Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kosningabaráttan harðnar Ekki persónuníð segir Arni - rætnar árásir segir Alfreð SJÁLFSTÆBISFLOKKURINN bar upp spamingiina .k bak vií , , hvaða grímu felur Alfreð Þoreteinsson sig?" í heilsIðuaufWsinpij Það fær engin að vita hver af þeim er hinn raunverulegi Alfreð Þorsteinsson fyrr en eftir kosningar Arni minn. í því liggur blöffið góði . . . Skriflegri atkvæðagreiðslu um kjarasamning meinatækna lýkur um næstu mánaðamót Samningurinn metinn til 6% launahækkunar REIKNAÐ er með að skriflegri at- kvæðagreiðslu meinatækna um ný- gerðan kjarasamning verði lokið fyrir 1. júní og ættu niðurstöður að liggja fyrir fljótlega upp frá því, að sögn Eddu Sóleyjar Óskarsdótt- ur, formanns Meinatæknafélagsins. Að jafnaði felur samningurinn í sér um 6% launahækkun frá 1. jan- úar sl., mismikla eftir launaflokk- um. Ekki er kveðið á um taxtakaup- hækkun, heldur breytist röðun starfsheita í launaflokka og eiga meinatæknar nú möguleika á að fá starfsheitið verkefnisstjóri. Að sögn Eddu Sóleyjar mun um það bil helmingur starfandi meina- tækna hækka um sem svarar tveim- ur launaflokkum en aðrir um einn launaflokk. Þannig eiga þeir sem eru á lægri töxtunum að fá meiri hækkun en aðrir. Einnig var samið um launaauka sem greiddur er ofan á heildarlaun með sama hætti og um samdist milli ASÍ og BSRB og viðsemjenda þeirra á seinasta ári. Launaaukinn er greiddur ofan á heildarlaun sem eru undir 80 þús. kr. á mánuði 1. júlí og 1. febrúar næstkomandi og reiknast sem helmingur þess mis- munar sem er á viðmiðunarfjárhæð- inni (80 þús) og meðallaunum við- komandi á mánuði á ákveðnu viðm- iðunartímabili. Þá var samið um sérstaka ein- greiðslu, orlofsuppbót, að upphæð 8 þús. kr. til allra meinatækna sem eru í fullu starfí 1. júní með sama hætti og gert var í öðrum kjara- samningum á seinasta ári og loks er ákvæði um 6 þús. kr. launaupp- bót í júní líkt og launanefnd heildar- samtaka vinnumarkaðarins samdi um í seinustu viku. 1,5% framlag í vísindasjóð í samningum meinatækna og rík- isins var einnig samið um stofnun sérstaks vísindasjóðs til að stuðla að auknum rannsóknum, þróunar- starfi og endurmenntun meina- tækna. Eiga atvinnurekendur að greiða mánaðarlega framlag í sjóð- inn sem nemur 1,5% af föstum dag- vinnulaunum. Edda Sóley sagði að félög innan bandalags háskólamanna hefðu haft slíkan sjóð frá árinu 1989 en meinatæknar hefðu barist fyrir því á undanförnum árum að fá slíkan sjóð. ,Hugsunin er sú, að félagið hafi aðgang að sjóði sem það geti ráðstafað í þágu félagsmanna sinna, til að greiða niður sérstök verkefni,“ sagði hún en skv. samn- ingnum á m.a. að greiða styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalar- styrki og styrki vegna námskeiða sem félagið stendur fyrir úr um- ræddum sjóði. í yfirlýsingu til meinatækna sem Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra sendi meinatækn- um sl. föstudag segir að við endur- skoðun á rekstri rannsóknastofa sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, sem fram muni fara á vegum ráðu- neytisins á árinu, verði skipuð nefnd sem meinatæknar fái fulltrúa