Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 52

Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 52
KORTIÐ fyrirþig! JMffgmifriiifei&í AUtþitt undir einu þaki SJÓVÁUíMaLMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 86 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Útflutn- ingur ísaðs þorsks hef- - ur hrunið ÚTFLUTNINGUR á ísuðum þorski á fiskmarkað í Englandi í apríl var fimmtungur af útflutningnum í sama mánuði í fyrra, 140 tonn á móti 685 tonnum, og kílóverðið er 7% lægra í sterlingspundum. Það sem af er árinu hefur útflutningur á ísuðum þorski til Englands dreg- ist saman um 57%, í ár hafa verið flutt út 1.170 tonn en 2.734 tonn fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Samdráttur í kjölfar verðlækkun- ar hefur einnig orðið í öðrum teg- undum og á öðrum mörkuðum. Útflutningur á karfa til Þýskalands ___yar þriðjungi minni en í apríl í fyrra og verðið 15% lægra í mörkum. Útflutningur á ufsa til Þýskalands dróst saman um 63% og verð lækk- aði um 8%. 38% minna var flutt út af ýsu til Englands en í apríl 1993 og verðið var 9% lægra. ■ 79% samdráttur/Bl ------♦ ♦ ♦---— Landsleikur í Brasilíu „Verður glfur- leg upplifun“ ISLAND mætir Brasilíu í landsleik í knattspyrnu í kvöld í fyrsta skipti. „Það verður gífurleg upplifun að spila við þjóð sem er tæknilega besta knattspyrnuþjóð í heimi. Eg get ekki neitað því að maður finnur fyrir vissri eftirvæntingu I hópn- um,“ sagði Arnór Guðjohnsen, fyr- irliði, við Morgunblaðið í gær. ■ Ásgeir Elíasson/8 ■ Mikil upplifun/49 Morgunblaðið/Sverrir V orhreingeming NÚ ER vor í lofti og menn farnir að huga að vorhreingerning- um. Þessi gluggaþvottamaður var við störf í Bankastræti í gær. Islensk efni gegn krabbameini rann- sökuð vestanhafs BANDARÍSKA krabbameinsstofn- unin, National Cancer Institute, mun rannsaka þrettán ný efni sem hugs- anlegt er talið að komi að gagni við lækningu krabbameins og búin hafa verið til í efnarannsóknarstofu Raunvísindastofnunar Háskólans af vinnuhópi sem dr. Jón K.F. Geirs- son, dósent í lífrænni efnafræði, hefur stýrt. Eftir að íslensku vísindamennirnir greindu frá efnum, sem búin hefðu verið til við rannsóknir þeirra, í al- þjóðlegu vísindatímariti óskaði Bandaríska krabbameinsstofnunin eftir að fá sýni af efninu til að mæla virkni þess og jafnframt að reyna efnið í tilraunastofu á ýmsum tegundum krabbameinsfruma svo og til að reyna virkni þess á HlV-smit- aðar veirur og eiturefnaáhrif á lif- andi verur. Jafnframt fylgdi boð um að fara yfir lista af öðrum efnum sem kynnu að hafa verið smíðuð á Raunvísinda- stofnun, en Bandaríska krabba- meinsstofnunin hefur áratuga- reynslu í slíkri leit að virkum efnum. Dr. Jón K.F. Geirsson segir, að í þessu boði felist viðurkenning á starfi Raunvísindastofnunar og starfsfólki hennar. ■ íslensk efnasmíði/27 F ornvagn fyrir SVR VAGN af Studebaker gerð á leið 1, sem var Njálsgata-Gunnarsbraut. Ljósmynd/Sigurður Norðdahl FORSVARSMENN Strætisvagna Reykja- víkur hf. hafa leitað til borgarráðs um stuðn- ing við að koma upp gangfærum strætis- vagni, fornvagni af gerðinni Studebaker, sömu gerðar og fyrstu vagnar samnefnds hlutafélags. í erindi til borgarráðs segir að hugmyndin að fornvagni hafi kviknað á 60 ára afmæli SVR árið 1991 en erfiðlega hafi gengið að hafa upp á vagni af þessari gerð. Eftir mikla eftir- grennslan hafi tekist í gegnum Vestur-íslendinginn Snorra Aðal- steinsson að hafa upp á slíkum undirvagni. Snorri hafi um árabil fengist við að endurbyggja gamla vagna og hefur hann gert tilboð í að byggja yfír umræddan vagn. Ætla má að vagninn fullbúinn og hingað kominn muni kosta um 3,5 millj. íslenskar krónur. ^Bandarí kj astj órn sendi einn starfsmann Pentagon hingað til viðræðna Stjórnvöldiun er misboðið ISLENSKUM stjórnvöldum er misboðið, að