Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tveir látist _
úr alvarlegri
bakteríu-
sýkingu
TVEIR íslendingar hafa látist í ár
úr hættulegri bakteríusýkingu sem
lýsir sér þannig að bakteríurnar éta
sig nánast í gegnum hold sjúklings-
ins. Að sögn Haraldar Briem, lækn-
is, hefur ekki orðið vart aukningar
tilfella hér á landi og því ekki ástæða
til að óttast faraldur.
Bakterían er ein útgáfa
„streptococcus bacterium" og segir
Haraldur að þetta sé sama bakterían
og olli skarlatsótt fyrr á öldinni. Síð-
an hafi hún nánast misst þann eigin-
leika sinn að vera hættuieg, en fyrir
um 10 árum síðan farið að hegða
sér öðruvísi og tekið á sig nýja og
verri eiginleika. Nú virðist svo að
hún hafi tekið á sig enn svæsnara
form.
í vor hafi Svíar tilkynnt að þeir
hefðu orðið varir við aukningu alvar-
legra tilfella. Það hafi leitt til þess
að íslenskir læknar skoðuðu sýkingar
hér á landi, segir Haraldur, en ekki
orðið varir við að um fjölgun tilfelia
væri að ræða.
Yfirleitt veldur bakterían háls-
bólgu. Haraldur segir að hún geti
borað sig inn í lagið á milli húðar
og vöðva og þaðan komist í blóðið
og oft látist fólk úr eitrunaráhrifum
sem hún veldur í blóðinu.
Hann segir að pensilín vinni á
bakteríunum, sé því beitt nógu
snemma.
Hlutabréf í Stöð 2 eftirsótt
122 milljónir
staðgreiddar
Hækkandi kauptilboð þykja benda til
fleiri en eins kaupanda
FREKARI viðskipti urðu með hlutabréf í íslenska útvarpsfélaginu hf. í
gær. Þá voru keypt hlutabréf fyrir 23,8 milljónir króna að nafnverði og
fór gengi bréfanna hækkandi eftir því sem leið á daginn. Skiptar skoðan-
ir eru á því hvort um einn eða fleiri kaupendur sé að ræða en hækkandi
kauptilboð þykja benda til þess að fleiri en einn kaupandi sé á ferðinni.
Frá því á föstudag hafa átt sér stað viðskipti með hlutabréf að nafnvirði
42,6 milljónir sem nemur 7,7% af nafnvirði heildarhlutafjár. Söluverð
bréfanna er 121,6 milljónir
Eins og skýrt var frá í Morgunblað-
inu á laugardag eru Sjóvá-Almenn-
ar og Skúli Þorvaldsson meðal
þeirra sem selt hafa hlutabréf í ís-
lenska útvarpsfélaginu frá því fyrir
helgi. Meðal seljenda í gær var
Vífilfell hf. sem samkvæmt hlut-
hafalista í mars sl. átti hlutabréf
að nafnvirði 11,8 milljónir.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
hafa verðbréfafyrirtæki haft sam-
band við alla stærstu hluthafa fé-
lagins og óskað eftir bréfum til
kaups. Ekki fengust í gær staðfest-
ar upplýsingar um það hver væri
kaupandi en bréfin munu hafa ver-
ið staðgreidd og keypt fýrir milli-
göngu lögmanna.
Á föstudag voru bréfin í íslenska
útvarpsfélaginu seld á genginu 2,80
eftir að hafa í nokkurn tíma staðið
í 2,70-2,75. Fyrstu viðskiptin í gær
voru einnig á genginu 2,80 en þá
voru seld bréf fyrir að nafnverði
átta milljónir. Fjórar milljónir að
nafnvirði fóru síðan á genginu 2,89
og loks voru bréf fyrir 11,8 milljón-
ir að nafnvirði seldar á genginu
2,97. Sölugengi þeirra bréfa sem
seld voru í gær var því samtals 69
milljónir króna.
...................---------------------
IJættuleg bakteríusýking/20
Brenndist
hættulega í
heitum potti
23 ÁRA gamall maður brenndist illa
í heitum potti á Flúðum aðfaranótt
mánudags. Hann var fluttur á gjör-
gæsludeild Landspítalans og er að
sögn lækna alvarlega veikur með
djúp og mjög útbreidd 'orunasár.
Lögreglan á Selfossi var kvödd á
vettvang um fimm-leytið á mánu-
dagsmorgun, en þá hafði maðurinn
náð að komast upp úr pottinum sjálf-
ur. Að sögn lögreglunnar er ekki Ijóst
hvað gerðist, því einhver ölvun var
á svæðinu. Var maðurinn fluttur til
Reykjavíkur.
Ekki er ljóst hvers vegna vatnið í
pottinum var svona heitt, en grunur
leikur á að það hafi verið allt að 90°
C. Að sögn lögreglunnar er öryggis-
loki í pottunum sem á að tryggja að
ekki fari of heitt vatn í hann og er
talið að hann hafi bilað. Lokarnir
voru endurnýjaðir á síðasta ári.
Morgunblaðið/Sverrir
V orhreingemingar
í Reykjavík
VORIN eru oft nýtt til hreingerninga, bæði úti og inni og hafa
starfsmenn Reykjavíkurborgar unnið að því undanfarið að snyrta
til eftir veturinn. Á síðustu árum hafa vélknúnir götusóparar
verið að ryðja sér rúms í Reykjavík og fleiri bæjarfélögum.
Þessi tæki eru nú að störfum út um allan bæ, enda mikið rusl
sem þarf að þrífa eftir veturinn.