í. Nefndin hafi það hlutverk að meta hvernig unnt sé að bæta rekstur rannsóknastofa og gera tillögur um með hvaða hætti sú endurskipu- lagning geti orðið til hagsbóta fyrir viðkomandi stofnanir og starfs- menn þeirra. Edda Sóley sagði að þessi yfirlýs- ing hefði ekki skipt sköpum um það hvort samningar tækjust en meina- tæknar væru mjög ánægðir með þessa yfírlýsingu, því þarna opnað- ist möguleiki fyrir meinatækna á að hafa áhrif á sínum vinnustað. Borgin styrkir uppfærslu á Hárinu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja með þremur milljónum króna uppfærslu á söngleiknum Hárinu, sem leikhópurinn Flugfé- lagið Loftur stendur að. Er það vegna ráðningar á allt að 50 skólanemendum og atvinnulaus- um ungmennum til starfa við sýn- inguna. í erindi Ómars Einarssonar framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs til borgarráðs, kemur fram að viðræður hafa átt sér stað milli aðstandenda sýning- arinnar og borgaryfirvalda um möguleika á samstarfi. Ljóst sé að sýning sem þessi geti eflt menningarlíf borgarinnar í sumar meðal annars fyrir ferðamenn þegar önnur leiklistarstarfsemi liggur að nokkru niðri. Lagt er til að borgarráð veiti þriggja millj- ón króna styrk vegna ráðningar á skólanemum og atvinnulausum unglingum til starfa við leikhúsið. Starfsmannahald, launagreiðslur og öll stjórnun verður á vegum leikhópsins. Þá segir að í sumar muni íþrótta- og tómstundaráði bjóðast sérstök afsláttarkjör á leikhú- smiðum fyrir nemendur Vinnu- skólans og aðra skólanema við störf hjá Reykjavíkurborg. Hávaði og mengun við Miklubraut Líkami o g sál eru okkar end- anlegi mælir Sendar hafa verið undirskriftir og bréf til umhverfisráð- herra og borgaryfirvalda með úrbætur fyrir augum án þess að svar hafi bor- ist. í síðustu viku sendu samtökin lista með undir- skriftum 146 íbúa öðru sinni til sömu yfirvalda. Og nú fengust viðbrögð. Borgarráð hefur samþykkt að fela borgarverkfræð- ingi, Heilbrigðiseftirliti og Borgarskipulagi að gera tillögur til úrbóta eins fljótt og auðið er og skal þeim skilað til borgarráðs innan tveggja mánaða. - Fyrir hverju eruð þið að berjast? „Við höfum vaknað upp við þann vonda draum að nútím- inn truflar lífsforsendur ýmissa dýra óg plantna, en í umhverf- isumræðunni hefur tegundin maður orðið undir. Við Miklu- brautarbúar erum að beijast fyrir frumþörfum; nægri hvíld og lofti sem ekki spillir heilsunni. Hér fara milli 40-50.000 bílar hjá á sólarhring, en við erum engir mælingarsérfræðingar og okkar endanlegi mælir er auðvitað lík- ami og sál. Það sem ég vil hins vegar leggja áherslu á er það að mér fínnst þessi barátta vera al- mennari en svo að tengjast bara íbúunum við þessa götu. Vanda- mál okkar eru ekki tekin inn í myndina hjá borgaryfirvöldum og við höfum fengið ýmis einkenni- leg viðbrögð við málaleitan okk- ar. Sumir embættismenn tönnlast á því að við höfum sjálf keypt þessi hús. Eins og það skipti máli fyrir borgina hverjir búa þarna. Svæðið er ætlað til mann- vista og yfirvöld hljóta að hafa það á korti hvar íbúabyggð er að finna.