Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 37

Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1994 37 ATSKAKMOTI SJONVARPSSAL Karpov tefldi kappskák o g hraðskák SKAK Ríkiss jónvarp ATSKÁKMÓT 2. maí 1994. ANATÓLÍ Karpov, heimsmeist- ari Alþjóðaskáksambaridsins FIDE, sótti Islendinga heim í byijun vik- unnar og sigraði á sjónvarpsmóti í Ríkissjónvarpinu þar sem tefldar voru 25 mínútna skákir. Karpov hlaut tvo og hálfan vinning af- þremur mögulegum, missti aðeins eitt jafntefli við Hannes Hlífar Stef- ánsson, er þeir féllu báðir á tíma eftir mikinn darraðardans. Helgi Ólafsson hlaut einn og hálfan vinn- ing, en Hannes og Margeir Péturs- son hlutu einn vinning hvor. Það var mjög athyglisvert hvernig Karpov nýtti tíma sinn. I öllum skákunum þremur notaði hann mikinn tíma á byijunina og fyrri hluta miðtaflsins. Aberandi var að hann byggði skákir sínar upp hægt og rólega og tefldi mjög vandað, rétt eins og um venjulega tveggja tíma kappskák væri að ræða. Mót- herjar hans fengu þá svo sannar- lega að fínna fyrir þunganum! Síð- an virtist hann eiga mjög auðvelt með að breyta yfir í algera hrað- skák. íslensku keppendurnir not- uðu tíma sinn miklu jafnar. Hermann Gunnarsson var kynn- ir, en Jón L. Árnason sá um skák- skýringar með aðstoð gesta. Brydd- að var upp á þeirri nýjung að hafa geysihraðvirka tölvu til að stinga upp á leikjum og kom það vel út. Tölvan hindrar að skýrendurnir vaði í villu og svíma um gang mála þótt hlutirnir gerist hratt. Stjórnandi útsendingar var Egill Eðvarðsson. Það er komin mikil reynsla á stjórnun slíkra útsendinga hjá Rík- issjónvarpinu. Eitt af því fáa sem hægt var að setja út á var útsend- ingartíminn, seint um kvöld, sem hentar afar illa fyrir börn og ungl- inga. Fyrsta umferð: Hannes-Karpov Hannes tefldi byijunina afar frumlega, en það heppnaðist vel. Hann fékk biskupaparið og þokka- lega stöðu út úr byijuninni auk þess sem Karpov notaði mikinn tíma. En Hannes fórnaði peði fyrir ónógar bætur og stóð fljótlega uppi með tapað tafl. í lokin sást einn mesti darraðardans í manna minn- um, Karpov var svo naumur á tíma að hann gat ekki unnið. Hvítt: Hannes Hlífar Svart: Karpov Caro-Kann vörn 1. e4 - c6 2. b3!? - d5 3. Bb2 - dxe4 4. Re2 - Bf5 5. Rg3 -e6 6. Rc3 - Rf6 7. De2 - Da5 8. Rxf5 - Dxf5 9. g3 - Bc5 10. Bg2 - Rbd7 11. Rxe4 - Be7 12. 0-0-0 - 0-0 13. Kbl - a5 14. Dd3 - Kh8 15. g4? - Dxg4 16. Hhgl - Df4 17. Bhl - Re5 18. De2 - Rg6 19. Hg3 - a4 20. Hdgl - axb3 21. axb3 - e5 22. Hh3 - Df5 23. Hhg3 - Rd5 24. Rg5 - Rdf4 25. Ddl - Bxg5 26. Hxg5 - Dh3 27. Be4 - f5 28. Hlg3 - Dxh2 29. Bxf5 - Dxf2 30. Be4 - Hf6 31. d3 - Re6 32. Hxg6!? hxg6 33. Hh3+ - Kg8 34. Hhl - Rd4 35. Hgl - Haf8 36. Bxd4 - exd4? 37. Kb2 - Dh4 38. Bxg6 - Hf2 39. Be4 - H8f4 40. Hg6 - Hxe4 41. dxe4 - Dxe4 42. Hg3 - c5 43. Hd3 - b5 44. Kbl - Kf7 45. Hg3 - g6 46. Hd3 - Kf6 47. Hg3 - c4 48. bxc4 - bxc4 49. Ha3 - d3 50. cxd3 - cxd3? 