Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þjóðleikhús á Listahátíð
Forsýningar á
Sönnum sögum
TVÆR forsýningar verða á Lista-
hátíð á leikritinu Sannar sögur af
sálarlífi systra eftir Guðberg
Bergsson og Viðar Eggertsson.
Frumsýning er fyrirhuguð á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í
haust.
Efni leikverksins byggist á svo-
kölluðum Tangasögum Guðbergs
Bergssonar: Anna, Hermann og
Dídí, Það sefur í djúpinu og Það
rís úr djúpinu. í fréttatilkynningu
segir: Sögurnar lýsa veruleikanum
í íslenskum sjávarþorpum, sem
urðu til í skjóli stríðs og hermangs
um miðja öldina. I leikritinu segir
frá dagstund á Tanga, þar sem
boðið er til jarðarfarar og erfis-
drykkju og áhorfendur kynnast
bjargráði fólksins á Tanga, órum
þess, draumum og bágindum.
Leikendur í Sönnum sögum af
sálarlífi systra eru: Guðrún S.
Gísladóttir, Ingrid Jónsdóttir, Þóra
Friðriksdóttir, Kristbjörg Kjeld,
Hjalti Rögnvaldsson, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, Herdís Þor-
valdsdóttir, Björn Karlsson, Jón
St. Kristjánsson, Höskuldur Ei-
ríksson og Sverrir Amarsson.
Léikmynd er í höndum Snorra
Freys Hilmarssonar, Asa Hauks-
dóttir sér um búninga en lýsingu
annast Ásmundur Karlsson. Höf-
undur leikgerðar er Viðar Egg-
ertsson, sem jafnframt er leik-
stjóri.
Forsýningar á Sönnum sögum
verða á Smíðaverkstæðinu 2. og
4. júní og hefjast klukkan 20.
Úr Tangasögunum
ÞÓRA Friðriksdóttir og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum.
VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands tekur á móti fyrsta ein-
taki bæklingsins „Lýðveldið ísland 50 ára“. T.v. Herdís Hall,
Elías Snæland Jónsson og Gunnhildur Manfreðsdóttir.
Lýðveldið ísland
NÝKOMINN er út bæklingurinn
Lýðveldið Island 50 ára.
Bæklingurinn er 32 síður og mik-
ið myndskreyttur, með blöndu af
nýjum og gömlum myndum. Fjallað
er um uppruna íslendinga, alþingi
hið forna, sjálfstæðisbaráttuna,
stjórnkerfi fyrr og nú, hlutverk for-
seta, þingmanna og ráðherra og
ýmislegt sem gott er að vita á hálfr-
ar aldar afmæli lýðveldisins.
Texta skrifaði Elías Snæland
Jónsson og Soffía Árnadóttir sá um
hönnunina. Forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, flytur þjóðinni af-
mæliskveðjur.
Útgefandi er Lindin hf., útgáfa
og dreifing, og kostar hann 500
krónur.
Nýtt leik-
hús í burð-
arliðnum
ÞAÐ ER víða unnið hörðum hönd-
um að undirbúningi Listahátíðar.
Við Hlemm leggja hinir örfáu
meðlimir Möguleikhússins nótt
við dag, til að gera sitt nýja leik-
hús tilbúið. Eins og fram hefur
komið í fréttum hér í Morgunblað-
inu hefst leiklistarhátíð barna þar
1. júní næstkomandi, með gesta-
sýningu frá Danmörku. Það er
leikhópurinn Mariehonen sem ríð-
ur á vaðið og sýnir leikritið um
Litlu nornina og á eftir fylgir ís-
lenskt brúðuleikhús og leiknar
sýningar, sem hafa nær eingöngu
verið færðar upp á leikskólum
borgarinnar.
Nú þegar hefur rými Möguleik-
hússins verið hreinsað, innréttuð
herbergi fyrir leikmyndir, leik-
muni og búninga, förðunarher-
bergið er tilbúið og verið er að
leggja síðustu hönd á innréttingu
áhorfendarýmis.
Hvað skiptir konur máli?
Hittumst á Gauk á Stöng í kvöld
miðvikudag 25. maí kl. 20:30
Fram koma: Stutt ávörp:
Hallfríður Olafsdóttir Kristinn Hallson
flautuleikari óperusöngvari
Linda R. Michaelsd.
kennari
m
Guðrún Zöega
verkfræðingur
Ingibjörg Rafnar
hæstaréttarlögm.
I \ ,
Elsa B.Valsdóttir Jóna Gróa Sigurðard. Þuríður Pálsdóttir
læknanemi húsmóðir óperusöngkona
Ingibjörg Marteinsd. Edda Borg
óperusöngkona jazzsöngkona
ásamt
ásamt
Olafi V. Albertssyni
píanóleikara
Agli B. Hreinssyni
píanóleikara
Sigríður Snæbjörnsd. Helga Hilmarsdóttir Inga Jóna Þórðard.
hjúkrunarframkv.stj. atvinnurekandi viðskiptafræðingur
► l i ► ► áfram xi Reyltjavík ’ D!
u u
AÐSTANDEINDUR Möguleikhússins, Alda Arnardóttir, Pétur
Eggerz, Bjarni Ingvarsson og Stefán Sturla Siguijónsson.
Listaverk fyrir Hofsstaðaskóla
Verk Sigurðar Guð-
mundssonar og Krist-
ins E. Hrafnssonar valin
DÓMNEFND í lokaðri samkeppni
um listaverk fyrir Hofsstaðaskóla
í Garðabæ hefur valið útiverk eft-
ir Sigurð Guðmundsson og inni-
verk eftir Kristinn E. Hrafnsson
til frekari úrvinnslu og fram-
kvæmda.
Þijátíu listamenn sendu inn
gögn og voru fimm þátttakendur
valdir til að gera tillögur í lokaðri
samkeppni. Skilafrestur rann út
25. apríl sl., og var skilað sex til-
lögum að inniverki, fimm tillögum
að útiverki og einni að inni- og
útiverki.
Ákveðið var að veita ekki sér-
stök verðlaun en hveijum þátttak-
anda verða greiddar 70 þúsund
krónur fyrir eina tillögu en fyrir
tillögur að verkunum sem valin
voru verða greiddar 100 þúsund
krónur.
Dómnefnd taldi verk Sigurðar
vera „frumlegt, einfalt og skír-
skotar sterkt til þeirrar starfsemi
sem fram fer í húsinu. Verkið
höfðar til hugarheims barna“. Um
verk Kristins var sagt að í því
væri mikill leikur og „skemmti-
lega örvandi. Það skírskotar til
náms og fróðleiksleitar. Verkið
er stílhreint, frumlegt og formfag-
urt.“ I dómnefnd sátu Brynjólfur
Kjartansson, formaður, Sigurveig
Sæmundsdóttir, Soffía Guð-
mundsdóttir, Ingibergur Magnús-
son og ívar Valgarðsson, en trún-
aðarmaður var Ólafur Jónsson.
Ráðgjafi dómnefndar var arkitekt
skólans, Baldur Svavarsson.
ANDRÉS B. Sigurðsson, forseti baejarstjórnar í Garðabæ,
afhendir Kristni E. Hrafnssyni og Ivari Valgarðssyni, sem
tók við verðlaununum fyrir hönd Sigurðar Guðmundssonar,
viðurkenningar vegna niðurstöðu samkeppninnar.