Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 25 LISTIR Gestalistamenn í leik MÁLARINN Simone Stoll frá Þýskalandi, og innsetningarmaður- inn Hevre Nahon frá Frakklandi. MYNPUST Portið Málverk/innsetning HERVE NAHON - SIMONE STOLL Opið daglega milli 14-18 til 29. maí. Aðgangur ókeypis PORTIÐ í Hafnarfírði býður þessa dagana upp á kynningu á tveim lista- mönnum, sem dvalið hafa í gestaíbúð Reykjavíkurborgar undanfarna mán- uði, málaranum Simone Stoll frá Þýskalandi, og innsetningarmannin- um Hevre Nahon frá Frakklandi. Bæði lifa og starfa í London og til- heyra listamannahóp er nefnir sig „Pullit“, og hafa unnið saman og hvort í sínu horni undanfarin þijú ár. Sá er hér ritar vissi ekkert af þess- ari gestaíbúð, sem mun vera í List- húsinu við Engjateig, en gott er til þess að vita að Reykjavíkurborg hug- ar loks að þessum þætti listmiðlunar. Framkvæmdin í Portinu er dálítið hijúf og hrá og má það vera sýn útlendinganna á íslenzkum veruleika og þannig séð hefur hún vissa þýð- ingu fyrir okkur. Innan um innsetningu, þar sem ljósmyndir eru settar á nýlegar báru- járnsplötur og fyrirferðarmikill ískl- umpur er að smábráðna á miðju gólfi, sér í dýrindis sjónvarp! I báðum sýningarsölunum eru hljómtæki af dýrustu gerð er endurvarpa mismun- andi tónlist, annars vegar klassískri en hins vegar úr samtímanum. Þetta getur svo aftur vísað til andstæðn- anna í þjóðfélaginu, sem bein og óbein tilvísun ásamt mörgu öðru sem einkennir yfirborðslegt og rótlaust þjóðfélag er gengur illa að jarð- tengja þjóðarsálina. Eins og fram kemur hjá svo mörgum myndlistar- mönnum er heimsækja Island, láta listamennirnir hrífast af hinni sér- kennilegu og síkvikulu birtu og harða myrkri sem einkennir norðurslóðir, og telja sýn sína aðra en íslenzkra myndlistarmanna. Þeir veiti henni síður athygli vegna þess að þessar staðreyndir eru allt um kring, en útlendingar upplifi þetta í fyrsta sinn. Þetta er að mörgu leyti rétt í ljósi þeirrar myndlistar, sem vafalífið hef- ur verið haldið að þeim meðan á dvölinni stóð, en í sumum tilvikum þó alrangt, því margur íslenzkur myndlistarmaðurinn gengur beinlínis fyrir birtugjafanum í list sinni með- vitað sem ómeðvitað. Á sýningunni er ekki alltof gott að átta sig á því hvað er eftir hvern, því myndverkin eru ekki merkt og því síður fylgir sýningarskrá og hafa gerendurnir þar látið fallerast af þeim „ágæta“ íslenzka sið löggilts nýlistafólks, að höfða einungis til örfárra innvígðra, sem þakka svo aftur almættinu fyrir að vera ekki eins og allir hinir! En þó er klárt að málverkin eru eftir Simone Stoll og eru þau af hijúf- ara taginu og ekki sá ég, sem rann- saka þó mikið íslenzka birtu, mikla og djúpa innlifun í það flókna nátt- úruferli. Þá eru ljósmyndir Hevre Nahon mest eintóna skuggamyndir þar sem greina má ýmislegt þekkjan- legt og kenni ég ei heldur djúpa lifun í íslenzkt myrkur. Sýningin er sem brotabrot, sundurlausra og einhæfra áhrifa af landinu og rétt er að raunveruleg úrvinnsla tekur lengri tíma eins og listamönnunum er báðum ljóst. Verð- ur að óska gestunum mikillar giftu í þeirri úrvinnslu, og hún virðist í raun hafin svo sem fram kemur á sjónvarpsskerminum, sem frá mínum bæjardyrum séð verður að telja það langsamlega athyglisverðasta á sýn- ingunni. Bragi Ásgeirsson A Islenska óperan Erindi um Niflunga- hringiim og Wagner í TENGSLUM við Wagnerdaga í Reykjavík mun Barry Millington halda erindi um Richard Wagner og Niflungahringinn í íslensku óper- unni, fimmtudaginn 26. maí. Erindið hefst klukkan 20.30. Barry Millington er víðkunnur sér- fræðingur í tónlist Richards Wagn- ers, segir í fréttatilkynningu, og hef- ur hann meðal annars skrifað ágæta ævisögu tónskáldsins í ritröðinni „Master Musicians“. Hann var einnig ritstjóri hins mikla ritverks, The Wagner Compendium, sem fjallar um flesta helstu þætti í lífi og verkum Richards Wagners. Barry Millington hefur haldið fyrirlestra um Wagner víða um heim en að þessu sinni verð- ur áherslan lögð á Niflungahringinn og með erindinu verða leikin tón- dæmi upp úr verkinu. Erindið verður flutt á ensku og er aðgangur ókeyp- is og öllum heimill. R-listinn fyrir íþróttir Helena Ólafsdóttir knattspyrnukona, Magnús Orri Schram knattspyrnumabur, Ólafur Ari Jónsson knattspyrnuma&ur, Geirlaug Geirlaugsdóttir frjálsíþróttakona, Óskar Þorvaldsson knattspyrnuma&ur, Bryndís Ernstdóttir frjálsíþróttakona, Þórhallur Víkingsson knattspyrnuma&ur, Torfi Magnússon þjálfari körfuknattleikslandsli&sins, Einar Kristjánsson frjálsíþróttama&ur, Elsa Nielsen badmintonkona, Árni Þór Hallgrímsson badmintonmaður, Svanhildur Kristjánsdóttir frjálsíþróttakona, jónína Olesen karatekona, Sigurbjörg Haraldsdóttir knattspyrnukona, Björn Einarsson knattspyrnuma&ur, Pétur Þ. Óskarsson knattspyrnumaður, Vilhjálmur Vilhjálmsson knattspyrnuma&ur, Orri Hlö&versson knattspyrnumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.