50. - Db7+ vann strax. 51. Ha6+ - Kg5 52. Dgl+ - Hg2 53. Ha5+ - Kg4 54. Ddl+ - De2 55. Ha4+ - Kg3 56. Dcl - d2 57. Dc7+ - Kf2 58. Dc5+ - Kel 59. Da5 - Kfl 60. Hf4+ - Hf2 og hér féllu báðir á tíma á sama sekúndubrotinu. Þegar mynd- bandsupptaka er skoðuð með haukfránum augum sést að Hannes féll örskömmu áður. Úrskurður dómara: jafntefli. 2. umferð: Karpov-Helgi Helgi fékk það erfiða hlutskipti að mæta Karpov með svörtu. Hann tefldi byijunina nokkuð losaralega, en Karpov lagði áherslu á að treysta stöðuna. Skákin fékk síðan snöggan endi, er 21. - Rd3? kost- aði svart lið. Hvítt: Karpov Svart: Helgi Ólafsson Enski leikurinn 1. c4 - e5 2. Rc3 - d6 3. g3 - g6 4. Bg2 - Bg7 5. d3 - f5 6. e4 - Rf6 7. Rge2 - 0-0 8. 0-0 - c6 9. Khl - a5 10. f4 - Ra6 11. Be3 - Be6 12. b3 - Dd7 13. Dd2 - Hae8 14. Hadl - b5 15. exf5 - Bxf5 16. fxe5 - Rg4!? 17. cxb5 - cxb5 18. Rd5 - Rb4 19 Rxb4 - axb4 20. Bgl — Rxe5 21. d4 21. - Rd3? 22. Hf3 - Bh6 23. Dxh6 - Hxe2 24. Hdxd3 - Hc8 25. Hde3 - Hxa2 26. Hxf5 - Hxg2 27. Kxg2 - Dxf5 28. Hf3 - Dd5 29. h4 - Da8 30. Df4 - Dd5 31. Df6 - He8 32. Bf2 - Hc8 33. Kh2 - He8 34. g4 - Hc8 35. Be3 og svartur gafst upp. 3. umferð: Margeir-Karpov Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Karpov Enski leikurinn 1. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Rd5 - Bc5 6. Bg2 - 0-0 7. 04) - d6 8. e3 - Bg4 9. h3 - Bh5 10. d3 - Bb6 11. a3 - Rxd5 12. cxd5 - Re7 13. Db3 - Dd7 14. Rd2 - c6 15. dxc6 - bxc6 16. Rc4 - Bc7 17. Dc3 - a5 18. b3 - Hfb8 19. Bb2 - f6 20. Rd2 - d5 21. Hacl - Bd6 22. e4 - Bf7 23. Dc2 - Be6 24. Kh2 - Ha6 25. Hal -Da7! 26. d4? - exd4 27. exd5 - cxd5 28. Rf3 - Bf5 29. Dd2 - d3 30. Rh4?! - Be4 31. f3 - Hc6!? 32. Hacl - Hxcl 33. Hxcl - Hxb3 34. fxe4 - Db8?! Afar sterkt var 34. - Bxg3+! 35. Kxg3 - Db8+ því 36. Df4 má svara með 36. - d2+! 35. Rf5! - Rxf5 36. exf5 - Hxb2? 37. Dxd3 - h6 38. Dxd5+ - Kh7 39. Hc3 Hvítur hefur nú rétt úr kútnum og var með betri tíma á klukkunni. 39. - Hbl 40. Df7 - Be5 41. Hd3 - Hb2 42. Dg6+ - Kh8 43. Hd7 - Dg8 44. He7 - Hxg2+! 45. Kxg2 - Dd5+ 46. Kh2 - Dd2+ 47. Khl - Del+ 48. Kh2 48. Kg2 - De2+ 49. - Khl - De4+! 50. Kh2 - Bxg3+ hefði leitt til sömu niðurstöðu. Þar sem Karpov var nú byijaður á síðustu mínútunni var við því að búast að hann tæki þráskák, því tap á tíma myndi kosta hann sigurinn á mót- inu. 40. - De2+ 49. Khl - Del+ 50. Kh2 - Bxg3+ 51. Dxg3 - Dxe7 52. Dd3 - Dc7+ 53. Kg2 - Kh7 54. a4? - Dc6+ 55. Kg3 - Dxa4 56. Dd5 - Da3+ 57. Kg2 - a4 58. Df7 - Db2+ 59. Kf3 - Db3+ 60. Dxb3 - axb3 og hvítur gafst upp, því Karpov átti ennþá u.