Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 59
FRÉTTIR
Ur dagbók lögreglunnar
VINNINGAR . FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 1 1.979.772
O ;0 C. 4af5*i SO 348.710
3. 4al5 103 5.764
4. 3a!5 3.429 404
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.656.200 kr.
Þrettán gistu hjá lögreglu
upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulína991002
Skátaskóli að hefjast
ÚTILÍFSSKÓLI skáta mun nú í
sumar starfa sem undanfarin ár.
Skólinn er rekinn af Skátafélag-
inu Skjöldungum í Reykjavík í
samvinnu við Bandalag íslenskra
skáta, Skátasambandi Reykjavík-
ur, Landssamtökum Þroskahjálp-
ar og Oryrkjabandalagi Islands. A
námskeiðum skólans starfa fatlað-
ir við hlið annarra þátttakenda.
Tvennskonar námskeið verða í
boði í sumar. Annars vegar eru
það tveggja vikna útilífsnámskeið
með fjölbreyttri dagskrá alla daga
sem enda á útilegu í skátaskála.
Hins vegar eru helgarferðir sem
nefnast: A vit ævintýranna, þar
sem farið er m.a. í Raufarhóls-
helli, Botnsdal og Hellisheiði. Nán-
ari upplýsingar er að fá i skáta-
heimilinu, Sólheimum 21a.
Ráðtefna
um slitgigt
FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara
stendur fyrir ráðstefnu um slitgigt
fimmtudaginn 26. maí.
Ráðstefnan verður haldin í
kennslustofu Borgarspítalans og
hefst kl. 13 en lýkur kl. 17. Erindi
á ráðstefnunni flytja: Erna Jóna
Arnþórsdóttir, sjúkraþjálfari, Gunn-
hildur Ottósdóttir, sjúkraþjálfari og
„manuelle therapeut", Halldór Jóns-
son, bæklunarlæknir, Helgi Jónsson,
gigtlæknir og Unnur Alfreðsdóttir,
iðjuþjálfari.
Introduction" og „Dem dubbla scen-
en. Muntlig diktning frán eddan til
Abba“. Fyrirlesturinn verður fluttur
á sænsku og er öllum opinn.
■ ALMENNUR rabbfundur um
misþroska og/eða athyglisbrest
með ofvirkni verður haldinn á veg-
um Foreldrafélags misþroska
barna í Æfingadeild Kennarhá-
skóla Islands miðvikudaginn 25.
maí nk. Fundurinn hefst kl. 20.30
og er gengið inn í húsið frá Ból-
staðarhlíð. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill. Félagar með ofvirk
börn eru hvattir til að mæta.
■ PRÓFESSOR Lars Lönnroth
frá Gautaborgarháskóla flytur fyr-
irlestur í boði heimspekideildar Há-
skóla íslands og Norræna hússins
fímmtudaginn 26. maí kl. 17.15 í
Norræna húsinu. Fyrirlesturinn
nefnist: „Islánningasagan som art-
efakt och samhállsspegel" og mun
Lönnroth þar m.a. ræða um nýleg
rit um íslendingasögur eftir Preben
Meulengracht Sorensen og William
lan Miller. Lars Lönnroth er vel
þekktur meðal áhugamanna um
norræn fræði fyrir djarfar kenningar
og skörulegan málflutning, segir í
frétt Háskóla íslands. Hann var um
langt árabil prófessor við Kalifomíu-
háskóla í Berkeley síðan í Álaborg
og nú síðasta áratug í Gautaborg.
Hann fékk leyfi frá þeirri stöðu í
nokkur ár og gegndi starfi menning-
arristjóra hjá Svenska Dagbladet
sem er meðal virtustu dagblaða í
Svíþjóð, en nú hefur hann sest aftur
í stól prófessors í bókmenntafræði
við Gautaborgarháskóla. Meðal rita
eftir Lars Lönnroth má nefna:
„European Soruces of Icelandic
Saga-writing, Njáls Saga. A Critical
HVITASUNNUHELGIN var frem-
ur róleg í Reykjavík. Talsverð ölvun
var þó meðal fólks, en þrátt fyrir
það þurfti einungis að vista 13 ein-
staklinga í fangageymslunum frá
því á föstudag til þriðjudagsmorg-
uns.
Unglingar söfnuðust saman við
Hafravatn samkvæmt venju. Af-
skipti þurfti að hafa af einum þeirra,
en sá er grunaður um að hafa ekið
ölvaður um svæðið. Foreldrar í
Árbæ fylgdust með nokkrum ungl-
ingum sem höfðu tjaldað ofan við
Rauðavatn svo viðvera þeirra þar
var án vandræða. Mikil umferð var
í nágrenni við borgina í upphafi og
í lok helgarinnar. Fólk notaði góða
veðrið til styttri ferðalaga auk þess
sem margt fólk gisti í sumarbústöð-
um. Þá notaði fólk góða veðrið til
veiða í vötnum í nágrenni við höfuð-
borgarsvæðið. Lögreglan var með
umferðareftirlit við Suður- og Vest-
urlandsveg, m.a. í samvinnu við
Landhelgisgæsluna, en lítið var um
óhöpp á vegum úti. Þó' voru 49
ökumenn kærðir fyrir of hraðan
akstur og 34 öðrum var veitt skrif-
leg áminning vegna ýmissa um-
ferðarlagabrota. I þéttbýlinu var til-
kynnt um 29 umferðaróhöpp. I 4
tilvikum var um minniháttar meiðsl
á fólki að ræða.
