Morgunblaðið - 04.05.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 04.05.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 25 Dauðans alvara Á MORGUN er haldinn reyklaus dag- ur meðal annars til að minna á að reyk- ingar eru dauðans al- vara. Fyrir tveimur árum var vakin at- hygli hér á forsíðu Morgunblaðsins á rannsókn, sem benti til þess að um fimmt- ungur íbúa í hinum þróuðu löndum heims, eða um 250 milljónir manna, muni deyja af völdum reykinga, þar af um helmingur á miðjum aldri. íslensk- ar rannsóknir hafa sýnt að reykingar eru einn helsti skaðvaldur í heilsufari íslendinga. Mikið af þessari vitneskju er hluti af almennri þekkingu landsmanna, en þótt nokkuð hafi dregið úr reyk- ingum hér á landi verður því mið- ur að viðurkenna að sóttin herjar enn af fullum þunga. Það er ólýsanleg harmsaga þeg- ar ungmenni ánetjast reykingum. Hvað þýður sá atburður? í mjög mörgum tilvikum verður um svo sterkan ávana að ræða að viðkom- andi losnar aldrei úr viðjum hans eða ekki fyrr en óbætanleg skakkaföll hafa dunið yfir og mik- ið sálarstríð. Nánast hefur verið handsalaður samningur við tób- aksiðnaðinn um dagleg fjárfram- lög, daglegan skatt, sem í krafti ávanans sterka nýtur forgangs yfir flest annað í lífínu sem kostar peninga. Þeir aðilar sem greiðsl- urnar fá eru að stórum hluta fjöl- þjóðleg stórgróðafyrirtæki, sem einskis svífast við að afla sér nýrra viðskiptavina, nýrra skattgreið- enda. En skítt með peningana, þótt þeir á einu ári geti numið á annað hundrað þúsund króna. Al- varlegra er ófrelsið og það víðtæka heilsutjón sem af reykingum hlýst, svo að ekki verður líkt við neinn nema alvarlegar farsóttir í sögu mannkyns á borð við berkla og bólusótt. Slíkri sjúkdómar eru yfírleitt ekki hafðir í flimtingum og ekki umbornir með góðlát- legri gamansemi eins og oft vill verða í um- fjöllun um reykingar. Hér kemur fram ein af mörgum þversögn- um sem reykingum tengjast: Einliver al- varlegasti sjúkdóms- valdur samtímans, en nýtur þjóðfélagslegs umburðarlyndis. Ávani sem líkja má við þrældóm og þeir sem helst gangast undir hann er unga fólkið, sem metur frelsið öllu ofar. Tóbaksauglýsingar skapa hu- grenningatengsl við hreysti, gott útlit og æsku, og kynorkan ólgar undir glæstu yfírborði. í reynd stuðla reykingar að ótímabærri hrörnun, nánast snemmkominni öldrun með hrukkóttri húð, hnign- un tanna og tannholds, hrörnunar- sjúkdómum eins og lungnaþembu, æðaþrengslum, hjartaáföllum og heilablóðföllum, kynferðislegu getuleysi löngu fyrir aldur fram. Og reykingar hafa í líkamanum þveröfug áhrif við þau sem fást af reglulegri líkamsþjálfun. íþróttaiðkun bætir blóðflæði um vefí líkamans, bætir fítuhlutföll í blóði þannig að náttúrulegt varnarkerfi líkamans gegn æða- kölkun eflist, dregur úr styrk storkusameinda og klumpun blóð- flagna, þannig að hætta á æða- stíflum minnkar, m.a. í kransæð- um. Reykingar hafa andstæð áhrif á öllum sviðum. Þær herpa saman æðar og trufla þannig eðlilegt blóðflæði, breyta fitusamsetning- unni í blóðinu þannig að náttúru- legt varnarkerfi líkamans gegn æðakölkun veikist, auka styrk storkusameinda