Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 43 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRI\1 ARKOSIMINGARIMAR 28. MAÍ Kjósandi! Aðgættu Hvernig er haegt að halda saman hópi manna með ólíkar lífs- skoðanir? Er hægt að setja traust sitt á að þar vinni menn af ein- hug og í bróðemi? Eru menn tilbúnir að leggja sitt fjöregg í hendur slíks hóps? Hver svari fyrir sig. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé á það hætt- andi. Hagsmunir manna eru ætíð háðir þeim hópi, sem þeir eru runnir úr; menn hafa oftar en ekki í bak- þankanum hvemig gjörðir þeirra mælast fyrir í þeim hóp sem að baki þeirra stendur. Slíkt er mannlegt. Skoðun mín á samsullinu á vinstri vængnum er því þannig grunduð, að ég álít að mannlegt eðli þeirra, sem í einlægni vilja láta þetta heppnast, verði viljanum sterkari, þegar á skeiðið líður. Þetta er ekki palladómur um þá einstakl- inga sem fara fram til baráttunnar, síður en svo. Margt er þar mætra manna, sumir greindir og velmein- andi. Það dugir mér samt ekki, því að um er að ræða framtíð og giftu Reykjavíkurborgar. Það er alkunna að þegar hætta steðjar að fari, þá sest skipstjóri ekki niður og gerist milligöngumaður milli vélstjóra og háseta í deilum þeirra. Samhugur verður að ríkja en ekki langvarandi orðræður til að jafna „áherslu- punkta“ eins og það heitir hjá vinstri bræðingnum. Útþynntar klisjur úr fortíðinni eru enn á borð bornar en kjósendum er jafn- framt talin trú um að allt sé breytt, kommar ekki til, maóistar fyrir- finnist ekki, kerfiskrat- ar bara á Alþingi; þeir eru bara þar í að redda mönnum um embætti; frammarar eru ekki lengur í hagsmuna- gæslu fyrir sambands- tengd frirtæki og að Kvennalistinn er breið- fylking en ekki stjórn- málaflokkur með rætur í rauðsokka-hugarleik- fimi. Það er aldeilis með eindæmum hversu kjósendum er ætlað að kokgleypa mikið í einu af bræðings-vísdómi. Það mikla erfiði sem stjórnvöld Meirihluti eins flokks skilar borgarbúum meiru, að mati Bjarna Kjartanssonar, en fjögurra ára „sátta- þing“ vinstri flokka með mismunandi áherslur og stefnur. hafa þurft að standa í til að gera svörðinn aftur frjóan eftir vinstri rányrkju væri fyrir gýg unnið ef til valda kæmu menn með vinstri úr- ræðin, sama grautinn í nýrri skál. Kjósendur verða að hugsa sig vel um, því að framtíð er í veði. Sjálfstæðismenn hafa ætíð þurft að fara fyrir til þess að gera mögu- lega uppbyggingu að nýju. Það má ekki vera refsivert að lagfæra og búa í haginn, þó svo að stundlega kreppi að í lífsgæðum. Ef val á lista Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags, Framsóknarflokks- ins og Kvennalistans er smjörþefur- inn af þeim'~lýðræðislegu“ vinnu- brögðum sem í heiðri verða höfð við störf að hagsmunamálum Reyk- víkinga, óar mér. Ingibjörg Sólrún sagði í grein í Morgunblaðinu 6. þ.m. að hún ætlaði að ráða ýmsum hlutum, verða verkstjóri með um- boði listans. Illt held ég að verði fyrir Sigrúnu að lynda við slíkt. Kratar verða ekki að heldur par hrifnir. Einu mennirnir sem ég tel una þessu verða kommarnir, því að stefna Ingibjargar Sólrúnar hefur ekki breyst svo ýkja mikið í raun, síðan hún var þar á palli. Kjósendur mega ekki gleyma