“ - Hvað viljið þið að verði gert? „Við höfum bent á þann mögu- leika að grafa jarðgöng frá Snorrabraut og upp fyrir Löngu- hlíð. Einnig væri hljóðmön til bóta þótt hún leysi ekki mengun- arvandann. Í bréfi okkar til borg- aryfirvalda lögðum við áherslu á að við fögnuðum hvers konar bráðabirgðalausnum sem stuðlað geta að minni umferðarþunga. Það er mál skipulagsyfirvalda hvernig þau ætla að koma um- ferðinni fyrir í þessari litlu borg.“ - Hverju myndir þú vilja breyta? „Almenningssam- göngur eru í miklum ólestri og hefur hrakað mjög undanfarin ár. Ég myndi vilja gera bílinn ónauð- synlegri. Eins og borgin er skipu- lögð á mörgum stöðum þarf mað- ur nú að fara eftir hraðbraut eft- ir mjólkurpotti. Öll þjónusta er farin úr hverfunum og því þarf að snúa við. Ég veit hins vegar að þetta viðhorf er ekki ríkjandi í borgarkerfinu. Borgarverkfræð- ingur hefur sagt að Reykjavík sé og verði alltaf bílaborg. En það verður að bæta almenningssam- göngur því lífið er svo leiðinlegt þegar ekki er hægt að tala saman á götunum vegna hávaða og jafn óyndislegt að hrökklast í vinnuna og nú er. Þegar talað er um al- menningssamgöngur er talað um styrki, taprekstur og fjárútlát. Þegar talað er um helmingi dýr- ari áætlanir sem einkabíllinn kall- Halldóra Thoroddsen ►HALLDÓRA Thoroddsen hefur búið í húsi númer 34 við Miklubraut síðan árið 1976. Síðastliðin þrjú ár hafa hún og aðrir íbúar við götuna kraf- ið borgaryfirvöld úrbóta vegna hávaða og mengunar af völdum bílaumferðar, sem þeir telja óviðunandi svo ná- lægt mannabústöðum. Hall- dóra er fædd 2. ágúst 1950 og er dóttir hjónanna Ásdísar og Sigurðar Thoroddsen. ar á er talað um framkvæmdir.“ - Er hægt að hafa glugga sem vísa að götunni opna? „Það gerir enginn. Við erum búin að líma þá fasta heima hjá mér svo ekki sé hægt að opna þá, annars kemur svo mikil skítur inn. Við erum búin að gera Reykjavlkurborg grein fyrir ástandinu. - Er hlustað á ykkur? Hingað til hefur það ekki verið gert. Okkur hefur reyndar verið sent bréf frá borgaryfirvöldum þar sem fram kemur að þeim sé kunnugt um það að hávaðameng- un við brautina sé langt yfir viðm- iðunarmörkum í íbúðarbyggð og okkur ráðlagt að setja þrefalt gler. Ég býst við að margir hafi gert það. Við erum til dæmis með fjórfalt gler í eldhúsglugganum." - Myndir þú segja að þetta ástand þjakaði íbúa við götuna? „Ja, þeir hafa skrifað undir mótmæli, 146 manns, ég get nú ekki svarað þessu öðruvísi. Þetta -------- er náttúrlega siðleysi og jaðrar við ofbeldi að hleypa slíkum umferð- arþunga svo nálægt ________ hvíldarstað manna. - Telur þú ykkar sjónarmið eiga einhvern hljóm- grunn? „Við hneykslumst á verksmiðj- um í austantjaldslöndum sem hafa ekki sómasamlegan hreins- unarútbúnað. Eg veit ekki af hveiju við ættum að loka aug- unum fyrir því að hér er ekkert gert til minnka mengun vegna bílaumferðar. Við erum óánægð og teljum ástandið óviðunandi. - Heldur það fyrir ykkur vöku? „Nei, ekki mér. En ég hef kom- ið í húsin neðar í götunni og þar þarf að brýna raustina á álags- tímurn." - Þótt gluggar séu lokaðir? „Já, með lokaða glugga. Þar kvarta sumir yfir því að geta ekki sofið." Hér keyra 40- 50.000 bílar á sólarhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.