í blóði og klumpunartilhneigingu blóð- Reykingar eru einn helsti skaðvaldur í heilsufari Islendinga, segir Guðmundur Þor- geirsson yfirlæknir. Að hans mati eru reykingar dauðans alvara. flagna, þannig að líkur á blóðsega- myndun og æðastíflum stóreykst. Enda er kransæðastífla nánast óþekkt meðal karla undir fertugu og meðal kvenna undir fímmtugu nema stórreykingar séu í sögunni. Þetta er ófögur lýsing og boð- skapurinn sjálfsagt óþægilegur fyrir marga. Samt er svona frá- sögn hjóm og hégómi hjá þeim persónulega harmi sem tengist þeim sjúkdómum sem reykingarn- ar valda. Á íslandi hefur margt verið vel gert í andófi gegn þessum alvar- lega sjúkdómsvaldi okkar tíma. Sennilega rís þar hæst bann við tóbaksauglýsingum, sem sett var fyrir tveimur áratugum. íslenskir fjölmiðlar mega þakka löggjafan- um hátt og í hljóði fyrir að hafa forðað þeim frá þátttöku í svo sið- lausri iðju sem útbreiðsla tóbaks- fíkninnar er. Tóbaksvarnarlögg- jöfín frá 1985 var einnig spor í rétta átt, en miklu betur má ef duga skal. Von er til þess að næsta þing muni samþykkja endurskoð- uð tóbaksvarnarlög, afdráttar- lausari og skýrari en þau sem í gildi eru. Mikilvægast af öllu er þó að draga úr líkum þess að ungt fólk ánetjist reykingum og vegur þar þyngst ábyrgð og-fordæmi foreldra. Höfundur er yfirlæknir á bráðamóttökudeild Landspítalans. Guðmundur Þorgeirsson Lögsaga Islands og skyldur okkar Eigum við með fijálsu framtaki að ganga svo nærri lífinu í sjónum að sjávarút- vegur heyri sögunni til? Fiskifræðingar og Hafrannsóknastofnun leitast við að sótt sé í fískinn af skynsemi. Þeirra rannsóknir eru miðaðar við að fiski- stofnunum sé haldið í horfinu og að hagv kvæmni sé í fyrirrúmi. Mig langar til að bera fram eftirfarandi hug- myndir. Að ætlaður sé tími, t.d. 'A mánuður á ári, til hrognafijóvgunar um borð í öllum fískiskipum og á ég við af öllum tegundum fiska. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þeir fiskar sem við höfum ekki áhuga á að nýta, verða fóður fyrir þá fiska sem við sækj- umst eftir. Til að stjórna fijóvgun- inni um borð í fískiskipunum verði Hafrannsóknastofnun og hennar liði falið verkefnið. Nú er það svo að fiskiskipin eru mislangt frá landi og þá mætti nota þijár þyrlur til að flytja hin fijóvg- uðu hrogn til æskilegra uppeldis- staða, t.d. á heppilegt sjávardýpi. Fiskinn ætti að fara með í land og án kvóta til vinnslu í landi, og þá sérstaklega til þeirra staða sem mest er þörfín, til að auka vinnu, sem vissu- lega er þörf á. Jafn- framt og við ræktum fisk í efnahagslögsög- unni þá ætti að koma með allt lífrænt sem á dekk kemur að landi. Og hvers vegna? Þessi úrgangsefni ætti að nota sem áburð á fok- sanda og annars staðar þar sem gróður er í hættu. Á þennan hátt gæti sjávarútvegur veitt Landgræðslunni lið við að efla starfsemi sína. Það er von mín að Ætlaður verði tími til hrognafrjóvgunar um borð í öllum fiskiskip- um, segir Sigurður ----------,-------------- Hilmar Olafsson, og á við allar tegundir fiska. þessum tillögum verði hrint í fram- kvæmd, ekki seinna en nú þegar. Höfundur er fv. vélasali. Sigurður Hilmar