Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARINIAR 28. MAÍ Mosfellsbær Tryggjum festu, höfnum glundroða HINN 28. maí nk. verða kosnir 7 fulltrú- ar í bæjarstjóm Mos- fellsbæjar til næstu fjögurra ára. Sjálf- stæðismenn í Mos- 'féllsbæ hafa und- anfarin 8 ár haft 5 bæjarfulltrúa af 7 og biðja kjósendur í Mos- fellsbæ um nýtt um- boð til að halda áfram uppbyggingu í okkar fallega bæjarfélagi. Ný forysta Fjórir stjórnmála- flokkar bjóða fram í Mosfellsbæ, en Sjálf- stæðisflokkurinn var eini flokkur- inn sem valdi frambjóðendur sína að undangengnu prófkjöri. 'Mikil endumýjun er á framboðslista ■■Sjálfstæðismanna því þrír af fimm bæjarfulltrúum D-listans á síðasta kjörtímabili tóku þá ákvörðun að gefa nýju fólki tækifæri og tóku ekki þátt í prófkjörinu. Róbert B. Agnarsson, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, hlaut glæsilega kosningu í 1. sæti listans í prófkjörinu, en hann hefur gegnt starfi bæjar- stjóra sl. 2 ár. Róbert er viðskipta- fræðingur, 36 ára gamall og áður en hann kom í Mos- fellsbæ starfaði hann um 10 ára skeið hjá Kísiliðjunni hf., þar af í 7 ár sem fram- kvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu af stjómunarstörfum, því auk þess að starfa hjá Kísiliðjunni hf. var hann í stjórn ýmissa fyrirtækja á Norður- landi auk þess sem hann vann að ýmsum sveitarstj órnarm álum í Mývatnssveit. Þann tíma sem Róbert hef- ur starfað sem bæjarstjóri, hefur hann reynst ákaflega traustur og farsæll í starfi og nýtur almennra vinsælda og álits í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn býður nú í fyrsta sinn fram starfandi bæjar- stjóra, sem jafnframt er bæjar- stjóraefni flokksins á næsta kjör- tímabili. Þetta fyrirkomulag er við lýði í flestum bæjarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Með þessari ráðstöfun er verið að styrkja tengsl kjörinna fulltrúa við starfs- menn bæjarfélagsins og um leið Öllum í Sjálfstæðisfé- lagi Mosfellinga, segir Vigfús Aðalsteinsson, var gefinn kostur á að taka þátt í málefna- vinnu D-listans. að gera bæjarstjórann ábyrgari gagnvart kjósendum flokksins og öllum íbúum bæjarfélagsins. Helga A. Richter sem nú er forseti bæjarstjómar Mosfellsbæj- ar hlaut örugga kosningu í 2. sæti í prófkjörinu. Helga er kennari og hefur verið í bæjarstjóm Mosfells- bæjar sl. 12 ár. Auk bæjarstjórnar- starfa hefur hún starfað í fjöl- mörgum nefndum á vegum bæjar- félagsins og verið valin til ýmissa annarra trúnaðarstarfa. í 3. sæti listans er Valgerður Sigurðardóttir auglýsinga- og markaðsráðgjafi, í 4. sæti er Guðmundur Davíðsson vélvirkjameistari, í 5. sæti er Haf- steinn Pálsson yfírverkfræðingur og í 6. sæti er Ásta Björg Björns- dóttir meinatæknir. Állt er þetta Vigfús Aðalsteinsson nýr &fullkominn Litla trompiðfrá Dancall erfullkomin lausn fyrirþá sem gera kröfur um fágaða hönnun, talgœði, lipurð og gott verð. • Einstaklega auðveldur í notkun • Vegur aðeins 450 grömm (m/rafhlöðu) • Rafhlöður endast í 16 klst. • Innbyggð símaskrá í stafrófsröð • Flett upp eftir nafni • Innbyggðursímboði • Verðlaunaður fyrir hönnun Kynningarverð kemur á óvart! radiomidun Grandagaröi 9 • 101 ReyKjavík • Sími (91) 62 26 40 ungt og kraftmikið fólk, með mikla félagslega reynslu, sem mikils má af vænta. Málefnavinna Þegar sjálfstæðismenn höfðu gengið frá framboðslista sínum í janúar sl. var ákveðið að gefa öll- um félögum í Sjálfstæðisfélagi Mosfellinga, 350 manns, kost á að taka þátt í málefnavinnu D-list- ans. Á annað hundrað manns skráðu sig til þátttöku í sjö mál- efnahópum. Samræmd drög að stefnuskrá voru kynnt trúnaðar- mönnum flokksins