Bandaríkjastjórn skuli hafa sent hingað til lands einn starfsmann bandaríska flughersins, David Daley ofursta, til viðræðna við íslensk stjórnvöld. Þess var i-»ivænst, að bandarísk viðræðunefnd með skýrt umboð til að ganga til samninga við íslendinga um framtíðarfyrirkomulag þyrlubjörgunar- sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli kæmi hingað, enda höfðu slík áform verið gefin til kynna af hálfu Bandaríkjamanna, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Þorkell DAVID Daley ofursti í bandaríska flughernum kemur af fundi með íslensku viðræðunefndinni í gærkveldi. Honum á hægri hönd er David Wagner, viðskiptafulltrúi bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, og honum á vinstri hönd er næstráðandi varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, Markulis ofursti. Daley ofursti staðfesti í samtali við Morgunblaðið að afloknum fundi í gærkveldi, sem hann og starfsmenn varnarliðsins og sendi- ráðs Bandaríkjanna hér í Reykjavík áttu með íslenskum embættismönn- um og yfírmönnum Landhelgis- gæslunnar, að hann hefði ekki umboð bandarískra stjórnvalda til þess að ganga til samninga, heldur væri hann hér til þess að gera grein fyrir sölutæknilegum atriðum bandaríska flughersins. „Ég kom hingað til þess að bjóða fram tækni- lega sérfræðiþekkingu mína, varð- andi söluaðferðir Bandaríkjahers," sagði Daley ofurgti, sem er aðstoð- arskrifstofustjóri í alþjóðadeild bandaríska flughersins, í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins líta íslensk stjórnvöld þannig á, að enn sé fyrirspurn ríkis- stjórnar Islands frá því um miðjan síðasta mánuð ósvarað. Stjórnvöld óskuðu eftir því 15. apríl sl., að bandarísk stjórnvöld svöruðu því innan þriggja vikna, hvort þau væru reiðubúin að ganga til samn- inga við íslendinga um íslenska verktöku við rekstur þyrlubjörgun- arsveitar varnarliðsins, eins og dr. William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf til kynna að væri mögulegt, er hann kom hingað til lands í ársbyijun. Dr. Gunnar Pálsson, formaður íslensku viðræðunefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að afloknum fundinum með Bandaríkjamönnum, að þessi fundur hefði fyrst og fremst verið tæknilegs eðlis. „Það var talað um hugsanlega kaupskilmála, hvernig farið yrði að, ef ákveðið yrði af okkar hálfu, að kaupa í gegnum sölukerfi hersins,“ sagði Gunnar, „en jafnframt var tekið fram, að við hefðum ekki óskað eftir tilboð- um formlega og ekkert tilboð hefði borist. Við fórum í gegnum leikregl- ur sem gilda myndu, ef efnt yrði til samningaviðræðna við Banda- ríkjamenn." Gunnar upplýsti að Bandaríkja- mennirnir myndu hitta sérfræðinga Landhelgisgæslunnar að máli í dag, en ekki væri ljóst hvort af frekari fundahöldum yrði með íslenskum embættismönnum, að þessu sinni. Reykjavík verði menn- ingarborg Evrópu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að sótt verði um, fyrir hönd borgarinnar, að Reykjavík verði menningarborg Evrópu árið 2000. Gert er ráð fyrir að undir- búningur hefjist nú þegar með þátttöku íslenskra stjómvalda. I greinargerð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði kemur fram að gert er ráð fyrir að kannaðir verði möguleikar Reykjavíkur á því að hljóta þenn- an eftirsóknarverða titil, en ráð- herraráð Evrópusambandsins velur „menningarborg Evrópu“ úr tilnefningum viðkomandi ríkja. Samstarf við ríkið Ákvörðun um hvaða borgir verða fyrir valinu eftir árið 1999 á að taka á næsta ári og skal umsóknum skilað eigi síðar en 30. júní 1995. Fram kemur að leitað verði eftir samstarfí við ríkið eðli málsins samkvæmt. Gert er ráð fyrir að nefnd skipuð tveimur fulltrúum úr borgarráði og einum frá ríkinu undirbúi málið og skili áliti til borgarráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.