Ólafsson ytot&ttuWUbíb - kjarni málsins! Elliðavatn Silungapollur í þriðja áfanga lýðveldisgöngu Ferðafélagsins er gengin stysta leið frá Elliðavatni að Silungapolli. Áfanginn verður farinn sem stutt og þægileg kvöld- ganga miðviku- dagskvöldið 4. maí og er brottför frá BSÍ, austanmegin, kl. 20.00 en einnig er hægt að taka rútu á leið- inni. Ekið verður inn hjá Rauð- hólum og er farið úr rútunum skammt frá býlinu Elliðavatni. Rauðhólar eru sem kunnugt er friðlýstir gervigígar í Leita- hrauni, en austurhólunum var mikið spilit með malartöku. Leitahraun er samkvæmt nýjustu rannsóknum fleiri en eit.t hraun og fylgjum við þeim nokkurn hluta þessa áfanga og þess næsta, en það er víða vel gróið. Leiðin liggur hjá Heimaás en fljótlega er sveigt af aðalvegi yfír á slóða út í Kirkjuhólma. Þarna er farið á milli fallegra tjarna og vatna, Hrauntúns- og Kirkjuhólmatjarna og Hellu- vatns. Á þessu vatnasvæði er ríkt fuglalíf og er gaman að ganga þarna um við fjölbreyttan fuglasöng á vor- kvöldi. Á hægri hönd er girðing um verndarsvæði vatnslinda Vatns- veitu Reykjavíkur en þar fyrir innan eru húsin á Jaðri. Við komum ná- lægt austasta hluta Rauðhólanna og förum þar yfir brú á Suðurá er rennur þarna í Helluvatn. Þetta landsvæði er nefnt Hólm- urinn og í honum er býlið Hólm- ur sem er eign borgarinnar. Gönguleiðin liggur með bökkum Suðurár og nokkru austar er aftur farið yfir ána og nú á ævagamalli brú. Suðurá er síð- an fylgt sunnanmegin í átt að Silungapolli. Á leið okkar er talsvert af sumarbústöðum og þess skal einnig getið að á þriðja áratugnum voru uppi hugmynd- ir um lagningu járnbrautar á þessum slóðum. Göngunni lýkur við grá- grýtishólinn Höfuðleðurshól hjá Silungapolli, en húsin sem stóðu þarna og Oddfellowreglan reisti fyrir barnaheimili voru rifin árið 1984. Á göngunni er nauðsyn- legt að vera í stígvélum eða í góðum, vatnsvörðum skóm. LÝÐVELDISGANGA FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS M. Bens, árg. '88, ek. 88 þús. km., topplúga, álfelgur, púðar, litað gler. Dodge Ram, árg. '90, orginal innrétt- aður ferðabíll m. öllu. Toyota Landcruiser turbo diesel, árg. '91. ek. 57 þús. km., gullsans. V. 3.700.000,-. MMC Galant GLSi, árg. '90, 4x4, ek. 40 þús. km. Hvítur. Toyota Corolla XL Sedan, árg. '90, ek. 75 þús. km. Vínrauð. Bílasala Garðars < '. *//////////' .y^/v' Nóatúni 2 • 105 Reykjavík Sími619615 Vantar nýlega bfla á staðinn og skrá. Mikil sala. Nizzan Terrano, árg. '90, ek. 80 þús. km., blár og grár. V. ca 1700 þús. Vill sk. á dýrari 4ra dyra jeppa, allt að 2,5 millj. Honda Shadow, árg. '84, ek. 32 þús. km. & Yamaha Virago, árg. '92, ek. 5 þús. km., gullmoli, o.fl. o.fl. Vantar hjól á staðinn. Mikil sala. Toyota Carina E 2000 Classic, árg. '93, ek. 17 þús. km., flöskugræn. V. 1.800.000,-. Nissan Sunny SLX, árg. '91, 4ra d„ ek. 55 þús. km„ hvítur. V. 850.000,-. Volvo 240 GL Station, árg. '87, ek. 91 þús. km„ blár. V. 750.000,-. Toyota Touring GLi, , árg. '92, ek. 50 þús. V. 1.350.000,-. Toyota Corolla XL, árg. '92, 3ja dyra, ek. 51 þús. km„ dökkblá. -I-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.