Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 17

Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 17 ERLENT Jafnaðarmenn reyna að stilla saman strengi Bonn. Reuter. RUDOLF Scharping, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD), hvatti í gær flokksmenn til að leggja innanflokksdeilur til hliðar. Mestu máli skipti að vinna sigur á Helmut Kohl kanslara í þingkosningunum í haust. í gær kom út bók eftir Helmut Schmidt, fyrrum kanslara, þar sem hann ráðleggur SPD hvernig vinna megi kosningarnar. Harðar deilur hafa staðið um stefnu SPD undanfamar vikur og hafa ýmsir frammámenn í flokknum gagnrýnt harðlega þá hógværu kosningastefnu, sem Scharping hef- ur kynnt. Vinstrimenn í flokknum era ekki sáttir við yfirlýsingu hans um að halda eigi óskertum hámarks- hraða á hraðbrautum Þýskalands. Þá hafa aðrir gagnrýnt leiðtoga- hæfíleika hans og atvinnumála- stefnu. Einstakir hæfileikar til að rífast „Jafnaðarmannaflokkurinn hefur einstaka hæfileika til að finna eitt- hvað til að rífast um einmitt þegar þeim gengur allt í haginn,“ sagði Scharping í útvarpsviðtali. í gær kom út bók eftir Helmut Schmidt, fyrrum kanslara og leið- toga SPD, sem heitir „Ár ákvarð- anatöku" þar sem hann færir rök fyrir því hvemig hægt sé að vinna Kohl í kosningum. Schmidt hefur lítið sem ekkert stutt SPD frá því að hann lét af embætti fyrir tólf áram. Er ástæða þess sögð vera miklar annir vegna starfa hans hjá vikuritinu Die Zeit og biturleiki vegna þess, hvemig hann varð að láta af störfum. SPD hefur tapað þrennum kosningum síðan og aflaði það Schmidt lítilla vinsælda innan flokksins er hann sagði í viðtali við holienska útvarpsstöð fyrir síðustu kosningar að kanslaraefni jafnaðar- manna, Oskar Lafontaine, myndi tapa kosningunum og ætti það skilið. Slúðurlína fall- innar greifynju Róm. The Daily Telegraph. FYRRVERANDI greifynja á ítal- íu, Marina Ripa di Meana, hefur auglýst nýja símaþjónustu og lofar að segja þeim sem hringja í tiltek- ið númer frá einkalífi frægra manna sem hún hefur kynnst, þeirra á meðal er Silvio Berlusc- oni, verðandi forsætisráðherra. Þeir sem hringja í númerið greiða 100 krónur fyrir niínútuna. A meðal annarra þekktra manna sem konan talar um era Giulio Andreotti, sjöfaldur forsætisráð- herra og bandaríski leikarinn Jack Nicholson. Greifynjutitillinn var dæmdur af Ripa di Meana eftir að hún skildi við fyrri eiginmann sinn, en hún er nú gift Carlo Ripa di Meana, sem átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hann er nú leiðtogi Græningja og er ásamt konu sinni í aðalhlutverki í met- sölubókinni „Sængað hjá valdinu", ágripi af lífinu á bak við tjöldin í spilltum heimi ítalskra stjórnmála. í sjónvarpsauglýsingu um þjón- ustuna situr greifynjan fyrrverandi bundin í stól með fæturna í djarfri stellingu að hætti Sharon Stone í „Ógnareðli“. Iturvaxinn maður gengur að henni, hristir hana og hrópar: „Nú er nóg komið! Hættu að tala!“ „Nei!“ hrópar greifynjan fyrrver- andi. „Ég skal aldrei láta þagga niður í mér. Ég ætla að segja frá öllu og nöfnin fylgja með.“ Knight í varðhald við heim- RONNIE Knight, sextugur Breti sem grunaður er um aðild að mesta peningaráni Bretlands, var í gær dæmdur í gæsluvarð- hald í viku. Dómstóll í Lundúnum hafnaði beiðni hans um að verða leystur úr haldi gegn tryggingu þar sem hætta var talin á að hann myndi ekki mæta fyrir rétt. Knight hefur verið ákærður fyr- ir að hafa átt aðild að því að ræna sex milljónum punda, jafn- virði rúmra 107 milljóna króna, úr peningabíl árið 1983. Hann var í útlegð á Spáni í ellefu ár, rak þar veitingahús og nætur- klúbb, en sneri heim til að hreinsa nafn sitt og heimsækja aldraða móður sína, sem er sögð fársjúk. Myndin var tekin þegar Knight var fluttur í lögreglubíl í dómshúsið. Dan Quayle boðar endur- komu