Annars má sjá í dagbókinni að
65 sinnum hafí verið höfð afskipti
af ölvuðu fólki og 43 sinnum vegna
hávaða og ónæðis að kvöld- og
næturlagi. Tilkynntar líkamsmeið-
Fyrirlestur um skólamál
HELGA Sigurjónsdóttir kennari og
námsráðgjafi heldur fund um
skólamál í Menntaskólanum í
Kópavogi í kvöld, miðvikudag,
klukkan 20.30.
Heiti fyrirlesturs Helgu er:
Hvers vegna fellur fjórða_ hvert
barn á grunnskólaprófum? í fund-
arboði segir að Helga hafi um langt
árabil talað máli þeirra barna og
unglinga, sem standast ekki kröfur
skólans og gagnrýnt aðgerðarleysi
skólayfirvalda í málinu. Þá segir
ennfremur að foreldrar barna, sem
gengið hefur illa í skóla, séu sér-
staklega boðnir velkomnir á fund-
inn svo og allir þeir sem þekkja til
þessa vandamáls.
20.-24. maí
ingar voru 9 talsins, 13 innbrot, 9
þjófnaðir, 3 skemmdarverk og 13
rúðubrot.
Á laugardagsmorgun var tilkynnt
um pilt að giýta bifreið á Vestur-
landsvegi. í ljós kom að sá hafði
velt bifreiðirini nokkrum sinnum
utan vegar, komist á henni á þenn-
an stað og þegar bifreiðin hafði
stöðvast þar hafi hann tekið upp á
að sparka og kasta í hana grjóti.
Margt fólk var í miðborginni að-
faranótt laugardags enda veður fá-
dæma gott. Margt prúðbúið ung-
mennið með hvítan koll setti
skemmtilegan svip á bæinn. Ung-
lingaathvarfið var opið og þurfti að
færa þangað 16 unglinga í kringum
16 ára aldur. Þeir voru sóttir þang-
að af foreldrum sínum.
Á laugardagskvöld var tilkynnt
um mann sem var að bijótast inn
í skúr nálægt miðborginni. Þegar
lögreglan kom þar að var maðurinn
önnum kafinn við að bera út fisk-
pakka. Hann var handtekinn og
færður í fangageymslu.
Síðar um nóttina var tilkynnt um
mann að bijótast inn í bifreiðar í
Sigtúni. Hann var handtekinn á
staðnum.
Á föstudag sást til pilta vera að
reyna að kveikja í vinnuskúr í
Grafarvogi. Þeir náðust.
Loka þurfti fjórum pylsuvögnum
og söluturnum í miðborginni aðfara-
nótt hvítasunnudags, en óheimilt
er að hafa þá opna þann daginn
samkvæmt reglum um opnunartíma
verslana svo og helgidagalöggjöf-
inni. Á sama hátt þurfti að loka
nokkrum vínveitingastöðum, sem
ekki höfðu virt gildandi reglur.
Mikið var um að fólk hefði sam-
band og kvartaði yfir því að kom-
ast ekki á vínveitingastaði að kvöldi
hvítasunnudags. Það átti margt
mjög erfitt með að vera heima hjá
sér að næturlagi um helgi, enda
vant því að geta farið út að
skemmta sér þega því dytti sjálfu
í hug. Aðrir kvörtuðu yfír því að
geta ekki keypt grænar baunir með
steikinni eða ís á slíkum góðviðris-
degi. Reynt var að sannfæra fólkið
um að það hefði ekki verið lögregl-
an sem ákvað þessa skipan mála.
Það væri hins vegar verslunar- og
veitingahúsaeigenda sem og lög-
reglunnar að framfylgja settum
reglum, hvort sem þeim líkaði betur
eða verr.
í könnun, sem lögreglan á Suð-
vesturlandi gerði í liðinni viku, kom
í ljós að tvö ökutæki af hvetjum tíu
eru að jafnaði ólæst. Flest ólæstu
ökutækin voru á fámennari stöðun-
um, en fæst í Reykjavík. I einu
sveitarfélaganna var u.þ.b. helming-
ur ökutækjanna ólæstur. Þetta ætti
að vera eigendum ökutækja um-
hugsunarefni, því ekki er óalgengt
að verðmætum sé stolið úr ólæstum
ökutækjum svo og ökutækjunum
sjálfum, oft með hrikalegum afleið-
ingum.
Upplýsingalína Sjálfstæðismanna
©1
Hringdu núna
áfram
Reyicjavík