því sem gott hefur verið gert á þessu kjörtímabili í Reykjavík, undir for- ystu sjálfstæðismanna. Það er ekki réttlátt að refsa þeim er vel gera fyrir vammir vinstri manna í stjórn- un landsmála. Sjálfstæðismenn eru ætíð að hreinsa upp eftir vinstra sukk. Kjósendur verða að skilja þarna á milli. Það er einungis eitt til varnar hinum almenna launamanni. Stuðn- ingur við Sjálfstæðisflokkinn og grundvallarhugsjónir hans um stéttasamvinnu. Höfundur er forstöðumaður. Bjarni Kjaiítansson Rómverjana burt? FRAMBOÐ R-list- ans til borgarstjórnar ber frekar keim af óánægju með störf Sjálfstæðisflokksins en af heilsteyptri stefnu. Lýsandi dæmi um álíka óánægju er að finna í grínmyndinni „Life.of Brian“, þar sem Monty Python-gengið leikur andspyrnuhóp í Júdeu gegn Rómverjum sem réðu þar eins og víðar. Foringi hópsins leiðir umræðu: „Rómverjar hafa tekið allt sem við eigum. Hvað hafa þeir látið okkur fá í staðinn?" Einn svar- ar: „Vatnsveituna!" Annar svarar: „Heilbrigðiskerfið!“ Foringinn: „Já, vatnsveitan og heilbrigðiskerfið er það eina.“ Síðan heyrist: „Rósirn- ar!“ „Já, það __ er nú sjálfsagt." „Áveitur! Lyf! Menntun! Og vín- ið, já vínið er eitt af því besta! Almenn- ingsböð! Og nú er óhætt að ganga um göturnar!" Foringinn: „Já, þeir halda reglu. En fyrir utan vatns- veituna, heilbrigðis- kerfið, áveituna, lyfin, menntunina, vínið og löggæsluna, hvað hafa þeir gert fyrir okkur?" Löng þögn. Loks svar- ar einn: „Þeir hafa komið á friði.“ Foring- inn gefst þá upp á þeim og segir: „Æ, þegiði!" Líkt er farið með þær gríðar- miklu framfarir sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur staðið að í Reykja- R-listinn reynir að fá fólk til að gleyma því sem áunnizt hefur, að sögn Ivars Pálsson, en sú stundarvíma gæti reynst dýr. vík sl. 12 ár, þar sem friður hefur verið til starfa: R-listinn reynir að fá fólk til þess að gleyma því sem áunnist hefur, en sú stundarvíma gæti reynst okkur dýr. Munið eftir D-listanum á kjördegi! Höfundur er viðskiptafræðingur og rekur útflutningsfyrirtæki. ívar Pálsson Borgarstjóra- a efniá móti Kringlunni í ÁGÚST verða sjö ár liðin frá opnun versl- unarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, en hún markaði að mörgu leyti tímamót í íslenskri verslun. Kringlan er nú orðin ómissandi hluti af borgarlífinu og þangað koma um sjötíu þúsund manns í hverri viku. Verslunarmið- stöðin er ekki síður vin- sæl meðal íbúa ná- grannasveitarfé- laganna og lands- byggðarinnar. Þannig hefur hún aukið hlut Reykjavíkur í heildar- verslun landsins og skapað fjölmörg störf. Nú vinna á milli 6-700 manns í Kringlunni og eru þá ekki talin þau störf sem hún skapar óbeint fyrir Reykvíkinga. Kringlan skapar atvinnu Áður en Kringlan var opnuð leit út fyrir að vægi Reykjavíkur í heild- arverslun landsins myndi minnka, enda voru uppi áform um byggingu stórra verslunarmiðstöðva í ná- grannasveitarfélögunum. Með byggingu Kringlunnar tók Reykja- vík hins vegar afgerandi forystu í íslenskri verslun, sem seint verður ógnað. Stærri hluti heildarverslunar landsmanna á sér nú stað í Reykja- vík en nokkru sinni fyrr. Með dugn- aði og atorkusemi hafa reykvískir verslunarmenn þannig skapað