Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ f Elskulegur sambýlismaður minn og bróðir okkar, JÓN ODDSSON frá Fagradal i Sogamýri, iést í Landakotsspítala 23. maí. Björg Jóhannsdóttir, Sigurður Oddsson, Hólmfríður Oddsdóttir, Halldóra Oddsdóttir. t Ástkœr eiginmaður minn, GUÐFINNUR SIGURJÓNSSON frá Vestmannaeyjum, Eskihlíð 22a, Reykjavfk, andaðist 23. maí. F.h. aðstandenda, Helga Bachmann. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR MATTHfASSON fyrrv. aðalvarðstjóri, Háaleitisbraut 71, Reykjavík, lóst í Landspítalanum 21. mai. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Pétursdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR GEIRSSON, Álftamýri 52, Reykjavik, lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. maí. Guðlaug Bjarney Elíasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, GÍSLÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavfk, lést 22. maí. Bálför verður mánudaginn 30. mai í Fossvogskirkju kl. 13.30. Reynir Guðnason, Ingigerður Jóhannsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURJÓN SVEINSSON frá Sveinsstöðum, Miðvangi 55, Hafnarfirði, lést að morgni hvítasunnudags, 22. maí. Anna María Benediktsdóttir og börn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mógur, PÁLMAR ÞÓR INGIMARSSON, ráðgjafi Laugateigi 56, andaðist laugardaginn 21. maí. Hildur Jónsdóttir, Erlingur Atli Pálmarsson, Ragna Bjarnadóttir, Matthea K. Guðmundsdóttir, Ingímar Einarsson, Guðrún K. Ingimarsdóttir, Ásgeir Helgason, Jóhanna S. Ingimarsdóttir, Marinó Flóvent Birgisson. PÉTUR EGGERZ + Pétur Eggerz, fyrrum sendiherra, fæddist 30. maí 1913. Hann lést 12. maí 1994. Útför hans fór fram föstudag- inn 20. maí. MEÐ PÉTRI Eggerz er horfinn af sjónarsviðinu nj'tur embættis- maður, góður höfundur og hlý per- sóna. Ég komst í kynni við Pétur Eggerz nánast af tilviljun. Ég hringdi til hans, en við komum nokkrum bóka okkar á framfæri hjá sama útgefandanum. Pétur tók mér mjög vel. Mæltist hann til þess að ég liti inn hjá sér, en hann bjó ásamt Ernu, systur sinni, að Suðurgötu 29. Þar hafði faðir þeirra búið um skeið, ásamt konu sinni og börnunum tveimur, sem þegar hafa verið nefnd. Upp úr þessu varð nokkur sam- vinna milli okkar. Ég kom venju- lega einu sini í viku, á þriðjudög- um, á heimili Péturs og Ernu. Var mér fyrst boðið í borðstofuna og að þiggja veitingar. Skrafað var þá drjúgt um hin ólíkustu efni, en Pétur var víða heima. Sagan lá opin fyrir honum. Eftir kaffíð og meðlætið geng- um við Pétur upp á Ioft í húsinu, eftir háum og bröttum stiga, og t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, lést laugardaginn 21. maí sl. Jarðsett verður frá Hrunakirkju föstudaginn 27. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móöir okkar, INGIGERÐUR SIGFINNSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, er lést þann 16. maí sl., hefur verið jarðsett í kyrrþey, samkvæmt ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát hennar. Jón Þór Ólafsson, Helga Steinunn Ólafsdóttir, Agnes Kristfn Ólafsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, vinkona og amma, ÞORBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR hjúkrunarkona, Hringbraut 30, andaðist í Landspítalanum að morgni annars í hvítasunnu. Ólafur Óskar Axelsson, Svana Vikingsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Anna Axelsdóttir, Finnbogi Guðmundsson, Höskuldur, Þorbjörg og Anna Þórhildur, Stefanía, Vfkingur Heiðar og Anna Vala. t Ástkær móðir okkar, KRISTÍN S.J. MAGNÚSDÓTTIR, Tunguvegi 58, Reykjavík, lést í Landspítalanum 24. maí sl. Börn hinnar látnu. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR frá Krossum, Kirkjuteigi 21, Reykjavfk, ,'ést á heimili sínu 19. maí. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 15.00. Vilhelm Heiðar Lúðvfksson, Hrönn Vilhelmsdóttir, Þórólfur Antonsson, Lúðvík Vilhelmsson, Krlstfn Gunnarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson, Jón Páll Vilhelmsson, Ásmundur Vilhelmsson, Svanhvít Sveinsdóttir og barnabörn. settumst niður í austurherberginu að norðanverðu. Pétur vissi, að skammur tími mundi gefast, þar til kallið mikla kæmi, og lagði áherslu á að Ijúka við að færa það í letur, sem honum lá á hjarta. Ég tók að mér að rita á tölvu það, sem hann handskrifaði. Gekk ég frá því eins vel og mér var unnt. Pétri þótti vænt um að fá þetta frágengið þannig, að það gæti þeg- ar orðið aðgengilegt til útgáfu. Og okkur tókst að ljúka þessu að mestu. Bíður nú seinni tíma að þessi ritverk verði birt almenningi í bókarformi. Þama kemur margt fram, sem forvitnilegt má telja. Ég er að sjálfsögðu bundinn þagn- arskyldu um innihald þess, sem Pétur Eggerz fól mér að ganga frá, en ég vil aðeins láta þess get- ið, að þar kemur fram nokkuð önnur söguskoðun en við höfum vanist og talin hefur verið óbreyt- anleg. Þetta gildir jafnt um menn sem málefni. Eg er ekki í vafa um, að þama hefur Pétur Eggerz lagt dijúgt af mörkum, til að gera sögu okkar fyllri og trúverðugri. Um orðafar veitti Pétur mér mikinn trúnað við frágang á þáttum hans. Hann lét þau orð falla nokkram sinnum í mín eyra, að ég væri íslen- skumaður góður, hvað sem um það má annars segja, og þótti fengur að því að njóta starfskrafta minna, sem var um nokkurra mánaða skeið. Um samvinnu okkar á ég einungis góðar minningar. Pétur Eggerz var sonur Sigurð- ar Eggerz, sem var ráðherra ís- lands, sá næst síðasti í þeim hópi, og síðar forsætisráðherra. Kona Sigurðar og móðir Péturs var Sól- veig Kristjánsdóttir, dómstjóra Jónssonar, en hann var ráðherra íslands á annað ár, 1911 til 1912, eftir að Bjöm Jónsson hafði látið af embætti, eftir tæplega tveggja ára ráðherradóm. Pétur Eggerz átti þannig til merkra manna að telja. Faðir hans og afí vora í tölu fyrstu ráðherra þessa lands. Hann varð fyrsti og eini ríkisstjóraritarinn. Hefur hann skrifað bók um það skeið, sem ber heitið Minningar ríkisstjóraritara. Alls komu út frá hendi Péturs Eggerz sjö bækur, þar af tvær skáldsögur. Samtöl vora sérgrein þessa höfundar, sem einn hefur vogað sér, að því er ég best veit, að skrifa um líf diplomata, er sum- ir trúa, að sé dans á rósum, enda nefnir Pétur eina bóka sinna Létta leiðin ljúfa. Það lýsir honum vel og kímnigáfu hans. Um æviatriði Péturs Eggerz er ég fáorður, enda munu aðrir um þau ijalla. Hann var Reykvíkingur, þó að hann fæddist í Vík í Mýr- dal. Hann gekk hefðbundinn menntaveg og varð embættismað- ur, eins og honum hefur sjálfsagt verið ætlað. Sendiherra varðhann nokkuð seint, hvað sem valdið hef- ur. En í utanríkisþjónustunni starf- aði hann öll sín bestu ár og var langdvölum erlendis. Það er nokk- ur þraut út af fyrir sig. Ritstörf Péturs Eggerz munu lengi halda nafni hans á lofti, og miklu lengur en sendiherrastörfin, þó að þau munu hafa verið unnin af fullri reisn. Kynni mín við Pétur Eggerz eru mér dýrmætur fjársjóður í minn- ingunni. Pétur Eggerz lætur eftir sig tvö böm: Sólveigu, sem býr í Banda- ríkjunum, og Pál Ólaf, sem búsett- ur er í Þýskalandi. Bæði hafa þau hlotið háskólamenntun og gegna mikilsverðum störfum. Systir Péturs, Erna, sem verið hefur undir læknishendi að undan- förnu, sér nú á bak elskulegum bróður. Þau voru samhent og sam- huga og bjuggu saman mörg síð- ustu árin í timburhúsinu við Suður- götu. Ég enda þessi minningarorð mín með innilegum samúðarkveðjum til systur Péturs og barna hans. Blessuð sé minning ágæts vinar, Péturs Eggerz. ■ Auðunn Bragi Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.