þ.b. hálfa mínútu eftir. Margeir Pétursson Sjónvarpsþættir um atvinnuleysi Umbi fær 250 þúsund kr.styrk BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt, að veita kvikmyndafé- laginu Umba styrk að fjárhæð 250 þús. til gerðar sjónvarps- þátta um félagsleg og sálræn áhrif atvinnuleysis. I tillögu atvinnumálanefnd- ar Reykjavíkur, sem lögð var fram í borgarráði, kemur fram að styrkurinn er veittur af fjár- veitingum nefndarinnar og gegn því, að nefndin fái fimm eintök af þáttaröðinni á mynd- bandi til fijálsrar ráðstöfunar. Jafnframt er lagt til, að borg- arráð heimili, að af hálfu borgarinnar verði fyrirtækinu veitt sú faglega ráðgjöf við þáttagerðina, sem það óskar eftir. Fuiidur um atvinnumál í sveitum Miklaholtshreppur - Fræðslu- og upplýsingafundur um at- vinnumál í sveitum á Snæfells- nesi var haldinn í Breiðabliki. Atvinnumálafulltrúi Snæfells- ness, Valgarð Halldórsson, og Arnaldur Bjarnason, atvinnu- málafulltrúi Stéttarsambands bænda, undirbjuggu og boð- uðu til þessa fundar. Fjölbreytt dagskrá NDagskrá fundarins var fjöl- breytt og fyrirlesarar fluttu mál sitt með ágætum og í málfutningi þeirra kom margt fróðlegt fram sem fundarmenn kunnu vel að meta og lögðu fram fyrirspurnir til hvers og eins eftir að framsögu lauk. Fjölmenni var á þessum fundi og honum stjómaði formaður héraðsnefndar, Magnús Stef- ánsson. Boðið var upp á léttan há- degisverð og kaffi og kökur síðdegis í boði Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. ATVINNU V M YSINGAR Framhaldsskóli Vestfjarða Skíðakennara og frönskukennara vantar Laus er til umsóknar heil staða kennara í skíðaþjálfun og þjálffræði við Framhalds- skóla Vestfjarða á ísafirði. Til greina kemur að sami aðili verði ráðinn þjálfari unglinga- landsliðs á skíðum. Laus er einnig hálf staða frönskukennara og nokkur kennsla í vélritun, tölvufræði og félags- fræði, svo og hlutastarf við heimavistargæslu. Þá er 80% staða bókavarðar laus næsta vetur vegna barnsburðarleyfis. Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst 1994. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Nánari vitneskju veitir undirritaður í síma 94-4540 eða 94-4119. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir tveimur hjúkrunarfræðingúm til fastra starfa sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi, á kvöld- og morgunvaktir. í boði er gott húsnæði og góð launakjör. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í vs. 95-12329 og hs. 95-12920. Sölumaður Útgáfufyrirtæki vill ráða reglusaman og hressan sölumann/konu við afgreiðslu- og markaðsstörf með framtíðarstarf í huga. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa til að bera frumkvæði, metnað og vera vanur þjónustu- og sölustörfum. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsinga- deild Mbl., merktar: „Ú - 1234“, fyrir 10. maí. Framkvæmdastjóri Nautastöðvar Laus er til umsóknar staða framkvæmda- stjóra Nautastöðvar Búnaðarfélags íslands á Hvanneyri. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Umsóknir sendist til undirritaðs. JónasJónsson, Búnaðarfélag Islands, Bændahöllinni, pósthólf 7080, 127 Reykjavík. Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.