðunefnd Landlæknis taldi alla umsækjendur hæfa á sínu tíma, en mælti sérstak- lega með fímm umsækjendum í stöðu tryggingayfirlæknis. Samkvæmt lögum á forstjóri Tryggingastofnunar einnig að skila tillögum sínum til ráð- herra, en ráðherra er ekki bundinn af þeim tillögum sem hann fær. Braut í sér tennur við fall af hjóli 11 ÁRA telpa meiddist í and- liti og braut nokkrar tennur þegar hún féll af reiðhjóli á Álfaskeiði í Hafnarfirði í gær. Telpan var ásamt stöllu sinni að tvímenna á reiðhjóli þegar þær misstu vald á hjól- inu og skullu til jarðar. Onnur telpan meiddist sýnu meira en hin, auk þess að meiðast í andliti og bijóta tennur meiddist hún á hand- legg, að sögn lögreglunnar í Hafnarfírði. Bifhjólaslys í Sandgerði TVÍTUGUR maður hlaut tals- verð meiðsli í bifhjólaslysi í Sandgerði síðdegis í gær. Pilturinn missti vald á bif- hjóli sínu á hafnarsvæðinu í Sandgerði með þeim afleiðing- um að hann rann undir kyrr- stæðan vörubíl sem þar stóð. Hann hlaut mikil meiðsli, m.a. beinbrot og var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík. Að sögn lögreglu í Keflavík var hann þó ekki talinn í bráðri Iífshættu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.