ijölda starfa í borginni. Reykvíking- ar hafa einnig verið svo heppnir að meirihluti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn hefur stutt þessa uppbygg- ingu. Þá hefur borgarstjórn einnig stutt við bakið á verslunum í Mið- bænum og Við Laugaveginn með ýmsum ráðum. Þannig hefur ekki verið hikað við að veita athafna- mönnum og frumkvöðlum svigrúm til athafna. Þeim hjálpað að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf borg- arinnar. „Hrapalleg mistök“ Ekki voru þó allir á þeirri skoðun að leyfa ætti byggingu Kringlunn- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, barðist með kjafti og klóm gegn bygging- unni og skipulagi nýja miðbæjarins. Þegar rætt var um þetta skipulag í borgarstjórn 1983 lét hún m.a. bóka eftirfarandi: „Kvennafram- boðið getur ekki samþykkt þá til- lögu að skipulagi nýs miðbæjar sem hér liggur fyrir, enda teljum við að hér séu á ferðinni hrapalleg mistök í skipulagsmál- um, sem geti haft ófyr- irsjáanlegar afleiðing- ar í för með sér. Viljum við sérstaklega nefna stórmarkað í því sam- bandi.“ Árið 1984 samþykkti borgar- stjórn að leyfa bygg- ingu Kringlunnar. Þá sagði Ingibjörg Sólrún í ræðu í borgarstjórn: „Ég held að öllum borgarfulltrúum sé ljóst að við höfum í Kvennaframboðinu lagst eindregið gegn því að stór- markaður yrði reistur í nýjum miðbæ ... nú er komið að því að gera það allt saman að raunveru- leika og úthlúta Hagkaupum lóðinni og við munum að sjálfsögðu mót- mæla því.“ Seinheppin baráttukona Ingibjörg Sólrún hefði ekki getað verið óheppnari með baráttumál. Kringlan blómstraði frá opnunar- degi og er nú orðin ómissandi hluti Reykvíkingar geta þakkað fyrir, segir - Kjartan Magnússon, að Ingibjörg Sólrún var ekki borgarstjóri árið 1984 því aðþáhefði Kringlan ekki risið og skapað alla þá atvinnu sem hún veitir nú. af borgarlífmu. Reykvíkingar geta þakkað fyrir að Ingibjörg Sólrún var ekki borgarstjóri árið 1985, því að þá hefði Kringlan ekki risið tívg skapað alla þá atvinnu sem hún veitir nú. Á næstu misserum og árum reynir á að Reykjavíkurborg veiti athafnafólki sem mest svigrúm til atvinnusköpunar. Afstaða Ingi- bjargar Sólrúnar til Kringlunnar og fleiri atvinnumála sýna svo ekki verður um villst að henni er ekki treystandi fyrir framfaramálum Reykvíkinga. Höfundur er sagnfræðinemi. Kjartan Magnússon iult Cllo RT érg. '91, svartur, ek. 46 n. Verö kr. 700.000. - Gófi kjör. 34 þ. km. Verð kr. grænsans, ek. Subaru Legacy 1800 station árg. '91, sjólfsk., ek. 79 þ. km. Verö kr. 1.490.000. Toyota Corolla 1300 station árg. '88, gull- sans, ek. 115 þ. km. Verö kr. 490.000. Peugeot 506 árg. ’87, hvítur, 7 manna, ek. 98 þ. km. Mjög góður bíll. Verð kr. 590.000. - VANTAR ALLAR GERID BILA A SKRA Chevrolet Blazer árg. '87, rauöur, sjálfsk., rafm. rúöur, ólfelgur. Verö kr. 1.050.000. Flat Tempara órg. '91, blósans, ek. 47 þ. km. Einn m/öllu. Verð kr. 790.000. Mazda 626 1600 LX árg. ’87, grósans, ál- felgur, ek. 93 þ. km. VerÖ kr. 530.000. MMC Lancer station 4WD árg. '88, grá- sans, topplúga. VerÖ kr. 630.000. Nissan 100 NX árg. '92, rauður, t-toppur, rafm. rúður, ek. 42 þ. km. Verð kr. 1.200.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.