sína í stjórnmál DAN Quayle, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, er kominn fram á sjónarsviðið á ný í bandarískum stjórnmálum. Bandaríska dagblaðið The Washington Post greinir frá því að væntanleg sé bók frá Quayle þar sem skýrt komi fram að hann hygg- ist sækjast eftir embætti forseta árið 1996. Að sögn bandaríska dagblaðsins hafa nokkrir valdir repúblíkanar fengið eintök send af bók Quayle en hún nefnist „Staðfesta" („Stand- ing Firm“). Bókin kemur út í Bandaríkjunum á morgun en við- brögð ráðamanna innan Repúblík- anaflokksins hafa verið néikvæð. Quayle sem var varaforseti í tíð George Bush (1988-1992) þótti með afbrigðum seinheppinn í kosninga- baráttunni 1988 og þóttu mörg mismæla hans þess virði að þau yrðu skjalfest. Um síðir varð það í senn iðja og atvinna nokkurra manna að safna saman ummæl- um hans og hefur raunar verið full- yrt að flest hafi þau verið tilbún- ingur einn. Engu að síður vora ýmsir þeirrar hyggju vestra að Quayle væri lítilla sanda og sæva en aðrir þeir sem með honum hafa starfað hafa fullyrt að þar fari maður hæfur og prýðilega vel gef- inn. Að sögn The Washington Post fjallar Quayle um ásakanir þessar í sérstökum kafla sem ber yfir- skriftina „Mistök, mismæli - og þungavigt stjórnspekinnar". í bók sinni segir Quayle að það megi teljast með ólíkindum hversu vanhæfir og andlausir menn hafi safnast saman til að stjórna baráttu George Bush fyrir endurkjöri árið 1992. Þessi kafli sem nefnist „Hvernig tapa ber kosningum" þyk- ir athyglisverður ekki síst fyrir þær sakir að Quayle gerir grein fyrir viðbrögðum sínum er ósigurinn haustið 1992 lá fyrir. Kveðst vara- forsetinn hafa ákveðið að hverfa úr starfi með virðingarfullum hætti, laus við biturð og reiði: „Mikilvægt er hvernig menn haga sér á slíkum stundum, sérstaklega ef þeir hafa í hyggju að láta til sín taka á ný.“ Quayle fær ekki séð að Jack Kemp, fyrram ráðherra sem talinn er líklegur frambjóðandi fyrir repú- blíkana 1996, sé maður vammlaus og ágætur, þvert á móti hafi hann brugðist Bush forseta. Varaforset- inn fyrrverandi telur einnig ástæðu til að fara niðrandi orðum um Ja- mes Baker, sem var utanríkisráð- herra í tíð Bush, og kveður hann stækan eiednhagsmunasegar. Dan Quayle -1. á?wt. Paysfgrð til 6ra?nlandt U. maí. Flogið til Narsassarsuaq og haldið þaðan yfir Eiríksfjörð til Brattahlíðar. M.a. verða skoðaðar byggingarústir frá tímum Eiríks rauða og Leifs heppna. Staðgreiðsluverð á mann: 17.480 kr. Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, bátsferð og fararstjórn. Báðar ferðirnar miðast við næga þátttöku. í þessari fróðlegu og skemmtilegu ferð skoðum við m.a. slóðir íslendingasagna við Þrándheimsfjörð meðan raktar verða frásagnir úr Njálu, Grettis sögu, Kjalnesingasögu, Heimskringlu og fleiri fornritum. Við skoðum Niðaróssdómkirkju og farin verður dagsferð á Stiklarstaði. Staðgreiðsluverð: 51.815 kr. á mann ítvíbýli. Innifalið: Flug, gisting í sex nætur m. morgunverði á Hotel Throndheim, akstur til og frá flugvelli erlendis, skoðunarferðir og aðgöngumiði á Stiklarstaðahátíð, fararstjórn, skattar og gjöld. Félavar í ferðaklúbbnum „Kátír da?ar - kátt fólk“ fá 4000 kr. afilátt í þe«a ferð til þrándheiim! & YVÚSÍ ! Sam vinnuterðir -Lanús ýn Reykjavik: Austurstrætl 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðlr S. 91 - 6910 70 • Slmbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Hatnart|örðun Baejarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Simbréf 91 - 655355 Kellavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Slmbréf 93 -111 95 Akureyrí: Ráðhústorgi 1 »S. 96 -,27200» Símbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjar Vestmannabraut 38 • S. 98-1 12 71 »Símbrét 98 - 1 27 92 0ATLA&*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.