Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deiliskipulag miðbæjarins endurskoðað * Ahersla lögð á verndungam- allatimburhúsa BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur verði deiliskipulag miðbæjarins endur- skoðað. Sérstök áhersla verði lögð á verndun gamalla timburhúsa. í greinargerð með tillögunni segir að frá því núgildandi skipulag hafi verið samþykkt árið 1986, hafi nokk- ur hús í miðbænum verið flutt burt. Eftir standi nokkur sem samkvæmt skipulagi megi fjarlægja en það eru húsin við Lækjargötu 6a, 6b og 8. Austurstræti 8,10, 20 og 22, Kirkju- stræti 8, 8b og 10, Vonarstræti 12, Sjálfstæðishúsið við Austurvöll og Hafnarstræti 21. Byggt fyrir aldamót Fram kemur að mörg þessara húsa eru byggð fyrir aldamót og njóta því vissrar verndar samkvæmt þjóðminjalögum. Þau elstu, eins og Austurstræti 22 og 2Ó, Aðalstræti 16 og hluti af Hafnarstræti 21, eru friðuð enda byggð fyrir árið 1850. Þá segir að mörg rök hnígi að endurskoðun á deiliskipulaginu sem samþykkt var árið 1986. Samkvæmt þjóðminjalögum frá 1990 eru hús byggð fyrir árið 1985 friðuð en eig- endum húsa, sem eru reist fyrir árið 1900, gert skylt að tilkynna minja- vörðum og húsfriðunarnefnd ríkisins með góðum fyrirvara ef þeir hyggj- ast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa. Þá segir að Alþingi hafi tekið jákvæða afstöðu til verndunar húsa sinna við Kirkjustræti. í bókun borgarfulltrúa minnihluta segir að það hljóti að gleðja alla húsverndarsinna að tillagan skuli vera flutt og samþykkt samhljóða í borgarráði. Skoðanakönnun Skáís D-listi með 52,6% R-listi með 47,4% Sjálfstæðisflokkurinn fengi 52,6% atkvæða og 8 borgarfull- trúa en R-listinn 47,4% og 7 borg- arfulltrúa ef kosið væri nú, sam- kvæmt skoðanakönnun em Skaís gerði fyrir Eintak síðastliðinn laugardag. 600 manns voru í úrtaki. Af þeim sem svöruðu sögðust 39,7% styðja Sjálfstæðisflokkinn, 35,8% sögðust styðja R-listann, 4,3% svarenda kváðust ekki myndu kjósa eða skila auðu, 20,2% voru óákveðnir eða neituðu að svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu er niðurstaðan sú að 52,6% kysu D-lista, sem fengi miðað við það 8 borgarfulltrúa en 47,4% R-lista, sem fengi þá 7 borgarfulltrúa. Frambjóðendur á förnum veöi i i FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins voru í Sigríður Snæbjörnsdóttir og Helga Jóhannsdóttir gær á ferð um bæinn að ræða við fólk og dreifa voru í Kringlunni um miðjan dag í gær og gáfu sig til þess bæklingum flokksins. Ólafur F. Magnússon, á tal við starfsfólk og viðskiptavini. R-listinn í strætó Morgunblaðið/Sverrir R-LISTINN fer nú m.a. þá leið til að koma málum á framfæri við kjósendur að bjóða þeim í strætó. Hann hefur tekið strætisvagn á leigu og býður vegfarendum að taka sér far með vagninum, hlusta á frambjóðendur og koma skoðunum sínum á fram- færi. I gær var Guðrún Ágústsdóttir lestarstjóri. F ramkvæmdastj óri Sjálfstæðisflokks um kvörtun vegna setu fulltrúa flokksins í kj ördeildum Erindi Odds er á misskilningi byggt Einar Örn Stefánsson Oddur Benediktsson Kjartan Gunnarsson ODDUR Benediktsson, prófessor í tölvunarfræðum, telur það stangast á við lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga að umboðsmenn framboðslista krossi við kjósendur á kjörstað, og hefur farið fram á að Tölvunefnd komi í veg fyrir þetta. Reykjavíkurlistinn hefur ákveðið að umboðsmenn hans sitji í kjördeildum en hyggst ekki safna upplýsingum um það hveijir koma til að kjósa. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, kveðst telja erindi Odds sem var sent til Tölvunefndar, dómsmálaráðuneytisins og yfirkjör- nefndar, á misskilningi byggt en standist kenning hans, þýði það jafnframt að kjörstjórn megi ekki heldur merkja við skrárnar þar sem sk. tölvulög nái jafnt til opinbera aðila og einkaaðila. „í kosningalögunum er ákvæði um að umboðsmönnum frambjóð- enda er rétt og skylt að fylgjast með öllum þáttum kosninganna, og alveg eins og framboðslistamir til- nefna menn til að fylgjast með taln- ingunni þegar kosningu er lokið, þá tilnefna þeir fulltrúa til að fylgj- ast með því að kosningin fari lög- lega fram,“ segir Kjartan. „Einn þáttur þessa er að ganga úr skugga um að aðrir kjósi ekki en þeir sem hafi kosningarétt og að hver maður kjósi aðeins einu sinni. Þetta hefur verið gert hér- lendis af öllum stjómmálaflokkum í meira en hálfa öld. I fimmtán af stærstu kaupstöðum landsins eru fulltrúar allra framboðslista í kjör- deildum og fylgjast þar með fram- kvæmd kosninganna. Fulltrúar R- listans hafa verið viðstaddir kosningar á elliheimilum og sjúkrahúsum, sem Sjálfstæðis- Oddur Benediktsson prófesor telur það lög- brot að flokkar safni upplýsingum um hverjir komi að kjósa. Fulltrúar beggja lista í Reykjavík munu sitja í kjördeild- um en R-listinn segist ekki munu safna upplýsingum flokkurinn gerir ekki af tillitssemi við sjúkt, gamalt og lasburða fólk á þeim stöðum, og hafa auk þess fengið sömu gögn og Sjálfstæðis- flokkurinn um hveijir hafa kosið í utankjörstaðakosningum. Eg sé engan mun á þessu og að beita eftirliti á kjörstað á kjördag og held að verið sé að blása upp þetta mál til að þyrla upp pólítísku moldviðri. Ég ítreka einnig, að eitt verkefna m.a. íslenskra eftirlits- manna með kosningum erlendis, er að staðfesta að umbjóðendur fram- boðslista hafi fullkominn og greiðan aðgang að kjörstaðnum og geti fylgst með kosningunnu, þar með talið þeim sem kjósa.“ „Láti af uppteknum hætti“ í bréfi Odds Benediktssonar seg- ir m.a.: „Umboðsmönnum fram- boðslista er heimilt að vera við- staddir kosningar á einstökum kjör- stöðum samkvæmt lögum. Það hefur tíðkast hjá sumum framboðslistum að umboðsmenn hafi kjörskrá undir höndum og krossi kerfisbundið við þá sem kjósa. Þær upplýsingar hafa verið fluttar af kjörstað og til viðkom- andi stjórnmálaflokks. Vart fer milli mála að hér er um kerfisbundna skráningu að ræða sem fellur undir lög nr. 121, 1989 um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga sem Tölvunefnd hefur eftirlit með. Væntanlega fellur skráningin undir 4. grein laganna. Þar kveður á um að óheimilt sé að skrá per- sónuupplýsingar um stjórnmála- skoðanir. Þessu til stuðnings má nefna að tiltekinn einstaklingur með yfirlýsta stjórnmálaskoðun gæti tjáð stjórnmálaafstöðu sína með því að sitja heima. Hefur Tölvunefnd heimilað þessa skráningu? Ég tel að Tölvunefnd sé skylt að leggja fyrir viðkomandi aðila að þeir láti af uppteknum hætti.“ Beiðni um samráð hafnað Afrit af bréfi Odds var meðal annars sent til yfirkjörstjórnar í Reykjavík og framboðslista í borg- inni. Einar Óm Stefánsson, kosn- ingastjóri Reykjavíkurlistans, sendi Oddi svarbréf fyrir hans hönd ásamt afritum til fjölmiðla, þar sem m.a. segir: „Vegna bréfsins viljum við vekja athygli þína á því að hinn 25. apríl sl. sendi Reykjavíkurlistinn bréf til Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þar sem þess var vinsamlega farið á ieit að framboðslistarnir tveir sammæltust um að „ekki verði merkt við fólk í kjördeildum á kjör- stað.“ Á þetta erindi hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki fallist en eins og það ber með sér hefur kosninga- stjórn Reykjavíkurlistans ákveðið að ekki verði af hálfu umboðs- manna listans setið í kjördeildum og safnað upplýsingum um það hveijir koma til að kjósa. Hins vegar munu umboðsmenn Reykja- víkurlistans að sjálfsögðu vera á öllum kjörstöðum til þess að fylgj- ast með því að kosningin fari rétt fram, svo og til þess að vera til taks ef eitthvað ber útaf við fram- kvæmd kosningarinnar eða kjós- endur óska aðstoðar þeirra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.