Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 9

Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 9 FRÉTTIR Hagsmunafélag hestaútflytjenda stofnað Trúiiaðarbrestur milli útflytjenda og hrossabænda Vilja upprunavottorðin í Búnaðarfélagið Nýr doktor íjarðfræði BJÖRN S. Harðarson varði í desem- ber sl. doktors- ritgerð sína í jarðfræði við Háskólann í Edinborg. Andmælendur voru dr. Maq'- orie Wilson frá Háskólanum í Leeds og dr. Gordon Biggar frá Edinborg- arháskóla en leiðbeinendur Björns höfðu verið þeir dr. God- frey Fitton og Sigurður Stein- þórsson, prófessor. Ritgerðin fjallar í meginatrið- um um berg- og jarðefnafræði Snæfellsjökuls. Þar kemur m.a. fram að þáttun kristalla og bráð- ar ætti mestan þátt í myndun bergsyrpu jökulsins, en þó eru greinileg merki um að kviku- blöndun hafi átt mikilvægan þátt í þróunarferli bergsins . í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að kenningar um misleitan ís- lenskan möttulstrók fái staðist. Bjöm er fæddur í Reykjavík 1958. Foreldrar hans eru Helga Steffensen, brúðuleikari, og Hörður Eiríksson, flugvélstjóri. Eiginkona Björns er Kristveig Sigurðardóttir, hjúkrunarfræð- ingur, og eiga þau þrjú böm. Bjöm starfar að rannsóknum við Háskólann í Edinborg. NÝSTOFNAÐ Hagsmunafélag hestaútflytjenda hefur óskað eftir því við búnaðarmálastjóra að út- gáfa upprunavottorða fyrir hross sem flutt eru úr landi verði tekin af Félagi hrossabænda og Búnað- arfélag Islands muni sjá um útgáf- una. Segir í bréfí til búnaðarmála- stjóra að kominn sé upp trúnaðar- brestur milli FH og hrossaútflytj- enda. Um ástæður segir að FH hafí ekki kynnt fyrir útflytjendum framvarp til laga um útflutning hrossa sem þeir telja að mörgu leyti meingallað. Telja útflytjendur að verði framvarpið samþykkt muni FH innheimta gjald af útfluttum hrossum og úthluta sjálfu sér eða félagsmönnum í beinni samkeppni við útflytjendur sem sjálfir og styrkjalaust hafa unnið að upp- byggingu viðskiptasambanda og markaðs með hross, eins og segir í bréfinu. Þá telur félagið ummæli framkvæmdastjóra FH á fundi í febrúar til þess fallin að rýra traust þeirra á félaginu. En þar mun hann hafa' látið að því liggja að útflytj- endur héldu niðri markaðsverði hesta til bænda og gefíð í skyn að þeir væru óþarfa milliliðir sem stæðu í vegi fyrir hrossabændum sjálfum. Þá er í bréfínu bent á að ein ástæða þess að óskað er eftir að BÍ yfírtaki útgáfu upprunavottorð- anna sé sú að með útgáfunni hafl FH aðgang að upplýsingum um viðskiptavini hestaútflytjenda og telja þeir eðlilegt að slíkar upplýs- ingar séu í höndum hlutlausra að- ila. Þá hefur félagið einnig sent land- búnaðarráðherra og landbúnaðar- nefnd Alþingis bréf þar sem gerðar era veigamiklar athugasemdir við frumvarp til laga um útflutning hrossa. Telja útflytjendur að ef lög- in verði samþykkt óbreytt muni það færa FH einokunarstöðu gagnvart hestaútflytjendum. Unnur opnar ferðaskrifstofu SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Unni Guðjóns- dóttur leyfi til reksturs ferðaskrifstofu. Unnur hefur undanfarið farið með ferðamenn til Kína í samvinnu við sænska ferðaskrifstofu. Unnur sótti um ferðaskrifstofuleyfi í fyrra, en endan- lega var ekki gengið frá leyfisveitingunni fyrr en í fyrradag. Ragnhildur Hjaltadóttir lögfræðingur í sam- gönguráðuneytinu sagði að Unnur hefði uppfyllt öll skilyrði sem sett eru fyrir rekstri ferðaskrifstofu. Ragn- hildur sagði að ráðuneytið teldi mjög mikilvægt að allir sem hafí milligöngu um sölu ferða til annarra landa hafi til þess formleg leyfi svo að þeir séu tryggð- ir eins og farþegar ferðaskrifstofa. Til að fá leyfi til að reka ferðaskrifstofu þarf urnsækj- andi að leggja fram bankaábyrgð að lágmarki sex milljónir króna. UNNUR Guðjónsdóttir (t.v.) er hér með Lu Fenyan aðstoðarráðherra og yfirmanni kínversku ferða- skrifstofunnar, en hún kom hingað nýlega í boði samgönguráðuneytisins. SPEGILSJÓÐIR VÍB Oryggi frá upphafi tilframtíðar Þú þarft ekki endilega að kaupa spariskírteini ríkissjóðs til þess að njóta öryggis og eignarskattsfrelsis. Mun minni sveiflur eru á ávöxtun Sjóðs 5, auk þess sem viðskiptin eru einfaldari og þægilegri. • 15,6% RAUNÁVÖXTUN SL. 12 MÁN. • ÁBYRGÐ RÍKISSJÓÐS • EIGNARSKATTSFRELSI • ÓKEYPIS VARSLA Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingaf um Sjóðsbréf 5 í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 91 - 60 89 00. Jafnframt er hægt að kaupa Sjóðsbréf 5 í útibúum Islandsbanka um allt land. Verið velkomin í VIB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • I— Ármúla 13a, sími: 91 - 60 89 00. _I SUMARFATNAÐUR ALLAR STÆRÐIR SILKIPILS, BLÚSSUR, PEYSUR, JAKKAR, BOLIR, BUXUR, GALLABUXUR. 5LACKY KYUSO PEISINN Kirkjuhvoli • sími 20160 Þar sem vandlátir versla. Eitt áreibanlegasta spamaöarformið í þrjá áratugi í nærri þrjá áratugi hafa spariskírteini ríkissjóbs verib ein öruggustu veröbréfin á markaðnum. Og þau eru alltaf jafn vinsæl sparnaðarleið enda fá verðbréf sem standa þeim jafnfætis í öryggi, arðsemi og sveigjanleika: Þú getur komið í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og keypt spariskírteini fyrir litlar sem stórar fjárhæbir í almennri sölu. Þú getur tekið þátt í mánaöarlegum útboðum á spariskírteinum með aðstoð starfsfólks Þjónustumibstöðvarinnar. Þú getur keypt spariskírteini í mánabarlegri áskrift og þannig sparað reglulega á afar þægilegan hátt. Gulltryggðu sparnaðinn með spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.