á fjölmennum fundi í nýja bæjarleikhúsinu okkar í Mosfellsbæ, þar sem fundarmenn gátu komið að( gangrýni og ábend- ingum sem nýttust við endanlega gerð stefnuskrárinnar. Enginn annar stjórnmálaflokkur í Mos- fellsbæ hefur boðið til slíkrar al- mennrar þátttöku flokksmanna í stefnumótuninni og eru þessi vinnubrögð til marks um það lýð- ræði og þá breiðu samstöðu sem sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ vilja hafa um öll þau málefni sem flokk; urinn vill vinna að í framtíðinni. í stefnuskránni, sem nú hefur verið borin í hvert hús í Mosfellsbæ, er lögð eins og áður áhersla á trausta fjármálastjórn bæjarins, sem er undirstaða þess að hægt sé að byggja upp fjölbreytta og góða þjónustu fyrir bæjarbúa. í stefnu- skránni er fjallað um 10 málefna- flokka og alls staðar eru málefni fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Sjálf- stæðismenn í Mosfellsbæ vilja halda áfram að byggja upp mann- eskjulegan bæ, þar sem séð er fyrir þörfum sem flestra bæjarbúa. Til þess að kynna sér málefnin nánar vil ég hvetja kjósendur í Mosfellsbæ til að lesa stefnuskrá D-listans. Glundroði eða festa Það er sammerkt með fram- boðslistum vinstri flokkanna í Mosfellsbæ að boðið er fram í flestum tilvikum fólk með ákaflega takmarkaða reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Vinstri flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi og hafa enga sameiginlega stefnu- skrá. Ef þeir ná meirihluta munu þeir væntanlega eiga erfitt með að samræma vinnubrögð sín og ná samkomulagi um stefnu og stjórn bæjarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar undanfarin ár. Með því hefur gefist tækifæri til að vinna markvisst að málum og bæjarfélagið verið laust við sí- felldar málamiðlanir á milli ólíkra skoðana margra flokka. Takist vinstri flokkunum að ná meirihluta í komandi kosningum mun taka við glundroði málamiðlana þriggja flokka, sem eru með þijár ólíkar skoðanir á flestum málum. Besta tryggingin fyrir áfram- haldandi uppbyggingu í Mos- fellsbæ og gegn glundroða er því að setja X við D á kjörseðlinum 28. maí nk. Höfimdur er formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga. Afram Akranes NÚ stytttist óðum í kosningar til bæjar- stjórnar. Á Akranesi ætla sjálfstæðismenn að leggja höfuð- áherslu á atvinnu- og orkumál ásamt ferða- þjónustu. Það er ljóst að styrkja þarf atvinnu- lífíð hér á Akranesi, bæði með því að efla þau fyrirtæki sem fyr- ir eru í bænum og líka með því að skapa ný atvinnutækifæri t.d. í ferðaþjónustunni. Þá verður að taka á mál- efnum Hitaveitu Akraness og Atvinnu- og orkumál verða okkar mál, segir Borgaríjarðar þannig að rekstrargrundvöll- ur skapist til að lækka orkuverð varanlega og þá verulega. Atvinnu- og orku- mál eru því þau mál er mestu skipta fyrir Akurnesinga. Verði þessum höfðuðatrið- um ekki komið í lag er til lítils að tala um blómlegt bæjarlíf eða velta upp öðrum möguleikum. Ég skora á alla bæjarbúa að kynna sér vel stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna. í henni leggjum við fram tillögur til að gera góðan bæ betri með öflugri atvinnustefnu og lægra orkuverði og umfram allt betra mannlífi. Áfram Akranes, X-D fyrir Akra- nes. Höfundur er útibússtjóri og skipar 1. sæti á lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðisfólks í bæjarmálum á Akranesi. Gunnar Sigurðsson Áfram með Árna Trausti Jóhannesson íþróttamáiafulltrúi heyrnarlausra HildurÁrnadóttir viðskiptafræðingur Ragnar Guðbjömsson iðnskólanemi Lilja Pálmadóttir nemi iii Haukur F. Hannesson tónlistarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.