Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 14
14 . MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Uta n k j örsta ðaskr if stof a Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 880900, 880901,880902 og 880915. Utankjörfundar atkvæöagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, ♦ Ármúlaskóla, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k. k t ► ► Reyltjjavík ■© FRETTIR íslenskir flugliðar í haldi í Dubai Bíða dóms vegna rauðvínsflösku FLUGFREYJA og flugþjónn hjá Atlanta-flugfélaginu voru handtek- in í furstadæminu Dubai á Arabíu- skaga á föstudagskvöld fyrir að hafa um hönd áfengi á almanna- færi en slíkt er bannað með lögum þar í landi. Fólkið var á ferð í leigu- bíl og sá lögregluþjónn hvar maður- inn saup á rauðvínsflösku. Þau voru handtekin og færð á lögreglustöð til yfirheyrslu og síðan bannað að yfirgefa landið fyrr en dómur liggur fyrir í máli þeirra. Nú stendur yfir Hadj-hátíð í múhameðstrúarríkjum og eru dóm- stólar og slíkar stofnanir lokaðar til laugardags, að sögn Ingólfs Ein- arssonar hjá Atlanta. Hann vonast til að dæmt verði í máli fólksins á laugardag. Hjá Atlanta er búist við að flug- liðarnir, sem eru á þrítugsaldri og hafa starfað hjá Atlanta í nokkra mánuði, verði dæmdir til að greiða um það bil 4.000 króna sekt og síðan fái þeir að fara úr landi. Haskvæmt bílalán! Staðgreiðslulán er heildarlausn við kaup á nýjum bíl Lánstími allt að 5 ár Nú býðst í fyrsta sinn Staðgreiðslulán til allt að 5 ára sem gefur þér kost á enn léttari greiðslubyrði. Sveigjanleiki Hvenær sem er á lánstimanum getur þú greitt aukalega inn á Staðgreiðslulánið eða greitt það upp. 100% lán Staðgreiðslulánið getur numið öllu bílverðinu ef lánstími er 30 mánuðir eða skemmri. Það getur numið allt að 75% bílverðs ef lánstíminn er 31-48 mánuðir cn 65% ef hann er lengri. Vextir eru sambærilegir bankavöxtum Staðgreiðslulánið er í formi veðskuldabréfs og vextir eru sambærilegir skulda- bréfavöxtum Islandsbanka. Bíllinn er staógreiddur Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er bíllinn staðgreiddur og því nýtur þú bestu kjara hjá seljanda. Þú tryggir þar sem þér hentar Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðy ræður þú hvar hann er tryggður. Kynntu þér hagstœð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt samanburð á þeim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiðaumboðanna veita þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan og einfaldan hátt. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7 108Reykjavík Sími 608800 Myndsendir 608810 Áttu ekki viskíkassa Eftir að lögreglan hafði stöðvað leigubílinn sem fólkið var í fannst í honum viskíkassi sem leigubíl- stjórinn átti. í fyrstu töldu yfirvöld að sá kassi tengdist íslendingunum, sem þá hefðu getað átt þunga refs- ingu yfir höfði sér en i ljós kom að þau voru ekki með annað áfengi en eina rauðvínsflösku. Leigubíl- stjóranum verður hins vegar vænt- anlega refsað fyrir viskíkassann. Flugliðarnir voru í 15 manna hópi starfsfólks Atlanta sem var í fríi í Ðubi en sinna annars píla- grímsflugi til og frá borginni Jedda í Saudí-Arabíu. -------♦ ♦ ♦------- Stakk hús- ráðandann með hnífi Keflavík - Tveir ungir menn réð- ust að tvítugum Keflvíkingi á heim- ili hans aðfaranótt hvítasunnudags og þjörmuðu að honum með bar- smíðum og veitti annar mannanna honum áverka á hálsi og síðu með eldhúshnífnum sem hann hafði sótt í eldhúsið. Lögreglan var kölluð á staðinn og handtók annan árásarmannanna en sá er hafði mundað hnífnum komst undan. Hann gaf sig fram daginn eftir og var sleppt í g*r eftir sólarhrings vist á lögreglustöð- inni þar sem málið var talið upp- lýst. Gert var að sárum húsráðand- ans í Sjúkrahúsi Suðurnesja og að sögn lögreglunnar þótti hann sleppa vel. Atburðurinn átti sér stað í Ijöl- býlishúsi í bænum þar sem gleð- skapur fór fram. Húsráðandinn sem fyrir árásinni varð vildi losna við mennina tvo úr íbúðinni en þeir voru ekki sáttir við þá málaleitan og veittust þess í stað að honum með fyrrgreindum afleiðingum. -♦ ♦ ♦ Stúlkur börðu stúlku FJÓRTÁN ára stúlka meiddist tals- vert í andliti þegar 14 og 16 ára stúlkur réðust á hana í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugar- dagsins. Árásin var framin bak við veit- ingahúsið Skólabrú. Þar réðust stúlkurnar á hina, spörkuðu í hana og slógu. Hún hlaut áverka, mar og skurði í andlit, auk þess sem tönn brotnaði. Stúlkan fór á slysadeild til athug- unar en lögregla handtók stúlkum- ar tvær sem árásina frömdu og voru þær síðan yfirheyrðar hjá RLR. -♦■•♦ ♦■■ Falskir tékkar á hóteli RLR handtók tvo menn grunaða um tékkafals á Hótel Sögu um helg- ina. Annar mannanna var þar með herbergi. Sá hafði greitt fyrir þjón- ustu á hótelinu með tékka, sem starfsfólki fannst grunsamlegur. 1 ljós kom að mennirnir voru þekktir að tékkafalsi hjá RLR, sem tók málið ti! rannsóknar. í ljós kom að um falsaðan tékka var að ræða og voru mennirnir handteknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.