Egill Skúli styður
Arna Sigfússon
EGILL Skúli Ingi-
bergsson, rafmagns-
verkfræðingur, sem
var ráðinn borgarstjóri
meirihluta Alþýðu-
flokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðu-
bandalags 1978 og
gegndi starfinu til
1982, lýsir í grein í
Morgunblaðinu í dag
yfir stuðningi við Árna
Sigfússon í starfi
borgarstjóra.
Egill Skúli segir í
greininni að hann hafi
á undanförnum árum
haft tækifæri til að
kynnast störfum Árna
Sigfússonar í gegnum
Egill Skúli Ingi-
bergsson, fyrrver-
andi borgarstjóri.
verkefni sem þeir hafi sameiginlega
unnið að. Hann segist
treysta Árna vel til þess
að takast á við þau
miklu verkefni sem
fylgi stjórn Reykjavík-
urborgar verði hann til
þess kjörinn.
Þegar Alþýðuflokk-
ur, Framsóknarflokkur
og Alþýðubandalag
náðu meirihluta í borg-
arstjórnarkosningunum
árið 1978 réðu flokk-
arnir Egil Skúla í starf
borgarstjóra. Hann var
borgarstjóri til ársins
1982 þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn komst aftur
í meirihluta og Davíð
Oddsson settist í stól
Sjálfstæðismenn tilkynna lækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur
5% lækkun 1. júní og
önnur 5% um áramótin
borgarstjóra.
Þá lýsir Bjarni P. Magnússon,
fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins og núverandi sveitarstjóri
Reykhólahrepps, því í grein í Morg-
unblaðinu í dag, að hann sé hættur
1 Alþýðuflokknum og genginn til
liðs við Sjálfstæðisflokkinn. I grein-
inni lýsir hann yfír stuðningi við
Árna Sigfússon, borgarstjóra í
Reykjavík. Bjami P. Magnússon var
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins
1986-1990 og sat í flokksstjórn
Alþýðuflokksins í mörg ár.
I Ég treysti Árna/30
■ Engin ástæða/30
Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir um helgina að 1. júní nk. mundi
gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur lækka um 5% og um önnur 5% frá
næstu áramótum, hljóti flokkurinn meirihluta í kosningum til borgar-
stjómar n.k. laugardag.
Sjálfstæðisflokkurinn birti aug-
lýsingu í Morgunblaðinu á sunnu-
dag þar sem gefin vom fyrirheit
um ákveðnar aðgerðir í borgarmál-
um á næsta kjörtímabili. Þar var
tilkynnt um lækkun hitaveitugjalda.
„Staða Hitaveitu Reykjavíkur er
mjög sterk. Hún verður skuldlaus
á þessu ári, sem skapar forsendur
til lækkunar á heitu vatni, sem við
treystum okkur til að gera í tveim-
ur áföngum. Þessar aðgerðir em
liður í að skapa heimilum og fyrir-
tækjum betrá umhverfí," ságði Árni
Sigfússon, borgarstjóri, í samtali
við Morgunblaðið.
Árni sagði að sterk staða Hita-
veitunnar væri forsenda þessa, en
þegar hugmyndir í þessa vem hefðu
verið ræddar áður hefðu menn ótt-
ast viðbrögð ríkisstjóma, sem hefðu
gefið til kynna að lagt yrði jöfnun-
argjald á vel rekin fyrirtæki. „Slík
afstaða latti okkur til ákvarðana
af þessu tagi, en við teljum ekki
ástæðu til að óttast slíkt nú, þó við
hljótum að vera á varðbergi ef ríkis-
stjóm með slíkar skoðanir kemst
aftur að.“
Gunnar Kristinsson, hitaveitu-
stjóri, sagði að honum þætti þessi
fyrirhugaða lækkun nokkuð mikil.
„Hitaveitan missir við þetta 65
milljónir króna á þessu ári og 270
milljónir á næsta,“ sagði hann. „Á
þessu ári greiðum við upp tvö er-
lend lán og Hitaveitan verður að
mestu skuldlaus um næstu áramót.
Það skapar auðvitað töluvert svig-
rúm. Þessi lækkun ætti að vera
varanleg, en að vísu er enn í gildi
vísitöluákvæði, svo vatnið hækkar
og lækkar eftir vísitölunni."
Gunnar sagði að þessi lækkun
þýddi að hitakostnaður við 400
rúmmetra einbýlishús, sem nú værí
utn 30 þúsund krónur á ári, myndi
lækka um *3 þusund krónur*
Draga ætti úr notkun
„Ég hef ekki skoðað þetta sér-
staklega og lækkun gjaldskrár er
ekki okkar kosningaloforð, enda
finnst mér mikilvægara að huga
að því að heita vatnið er ekki óþrjót-
andi auðlind," sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, borgarstjóraefni
R-listans. „Ég vildi fremur sjá átak
í því að draga úr notkun heita vatns-
ins og lækka þannig kostnað fólks,
heldur en með gjaldskrárbreytingu.
Reykvíkingar geta verið þokkalega
sáttir við gjaldskrána og hún er
vart íþyngjandi miðað við það sem
gengur og gerist víða annars stað-
i ttiilii ííJiiiMAiXUJÚMJJUi
Skilafrestur
gfreina vegna
borgar- og sveitar-
slj órnakosninga
Greinar vegna borgar- og sveit-
arstjórnakosninga, sem birtast
eiga í Morgunblaðinu fyrir kjör-
dag þurfa að berast ritstjórn
blaðsins eigi síðar en kl. 15.00
á morgun, fimmtudag 26. maí.
Ekki verður hægt að birta
greinar sem. berast síðar,