Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 14
14 . MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Uta n k j örsta ðaskr if stof a
Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð.
Símar: 880900, 880901,880902 og 880915.
Utankjörfundar atkvæöagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, ♦
Ármúlaskóla, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum.
Aðstoð við kjörskrárkærur.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um
alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k.
k
t
►
►
Reyltjjavík
■©
FRETTIR
íslenskir flugliðar í haldi í Dubai
Bíða dóms vegna rauðvínsflösku
FLUGFREYJA og flugþjónn hjá
Atlanta-flugfélaginu voru handtek-
in í furstadæminu Dubai á Arabíu-
skaga á föstudagskvöld fyrir að
hafa um hönd áfengi á almanna-
færi en slíkt er bannað með lögum
þar í landi. Fólkið var á ferð í leigu-
bíl og sá lögregluþjónn hvar maður-
inn saup á rauðvínsflösku. Þau voru
handtekin og færð á lögreglustöð
til yfirheyrslu og síðan bannað að
yfirgefa landið fyrr en dómur liggur
fyrir í máli þeirra.
Nú stendur yfir Hadj-hátíð í
múhameðstrúarríkjum og eru dóm-
stólar og slíkar stofnanir lokaðar
til laugardags, að sögn Ingólfs Ein-
arssonar hjá Atlanta. Hann vonast
til að dæmt verði í máli fólksins á
laugardag.
Hjá Atlanta er búist við að flug-
liðarnir, sem eru á þrítugsaldri og
hafa starfað hjá Atlanta í nokkra
mánuði, verði dæmdir til að greiða
um það bil 4.000 króna sekt og
síðan fái þeir að fara úr landi.
Haskvæmt bílalán!
Staðgreiðslulán er heildarlausn við kaup á nýjum bíl
Lánstími allt að 5 ár
Nú býðst í fyrsta sinn Staðgreiðslulán til allt að 5 ára sem gefur þér kost á enn
léttari greiðslubyrði.
Sveigjanleiki
Hvenær sem er á lánstimanum getur þú greitt aukalega inn á Staðgreiðslulánið
eða greitt það upp.
100% lán
Staðgreiðslulánið getur numið öllu bílverðinu ef lánstími er 30 mánuðir eða
skemmri. Það getur numið allt að 75% bílverðs ef lánstíminn er 31-48 mánuðir
cn 65% ef hann er lengri.
Vextir eru sambærilegir bankavöxtum
Staðgreiðslulánið er í formi veðskuldabréfs og vextir eru sambærilegir skulda-
bréfavöxtum Islandsbanka.
Bíllinn er staógreiddur
Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er bíllinn
staðgreiddur og því nýtur þú bestu kjara hjá seljanda.
Þú tryggir þar sem þér hentar
Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðy ræður
þú hvar hann er tryggður.
Kynntu þér hagstœð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt samanburð
á þeim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiðaumboðanna veita
þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan
og einfaldan hátt.
Glitnirhf
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA
Ármúla 7 108Reykjavík
Sími 608800 Myndsendir 608810
Áttu ekki viskíkassa
Eftir að lögreglan hafði stöðvað
leigubílinn sem fólkið var í fannst
í honum viskíkassi sem leigubíl-
stjórinn átti. í fyrstu töldu yfirvöld
að sá kassi tengdist íslendingunum,
sem þá hefðu getað átt þunga refs-
ingu yfir höfði sér en i ljós kom
að þau voru ekki með annað áfengi
en eina rauðvínsflösku. Leigubíl-
stjóranum verður hins vegar vænt-
anlega refsað fyrir viskíkassann.
Flugliðarnir voru í 15 manna
hópi starfsfólks Atlanta sem var í
fríi í Ðubi en sinna annars píla-
grímsflugi til og frá borginni Jedda
í Saudí-Arabíu.
-------♦ ♦ ♦-------
Stakk hús-
ráðandann
með hnífi
Keflavík - Tveir ungir menn réð-
ust að tvítugum Keflvíkingi á heim-
ili hans aðfaranótt hvítasunnudags
og þjörmuðu að honum með bar-
smíðum og veitti annar mannanna
honum áverka á hálsi og síðu með
eldhúshnífnum sem hann hafði sótt
í eldhúsið.
Lögreglan var kölluð á staðinn
og handtók annan árásarmannanna
en sá er hafði mundað hnífnum
komst undan. Hann gaf sig fram
daginn eftir og var sleppt í g*r
eftir sólarhrings vist á lögreglustöð-
inni þar sem málið var talið upp-
lýst. Gert var að sárum húsráðand-
ans í Sjúkrahúsi Suðurnesja og að
sögn lögreglunnar þótti hann sleppa
vel.
Atburðurinn átti sér stað í Ijöl-
býlishúsi í bænum þar sem gleð-
skapur fór fram. Húsráðandinn sem
fyrir árásinni varð vildi losna við
mennina tvo úr íbúðinni en þeir
voru ekki sáttir við þá málaleitan
og veittust þess í stað að honum
með fyrrgreindum afleiðingum.
-♦ ♦ ♦
Stúlkur
börðu stúlku
FJÓRTÁN ára stúlka meiddist tals-
vert í andliti þegar 14 og 16 ára
stúlkur réðust á hana í miðborg
Reykjavíkur aðfaranótt laugar-
dagsins.
Árásin var framin bak við veit-
ingahúsið Skólabrú. Þar réðust
stúlkurnar á hina, spörkuðu í hana
og slógu. Hún hlaut áverka, mar
og skurði í andlit, auk þess sem
tönn brotnaði.
Stúlkan fór á slysadeild til athug-
unar en lögregla handtók stúlkum-
ar tvær sem árásina frömdu og
voru þær síðan yfirheyrðar hjá
RLR.
-♦■•♦ ♦■■
Falskir
tékkar á
hóteli
RLR handtók tvo menn grunaða
um tékkafals á Hótel Sögu um helg-
ina.
Annar mannanna var þar með
herbergi. Sá hafði greitt fyrir þjón-
ustu á hótelinu með tékka, sem
starfsfólki fannst grunsamlegur. 1
ljós kom að mennirnir voru þekktir
að tékkafalsi hjá RLR, sem tók
málið ti! rannsóknar. í ljós kom að
um falsaðan tékka var að ræða og
voru mennirnir handteknir.